Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.2005, Page 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 26. febrúar 2005 | 13
Þ
ær voru blendnar, tilfinningarnar
sem hrísluðust um höfund þessa
pistils er hann frétti af end-
urkomu rokksveitarinnar Slint en
sveitin er gestgjafi á neðanjarð-
artónlistarhátíðinni All Tomorr-
ows Parties sem fram fer nú um helgina í Suð-
ur-Englandi.
Ástæðan fyrir þessu tilfinningaróti er sú að
Slint hefur verið sem nokkurs konar hálfguð í
jaðarrokkheimum síðustu
fimmtán ár, og það vegna
einnar plötu sem út kom árið
1991 og ber heitið Spider-
land. Slint var svo gott sem
óþekkt á starfstíma sínum, árin 1985 til 1991, en
skömmu eftir að Spiderland kom út hætti sveit-
in. Og Spiderland sjálf lá lengi vel í þagnargildi,
það var ekki fyrr en um síðustu aldamót sem
nafn hennar varð æ algengara í umræðum og
greinaskrifum um framsækna rokktónlist og í
hana vísað sem hið heilaga gral í þeim efnum.
Það er heldur engum ofsögum sagt að Spider-
land sé merkilegasta rokkplata síðustu tuttugu
ára eða svo. Auk þess að hafa reynst gríðarlega
áhrifarík og í raun getið af sér heila tónlist-
arstefnu og stefnur ef út í það er farið er hún
sem slík hreint stórkostleg verk og nánast er
hægt að tala um fullkomnun. Trúið mér, þetta
eru engin gífuryrði.
Svo við byrjum á sjálfri arfleifðinni á síðrokk-
ið svokallaða (Godspeed you black emperor!,
Labradford, Mogwai, Sigur Rós, Tortoise o.s.
frv.) mikið undir plötunni. Á tímabili var ótrú-
legt að fylgjast með því hvernig heilu hljóm-
sveitirnar byggðu feril sinn nánast á beinni af-
ritun af þessari einu plötu. Fyrsta lag
Spiderland heitir „Breadcrumb Trail“ og er það
einkar hæfandi nafn í ljósi þeirrar þróunar sem
átti eftir að verða.
Eins og með flestar stefnumarkandi plötur
var Spiderland engu lík er hún kom út. Lögin
sex ósungin að mestu, eintóna og naumhyggju-
leg en brotin upp með flóknum en einkar mel-
ódískum gítarköflum, auk þess sem hún sveifl-
ast frá hinu mjög svo lágværa yfir í
tilfinningaþrunginn hávaða. Það liggur skuggi
yfir öllum lögunum, framvinda þeirra er
spennuþrungin en undir öllu saman hrikaleg
fegurð sem þó erfitt er að festa hendur á, hvað
þá að hægt sé að lýsa henni.
Það sem gerir þó Spiderland fyrst og síðast
er hversu mögnuð hún er, frá fyrstu nótu til
þeirrar síðustu. Það er alveg sama hvað maður
setur „Don, Aman“ oft á, maður er alltaf á nál-
um. Lokalagið, „Good Morning Captain“ er í
dag jafn rosalegt og þegar maður heyrði það
fyrst. Það er leitun að jafn magnþrungnum endi
á plötu og sagan segir að leiðtogi sveitarinnar,
Brian McMahan, hafi fengið taugaáfall eftir að
hann var búinn að taka upp sönginn.
Steve Albini, einn fremsti upptökustjóri neð-
anjarðarrokksins og fyrrum aðalmaður Big
Black og Rapeman og nú Shellac skrifaði dóm
um Spiderland í Melody Maker skömmu eftir
útkomu plötunnar þar sem hann fer hamförum
yfir snilldinni. Hann hefur látið hafa það eftir
sér að Spiderland sé eina platan sem hafi fengið
hann til að tárast þótt harður sé.
Eitt er víst að Spiderland stendur fullkomlega
undir lofinu sem á hana hefur verið ausið öll
þessi ár – er svo sannarlega sígild plata sem
hægt er að koma að aftur og aftur, því að svo
virðist sem aldrei ætli að fenna yfir ferskleik-
ann, kraftinn eða frumleikann sem þessi ótrú-
lega plata býr yfir.
