Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.2005, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.2005, Qupperneq 8
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 9. júlí 2005 S nemma í vor fór ég til Danmerkur til fundar við fólk frá Svíþjóð og Noregi. Eftir góðan kvöldverð í Óðinsvéum settist ég niður á úti- kaffihúsi með norskum félaga og við fórum að spjalla um daginn og veginn. Hann sagði mér meðal annars í óspurðum fréttum að í flugvélinni á leið frá Osló til Kaupmannahafnar hefði hann lesið at- hyglisverða grein í sunnudagsútgáfu norska Dagblaðsins. Greinin fjallaði um franska tilvistar- spekinginn Jean- Paul Sartre í til- efni þess að 100 ár eru liðin frá fæð- ingu hans. Þar var sagt fullum fetum að Frakkinn atarna væri stórlega ofmetinn og hefði aldrei haft neitt sem máli skiptir fram að færa. Ég sýndi greininni mikinn áhuga og þegar ég var nýkominn aftur heim til Íslands fékk ég hana senda í tölvupósti frá þessum norska vini mínum. Andlega blindur og sljór Greinin er eftir perúíska rithöfundinn Mario Vargas Llosa og fyrirsögnin er Uppgjör við Sartre. Þar undir stendur feitletrað: „Jean-Paul Sartre var åndelig blind og slöv – og tok feil i nesten alla saker han for svarte eller angrep“ eða „Jean-Paul Sartre var andlega blindur og sljór – og honum skjátlaðist um hér um bil allt sem hann tjáði sig um“. Eftir að hafa lesið greinina leitaði ég frekari heimilda um Vargas Llosa. Ég komst meðal annars að því að hann er fæddur á millistríðsárunum, hreifst ung- ur af Sartre, en fannst seinna að þessi til- eygði kommúnisti hefði leitt sig á glap- stigu. Upp frá því hefur Vargas Llosa verið óþreytandi við að rakka niður Jean- Paul Sartre og verk hans. Greinin í norska Dagblaðinu var til vitnis um biturð og beiskju. Þar var ekki kafað ofan í heimspekilegar kenningar Sartres, heldur mest gert úr því að á sjötta áratugnum hefði hann sagt að í Sovétríkjunum hefðu menn frelsi til að gagnrýna allt sem vera vildi og efast um að pólitískar ofsóknir ættu sér stað í Sov- étríkjunum undir stjórn Stalíns. Síst ber að gera lítið úr þessari póli- tísku blindu sem því miður hrjáði of marga mestu hugsuði síðustu aldar. Hins vegar þykir mér Vargas Llosa sjálfur gerast sekur um mikla þröngsýni með því að dæma ævistarf Sartres ómerkt og einskis vert vegna glámskyggni hans á vettvangi stjórnmálanna. Það er svipað og að við Íslendingar afskrifuðum bók- menntaverk Halldórs Kiljans Laxness fyrir það eitt að hann var einu sinni hall- ur undir Ráðstjórnarríkin. Í þessu tilliti er munurinn á stöðu þeirra tveggja ef til vill helst sá að Halldór skipti um skoðun en ekki Sartre og Halldór þáði Nób- elsverðlaunin en ekki Sartre. Sartre var trúr sannfæringu sinni fram á hinstu stundu og gaf lítið fyrir Nóbelinn og flestöll borgaraleg gildi. Ástríður og poppljómi Vargas Llosa er bitur en ég held þó að með einhverjum hætti hafi hann hitt naglann á höfuðið þegar hann skrifar að Sartre hafi verið fjölmiðlafígúra. Hann var iðulega á síðum slúðurblaðanna, gekk í öllum mótmælagöngum sem hann þefaði uppi og var sífellt að rífa kjaft – kannski í og með til þess að komast á síður blað- anna. Sartre virðist hafa kunnað „al- mannatengsl“ út í hörgul, að koma sjálf- um sér á framfæri, búa til úr sér „brand“ og skapa sér ímynd. En pólitísk vindhögg og meintir stjörnustælar Sartres rýra á engan hátt framlag hans til heimspeki og bók- mennta. Þó mætti ef til vill spyrja sig hvort almennar vinsældir þessa merka hugsuðar og eins konar poppljómi sem umlék hann á fimmta, sjötta og sjöunda áratug 20. aldar hafi orðið til þess að hann sé ekki tekinn nógu alvarlega í aka- demísku samfélagi 21. aldar? Jean-Paul Sartre var maður ástríð- unnar. Hann var maður þess sem Frakkar og Eng- lendingar kalla „Engage- ment“. Hann gekk um stræti Parísar með