Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 02.01.1950, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 02.01.1950, Blaðsíða 6
JT.... Mánudagnr. 2. janúar 1950. Framhaldssaga: Goð sér sannleikann: en bann þegir eitir LEO TOLSIOY í borginni Vladimir bjó ung-1 ur kaupmaður að nafni ívanj Dmitrich Aksanov. Hann átti tvær sölubúðir og húsið, sem hann bjó í. Aksenov var laglegur maður, Ijóshærður og hrokkið hárið, gamansamur og hafði yndi af að sy'ngja. ’ Meðan hann var enn mjög ungur var hann vínlmeigð- ur og ekki spakur við drukkinn, þegar hann hafði drukkið meira en hófi gegndi. En þegar hann kvongaðist, hætti hann að drekka nema rétt stöku sinnum. Það var eitt sumar, að Aksen- ov ætlaði að fara á markaðinn í Nizhny, og þegar hann kvaddi fjölskyldu sína, sagði konan hans:: „Ivan, legðu ekki af stað í dag, því að mig hefur dreymt illa fyrir þér. Aksenov hló og sagði: ,,Þú ert hrædd um, að ég fari á kendirí, þegar ég kem á markaðinn“. Konan svaraði: ,,Eg veit ekki við hvað ég er hrædd; en hitt veit ég, að mig dreymdi illa. Mig dreymdi að þú værir orðinn hvít- ur fyrir hærum, þegar þú komst heim og tókst af þér húfuna.“ Aksenov hló og sagði: „Það er góðs viti. Sjáðu til, ég skal selja allar vörurnar mínar og kaupa handa þér fallega gjöf á markaðn- um“. Svo kvaddi hann fjölskylduna og ók af stað. Þegar hann var kominn hálfa leið, hitti hann kaupmann, sem hann þekkti og tóku þeir sér nátt- stað á sama gistihúsi. Þcir átu kvöldverð saman og lögðust svo til svefns. Herbergi þeirra voru samhliða. Það var ekki venja Aksenov að sofa lengi frameftir, og þar eð hann vildi halda áfram,- meðan hann væri svalur, vakti hann ek-| ilinn fyrir dag og sagði honum að i beita hestunum fvrir. Svo fór hann til eiganda gisti- hússins, sem bjó í smáhýsi að baki, hélt leiðar sinnar. Þegar hann hafði farið um tuttugu og fimm mílur, ríam lrann staðar til þess að láta gefa hestunum. Aksenov hvíldi sig um stund í fordyrinu, síðan fór hann út, bauð að hita á sjálfsjóð- aranum, tók fram gítarinn sinn og fór að leika á harín. Allt í einu ók vagn með þrem hestum fyrir og hringjandi bjöll- um upp að gistihúsinu. Embætt- ismaður og tveir hermenn stigu ;ut úr vagninum. Embættismað- urinn gckk til Aksenov og tók greiddi reikning sinn og að spvrja hann, hver hann væri og hvaðan harin kæmi. Aksenov leysti greiðlcga úr öllu og sagði: „Viljið þér ekki fá vður te með mér?“ En cmbættismaðurinn hélt áfram að spyrja hann spjörunum úr og innti hann cftir því, hvar hann hefði verið nóttina áður. „Voruð þér einn eða með öðrum kaupmanni? Sáuð þér hinn kaup- manninn í morgun? Hvers vegna fóruð þér úr gistihúsinu fyrir dag?“ Aksenov furðaði á því, hve maðurinn >purði alls þessa, en lýsti þó öllú, eins og það hefði gengið, en bætti svo við: „Hví spyrjið þér mig svona margs, rétt eins og ég væri þjófur eða ræn- ingi? Eg er á ferð í verzlunarer- indurn fyrir sjálfan mig, og það er þarfleysa að spyrja mig svona“. Þá kallaði embættismaðurinn á hermennina og sagði: „Eg er lögreglustjóri þcssa héraðs, og ég er að spyrja yður, af því að kaup- maðurinn, sem þér voruð nreð í nótt, fannst skorinn á háls. Við verðum að leita í farangri yðar.“ Þeir komu inn í húsið. Hcr- mennirnir og lögreglustjórinn opnuðu farangur Aksenovs og leituðu í honurn. Allt í einu tók lögreglustjórinn hníf upp úr pokanum oghrópaði: Hvcr á þennan hníf?“ Aksenov leit við og varð O hræddur, þegar hann sá blóðugan hnífinn tekinn úr poka sínum. „Hvernig stendur á því, að hnífurinn cr blóðugur?