Hrikalega fallegt
Poppklassík
Eftir Arnar Eggert
Thoroddsen
arnart@mbl.is
H
ljómsveitin The Mars Volta
reis eftirminnilega úr rústum
At the Drive-in með plötunni
De-Loused in the Comator-
ium, eftirlæti tónlistar-
gagnrýnenda árið 2003. Önnur
breiðskífa sveitarinnar, Frances the Mute,
kemur út á þriðjudaginn og heldur The Mars
Volta enn uppi merki kraftmikillar og fram-
sækinnar tónlistar. Þrátt fyrir
að á plötunni séu aðeins fimm
lög er hún 77 mínútur að lengd
enda eru flest laganna kafla-
skipt. Langstysta lagið, „The Widow“, er það
sem hljómað hefur á öldum ljósvakans að und-
anförnu til að kynna plötuna. Lagið er „aðeins“
fimm mínútur og fimmtíu sekúndur og fer þar
með langt yfir lengd hefðbundins rokklags í
settinu hjá Jay Leno.
Þrátt fyrir lagalengdina og kaflaskiptingar
er platan fremur aðgengileg. The Mars Volta
hefur frá upphafi heillað með því að fara á
móti straumnum og synda í nýjar listrænar
áttir. Það að sveitin fetar ekki beina markaðs-
braut gerir hana meira aðlaðandi og er stór
hluti af því sem laðar hlustendur til hennar. Að
minnsta kosti náði De-Loused að seljast í
500.000 eintökum.
Sjónræn sýn og tilfinningar
Saga sveitarinnar hefst í El Paso í Texas þar
sem ýmsir menningarstraumar mætast og At
the Drive-In var stofnuð. Í sveitinni voru
Cedric Bixler Zavala og gítarleikarinn Omar A
Rodriguez-Lopez en sveitin hætti á barmi
heimsfrægðar eftir að eigin sögn hafa gengið
of hart að sér á endalausum tónleikaferðalög-
um. At the Drive-In starfaði í sex ár en Omar
vildi hætta því tónleikar kölluðu ekki fram
neinar tilfinningar hjá honum lengur. Hann
tók Cedric með sér og þeir félagar stofnuðu
The Mars Volta árið 2001 en hinir þrír stofn-
uðu aðra sveit, Sparta.
Nafngiftin The Mars Volta er til heiðurs
ítalska kvikmyndagerðarmanninum Federico
Fellini, sem er áhrifavaldur í tónlist sveit-
arinnar. Þess má geta að Omar leikstýrði ein-
mitt myndbandinu við hið tilfinningaþrungna
og grípandi lag, „The Widow“. Hinn fjölhæfi
Omar var jafnframt upptökustjóri plötunnar
en um hljóðblöndum sá Rich Costey. Platan
var tekin upp á átta mismunandi stöðum í
Kaliforníu, Puerto Rico, Ástralíu og New York
en hefur samt á sér heildarsvip.
Platan ber fjölmenningarlegum bakgrunni
sveitarinnar vitni, tónlist hennar fer yfir mörg
mörk og blandar saman tónlistarstílum. Á
Frances the Mute er lag sem er sungið að
mestu á spænsku, „L’ Via l’Viaquez“, og ber
suðrænum bakgrunni meðlima vitni, en Cedric
er ættaður frá Mexíkó og Omar frá Puerto
Rico. Lagið fyllir rúmlega 12 mínútur og er
ákveðinn hápunktur plötunnar.
Cedric og Omar kynntust á unglingsaldri og
náðu strax vel saman. Tónlistarlegt hjónaband
frá himnum var það heillinn og straumarnir
leyndu sér ekki. Auk Omars, sem semur tón-
listina, og Cedrics, sem sér um textana, eru í
sveitinni á þessari plötu, trommarinn Jon
Theodore, bassaleikarinn Juan Alderete,
hljómborðsleikarinn Ikey Isiah Owens og
trommarinn Marcel Rodriguez-Lopez, sem er
yngri bróðir Omars.
Nokkrir góðir gestir koma við sögu á plöt-
unni, þar af eru tveir úr Red Hot Chili Pepp-
ers. John Frusciante á fyrstu tvö gítarsólóin í
„L’ Via l’Viaquez“ og Flea spilar á trompet í
„The Widow“ og „Miranda That Ghost Just
Isn’t Holy Anymore“.
Hljómsveitin hefur líka gengið í gegnum
ýmsilegt eins og eiturlyfjafíkn og fráfall eins
meðlims, Jeremy Ward, sem lést af of stórum
skammti eiturlyfja. Til viðbótar framdi góður
vinur sveitarinnar, Julio Venegas, sjálfsmorð
árið 1996. Fyrsta plata sveitarinnar á einmitt
að segja frá ævi og dauða Julio þó fólki hafi
fundist það komast mismunandi vel til skila.
Dularfull dagbók
Upphafspunktur Frances the Mute er dagbók
sem Jeremy fann. Dagbókin segir frá lífi og
tilfinningum stráks sem var ættleiddur og leit
hans að líffræðilegum foreldrum sínum. Je-
remy var líka ættleiddur og fannst dagbókin
lýsa óhugnanlega vel hans eigin tilfinningum
og reynslu. Hann geymdi dagbókina og sagði
félögum sínum frá henni. Lögin á plötunni
heita eftir fólki í dagbókinni en fólkið sem
hann hittir beinir honum í áttina að foreldrum
hans.
