Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 17.01.1949, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 17.01.1949, Blaðsíða 6
MÁNUDAGSBLiAÐIÐ 0 B FRASKILIN eftir Anonymous Framhaldssaga 14. eigi vel við þig, að eltast við fræga menn.“ Þetta stöðvaði mig. Eg óskaði að við værum ein- hvers staðar annars staðar en í þessari íbúð, sem ekk- ert kom okkur Pétri við. „Fyrirgefðu, Pat. Eg ætl- aði ekki að styggja þig.“ „Það er allt í lagi.“ (Hann hafði ekki kysst mig ennþá. Ef til vill, þegar hann gerði það, þá færi allt í samt lag aftur. Það gæti brúað bilið.) Hann fór að spígspora á gólfinu. Hann var rétt að- eins kendur. Eg var hrædd um að segja eitthvað heimskulegt, svo að ég stein- þagði. Hann byrjaði að tala. Áður en ég varð ástfanginn af. þér, Pat, var ég fremur illa leikinn af stúlkunni Nataliu. Manstu eftir því? Eg hef minnzt á hana við þig. Hún stundaði útikon- serta og þess 'háttar; ég orti kvæði til hennar, og hún gaf raig upp á bátinn og tók Ger- harð, af 'því að hann sat í gullhrúgunni upp að eyrutn. Það var skynsamlegt af henni — hún var fimm árum eldri en ég hvort sem var, og það var ekki um annað en Iwolpaást að ræða frá minni hondi. -En ég tók mér það til- tölulega mjög nærri...... Svo hitti ég þig...“ Eg' fann til þreytu. Hvað var hann að fara? „Þú varst svo sakleysisleg það var eitthvað — það er gamaldagsorð en ég hugsaði um þig sem blómdögg, Patri- cia.“ . . Hann stóð með hendur í vösum og starði á mig; ekki reiðilega, ekki eins og hann hataði mig og vissulega ekki .eins og hann elskaði mig; b?.r:a ráðaleysislegur og dálít- ið breytulegur líka. ..Pat, -er bér sama ’þó þúi segir mér .... var ég 'mjög ó- fbllkominn elskhugi Var hað af því sem þú svafst hjá hinum og þessum?“ -Mér leið eins og ég í- mynda mér að manni líði, sem hefur verið sleginn nið- ur og er í þann veginn að koma aftur til meðvitundar. Hvað hafði ég gert Pétri? „Pétur, elskan mín, nei! — Gæti ég reynt að skýra fyrir þér, það sem gerðist í raun og veru?“ Eg œtlaði að segja 'honum frá Rikka — Rikki gat farið til fjandans, ef ég gæti strokið burt þennan þreytu- lega svip af ásjónu Péturs. Hann brosti dapurlega. „Nei, í einlægni sagt, Pat, ég vil Ihelzt ekki heyra sög- una aftur í nýrri útgáfu. Eg mundi ekki trúa þér. Þú ert búin að verða svo, marg- saga á síðustu átta eða níu mánuðum eins og þú kannske manst.“ . „En þetta er sanhleikur- inn.“ „Það voru þær allar á sín- um tíma.“ „Hann mundi ekki trúa mér framar. Þetta var til- gangslaust. „Pétur, viltu gera svo vel og kyssa mig einu sinni?“ Hann kom strax til mín. Hann kyssti mig. Loksins fannst mér sem síðasta árið hefði alls ekki verið til. Svo tók hann mig í faðm sér; bar mig yfir á nýja skrautlega beddann; gekk y-f- ir gólfið; rannsakaði vegg- mynd, sem 'hann íhafði ekki áður séð — rannsakaði sitt líf og mitt og okkar kyn- slóð, sem allir 'höfðu verið að tala um, frá því við höfð- um komizt á legg og fyrr; rannsakaði skoðanir sínar á eilífðarmálunum, gæti ég vel trúað. Að minnsta kosti var svipurinn nógu langt í burtu. Hann sneri sér við. I^ann var mjög hryggur að sjá. Hárí.n sagði: „Drottinn minn, einu sinni hélt ég að þú vsér- ir kraftaverk, sem ætl'að hefði verið mér til sérstakr- ar blessunar.“ Hann stóð og starði á mig. Eg sagði ekki neitt. „Jæja, þú ert ennþá bezta konan, sem ég hef þekkt — í rúmi.