Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 09.01.1950, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 09.01.1950, Blaðsíða 1
Blaéfyrir alla 3. árgangur. Mánudagur 9. jairáar 1950.«^^,/, . . ^m, liiM'i'1 l Cli fr 2. tó'Iublað. fl sraðaiiraða sf jérnarinnar í Ríkísstjoriiin werst ailra frétta uni ranhæfar aSgerir Útgerðannenn haía nú biri alþjóð'kiöfur sínar. í dag og í<síðustu vikulok hefur verið gengið frá ]>ví á Alþingi. að koma þannig þessum málum, að skattur þinn, borgaá góður, eykst á þessu ári um 70—30 milljónir, og þessi litla summa á að bjarga eyjunni okkar frá gjaldþroti og allskonar óáran. Þetta væri sannarlega ekki mikil fórn, ef þjóðinni yrði bjargað; En sannleikurinn er bara sá — að þessar ráðsiafaiix bjarga ekki rikissjóði, en veita — e! lil vill — gálgaírest. Það var raunar búizt við, að svona mundi fara. j Menn muna vel, að fundi LÍÚ var hesiað, meðan stjórnlaust var þar til stjórn yrði mýnduð aðeins íil þess, að fundurinn gæti hagað kröfum sínumí samræmi við þá menn og flokka, sem mynduðu btjórn. Heppnin var méð LÍÚ, því að svo fór, að Ólafur Thors myndaði stjórn. En nú kom spaugi- legasta atvik ársins 3949 til sögunnar. Forsætis- ráðherrann, formaður stærsta flokksins í 15 ár, ¦þrívegis ráðherra, og hluthafi í einu stærsta út- gerðarfélagi landsins, frændi og vinur allra þeirra, sem að útgerð standa, Ólafur Thors, lýsti því yfir, að honum væri svo ókunnugt um málefni lands- ins og hin „skuggalegu viðhorf \ að hann yrði að íresta stefnuyfirlýsingu sinni þar til LÍÚ bæri fram kröfurnar. LÍÚ frestar fundi þar til stjórn er mynd- uð, og stjórnin frestar stefnuyfirlýsingu þar til LÍÚ ber fram kröfur sínar. Er þetta ekki dásamlegt dæmi um samstarf í l&ndi pólitískra illinda og úlfúðar? En svo varð liós. Stefnuyfirlýsingin birtist. ,.,Við verðum að fara „tioðnar slóðir"", sagði Ólafur. , I'm going.down Beggars' Lane", hvein í jazzistum og öðrum gárungum Leiðtogar hinna flokkanna reyndu að andmæla en gagnrýni þeirra varð jafn vonlaus og stefnuyíirlýsing stjórnarinnar. Alþjóð Imgsaði með hryllingi um nýju skattana. "Stjómin hafði kallað þessa.lausn „bráðabirgð- 'arúrla'usn",. sern hætta ætti með vorinu. Ráðandi raenn Sjálfstæðisflokksins hafa áður komið með „bráðabiigðamrlausnir". Þeir hafa framið legorðs- brot með hverri póiitískri vændiskonunni á fætur annarri. Þessi nýja „léttúðarmær" er yngri og girni- legri en hinar. Hún er persónulega auðugri en þær, þótt auðurinn kunni ekki að vera neitt betur feng- inn. Og hverjum er ekki sama, þótt bátsskriflið leki, el ávísanir ríkissjóðs eru alltaf leystar inh? Forsætisráðherra lýsti því yfir, að þjóðiri yrði að spara og kvað- jafnframt, að'henni væri það vörkun'narlaust. Sjálfur sagðist hann muna ásamt eldri kynslóðinni tíma vesaldar, fátæktar, hungurs cg annars harðræðis. sem hetjur einar þola. Nú átti hin gjálífa æska íslands að þola þær raunir, sem Clafur þoldi svo vel í æsku. Það þurfti meira en Framhald á 7. síðu. Vonlítið um björgun mannanna á Faxaskeri íi björ saiidi út neyðarskeyli Ingolfrir Arnarson og Sæ- % leita bátsins í: ofsaveðri Skip og Björguiiarfélag Vestmanna«yja unnu látlaust 3kð því í gær að reýna að bjarga, ef hægt væri, þeim mönnum sem sáust á Faxa- skeri við Vestmannaeyjar í fyrradag. Eins og kunnugt er, þá sáust þar tveir menn, éftir að vélbáturhui „Helgi" fórst á laugardag með sjö manna áhöfn og 2 eða 3 farþegum. Veðurofsinn var jafn- mikill í Eyjum í gær, en þó minnkaði rokið iítið eitt um hádegi. Björgunarfélag Vest- mannaeyja hafði björgunar- bát tilbúinn, og var ætlunin sú að vélbátur myndi draga hann eins nærri skerinu og unnt væri, en Herðubreið átti að dæla oiíu í sjóinn til þess að lægja öldurótið. Meniiirnir í björgunarbátn- um ætluðu síðan að gera til- raun til þess að lenda á skerinu, því að vitað þótti, að menn þeir, sem þar sáust, væru vart sjálfbjarga, þótt þeir enn héldu lífi. Sjór gekk stöðugt yfir skerið. Þegar bjórgunarstarfið átti að hefjast, rauk veður- ofsinii upp