flest- öllum fylkingum sem fyr- irfundust. Hann lagðist á sveif með fjölmörgum bar- áttuhópum sem höfðu eitt- hvað á stefnuskrá sinni sem hann gat hugsanlega verið sammála. Sartre sem var alltaf á ferðinni með rauða spjaldið á lofti. Hann staulaðist hálfblindur upp frá borðinu á kaffihúsinu sínu, angandi af sígarettum og svörtu kaffi, til að segja hingað og ekki lengra. Kannski er stundum virð- ingarverðara að eiga sér vondan málstað en engan og sýna með því lífsmark? Mér er til efs að Vargas Llosa sé sammála því. Frelsi og óheilindi Því er líkt farið um mig og Vargas Llosa að heimspeki Jean-Pauls Sartres hefur haft mikil áhrif á mig og hefur enn. Framan af hreifst ég mest af umfjöllun hans um frelsið. Hann leggur áherslu á að það sé grundvallaratriði í lífi sérhvers manns að hann er dæmdur til að vera frjáls og getur ekki varpað ábyrgð á eigin gjörðum yfir á aðra. Það er skylda mín að virða frelsi annarra og nýta eigið frelsi til að gera gott úr sjálfum mér. Samkvæmt heimspeki Sartres er mannleg tilvera upphaflegri en eðlið. „Maðurinn er sjálflifuð fyrirætlun, öfugt við til dæmis mosa, fúafen eða kálhöfuð,“ eins og Sartre segir í fyrirlestrinum Tilvistarstefnan er mannhyggja. Við er- um því ekki sköpuð með eitthvert fyr- irfram ákveðið eðli. Við erum ekkert ann- að en það sem við gerum úr okkur, sem er fyrsta lögmál tilvistarstefnunnar. Hins vegar er líf okkar að sjálfsögðu skilyrt af ytri aðstæðum, svo sem líkam- legum erfðum, stéttarstöðu, land- fræðilegum þáttum og fleiru sem við fáum í vöggugjöf. Þetta er það sem Sartre kallar staðveru og er í eilífri tog- streitu við handanveruna, frjálst áform okkar og möguleika til frjálsrar breytni. Sartre gerir í raun eins lítið og hann mögulega getur úr umhverfisþáttum og félagsmótun. Hann leggur ríka áherslu á að menn geti ávallt stigið handan stað- veru sinnar og nýtt frelsi sitt. Ef menn neita handanverunni – möguleikum sín- um – og gerast leiksoppar staðverunnar gerast þeir um leið sekir um það sem Sartre kallar óheilindi. Þegar grannt er skoðað er sjaldnast hægt að kenna öðrum um það sem úr okkur varð. Við ákvörðum það sjálf með eigin vali. Með því að taka einn kostinn fram yfir annan útilokum við ótal mögu- leika en opnum um leið fyrir ótal aðra möguleika. Þannig sköpum við okkar eig- ið eðli með athöfnum okkar og vali. Þessi kenning Jean-Pauls Sartres um frelsið og mannlega tilveru er augljóslega mjög takmörkuð. Þótt hún nyti mikillar hylli meðal Vesturlandabúa þá fór Sartre ekki varhluta af gagnrýni sem var eink- um í þá veru að hann gerði of lítið úr ytri öflum sem skilyrða eða ráða miklu um gjörðir manna. Skorturinn Sartre reyndi að setja fyrir þennan leka á kenningu sinni með seinni verkum sínum þar sem Gagnrýni díalektískrar skynsemi er höfuðritið. Í því byggir hann mjög á kenningum Marx og Engels en gæti seint talist venjulegur eða forpokaður marxisti. Hann var óvæginn við þann flokk manna og kallaði þá lata. Sartre sakaði þá um að vera fastir í neti kenninganna og reyna sífellt að troða veruleikanum inn í þær. Dostojevskí lýsti þessu ágætlega um hundrað árum áður í lúmskri gagnrýni á sósíalista þegar þegar hann lætur eina af sögupersónum sínum í Glæp og refsingu segja: „Draumahúsið er fullsmíðað, en eðlið er ekki reiðubúið að setjast þar að, það vill líf, það hefur ekki lokið sinni lif- andi þróun – enn er of snemmt að fara í kirkjugarðinn!