“ Aksenov reyndi að svara, gat varla komið upp nokkru orði. Hann sagði mjög hikandi: „Eg veit ekki — ekki minn“. Þá sagði lögreglustjórinn: ,,í morgun fannst kaupmaðurinn í rúrni sínu skorinn á háls. Þér eruð eini maðurinn, sem hefði getað gert það. Húsið var læst innan frá og enginn annar maður var þar. Hér er blóðugur hnífurinn í poka yðar, og svipurinn á and- Iiti yðar og hegðun yðar koma upp um yður. Segið mér, hvernig þér drápuð hann og hve miklurn peningum þér stáluð? Aksenov sór þess eið að hann hefði ekki gert þetta, að hann hefði ckki séð kaupmanninn eftir kvöldverð, að hann hefði enga peninga, nema þau átta þúsund rúblur, sem liann ætti sjálfur, og að hann ætti ekki hnífinn. En rödd hans var óstyrk, andlitið fölt og hann skalf af hræðslu, cins og hann væri sckur. Lögreglustjórinn skipaði her- mönnunum að binda Aksenov o gláta hann upp í vagninn. Þeg- ar þcir fjötruðu fætur hans og flevgðu honum upp í vagninn, grét hann og krossaði sig. Pen- ingar bans og vörur voru teknar iD D af honum og bann var scndur til næstu borgar og látinn þar í fang- elsi. Rannsókn var hafin um inn- ræti hans í Vladimir. Kaupmenn °g aðrir íbúar borgarinnar báru honurn það vitni, að áður fyrr hefði hann drukkið og sóað tíma sínum, en væri nú vænn maður. Málið kom fyrir rétt, og hann var kærður um að hafa niyrt kaup- merín frá Ryazán og rænt hann tuttugu þúsund rúblum. Konan hans var utan við sig af örvænt- ingu og vissi ekki, hverju hún ætti að trúa. Börnin henríar voru mjög ung, og eitt þeirra var enn á brjósti. Hún tók öll börnin með sér og fór til borgarinnar, þar sem maður hennar var í fangelsi. í fyrstu var henni ekki lofað að finna hann, en með þrábeiðni fékk hún leyfi yfirvaldanna og var hleypt inn til hans. Þegar hún sá manninn sinn í fanga- klæðum og járnum, luktan inni meðal þjófa og glæpamanna, þá féll hún í öngvit og raknaði ekki við fyrr cn eftir langa stund. Þá tók hún börnin til sín og settist nálægt honum. Hún sagði hon- urn tíðindi að heiman, og spurði hvað fyrir hann sjálfan hefði komið. Hann sagði henni allt eins og var og hún spurði: „Hvað tretum við nú gert?“ „Við verðum að senda bæna- skrá til keisarans um að saklaus maður verði ekki látinn týna líf- inu.“ Konan hans sagöist hafa sent keisaranum bænarskrá, en henni hefði ekki verið sinnt. Aksenov sagði ekkert, hann varð aðeins hryggur á svipinn. Svo sagði konan hans: Það var ekki að ástæðulausu, að mig dreymdi, að þú værir orðinn grá- hærður. Manstu það? Þú hefðir ekki átt að leggja af stað þann dag.“ Hún fór með íingurna um hár honum og sagði: „Elsku Vanya, segðu konunni þinni sannleikann; gerðirðu ekki þetta?“ „Svo að þú grunar mig þá líka! “ sagði Aksenov, og hann huldi andlitið í höndum sér osr fór að gráta. Þá kom inn hermað- ur og sagði að konan og börnin yrðu að fara, og Aksenov kvaddi fjölskyldu sína í hinsta sinni. Þegar konan og börnin voru farin, rifjaði Aksunov upp fyrir sér það, sem sagt hafði verið, og cr hann minntist þess, að konan hafði líka grunað hann, sagði hann við sjálfan sig: „Það er eins og crUð cinn o-eti vitað sannlcik- O Ö D ann; ég verð að heita á hann ein- an og vænta miskunnar frá hon- um.“ Og Aksenov sendi ekki fleiri bænarskrár, gaf upp alla von, og bað guð að hjálpa sér. Aksendv var dæmd hýðing og síðan var hann sendur í námurn- ar. Hann var svo hýddur með hnútasvipu ,og þegar Kann vat gróinn sára sinna eftir hýðing- una, var hann rekinn til Síberíu mcð öðrum sakamönnum. I tuttugu og sex ár var Aksun- ov sem sakamaður í Síberíu. Hann gerðist hvítur fyrir hærum, skeggið varð sítt, þunnt og grátt. Gleði lians öll var horfin. Hann varð lotinn. Hann gekk hægt, var fálátur og hló aldrei, en hann 1 baðst oft fyrir. í fangelsinu lærði Aksenov skósmíði, og aflaði sér þannig nokkurs fjár, sem hann keypti sér fyrir helgramanna sögur. Hann las þær, þegar nógu var bjart í fangelsinu, og í fangelsiskirkj- unni las hann pistlana á sunnu- dögum og söng í kirkjukórnum, því að ennþá var rödd hans fögur. Yfirvöldunum