“ Til hvers var að malda , í móinn? Lofum honum að segja allt sem hann lysti, ef honum væri þægð í því. Það þýddi ekki neitt — eintóm orð. Rödd hans var nú óstyrk. „Mig langar til að kyssa þig aftur.“ „Já,“ sagði ég. ★ Var þetta í raun og veru það sem ég hafði þráð, þessi Pétur sofandi með -höfuðið við brjóst mér eins og barn — þessi ástríða sem sögð var dvína fyrst allra hluta í hjóna'bandi, en með okkur hafði lifað allt annað, svo að 'hún var nú eina málið, sem við gátum talazt við á? Nei, ég ihafði ekki mjög vilj- að þetta. Eg vildi Pétur eins og ihann var áður. brúka þetta til þess að end- urheimta 'hitt. í fyrramálið mundum við klæða okkur og fara og fá okkur morgun- verð einhvers staðar, og ég mundi yera svo kát og skemmtileg, a’ð Pétíir taéki sér nærri að fara og mundi koma aftur, á morgun. eða ugglaust daginn þar á eftir og svo, smám saman. Það var ekki laust við að ég fyndi til hita og hamingju- semi. Það yrði gaman að borða morgunmat með Pétri. Júdid? Það harðnaði eitt- hvað innra með mér, þar sem ég lá með úfið höfuð Péturs við öxl mér....Eg hafði lif- að Huldu, ef til vill gat ég líka lifað Judid... Eg varð róleg og fór að sofa. ★ En þegar ég vaknaði um morguninn var Pétur farinn. Eg trúði því ekki; ég trúði ekki að Pétur gæti fengið það af sér að fara án þess að segja orð, eins og ég væri einhver stelpa, sem hann hefði 'hitt á næturknæpu kvöldið áður og ekki fundizt mjög góð dægrastytting. Pét- ur mundi ekki géra mér slíkt. Það var nú samt einmitt það sem hann hafði gert. Mig hafði langað til að fara með honum til morgun- verðar; mig hafði langað svo til að fara með honum til morgunverðar. Eg byrjaði að skæla; og fór á fætur. og leit- aði að vasaklút. Þá sá ég blað merkt .,Patricia“ á arinhill- unni; og mundi .að ég hafði skilið eftir blað 'handa Rikka einu sinni og grét enn meir, svo að ég gat ekki séð til að lesa það um stund. Það var á þessa leið: „Þakka þér fyrir gestrisnina. Við hittumst aftur einhvern- tíma“. Það var allt • og sumt. Eg staulaðist niður stigann til Lúsíu. Ef til vill gæti hún sagt mér hvað ég ætti næst að taka til bragðs. Eg vissi það ekki. Eg sýndi henni blaðið. Eg sagði: ,,Eg hata hann; ég ætla aldrei að virða hann viðlits framar. Eg æt.la mér að kyssa svo marga karl- menn að ég muni ekki einu sinni hvernig hann leit út. Hann segir að ég sé 'hóra; ég ætla mér að vera hóra, en ekki með honum. Lúsía, því gerði hann mér þetta?“ „Elsku Pat mín, jafnaðu þig nú, góða. Eg samhryggist þér, Pat. Það er ekki neitt, En samt; ef- tiL vill mátti sem þú getur gert. Svona gráttú eins- og 'þigrlýstir..-.. Mánudagur 1T. janúar 1949. svo getum við talazt við.“ Eg sat og grét. Lúsía klæddist og sagði: „Þér líður betur bráðum, elskan“ öðru hverju. Mér leið engu betur, en eftir dálítinn tíma hætti ég að gráta. „Eg skal síma á skrifstof- una, Pat, og segja þeim, að þú hafir farið til tanplæknis og komir á hádegi. Eg ætla að taka mér frí sjálf. Það er bezta veður, og ég hef ekki tekið frí síðan Borden sigldi með konu og krakka.“ „Mig langar til að fá mér bíl og aka eins og vitlaus manneskja út á stórkrossgöt- ur.“ „Já. Klæddu þig, Pat, og við skulum fá okkur snarl á rólegum stað.“ Eg klæddi mig, fór í nýja bláa alklæðnaðinn. Við fór- um á Maru restaurant. Það var rólegt þar, morgunverð- artíminn nærri liðinn; og þar var útsýni yfir strætið." „Lúsía, ég lofaði honum að vera. af því að ég hélt að með því móti mundi ég fá ‘hann aftur.