Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 23.01.1950, Qupperneq 1

Mánudagsblaðið - 23.01.1950, Qupperneq 1
KARAKULMENNIRNIR HOTA MALSSOKN 3. árgangur. Mánudagur 23. jamúar 1950 4. töiublað. rt r ’ri - í blaSi þessu hafa birzt •tvær greinar um karakúlmál- jið mikla, og eins og les- endur blaðsins munu minn- ast, var þar í flestum atrið- um farið eftir skýrslu þeirri, sem samin var fyrir þrem- ur árum að tiihlutan þess öpinbera, b. e. a. s. ríkis- ktjómarinnar. 1 skýrslu þess- ari er t. d. Páll Zof. víttur fyrir það, að hafa stuðlað að því, að karakúlfénu væri dreift út um landið. M. a. á staði, sem lágu víðsfjarri dýralæknum. Og liggur nærri að halda, að margt hefði aðruvisi farið, hefði þeirri fáránlegu tillögu ver- ið vísað frá. Það, sem Páll hefur sér helzt til afsökun- ar, er það, að hann hafði ekki ráðið þvi, hversu stutt einangrun fjárins var í Þerney. Er talið að því hafi ráðið dýralæknirinn Hann- es Jónsson, sem nú er lát- inn. Eitt er þó víst, að bað voru Framsóknarmenn, sem réðu því, að sá maður hlaut dýralæknisstöðuna hér 'syðra. Það var pólitísk veit- ing. Má fullyrða, að öðruvísi hefði farið, ef ágætismann- inum Sigurði Hlíðar hefði verið veitt staðan. En mætti spyrja: Hvers vegna reyndi Páll Zof., yfirmaður mála þessara, ekki að koma í veg fyrir þetta reginhneyksli, að einangra karakúlféð aðeins í fáar vikur? Hví mótmælti hann ekki, í stað þess að mæla með, að féð væri sent úr Þerneyju þannig undir- búið beint norður að Hólum í Hjaltadal? Þessi atriði málsins þarf nauðsynlega að rannsaka nákvæmlega. Karakálpestm er ennbá höirð svipa. Á fjárlögnm 1950 er áætl- aðár 7,3 milljénir kr. til hjálpár frá ríkinu, og er það vitanlega lít- ill Iiluiti þess tjóns, sem veiki þessi veldur á þessu nýbyrjaða ári. Hvað Níels Dungal snert- ir, má segja í stuttu máli, að svo virðist sero hið fræga bréf hans til Hermanns Jón- assonar hafi komið 1 veg fyrir, að erlendir sérfræð- ingar væru fengnir þegar í stað, til þess að athuga veiki þessa, menn með langri reynslu, og búnir góðum tækjum. Það er enginn af- sökun hjá Dungal, þó að hann við og við hafi sent lungnabita til rannsóknar er- lendis. Vitanlega áttu erlend- ir ' sérfræðingar að koma hingað og dveljast hér og kynnast því, hvernig veik- in breiddist út. Vio sjáum glöggt, hve hættulegir lutngna- bitarnir reyndust Bung- ai, þar sem fyrsti bit- inn, sem hann fékk til rannsóknar raglaði jafnvel hann sjálfan í ríminu. Nei, það stoðar ekki höfð- ingjann að reyna að kenna erlendum mönnum um mis- tökin, t. d. Dr. Lodtz,. er dvaldi á Hvanneyri. Hans sök vai æfintýragreinin um karakúlféð, það var hvorki honum að kenna, að féð var flutt inn, né hindrað, að al- mennileg rannsókn erlendra sérfræðinga færi fram tafarl. á veikinni. Bréf Dungals hið fræga til Hermanns Jónassonar varð þess valdandi, að honum var trúað íyrir rannsóknum á veikinni, og lækningu veik- innar. Dungal telur, að dr. Taylor hafi ekki fyrstur mánna kom izt að raun. um„ að hér væri um vírussjúkdóm að ræða. Ekki er nú hægt að draga þær ályktanir af skýrslu rík- isstjórnarinnar, heldur þvert. á móti. Eti eitt er víst, að bænd umir í Borgarfirðinum vora þegar í byrjun vissir um, að einhvers- konar sýklar væru or- sakir veikinnar. Dung- al hélt fyrst fram Lunguabólgukenmng- imni. Svo kom kenn- ingin um lungnaorma. Svo sniglakenningin. Svo ein dásainlegasta uppástunga, sem þekkzt hefur, en sem þá steypti utan um snill- inginn sólgylltum glæsi hjúp: Kenningin um, að kynvökvar ormanna væru aðalorsök veik- innar. Hugmyndaauður Dungals mun vart eiga sinn líka, og enginn leyfir sér að efa, að hann hafi af heilum hug gengið upp í þessum kenn- ingum. Til dæmis að láta sér detta í hug, að lungna- ormar^iir framleiði svo kraft mikla kynvökva, að hundruð þúsunda af sauðfé lands- manna bráðsýkist. Hvílík kynorka hins íslenzka sauð- fjárstofns. Dungal þekkir manna bezt orku kynvökv- anna, þekking hans á þessu sviði er óvéíþngjanleg,' enda lítur svð út sem bæði Páll Z.f og Herm. Jónasson hafi gengið í vatnið. • Þann 7. nóvember 1936 rit- ar Dungal atvinnumálaráðu- neytinu á þessa lund: “ .... Þrátt fyrir ýtar. legar tilraunir hefur ekki tekizí að sýna fram á neina sýkla, sem gætn verið orsök sjákdóms- ins ,enda eru vef jabreyt ingar heldur ekki þannig, að báast megi við ,að þær stafi afj völdum sýkla ....“. Þegar veikin hefur grass- erað um meiri hluta byggð- anna í 2 ár, kind smittað kind í þúsundatali, slær snill- ingurinn þessu föstu, e n g i p s ý k 1 a r á f ie r ð i n i. Er hægt að kornast hjá því að líta svo á, að á þeim tíma- mótum, sem þetta var ritað, álity hain, að sýking á mill- um einstakra kinda sé úti- lokuð, og aðeins komi bless- aðir ormarnir og sniglarn- ir til greina? Raunar eins og hér er fyrn greint frá, slær hann í þessú sama bréfi varnagla. Hann segir: „Um orsakir sjúk- dómsins er enn ekkert hægt að fullyrða. Svo virðist sem eitthveri efni safnist fyrir í lung- uiium og hafi þau áhrif, að þekjan tekur til að vaxa stórkostlega. Eg hefi grun um, að þetta efni kunni að myndasi í luiignaormunum. Ef til vill að það séu KYN- VAKAK þeirra, því að kunnugt er, að unnt er að framkalla krabba- mein í dýrum með því að dæla í þau kynvökv- um, og þeim náskyldum efnum“. Á þessu stigi málsins er tæplega hægt að álykta ann- að en að Dungal álíti, að Framhald á 2. síðu. Ólafur Hvandal skrifar í dag grein um síldarbræðslustöðvar og oííugeyma í Örfirisey. Sjá grein Síldarbræðslustöðvar og olíugeýmar á 3. síðus

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.