Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 09.01.1950, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 09.01.1950, Blaðsíða 6
B fiC. MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 9. janúar 1950. Framhaldssaga: Guð sér sannleikann; en hann þegir eftir LEO TOLSTOY haíðir hann undir höfðinu? Þú mundir vissulega hafa vaknað?“ Þegar Aksenov heyrði þessi orð, þóttist han viss um, hvcr hefði drepið kaupmanninn. Hann stóð upp og fór út. Alla nxstu nótt lá hann vakandi. Honum leið afarilla, og allskon- ar myndir svifu honum fyrir hugskotssjónum. Fyrst var myndin af konu hans, eins og hún leit út, þegar hann skildi við hana og lagði af stað til markaðs- ins. Hann sá hana, eins og hún vxri hjá honum. Hann sá and- lit hennar -og augu fvrir sér. Hann heyrði hana tala og hlæja. Svo sá hann börnin sín, mjög smá vexti, eins og þau voru þá; annað með litla skikkju yfir sér, hitt við brjóst móður sinnar. Og svo mundi hann eftir sjálfum sér eins og hann var áður — ung- ur og kátur. Hann mundi, þegar hann sat og lék á gítarinn í for- dyri gistihússins, þar sem hann hafði verið. Hann sá í huga sér staðinn þar sem hann hafði verið hýddur og hann sá böðulinn og fólkið, sem stóð umhverfis, hann sá líka járnin og sakamennin og öll tuttUgu og sex árin ævi sinn- ar og elli sína um aldur fram. Af hugsuninni um allt þetta leið honum svo illa, að honum lá við að fyrirfara sér. „Og það er allt þessum þorpara að kenna“, hugsaði Aksenov. Og hann var svo reiður Makar Seménich, að hann þyrsti eftir hefnd, jafn- vel þótt það kostaði sjálfan hann lífið: Hann var að lesa bænir alla nóttina, en fékk engan frið. Um daginn kom kom hann ekki nálægt Makar Seménich, og leit ekki við honum heldur. Á þennan hátt leið hálfur mánuður. Aksenov gat ekki sofið um nætur og leið svo illa að hann gat ekki á heilum sér tekið. Eina nótt er hann var að ganga um fangelsið, tók hann eftir því að mold kom veltandi út undan einni hill- unni, sem fangarnir sváfu á. Kom Makar skríðandi undan hillunni og leit á Aksenov hræddur á svipinn. Aksenov reyndi að komast fram hjá án þess að líta á hann, en Makar greip í hönd honum og sagðist hafa grafið göng undir vegginn og komið moldinni í burt með því að setja hana í vaðstígvél hinna fanganna og láta þá bera 'hana út á veg á hverjum degi, þegar þeir voru reknir til vinnu. „Þegi þú bara, gamli karl, og þá skaltu líka komast út. Ef þú kjaftar frá, verð ég hýddur til bana, en þó skal ég drepa þig áður.“ Aksenov titraði af reiði, er hann leit á þennan óvin sinn. Hann dró að sér hönd- ina og sagði: „Mig langar ekkert til að komast burt, og ekki þarftu að drepap mig, þú gerðir það fyrir mörgum árum, það getur verið að ég segi til þín, en líka getur verið að ég geri það ekki — allt eftir því sem guði þókn- ast.“ Daginn eftir þegar farið var með fangana til villu, tóku varðmennirnir eftir því að ýmsir fanganna helltu mold úr stígvélum sínum. Fangelsið var rannsakað og göngin fundust. Fangavörð- urinn kom og spurði alla fangana til þess að komast að því, hver hefði grafið göngin. Þeir neituðu allir, að þeir vissu nokkuð um það. Þeir, sem vissu það, vildu ekki koma upp um Makar Seménich af því að þeir vissu að hann mundi verða hýdd- ur til bana eða því nær. Að lokum sneri fangayörðurinn sér að Aksenov, því að hann vissi, að hann var. réttlátur maður, og sagði „Þú ert sannorður mað- ur, ég særi þig við guð að segja mér, hver gróf göng- in.“ Makar Seménich var rétt eins og honum kæmi þetta mál ekkert við, því að hann horfði á fangavörðinn, en gerði ekki svo mikið sem líta á Aksenov. Varirnar titruðu á Aksenov og hendurnar skulf u og um langa stund gat hann engu orði upp komið. Hann var að hugsa: Hví ætti ég að hlífa maninum, sem eyðilagði líf mitt? Það er rétt að hann borgi fyrir þjáningar mínar. En ef ég segi frá verður hann sennilega hýddur til bana, og verið getur, að ég gruni hann að ástæðulausu. Og hvað hefði ég svo sem gott af þessu, þegar á allt er lit- ið?“ „Jæja, gamli maður“, end- urtók fangavörðurinn, „segið okkur sannleikann. Hver hef ur verið að grafa göng undir vegginn?