Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 17.01.1949, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 17.01.1949, Blaðsíða 3
Múniidag'ur 17. janúár 1949. 3 MÁNUDAGSBLiAÐIÐ Mánudagsþankar Jóns Revkvíkings Mannréiiindi I skýlukiúi Ameríkumenn eru „smart“. Þeirra eftirlætis- orð er: „smartness“. Það er einn ávöxturinn af þess um hæfileika, þegar þeir finna upp á að þrykkja eða prenta aðalslagorðin úr mannréttindayfirlýs- ingu UNO á skýluklúta. Slíkir skýluklútar sjást hér stundum í Reykjavík. Einstöku reykvískar stúlli ur ganga með þessar mann réttindayfirlýsingar UNO á höfðinu eða nánar sagt í skýluklút, sem þær binda undir kverkina. Þetta er amerískur „smartness“, splunkunýr, og er í raun- inni táknrænn að því leyti, að þær stúlkur í veröld- inni, sem ganga með þessa svonefndu mannréttinda- yfirlýsingú A höfðinu munu vera miklu fleiri en þær persónur, konur eða karlar, ’sem ganga með hana I höfðinu. Við vitum öll, að þessar mannréttindayfirlýsingar eru tómt húmbúkk, hæfi- legar til prentunar á skýlu klúta. Þær eru margar yf- lýsingarnar, er hafa reynzt lialdlitlar. Hvort man nú enginn Snorra Sturluson? Hvort man nú enginn At- lantshafsyfirlýsinguna, er þeir Churchill og Koose- velt undirrituðu á styrj- aídarárunum, verandi um borð á herskipi víst við New Foundland ? Þegar sáttmálinn var undirritað- ur var sálmasöngur, Rooscvelt, Churehill og allur {>eirra herforingja- skari söng sálminn „On- wards Christian soldiers“, enda var þetta afskaplega kristileg yfirlýsing. Svo fór Roosevelt heim og svo fór Chisrchil! heim og koin við í Rvík á leið- inr:. Reykvíkingar fengu að sjá Chúrchill ganga upp Sprengisand með vind il-jcn í annarri hendmni. Hann vaggaði upp bryggj uua og tottaoi vindiiinn ánægjulega. En yfirlýsing- in? Hún er gersamlega gleymd. Það minnist eng- inn á hana, en eitt megin- atriði liennar var, að Bret- land og Bandaríkin lofuðu að vernda rétt smáþjóð- anna — allra smáþjóða. Hvað eru það margar smá ]>jóðir, sem þessar stór- þjóðir hafa ofurselt, síð- an þessi yfirlýsing var gefin ? Margar smáþjóðir hafa að nafninu til sjálf- stæða st jórn, eins og Aust- ur-Evrópunlfin, þó það sé ekki nema yfirskyn. Aftr- ar eru týndar, afináðar algerlega af kortinu og að nokkni leyti af yfirborði jarðar eins og Eystrasalts- löndin smáu, þtysi lönd, sem voru einmitt SMÁ — nógu smá til að gleymast. Þau voru innlimuð „hljóða laust“ og raunar með samþykki Bretlands og U.S.A., því þá var yfixlýs- icgin gleymd. Atlantsliafs- yfirlýsingin komst aldrei svo langt að verða prent- uð á skýluklúta. En mann- réttindayfirlýsing UNO er meira að segja tekin SVÓ alvarlega, að liún er notuð til kvenskrauts. Eða er hún kannske sett þarna til háðvs ? Það væri reyndar trúlegast. Eitt er víst, og það er að yfirlýsingin sjálf er miklu minna virði en klútamir, sem hún er prentuð á. Svona klútar geta kostað yfir 100 krón- ur. Skýluklútarnir og utanferðir íslendinga Það liefur fátt lcomið mér meira á óvart í seinni tíð en að sjá ritdeilur í blöðimum um mannrétt- indayfirlýsingu UNO og utanferðir Islendinga. Það kom í Ijós í þeim deilum, að til er svo einfaldur maður, að iiann telur mannrq ítindayfirlýsmgu UNO gildara plagg og í hærra-rétti en þá löggjöf, sem segir að tilíekín skil- ríki þurfi frá yfirvöldœi- um íil ]>ess að ferðast úr landi á íslandi. Ó, saneta simplicitas! Viðskiptamála ráðherrann svaraði og hefur auðvitað rétt svör og tilhlýðileg á taktemum. Alþýðublaðið sagði eitt- hvað í ]>á áttiiía, að það sem vekti fyrir manniaum, sém vitaaði í UNO yfir- lýsinguna, væri að afnemá |:ær hömlur, sem nú eru á frjálsum ferðum lands- manna til útlanda, svo ís- lenzkir gjaldeyriseigendur gfetu búið, þegar þeir vildu, á Savoy eða Waldorf- Astoria. Hvað annað ? Maður, sem er svo einfald- ur að vitna í skýluklúta, á ekki betri fsvör sliilið. Ilafa menn nokkurn timann séð annað eins? Maður með fullu viti og í ]>okkabót lögfræðingur leyfir sér að telja að íslenzk lög eigi að víkja fyrir skýiuklútum! Gluggi Masaiyks Það er ómögulegt að tala eða skrifa um skjöl á l>orð við Atlantshafsyfir- lýsinguna og mannréttinda yfirlýsingu UNO öðruvísi en í gremjufullum hæðn- istón. Þetta er rauna- legt, en ]>ó eðliJegt. Hafa Bússar eltki undirritað þessa yfirlýsingu ineð há- tíðlegheitum, og hvernig liafa þeir ekki hagað sér? Um þeirra liegðun hef ég ekki mörg orð, en mér dettur í hug kýmnisaga, ein af þessum sorglegu kýmnisögur, sem í skop- spegli bregða upp mynd af lieilli veröld þjáninga og kúgunar. Útlendiugur spyr tékk- neskan lögregluþjón í Prag, hvort það sé satt, að Masaryk hafi framið sjálfsmorð með því að Iienda sér út um glugga á stjórnarráðsbyggingu þar í borginni. Lögregluþjónn- inn klóraði sér í höfðinu, en sagði svo: „Ja, ég veit það ekki. Skrítið finnst mér þó, að hann skyldi loka glugganum á eftir sér, áður en hann hoppaði út.