Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 09.01.1950, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 09.01.1950, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 9. janúar 1950. Er það satt? Á næstunni á að fara fram ’jprestskosning í fríkirkjusöfn- ruðinum í Reykjavík, og eru um sækjendur fjórir. Það virðist sjálfsagt, að stjórn fríkirkju- safnaðarins eigi að vera hlut- laus í þeirri baráttu, sem um- sækjendur heyja um hylli safn aðarmeðlimanna. Nú ganga þær ‘sögur fjöllunum hærra í bæn- nm, að svo sé alls eklci. Það er altalað ,að stjórn safnaðarins eða að minnsta kosti sumir með ]imir hennar reki svæsinn áróð- •ur fyrir einum umsækjandan- -um, Emil Björnssyni, en berjist 'jneö hnúum og hnefum gégn linum ,einkum séra Árelíusi 'Níelssyni, sem er talinn hættu- Jegasti keppinautur Emils um embættið. Er þetta sannarlega ómaklegt, ef satt er, því að sr. Árelíus er einstakur heiðurs- og dugnaðarmaður, þótt hann sé þess ef til vill ekki að öllu leyti umkominn frekar en hin- 3r umsækjendurnir að skipa sæti jafn fágæts gáfu- og ágæt- ismanns sem séra Árna sál. Sig- urðssonar. Það er jafnvel haft eftir einum meðlimi safnaðar- stjórnarinnar, að séra Árelíus skuli aldrei fá aðgang að prest- 'bústað fríkirkjusafnaðarins, þó að hann verði kjörinn. Það væri hetur, að þetta væru ýkjusög- ur einar. Emil Björnssyni væri jheldur enginn greiði ger með slíkum áróðursaðferðum, enda jhefur ekki heyrzt, að hann væri sjálfur við þennan áróður rið- inn. Hann hefur auk þess “fceizka reynslu að baki sér í þsessum efnum. Fyrir skömmu sótti hann um prestakall í Ár- nessýslu. Umsækjendur voru að , eins tveir, og var Emil í fyrstu talinn öruggur um að ná kosn- ■jngu. En fylgismenn hans •cystra gerðu honum grikk í þessu efni. Forystumenn þeirra voru flestir af ætt einni, sem jhefur haft sig mjög í frammi á þeim sióðum. Þeir hófu ógeðs- ]ega rógsherferð gegn hinum nmsækjandanum, séra Ingólfi Ástmarssyni ,og gengu svo langt í gróusögum um hann, að niargt manna, sem í fyrstu studdi Emil, sneri við honum baki og kaust sr. Ingólf, enda náði hann kosningu með tals- verðum meirihluta. Þess skal getið, að Emil mun ekki sjálf- ur hafa tekið þátt í þessari ó- hugnanlegu iðju. Hins vegar hafa fyrrverandi fylgismenn hans eystra haldið áfram and- ófi sínu gegn séra Ingólfi og jafnvel hlakkað yfir hinum al- varlegu veikindum hans að und- anförnu. Við skulum Emils vegna vona, áð sama sagan endurtaki sig ekki hér í Rvík. En sögurnar um Mutdrægni stj. fríkirkju- safnaðarins í sambandi við prestskosninguna eru orðnar svo útbreiddar og magnaðar, að hún ætti að bera þær af sér, ef þær eru uppspuni einn. Séu þær það ekki, er hér um mjög alvarlegt mál að ræða. Nokkur orð um dansmúsik útvarpsins. Það er alkunna, að liér á landi er fjöldi manna, sem eru miklir unnendur jazzhljómlistar, en þeir eru einnig margir, sem meta hana lítils og kjósa frem- ur að lilusta á harmonikumúsik og gömul danslög. Hér er um að ræða smekksatriði, sem ekki þýðir að deila um. Það er því sjálfsögð skylda útvarpsins að| gera báðum þessum flokkum manna jafnhátt undir höfði og lofa þeim að hlusta á þá músik, sem hugur þeirra stendur til. Nú er það svo, að í útvarpinu eru Jeikin bæði jazzlög og hai- monikulög. En í danslagatíma útvarpsins er höfð sú heimsku- lega aðferð, að leika fyrst 2—3 gömul danslög, síðan 2—3 jazz- lög, svo harmonikulög á ný og svo koll af kolli. Nú er það staðreynd, að flestum jazzunn- endum er það hugraun að hlusta á gömul' dansiög, og eins fer jazzinn oftast óskaplega í taugárnar á unnendum gömlu daiwlaganna. Báðir verða því að leggja þáð á sig að hlusta inn á milli á músík, sem þeim þyk- ir þrautleiðinleg, til að að fá að heyrg, öðru hverju lög, sem skemmtileg eru að þeirra dómi. Verður þetta oft til að eyði- leggja að meira eða minna leyti alla ánægju af danslagátíman- um fyrir báðum aðiljum. Hvers vegna í ósköpunum kippir út- varpið þessu ekki í lag með því einfalda ráði að skipta dans lagatímanum í tvennt? Á laug- ardagskvöldum mætti t .d. leika gömul danslög frá kl. 10—11, en jazzlög frá 11—12, á sunnu- dagskvöldum gömlu lögin frá 10—10,45 ,en jazz frá 10,45— ll.SO.