“ „Til hvers viltu fá hann aftur?“ „Af því að við elskuðufnst svo.“ „Elskarðu hann núna, í raun og sannleika.“ ,Sem stendur vildi ég óska að hann væri dauður. En venjulega elska ég hann.“ „Eins og hann er eða eins og' hann var?“ „Eins og hann var.“ „Hvernig ætlarðu að fara að því að fá hann aftur eins og ^ann var?“ Hún fékk sér aftur kaffi íl bollann. „Fvrr en varir, Pat, mun ég koma með tilvísun handa bér úr sömu góðkunnu heim- ild og vitnað er til í flestum sigarettu- auglýsingum.“ „Rubáiyát?“ „Einmitt. „í einni hand- skrift er hvert soor vort þekkt.“ Taktu mig til fyrir- myndar. Horfðu á at-hafnir mannanna. en blandaðu þér ekki í leikinn.“' „Heimspekín í Ruþáivát ,á ekkert erindi til annarra en; unglinga, nema vísarnar- sem| lúta að drykkju.“ „Nefndu mér heimspeki, sem er ekki barnaleg — Sjálfstjáning — hið ný- fengna frelsi kvenna — Freud, hin Mikla Afsöku'-,'.' ‘ „Það hefur nú samt verið framför, Lúsía. Sjáif hof ég stigið stórt fram faraspor í bókmenntasmekk, frá Scott Fitzgerald til Ernest IL-m- ingway.“ „Hve mikil framför er það?“ „Árans stórt spor í áttina til fjölbreyttari og bragð- meiri orðaforða.“ Lúsía hló. „Þarna sérðu. Þér er strax farið að líða betur, Pat. Veiztu, að ég,- að ég er fimm árum eldri en þú?“ „Eg hélt ekki, að það væri svo mikið.“ „Jú. Eg er tuttugu og níu ára. Arkibald snéri við mér bakinu, þegar ég var tuttugu og fimm, Eg reyndi of mikið að ráða yfir honum; langaði til að.......... Kaffiskömitituu Framhald af 5. síðu. eigi af slíku jákvæði, að eigi megi gagnrýna ráðstafanir, er gerðar eru í þessu efni til lækningar eður úrbóta. Til þess er málfrelsið, hið dýr- mæta málfrelsi, að neyta þess, helzl á^rólega vísu og drengilegan hátt. Þá er gengið er um götur bæjarins og líta má skraut- vagn fyrir framan íbúðarhús eftir íbúðarhús, marga skraut vagna ,fyrir framan sum þeirra, verður manni að spyrja, hvort eigi hefði mátt spara innflutning á slíkri vöru og hafa kaffi- og sykur- skammtinn þeim mun rausn- arlegri og ríflegri. Mætti og eigi að stórum mun, minnka bókaauglýsingar í blöðum og tímaritum og spara á slíku útlendan og innlendan gjald- eyri? Ærið fé ‘hlýtur að fara í allar þær hinar miklu bóka- auglýsingar, sem prentaðar voru og birtar á síðustu jóla- föstu. Má’ ekki nota sískraf- andi og sí-syngjandi útvarpið til slíkra auglýsinga? Slíkar auglýsingar fara löngum með ýkjur, öfgar og skrum, bera ekki vitni um vöndug- leik í verzlun og vöru-fram- boðí. Þá er slíks er gætt, virð- ist lítt ísjárvert, að taka þar að nokkru í taumana og færa þennan mikla kaupsýslu-áróð ur úr dálkum -blaðanna og flytja hann á víðavang Ríkis- útvarpsins. Sigurður Guðuiundsson. Jii||©slavssr Yugoslavneska fréttastofan Taiíjug skýrði frá því nýlega að fréttir þær, sem birtar hefðu verið í London, París og víðar þess efnis, að Tito hafi sent auk inn her til þess að gæta landa- mæra Jugoslavíu, hafi við eng- in rök að styðjast. „Slíkar fréttir eru helber upp- spuni og ekkert mark á þeim takandi" sagði 1 tilkynningu frá fréttastofunni. MANUDAGSBLAÐIÐ Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Blaðið kemur út á mánu- dögnm. — Verð 1 króna. Afgreiðsla, Kirkjuhvoli 2 hæð, sími 3975. PrentsmlOja ÞJóðviljang hÍ-

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.