“ Og Hollendingar. Und- irrituðu þeir ekld yfirlýs- inguna með sama hátíðleik og aðrir? Vissulega. Þó ráðast þeir á Indónesíu- menn án fyrirvara, fang- elsa forystumenn þeirra og segjast svo aðspurðir af UNO aðeins liafa fram- kvæmt LÖGREGLUAÐ GERÐ5R!! Allt er þctta látið gott heita, en fyrst annað eins og þétta telst í samræm? við skýluklútinn, má nærri geta, hvort hégómi eins og gjaldeyrisreglur Emils Jónssonar muni brjóta í bágá við harn; Nei — það er áreiðanlegt, að þær eru í fyllsta samræmi við skýluklútínn. Síðustu fimm ár hefur Bing Crosby verið launahæstur allra Hollywoodleikara. Á þessu ári, 1948, var hann enn efstur, Betty Grable nr. 2, Abbot og Costello nr. 3 og svo Gary Cooper, Bob Hope, Humphrey Bogart, Clark Gable, Cary Grant, Spencer Tracy og Ingirid Bergman. Menn eru beðnir að athuga, að þetta eru aðeins launa- hæstu leikararnir, en langt því frá að vera þeir beztu. . Mörg Hollywood-félög eru að hugsa um að filma síð- ustu daga Hitlers og Evu Braun í Berlín. Þykja nú hafa komið fram nægar sannanir þess, að þau hafi fyrirfarið sér þar. Ann Sheridan hefur und- anfarið legið í brjósthimnu- bólgu í London, en þar hefur hún verið að leika í mjmd fyrir 20th century Fox félag ið. Dick Haymes og frú hafa nú skilið, og litlar líkur benda til þess að þau reyni að sætt- ast ... George Sanders er nú orðinn amerískur borgari •.. Ray Milland braut á sér þrjá fingur, þegar hann var að reyna að læra baseball fyrir næstu mynd sína, ,,It‘s spring again“ ... Errol Flynn og Robert Young ríf- as tþessa dagana um hvor þeirra eigi að leika eigin- mann Greer Garson í mypd- inni ,,The Forsyte Saga“ ... Ákveðið hefur verið ’að Ro- bert Taylor leiki aðalhlut- verk í myndinni ,,Ouo Vad- is?“, sem hyrjað verður á,.i júlí :.. Það er nú ráðicWvð Ava Gardner leiki aýialhlut- verkið í myndinni „The Wcst- ern Story“, en á móti henni mun leika Howard Dudd, sem er henni allra karlmanna fylgisamastur þessa dagana. Ekki má búast við að pessi mynd verði góð . . . George Montgomery fær líklega að- alhlutwrkið í myndinni „Anna Lucasta“ á móti Paul- ette Coddard . . . Doris Day er ástfangin aftur, en enginn veit í hverjum . .. Charley Chaplin hefur ákveðið að gera eina mynd á þessu ári, en hann hefur einnig ákveð- ið að leika.ekki í henni sjálf- ur . . . David Selznick og Jannifer Jones giftast, strax og hún hefur lokið myndinni, sem hún nú er að leika í ... „The snake pit“, sem dæmd hefur verið bezta mynd árs- ins í Bandaríkjunum, hefur verið bönnuð í Englandi, vegna þess að lögin í Bret- landi banna að sjúklingar á geðveikraspítölum séu sýnd- ir í kvikmyndum ... Greer Garson gengur nú með svo fallegt armband, að ekki 'hef ,ur annað eins sézt í Holly- wood. Það er allt þakið gim- steinum og safírum og mesta dýrindisþing. Buddy Fogel- son, sem alltaf er með henni, gaf henni það. Vonlaust < stríð Kínverska stjórnin er nú að endurskipuleggja heri sína um 50 mílur frá vígstöðvunum. Chang Kai Sék hefur hvatt-hcr- menji sína tjl J>csií» að ^ standa saman, sem einn triáður 'gegn vfifgangi kommúnista. Almennt er talið, að þetta sé vonlaust verk og innan skamms muni öll Kína vera á valdi kommúnista. Asifein við— BEITVSlLD Þeir, sem hafa beðið mig að útvega sér frysta beitusíld frá Noregi, verða að senda mér nú þegar í símskeyti eða bréfi staðfestingu á því magni, sem þeir ætla að kaupa. 1 samráði við beitunefndina mun ég ganga frá gjaldeyris- og' innflutningsleyfum fyrir síldina. Frystiskip verður leigt til flutnings strax og Bretar og Belgíumenn ræða j nú aukin viðskipti á þessu ári. ; Hafa viðskipti milli þessara : landa ekki verið eins góð á ! þessu ári og áður var. Talið er, að einn liðurinn, í þessum auknu viðskiptum verði að auka ferðamannastraum milli þessara landa. Kolumbus sjó- ræningi? síld byrjar að aflast í Noregi. Óskar Halldórsson. Sími 2298. Tivadar Acs, prófessor í sögu við ungverskan háskóla lýsti því nýlega yfir, að Kristofer Kolumbus, sá sem fann Amer- íku, hafi verið sjóræningi í þjónustu Frakka. Acs hefur at- hugað mjög gaumgæfilega og kveðst hafa 130 skjöl til sönn- unar máli sínu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.