Textarnir eru oft og tíðum óhugnanlegir og
flóknir og hægt að liggja yfir þeim eins og tón-
listinni. Gagnrýnandi Q lýsti tónlistinni nokkuð
vel í fjögurra stjörnu dómi, „[Platan] hljómar
oft eins og Led Zeppelin, Smashing Pumpkins
og Frank Zappa að flytja verk Edgar Allan
Poe í Buena Vista Social Club.“
„Þetta er saga þess að vera yfirgefinn og
saga fíknar,“ lýsir Cedric yfir á vef sveit-
arinnar, www.themarsvolta.com. „Hvort eitt-
hvað af þessu gerðist er ekki öruggt. Það er
nokkuð sem hlustandinn verður að finna út
sjálfur. Við getum aðeins komið með brotin.“
Framsæknir Marsbúar
The Mars Volta sendir frá sér sína aðra breið-
skífu á þriðjudaginn. Frances the Mute stendur
undir væntingum.
Tónlistarbræðurnir Cedric Bixler Zavala og Omar A Rodriguez-Lopez eru forsprakkar The Mars Volta.
Eftir Ingu Rún
Sigurðardóttur
ingarun@mbl.is
Popppönksveitin Blink 182 er far-in í frí og er það opið í annan
endann eins og segir í yfirlýsingu frá
sveitinni. Blink 182 er án efa farsæl-
asta sveitin sem spratt upp úr bylt-
ingu þeirri sem Dookie, plata Green
Day frá 1994, hratt af stað þar sem
dagskipunin var melódískt og gríp-
andi léttpönk. Með-
limir Blink ætla að ein-
beita sér að
fjölskyldumálum en keyrslan ku
hafa verið mikil undanfarin tíu ár.
Sex plötur hafa runnið undan rifjum
sveitarinnar þessi tíu ár og á meðal
vinsælla laga hennar má nefna „All
The Small Things“, „What’s My Age
Again“ og „The Rock Show“. Síð-
ustu tvær plötur, Take off Your
Pants and Jacket (2001) og Blink
182 (2003), báru með sér þyngri
undiröldu en áður og t.a.m. gestaði
Robert Smith úr Cure á síðustu
plötu.
Rafdúettinn Autechre, sem hefurverið ánafnaður sá heiður að
hafa fundið upp glitstónlistina
(„glitch“) sem hefur verið afar áber-
andi í raftónlistarsköpun undanfarin
tíu ár eða svo snýr aftur í apríl með
nýja plötu í farteskinu.
Síðasta plata, Draft 7.30, kom út
fyrir tveimur árum en þar beygði
dúettinn dálítið af kunnuglegum
tónaslóðum.
Nýja platan kemur út á vegum
Warp og kallast Untilted og ætla
hinir venjulega hlédrægu meðlimir
að fara í umfangsmikið tónleika-
ferðalag til að fylgja plötunni eftir
og troða m.a. upp á Hróarskeldu.
Sjónir manna í tónlistarkreðsunnihafa nú beinst að tónlist-
arstefnu sem hægt væri að kalla
sveimþungarokk eða „ambient met-
al“. Stórgóð plata Bostonsveit-
arinnar Isis á síðasta ári, Panopti-
con, olli því að tónlist sveita eins og
Isis, Cult of Luna og Jesu hefur
smitast yfir til
miðla og áhuga-
hópa sem hafa
hingað til ekki gef-
ið gaum að téðri
tónlist. Þannig
fjallar mekka allra
handa neðanjarð-
artónlistar í
Bandaríkjunum,
vefmiðillinn Pitch-
fork, um nýjustu plötu Jesu sem er
nýtt verkefni Justin nokkurs Broad-
rick. Hann leiddi eitt sinn vélrokks-
veitina Godflesh en plata hennar frá
1990, Streetcleaner, þykir mikið
meistaraverk. Hann var áður í
mulningssveitinni áhrifamiklu
Napalm Death.
Jesu gaf út fyrstu breiðskífu sína í
síðasta mánuði undir merkjum
Hydra Head Records, sem gefur
einnig út Isis og er rekið af for-
sprakka hennar, Aaron Turner.
Fyrsta útgáfa Jesu var hins vegar
tveggja laga plata, Heart Ache, og
innihélt hún tvö tuttugu mínútna lög
sem eru mjög áþekk því sem Broad-
rick var að gera í Godflesh.
Erlend
tónlist