Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.2005, Side 7
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 9. júlí 2005 | 7
ar frægur mexíkóskur listmálari. Enginn fékk
þó dóm fyrir skotárásina. Eftir þessa morð-
tilraun voru settar upp stálhurðir og stál-
hlerar settir fyrir glugga allra svefnherbergj-
anna.
Þeir munir sem voru í vinnustofu Trotskís
eru flestir enn á sínum stað, meðal annars
upptökutæki sem hann notaði til að taka upp
ræður og minnispunkta. Í horninu er legu-
bekkur því heilsu Trotskís hrakaði og fékk
hann tíð mígreniköst á milli þess sem hann
vann.
Það var í þessu herbergi sem seinna morð-
tilræðið var framið hinn 20. ágúst 1940. Morð-
inginn, Ramón Mercader, var spænskur stal-
ínisti og hafði unnið fyrir hina alræmdu
sovésku herlögreglu NKVD um alllangt skeið
áður en hann var sendur til Mexíkó til að ráða
Trotskí af dögum. Mercader tók sér nafnið
Jacques Mornard og þóttist vera kaupsýslu-
maður frá Belgíu og mikill aðdáandi Trotskís.
Hann ávann sér traust einnar af riturum
Trotskís og vegna vinskapar hennar komst
hann oft í návígi við byltingarmanninn gamla.
Daginn örlagaríka sagðist Mercader hafa
skrifað áróðursgrein sem hann vildi að
Trotskí læsi yfir fyrir sig í einrúmi og fóru
þeir inn á skrifstofu hans. Natalia Sedova
sagði eftir á að sig hefði grunað að ekki væri
allt með felldu þar sem Mercader hafði virst
óvenju taugaóstyrkur þennan dag auk þess
sem hann hélt á stórri regnkápu, þrátt fyrir
að ekki væri ský á himni. Mercader notaði
þessa regnkápu til að fela ísöxi með afsagað
skaft og litla skammbyssu. Einu sinni áður
hafði hann haft þessi vopn með í för heim til
Trotskís, en brostið kjark þegar þeir voru
tveir einir.
Í þetta skipti lét hann til skarar skríða.
Hann stóð yfir Trotskí við skrifborðið og hjó
hann í hnakkann með öxinni þar sem hann sat
og las greinina. Höggið var ekki nógu fast, því
Trotskí rak upp skaðræðisöskur og lífverðir
hans komu hlaupandi áður en Mercader náði
að höggva aftur. Talið er að hann hafi ætlað
að drepa Trotskí hljóðlega með einu höggi og
einungis ætlað að nota skammbyssuna til að
skjóta sér leið út ef það reyndist nauðsynlegt.
Ef hann hafði ætlað sér að nota byssuna til að
fremja sjálfsmorð ef tilræðið mistækist hafði
hann ekki ráðrúm til þess því lífverðir Trotsk-
ís yfirbuguðu Mercader, en Trotskí lá óvígur
eftir. Hann var fluttur á sjúkrahús í skyndi og
ennþá með meðvitund, en lést snemma um
morguninn hinn 21. ágúst.
Mercader var handtekinn og dæmdur til
fangelsisvistar í 20 ár og einn dag, en með því
að bæta einum degi við dóminn var það undir-
strikað að ekki væri möguleiki á reynslulausn.
Hið raunverulega nafn og uppruni Mercaders
varð ekki ljós fyrr en löngu síðar og tengsl
hans við NKVD voru ekki sönnuð með ótví-
ræðum hætti fyrr en eftir fall Sovétríkjanna.
Hann afplánaði dóm sinn í Mexíkó en fór til
Kúbu 1960 og þaðan til Sovétríkjanna. Hann
bjó í báðum löndunum þar til hann lést 1978.
Hann var jarðsettur í Moskvu.
Fékk ekki legstæði í Bandaríkjunum
Eftir að Trotskí lést þótti réttast að senda lík-
ið til Bandaríkjanna þar sem flestir fylgis-
menn hans voru þaðan. Bandarísk yfirvöld
vildu þó ekki hleypa líkinu inn í landið og var
Trotskí brenndur og aska hans sett undir
minnismerki í húsgarði hans. Þar er nú einnig
aska Nataliu Sedovu undir rauðum fána með
hamar og sigð og er eflaust leitun að stöðum í
dag þar sem þessi umdeildi fáni blaktir enn
við hún.
Fréttir af árásinni bárust hingað til Íslands
22. ágúst. Flest blöðin greindu frá því á for-
síðu að ráðist hefði verið á Trotskí, nema
Morgunblaðið sem hafði litla frétt á blaðsíðu
2. Alþýðublaðið sagði Trotskí látinn fyrst
blaða hinn 22., en hin blöðin ekki fyrr en dag-
inn eftir. Alþýðublaðið skellti skuldinni strax
þennan dag á útsendara Stalíns, þótt ekkert
væri ennþá því til sönnunar. Það átti þó ekki
að koma neinum á óvart að Stalín væri að
verki og notaði blaðið tækifærið til að hnýta í
stalínista hér á landi vegna hins nýafstaðna
voðaverks. Þjóðviljinn sagði það „sjúklegan
heilaspuna að stalínisti hefði verið að verki“
og prentaði þá útgáfu sem kom frá Moskvu.
Hún var sú að dyggur stuðningsmaður
Trotskís hefði sturlast og drepið hann í ör-
væntingu eftir að hafa komist að því að
Trotskí var svikari við byltinguna og hefði á
prjónunum að myrða Stalín.
Þessa dagana er í sífellu verið að minnast
voðaverkanna sem framin voru af komm-
únistum á síðustu öld. Þrátt fyrir þau voða-
verk sem allir þessir menn bera ábyrgð á er
áhugavert að heimsækja sögufræga staði sem
þessa og gleðjast yfir að þeim skuli haldið við
svo mennirnir og verk þeirra falli ekki í
gleymsku.
Borðstofan Múrað var fyrir gluggana á húsi Trotskís, eins og greina má til vinstri.
mistókst og til hægri sést í einn af stálhlerunum sem settir voru upp eftir árásina.
Heimildir:
Deutscher, Isaac: The Prophet Outcast: Trotsky, 1929–1940.
New York. Vintage Books, 1963.
Sánchez Salazar, Leandro A.: Murder in Mexico: The Assass-
ination of Leon Trotsky. London. Secker & Warburg, 1950.
Súdoplatov, Pavel: Special Tasks: The Memoirs of an Un-
wanted Witness, a Soviet Spymaster. London. Warner Books,
1995.
Grafreiturinn Aska Trotskíhjónanna er nú í þessum grafreit í húsagarðinum.
Mexíkó
Höfundur er sagnfræðingur.