“ Aksenov leit snöggvast á Makar Semenich og sagði: „Eg get ekki sagt um það, herra minn. Það er á móti guðs vilja, að ég segi nokkuð. Danir kvarta yíir Gerið við mig, það sem yður sýnist. Eg er á yðar valdi.“ Hvernig sem fangavörður- inn reyndi við Aksenov vildi hann ekkert segja frekar, og þannig varð því að skiljast við málið. Nóttina eftir, þegar Aksen- ov lá í rúmi sínu- og var að byrja að dotta, kom einhver inn hljóðlega og settist á rúmið hans. Aksenov skimaði í náttmyrkrinu og þekkti Makar. „Mvað vilt þú mér fleira?“ spurði Aksenov. ,Hví ertu kominn hingað?“ Semenich þagði, svo að Ak- senov settist upp og sagði: „Hvað viltu? Farðu burt, eða ég kalla á verðina.“ Makar Semenich laut nið- ur að Aksenov og hvíslaði: „Ivan Dimitrich, fyrir gefðu mér.“ „Hvað?“ sagði Aksenov. „Eg var sá, sem drap kaup manninn og faldi hnífinn í farangri sínum. Eg ætlaði líka að dreppa þig, en þá heyrði ég hávaða úti fyrir, svo að ég faldi hnífinn í far- angri þínum og flýði út um gluggann." Aksenov þagði og vissi ekki, hvað hann átti að segja. Makar Seménich rendi sér niður af fjalarúminu og kraup á gólfinu: „Ivan Dmit- rihc,“ sagði hann. „Fyrir- gefðu mér! í guðs bænum fyrirggfðu mér! Eg skal játa að það var ég, sem drap kaupmannin, og þú verður látinn laus og getur farið heim til þín.“ „Þú getur talað,“ sagði Ak- senov, „ég hef hef þjáðst fyr- ir þig í tuttugu og sex ár. Hvert gæti ég farið núna? Konan mín er dáin, og börn- in eru búin að gleyma mér. Eg get ekkert farið.“ Makar Seménich stóð ekki upp, en barði höfðinu við gólfið. „Ivan Dmitrich, fyrir gefðu mér!“ hrópaði hann. „Þegar þeir hýddu mig með hnútasvipunni, var ekki eins erfitt að þola það eins og að sjá þig núna. Samt vorkennd- ir þú mér og komst ekki upp um mig. í nafni Jesu Krists, fyrirgefðu mér, vesælum mannræfli.“ Og hann fór að kjökra. Þegar Aksenov heyrði hann kjökra, fór hann líka að gráta. „Guð mun fyrirgefa þér,“ sagði hann. ,Hver veit nema ég sé þúsund sinnum verri en þú.“ Og af þessum orðum varð honum létt um hjartað Fraxnhald af .1. síðu, sér, þegar þeir koma til Reykjavikur. Vegimir eru ekki alltaf góðir, hvorki í Reykjavík né utan hennar. Mjög sjaldan eru þeir asfalt- eraðir, og hentugasta farar- tækið er vissulega jepparnir, en ekki fínu bílarnir. En auð vitað eru það fínu bílamir, sem íslendingar vilja hafa. Það em mjög fáir bílskúrar í Reykjavík. Bílarnir standa úti allt árið og alla daga. Afleiðingin er sú að gerðirn- ar frá 1948 og 1949, eru alveg eins hörmulega leiknar og sjá má í stórborgum Ameríku. Menn gera ekkert úr smáárekstmm. Beygluð bretti eru sem ör eftir hina hröðu umferð, sem er óhjá- kvæmileg, er bílarnir fara. hoppandi og dansandi yfir ójöfnur og polla á götun- um. Stundum heyrist brot- hljóð, og tveir fínir bílar eru algjörlega úr sögunni. Islendingar hafa fyrirlitn- ingu á því að aka varlega. Danskir ökusérfræðingar mundu fölna, ef þeir færu ökuferð um Reykjavíkurgöt- ur í mikilli umferð. Bílarnir þeysa um án [>ess að taka mikið mark á umferðarregl- um, og það er athyglisvert, að efnisskenundir eru miklar en að þehn, sem aka bílum, verður þó ekki margt. Það eru ekki til vegstólpar á ís- landi. (Þýtt úr danska blaðinu B. T.) Orðsend ing frá Samvinnutryggingum um greiðslu arðs Samvinnutryggingar haía ákveðið að greiða arð af bruna- og bifreiðatryggingum á árinu 1950, og verður hann sem hér segir: '1. Greiddur verður 5% arður af ið- gjöldum brunatrygginga ársins 1949, sem endurnýjaðar verða árið 1950. 2. Ennfremur verður greiddur 5% arður af iðgjöldum bifreiðatrygg- inga ársins 1949, sem endurnýjað- ar verða árið 1950, án tillits til þess, hvort bifreiðar hafa orsakað skaðabótaskyldu eða ekki. Fyrirkomulag greiðslu arðs verður þannig, að hann verður dreginn frá iðgjöld- um á endurnýjunarkvittunum. Reykjavík, 2. jan. 1950. Samvinnutryggingar. var ðhonum létt um hjartað og heimþráin hvarf honum. Hann langaði nú eMei lengur að fara úr fangelsinu, en von aði að eins, að lífi hans mundi nú brátt lokið. En þrátt fyrri allt, sem Aksinov sagði, játaði Makar Seménich á sig glæpinn. En þegar skipunin kom að láta Aksenov lausan, var hann þegar látinn. ENDIR. • fh cc ÖD s kk V) o

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.