“ (þýðing Ingibjargar Har- aldsdóttur). Sartre vildi færa marxismann nær þeim mannheimi sem við byggjum og það var sannfæring hans að þar væri tilvist- arstefnan hjartað sem dælir blóði og kveikir líf í hálfdauðu kerfi. Hann leggur eftir sem áður áherslu á að það eru ein- staklingarnir sem fram- kvæma og þótt þeir séu að hluta skilyrtir af umhverfi sínu þá eru þeir aldrei algjört andlag þess. Hann setur fram eins kon- ar átakakenningu þar sem þarfirnar og skorturinn eru drifkraftur mannlífsins og baráttunnar manna á meðal. Hvort sem litið er á tengsl manna í millum eða tengsl þeirra við veröldina, þá kem- ur í ljós að saga okkar krist- allast í samspili skorts og þarfa. Frumstaðreyndin er að það er ekki til nóg handa öllum. Notkun og neysla ákveðins þáttar hér og nú úti- lokar notkun eða neyslu hans síðar. Þessi staðreynd hefur mjög óheillavænleg áhrif á sambýli manna. Manneskjum er ofauk- ið. Þær eru verðandi neytendur og sem slíkar að minnsta kosti ónauðsynlegar ef ekki beinlínis ógnvænlegar og óæskileg- ar. Á meðan maðurinn býr við skortinn eru átök og ofbeldi óumflýjanlegur þáttur tilveru hans. Afurðatregða Efnisheimurinn ýtir ekki aðeins undir átök og ofbeldi vegna skortsins. Aðgerðir manna eru einnig greyptar í hið efnislega umhverfi og geta oft og tíðum komið í veg fyrir ný áform. Þetta er það sem Sartre kallar afurðatregðu eða „Practico- Inert“. Maðurinn stritar gegn afurðum eigin athafna sem hafa gjarnan breyst í eitthvað allt annað en upphaflega var ætl- unin. Sartre nefnir sem dæmi hvernig kínverskir bændur ruddu alla skóga í landbúnaðarbyltingunni en það kom þeim seinna í koll þegar allt þeirra umrót leiddi til stórfelldra flóða og eyðilegg- ingar. Áður sagði Sartre að helvíti væri annað fólk vegna þeirra takmarkana sem það leggur á frelsið; hvernig það reynir að skilgreina aðra utan frá og hefta frjálst áform þeirra. Núna er helvíti af- urðatregðan; efnislegur veruleiki sem áform manna brotna á. Það er með tilvísun til skortsins og af- urðatregðunnar sem Sartre skýrir hópa- myndanir. Í daglegu lífi finnum við litla sem enga samkennd með öðru fólki. Við heilsum ókunnugum ef til vill í strætó- skýlinu en þegar til kastanna kemur hugsar hver um að bjarga eigin skinni í keppni um takmörkuð lífsins gæði. Ut- anaðkomandi ógn getur hins vegar orðið til þess að ókunnugt fólk bindist böndum. Þá leggst það saman á árarnar til þess að breyta mannlegum veruleika og stundum tekst því að breyta sögunni. Hvort sem það gerir þá árás á Bastilluna, brýtur niður Berlínarmúrinn eða stofnar samtök á grundvelli kynferðis til að breyta póli- tískum veruleika og eignast fulltrúa á þingi, svo fátt eitt sé nefnt. Davíð og Golíat Jean-Paul Sartre gerir í kenningum sín- um ágæta grein fyrir þeim innri og ytri aðstæðum sem maðurinn býr við. Hann leggur áherslu á áform einstaklinga og hvernig þeir skapa sig sjálfir. Hann út- skýrir einnig hvernig fólk getur skapað og breytt veröldinni með samtakamætti þegar mikið liggur við. Lykilhugtök eru frelsið, skorturinn og afurðatregðan. Kannski má – bæði í gamni og alvöru – fá dýpri skilning á grein Marios Vargas Llosa í sunnudagsútgáfu norska Dag- blaðsins með tilvísun til skortsins. Jean- Paul Sartre og Mario Vargas Llosa eru báðir rithöfundar sem berjast um tak- mörkuð gæði; athygli, viðurkenningu og aðdáun. Vargas Llosa finnst vont að lifa og starfa í skugga risans. Davíð segir Golíat stríð á hendur – en í þessu tilviki fer hann tæpast með sigur af hólmi. Sartre sympósíum (Jean-Paul Sartre 1905–2005) var haldið á Akureyri í sumabyrjun í tilefni af því að hu Frelsið og skorturinn Húsfyllir var í Deiglunni á Akureyri 7. maí sl. þegar þar var haldið málþing und- ir yfirskriftinni „Sartre sympósíum“ í til- efni þess að í ár eru liðin 100 ár frá fæð- ingu franska tilvistarspekingsins Jean-Pauls Sartres. Frummælendur voru Jóhann Björnsson, Páll Skúlason, Ragnar Hólm Ragnarsson og Vilhjálmur Árna- son. Páll Skúlason gat ekki, sökum anna, búið erindi sitt til birtingar í Lesbók en erindi hinna þriggja fara hér á eftir. Jean-Paul Sartre Hann var mjög umdeildur enda virkur í orðræðu síns Ragnar Hólm Ragnarsson Eftir Ragnar Hólm Ragnarsson ragnarh@akureyri.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.