þá geta báðir aðiljar geng- ið að útvarpinu á ákveðn- um tíma ,en skrúfað fyrir, þeg- ar leikin eru lög, sem þeim þykja leiðinleg. Eg get fullviss- að þájeem stjóma þessum dans lagatímúrn útvarpsins um það, að þetta væri mjög kærkomin breyting fyrir alla danslaga- unnendur, hvaða músíksmekk, sem þeir svo annars hafa. Ajax. Litla stúlkan á myndinni er ensk sveitastúlka. Hún var alltaf of sein í skólann, þar til hún fékk liestinn, en í frí- mínútunum kennir hún skólasystkynum sinum reiðmennsku og aflar sér peninga á þann hátt. Myndiu er af hinni frægu leik- konu ÆÍizabeth Bergner, sem nýlegífesótti heim Kaupmaima- höfn. Hún stóð þar aðeins stutt við og helt fyrirlestur þar í borg fyrir troðnu húsi. Þei-ta er emu íu suiuuum i muu i.jju uuioim Osioijoru, sem sigia a mua xuoiegs og uanda- i-íkjanna. Slupið er eins og sjá má með öllum þægindum fyrir farþega. Clark Gable, kvennagullið og leikarmn, er nú með konu sinni Lády Stanley í Hawai og ætla þau að eyða hveitibrauðsdögun- um þar. Annars hefur orðið geigvænlegur þilsaþytur út af giftingu þessari og margar af fallegustu dömum Hollywood í sitja nú eftir með sárt ,ennið.; Sumar taka þessum tíðindum; með jafnaðargeði en aðrar — aðallega í auglýsingaskyni — þykjast steini lostnar. Nokkur hundruð hrifinna kvenna í Sah Francisco voru Hm það bil að gera áhlaup á skip það sem hjónin ferðuðust með, en þó tókst að afstýra því á síðustu stundú......Miklár kjaftasög- ur,ganga,nú um að Elliot Roos- velt, sonur forsetans, sé nú að spekúlera í söngkonunni Gigi Durston, en hann skildi nýlega við leikkonuna- Faye Emerson, þótt pappíramir séu enn ekki al-veg í lagi .... Elizabeth Taylor hefur það sér til gamans í tómstundum sínum að láta slitna upp úr hinum mörgu trú Ío’PúmJÍÁ,'-kétn $SÉn lendir í ... . sv'o að orði frúíðfunar uppslitn- anir séu jafn spaugilegar eins og þegáf Menntaskólapiltar séu að reyna að reykja vindla .... kvikmyndaiðnaðurinn í Holly- wood er nú farinn að líkjast út geroinni hér.......... ættingjar leikaranna smitast af leikhæfi- leikum alveg eins og ættingjar útgerðarmanna smitast af for- stjóra-. og, ‘framkvæmdastjóra sýfilúm .... mamixiá öréer Gár sou . er. farin að loika umáhliit; vérk hjá sama félagi og Gréer.:. Sir Sidney Lawford, fvrrver- andi hershöfðingi í b-ezka hern- um, leikur nu smahlutverk Ina félagi því sem sonur hans Peter Lawford leikur hiá .... dóttir Judy Garland hefur leikið í mörgum myndum .. Humpry Bogart vill helzt ekki leiká með neinum nema komi sinni Laur- en Bacall .... auk þess eru frægar stjörnur farnar að skrifa menn sína sem forstöðu- menn smáfélaga, sem þau mynda utan um eina mynd til þess að aurarnir fyrnist eklci úr fjölskyldunni ....... í dag lítur svo út sem ómögulegt sé fyrir nokkurn mann eða konu að fá vinnu í kvikmyndum nema hann eða hún giftist inn í einhverja kvikmyndafamilíu.... Clark Gable fer að leika strax eftir brúðkaupsferðina og verð ur fyrsta mynd hans „To please a lády“ og Barbara Stanwyck leikur aðalhlutverkið á móti honum .... David Ni- ven leikur bráðlega með Kathryn Grayson og Mario Lanza í mynd, sem á að heita „Kiss of Fire“ . . Mario Lanza er ný söngstjarna og hafa sum- ir gagnrýnendur knllað liann „hinn nýja Caruso“ . ■ • • Jack Carson, grínleikarinn, vel kunni vill nú ólmur gerast óperu'- söngvari .... Johnny Weisá- muller, Tarzan-leikarinn a\' kunni, hefur reiknað út að 1 þeim 20 Tarzanmyndum, sem. hann hefur leikið í þá hafi hann flogið samtals 100 mílur — frá tréi til trés .... Metro- Goldwin-Mayer-félagið er nú að reýna að ná í sem flesta sund- menn, sem tekið hafa þátt í Olvmpíuleikunum til bess að synda með Esther Williams í næstu mvníí hennar. • • • ;• Larrv Parks, sem lék aðalhlutf verkið í mvndinni um A1 Jol- son. eem s'ýnd var í Tjarnarbíó nýlega, leikur í annarri rnvnd um snma efni, sem nefnist „Joí- son sinás asain." en nú er ný- faHð að f.vna bá mvnd ,i 'Ikotlandi og víðar í Evrópu. 'A í,

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.