fangelsisins geðjaðist vel að Aksenov fyrir auðmýkt hans og fangarnir báru virðingu fyrir honum; þeir köll- uðu hann ,,afa“ og „helgamann- inn“. Þegar þeir þurftu að biðja fangavörðinn einhvers, þá höfðtj þeir Aksenov jafnan að tals- manni, og þegar fangarnir deildu sín á meðal, beiddu þeir hann að heiman, og hann vissi ekki einu sinni, hvert kona hans og börn voru enn á lífi. Einn dag kom nýr hópur sakamanna til fangelsisins. Um kvöldið hópuðust gömlu fang- arnir um þá nýkomnu og spurðu þá, frá hvaða borgum eða þorp- um þeir væru og fyrir hvað þeir hefðu verið dæmdir. Aksenov var meðal þeirra, sem settust hjá þeim nýkomnu og hlustaði dapur í bragði á það, sem sagt var. Einn af sakamönnum var stór maður vexti og hraustlegur, um sextugs aldur, snöggklipptur og gráskeggjaður. Hann var að segja hinum, bví harín hefði verið tekinn fastur. ,,]á, vinir“, sagði hann, ,,ég tók aðeins hcst, sem var bundinn við sleða, og var tekirin fastur og kærður fvrir að hafa stolið hon- um. Eg sagði þeim, að ég befði aðeins tekið hann til þess að kom- ast fyrr heim, og hcfði þá slcppt hontim, og þar að auki væri ck- illinn vinur minn. Og því sagði ég, að þetta væri allt í lagi: ,,Nci,“ sögðu þeir, „þér stáluð honum“. En ekki vissu þeir, livernig. eða hvcnær ég. stal hon- uni; En einu sinni gcrði ég vissu- lega rangt, og hcfði því að réttu lagi átt að vcra kominn hingað fyrir lörígu, en í það skípti komst ckki upp um mig. Nú er ég sendur hingað fyrir alls engar sakir.... En þetta er reyndar lýgi, sem eg er að segja ykkur; ég hefi kornið til Síbeiíu fyrr, en ég var þar ekki lengi“. „Hvaðan ert þú?“ spurði ein- hver. „Frá Vladimir; ætt mín er þaðan og ég heiti Makar, og svo er ég líka kallaður Semenich“. Aksenov leit upp og sagðir „Segðu mér eitt Senénich, þekk- irðu nokkuð kaupmannsfjöl- skylduna Aksenov í Vladimir. Er hún enn á lífi?“ „Þekki hana? Auðvitað gerí. ég það. Aksenovsfjölskyldan er rík, þótt faðir barnanna sé í Sí- beríu. Hann virðist hafa verið syndaselur eins og við hinir. En hvernig ert þú hingað kominn, afi?“ Aksenov vildi ekki tala um ó- lán sitt. Hann andvarpaði ein- Engar fréttir fékk Aksenov að skipa deilunni og dæma málið. ungis og sagði: „Vegna synda’ minna hefi ég nú verið í fangelsi í tuttugu og sex ár“. Hvaða synda?“ spurði Makar Semenich. En Aksenov sagði aðeins; „Jæja — jæja, ég hlýt að hafa átt það skilið.“ Hanna ætlaði ekki að segja meira, en félagar hans sögðu þeim nýkomna, hvers vegna Aksenov var kominn til Siberíu, „hvernig einhver hefði myrt kaupmann og falið hnífinn í föggum Aksenovs, og hann hefði vcrið dæmdur saklaus. Þegar Makar Semenich heyrði þetta, leit hann á Aksenov, sló á hné sér og hrópaði: „Jæja, þetta er furðulegt, blátt áfram furðu- legt! En hvað þú crt orðinn elli- legur afi!“ Hinir spurðu liann, því hann væri svona hissa, og hvar hann hefði séð Aksenov áður. En Mak- ar Semenich svaraði því ekki. Hann sagði aðeins: Það er furðu- legt, að við skyldum hittast hér, drengir! Ut af þessum orðum fór Aks- enov að velta því fyrir sér, hvort þessi maður vissi, hver hefði drepið kaupmanninn, svo að Iiann sagði: „Þú hefur ef til vill heyrt um það mál Semenich, eða kannske þú hafir séð mig áður“? Hvernig gat hjá því farið, að ég heyrði um það. Heimurinn er fullur af orðasveim. En þetta var 'fyrir löngu, og ég hefi nú glevmt því, sem ég heyrði“. „Kannske þú hafir heyrt, hver drap kaupmanninn", sagði Aks- enov. Makar Sevenich sagði hlæj- andi: „Það hlýtur að hafa verið sá, sem hnífurinn fannst hjá í pokanum. Hafi einhver annar falið hnífinn þar — þá er hann eins og sagt er ekki þjóftir, fyrr en hann hefur vcrið tekinn. Hvernig gat nokkur látið hníf- inn í pokann þinrí', þar sem þú'

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.