Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.2005, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.2005, Síða 9
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 9. júlí 2005 | 9 undrað ár eru liðin frá fæðingu hans AP s tíma og lagði áherslu á að taka afstöðu til þess sem var efst á baugi hverju sinni. Eins og fram kom í nýlegri Les-bókargrein Geirs Svanssonar(25.6. ’05) er hugsun Sartressumpart sprottin úr jarðvegi síðari heimsstyrjaldarinnar, þar sem öll viðtekin gildi eru fótum troðin. Við stríðs- og umsátursástand eru ein- staklingar líka óvenju oft knúnir til af- stöðu og ákvarðana sem geta ráðið lykt- um um líf og dauða. Á slíkum úrslitastundum rekur einstaklingurinn sig á það, að mati Sartres, að hann hefur ekkert raun- verulega til að reiða sig á, hann verður einfaldlega að velja í angist og ör- væntingu og standa og falla með vali sínu. Kenning Sartres er að það haldleysi tilverunnar sem afhjúpast á stundum sem þessum, þegar til úr- slita dregur í lífi manns, sé í raun ekki undantekning heldur regla. Í reynslunni birtist það vissulega sem undantekning, en það er vegna þess að dags- daglega dylja veggir venja og siða fyrir okkur þá staðreynd að allt hvílir á okkar eigin vali. Með greiningu á tilvistarkjörum mannsins má hins vegar leiða þessa staðreynd í ljós og það gerir Sartre með margvíslegum hætti í fyrri ritum sínum. Í því tilliti skiptir vitundar- kenning hans mestu máli. Inntak hennar er að í raun er vitundin ekkert; hún bein- ist einungis að því sem er og tengist því í stöðugri neitun. Vitundin er því eins konar glufa í veruleikanum sem gerir það kleift að hlutirnir geta birst í merk- ingu sinni. Í vitundarathöfnum okkar er- um við sífellt að bregðast við aðstæðum okkar og gefa þeim gildi og mikilvægi. Þar með losar vitundin okkur jafnan úr viðjum þess sem er, yfirstígur það með því að áforma sig í möguleikum. Þetta hefur Sartre til marks um að vitundin sé frelsi. Staðveran og handanveran Öll áform mín myndast við aðstæður sem ég er í hverju sinni. Aðstæðurnar eru ofnar úr tveimur þáttum sem Sartre kallar staðveru (facticité) og handanveru (transcendence). Staðveran er heild þeirra staðreynda sem einkenna hlutskipti mitt, svo sem líkami minn og erfðir, fjölskylda mín og sú menning sem ég fæðist inn í. Staðveran er því þau spil sem ég hef fengið á höndina gefin ef svo má segja. Handanveran er aft- ur á móti það hvernig ég spila úr þeim, hvað ég geri úr mér á grundvelli þessara staðreynda. Líf hvers ein- staklings einkennist ekki síst af því hvernig hann vinnur úr sínum efnivið, hvaða vægi hann gefur hlut- skipti sínu og hvernig hann nýtir sér möguleikann á að breyta því. Það er lykilatriði í kenningu Sartres að hann telur enga leið að segja fyrir um hvernig einstaklingum reiðir af í ljósi einhverra staðreynda, svo sem að hann sé líkamlega fatlaður. Menn bregðast á ólíkan hátt við slíkum staðreyndum og skapa sér hlutskipti sitt að því leyti til. Í þessu samhengi vakna spurningar af siðferðilegum toga: geri ég mér grein fyrir því að með því að bregðast við að- stæðum mínum, þá er ég að ákveða gildi þeirra og að ég ber ábyrgð á þeim ákvörðunum? Með öðrum orðum: axla Frelsi og ábyrgð í kenningu Sartres Vilhjálmur Árnason Eftir Vilhjálm Árnason vilhjarn@hi.is Fyrstu kynni mín af Jean-PaulSartre og hugmyndum hansvoru af lestri fyrirlestursinsTilverustefnan er mann- hyggja sem Sartre flutti í París í október 1945. Í þessum fyrirlestri útskýrir Sartre grunnhugmyndir tilvistarstefn- unnar eða existensíalismans svokallaða. Þar kemur meðal annars fram að mað- urinn að mati Sartres er dæmd- ur til frelsis og ábyrgðar á eigin lífi og er sífellt að áforma líf sitt. Það sem helst vakti at- hygli mína við lestur text- ans í fyrstu var frásögn Sartres af nemanda nokkrum sem leitaði til hans í vanda. Þetta var á dögum seinni heimsstyrj- aldarinnar og þurfti nem- andinn að taka erfiða ákvörðun. Hann þurfti að velja á milli tveggja ólíkra lífskosta. Annar kosturinn var sá að fara og berjast með andspyrnuhreyfing- unni gegn Þjóðverjum til þess að freista þess að frelsa föðurlandið. Hinn kosturinn var sá að vera um kyrrt hjá einstæðri móður sinni henni til stuðnings í lífinu. Hér toguðust á hagsmunir heild- arinnar annarsvegar þar sem hann legði eitthvað af mörkum fyrir þjóð sína og hinsvegar stuðningurinn við móður sína sem hafði verið svikin af föður hans og hafði einnig misst eldri son sinn sem drepinn hafði verið af Þjóðverjum. Hvað gat hann tekið til bragðs? Eins og títt er með nemendur leitaði hann til kennara síns Jean-Paul Sartre í þeirri von að mega fá ráð í vanda sínum. Svar Sartres var stutt og hnitmiðað: „Þú ert frjáls, veldu þ.e.a.s. finndu einhver úr- ræði.“ Svo mörg voru þau orð. Kennarinn Jean-Paul Sartre Sartre þótti allsérstæður kennari sam- kvæmt því sem haft er eftir fyrrverandi nemendum hans. Hann var óformlegur í fasi og framkomu ólíkt því sem tíðkaðist á þeim tíma. Hann reyndist vinalegur, sat oftast í stól við kennslu sína og ræddi við nemendur án fyrirlestra- blaða rétt eins og jafningjar og félagar tala saman. „… við höfðum aldrei séð neitt í líkingu við þetta,“ er haft eftir einum nemanda hans. Sartre lagði ríka áherslu á að nemendur væru ábyrgir og gagnrýnir í hugsun, bæði gagnvart sjálfum sér og eigin skoð- unum og hinum ytri veru- leika. Hann þótti afskaplega afslappaður gagnvart reglum og hefðum skólans. Hann hélt ekki utan um við- veru nemenda, beitti engum refsingum og hvatti þá ekk- ert sérstaklega til þess að taka niður glósur í kennslustundum né heldur lagði hann áherslu á próf og ein- kunnir. Einnig fylgir það sögunni í end- urminningum nemenda hans að í kennslustofunni mátti reykja og þegar tók að vora urðu menn allfrjálslegir og fóru úr jökkum og losuðu bindi. Það hef- ur því ekki þótt undarlegt að Sartre fékk stundum viðurnefnið „anarkistinn“ eða eins og einn nemenda hans komst að orði þegar rætt var um Sartre: „Þetta er Jóhann Björnsson Eftir Jóhann Björnsson johannbj@retto.is Existensíalistinn í kennarastólnum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.