aftur, og var því, nauðugur kostur að hverfa frá. I gær sást ekkert líf á skerinu. Veik von er um, að nokkur hafi komizt lífs af, en björgunarmenn Vest- mannaeyja munu ótrauðir gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að komast á skerið þrátt fyrir lífshættu þá, sem þeir leggja ság í. Aðfanganótt sunnud. lagð- ist vélbáturinn Nanna, 72 smálestir, undir hamarinn við Eiðið, og var þá með bilað stýri. Tiikynnt var seinna, að tekizt hefði að komá stýrinu í lag, en óiend andi yar í Eyjum. SíSan heyrðist ekki neifct frá Nönnu, fyrr en miðunar' stöðin á Stokkseyri heyrði neyðarskeyti frá bátnum. Til kynntu skipverjar, að bátinn hefði rekið um 40 mílur vest ur fyrir Vestmannaeyjar og jafnframt, að skipið væri hjálparlaust, en þó ekki í bráðri hættu. Slysavarnafélaginu tókst að ná sambandi við Sæ- bjórgu út af Garðskaga, og fór hún þegar að leita báts- ins, en tilkynnti þó að veðr- ið þar væri afar slæmt. Slysa varnafélagið fór þess á leit við togarann Ingólf Arnar- son, að hann hefði einnig leit að Nönnu, og fór hann þegar af stað í leitina. Ingólf ur fór héðan úr Beykjavík klukkan 3 í gær. Skipstjóri er Haimes Pálsson, sá sem stjórnaði Ingólfi í fyrravet- ur, þegar hann svo fræki- lega bjargaði Júftí. ) Önnur skip eru ekki á þess- um slórjum, en frétzt hefur til eins togara 140 mílur suður af Eyjum á leið til landsins, og hefur honum verið gert aðvart um, að svipast eftir Nönnu. Uim 6 leytið í gærkvöld var talið, að Nönnu hefði rekið langleiðina að Reykja- nesi, eu þá voru engar upp- lýsingar fyrir um, hvað væri bilað um borð. Öllum skipum, sem hafa miCanartæki var gert aðvart um bátiuH, svo og miðunar- stöð Akracess. Litla von má telja, að nokkur hafi bjargazt af á- höfn og farþegum „Helga", en Björgunarfélag Vest- mannaeyja mvin ganga úr skugga um, hvort menn séu á skerinu, strax og nokkrir möguleiltar eru fyrir hendi. Björgunarfélag Vestmanna eyja er elzta björgunarfélag landsins og á ssér-merka og . frækiiega sögu. Dnnir kvsirte • yfir hugarfari fsleiidiiiga j Síðan í desemberbyrjun hefur legið snjór á jörðu í Reykjavík, og hefur það orð- ið til þess, að síðasta hálfa mánuðinn hafa orðið að minnsta kosti um 100 bíi- slys.Þetta kann að hljóma nokkuð hastarlegt, því að þrátt fyrir allt er Reykjavík ekki svo ýkja stór, en ekki er þó ástæða til að vera mjög hissa. Islendingar hafa, síðan. styrjöldinni lauk, keypt hlut fallslega allt of marga bíla frá Ameríku, og hugarfarið, er skapaðist á þeim árum, er bandamannaherlið þús- undum saman dvaldist á ís- landi og þeysti um eyjuna í fínum bílum og jeppum, er rótgróið hjá Islendingum, Islendingar hafa eignast mikið af dollurum. Og bíla- f jöldinn er svo óskaplega- mikill, að því er haldið fram, að Ameríkuniönnum firuiist þeir vera eins og heima 'hjá Framhald á 6. síðu Íi I ? Attlee ákveSuir kosníngadagí í þessari viku Brezka blaðið Daily Mirrow segir föstudaginn 6. janúar, að Clement Attlee, forsætisráð- herra Bretlands, muni ákveða, hvenær kosningar fara fram, áður en þessari viku er lokið. Blaðið hefur þessa frétt eftir Bill Greig, stjórnmálafréttarit- ara þess, en hann skrifar, að Herbert Morrison og Attleo hafi rætt þessi mál mikið í síð- ustu viku. Eins og kunnugt er, er mikil eftirvænting í sambandi við næstu þingkosningar Breta, og telja sumir möguleika á, að I- haldsflokkurinn undir foruatu Churchills kunni að sigra í kosningunum. Churchill og aðr- ir leiðtogar íhaldsflokksins hafa deilt herfilega á stjórn Attlees og þjóðnýtingu Verka mannaflokksins yfirleitt. Chur- chill hefur verið sérstaklega harðorður í gagnrýni sinni á Attlee og stjórnina og telur hana muni leiða Breta í brot á öllum sviðum, ef þjóðin ekki hið bráðasta veiti Ihaldsflokknum meirihluta á þingi. í einni af harðorðustu ræð- um Chlrchills, sem haldin var fyrir nokkrum mánuðum, kall- aði hann Attlee meðal annarsi „That sheep in sheep's cloth- ing" (þ. e. sauð í sauðargæru), og þótti mörgum réttnefni..

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.