Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 23.01.1950, Síða 2

Mánudagsblaðið - 23.01.1950, Síða 2
MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 23. janúar 1950 I Karakulmennirnir hóta málssókn Framliald af 1. síðu. j karakúlveikin sé krabba- mein, framkallað af kynvökv- um lungnaorma, segir á öðr- um stað að „sem líkist að rniklu leyti krabbameini“. Það virðist hvorki hægt að áfella Páf Zof. né bænd- ur í Borgarfirði fyrir það að gera ekki stórfelldar ráð- stafanir til einangrunar hins sjúka sauðfjár, og öðru má slá föstu: Þarna mun Dung- al um skeið hafa dottið í hug ráðning krabbameins- fáðgátunnar. í kjökurgrein, er Dungal ritaði nýlega í í Morgunblaðið, vill hann halda því fram að hinn| enski Dr. Taylor hafi ekki fyrstur manna fundið og sannað, að um sýklasjúk- dóm væri að ræða, heldur hann sjálfur, en athugi menn, að kynvökvakenning Dung-- áls er flutt opinberlega í nóv. 1936 en 7 mán. áður er dr. Taylor hér í Reykjavík. 1 skýrslu ríkisstjórnarinnar segir svo: „Þá setur höfund- urinn (dr. Taylor) fram nokkrar kenningar um or- sakir mismunandi f járdauða á bæjúm og um orsakir til veikinnar, og hallast helzt að vír- ussýkingu“. Það er hvergi í skýrslu þess- ari minnzt á Dungal, að hann hafi bent á þá ó- hugnanlegu staðreynd, að um sýklasjúkdóm eða vírussýkingu væri að ræða. Hafa þegar verið gerðar fyrirspurnir til dr. Taylors um þetta atriði. En sem sagt, svo er að sjá, að um leið og hann kom hingað og gatj komið því við að rannsaka veikina, að þá hafi um leið hinar hugmyndaríku tillög- ur Dungals fallið í mola. Og er mikið sagt. Tilgátan urn Iungna- bólgu fallin. Tilgátan um lungnaorma fallin. Tilgátan um snigla fall- in .Tilgátan um kyn- vökva fallin og að lok- um tilgátan um eitt allsherjar krabbamein fallin. Já, Guð hjálpi oss öllum, þrví miður má segja, að hin íslenzku rolluvísindi hafi ekki farið sigurför um ver- öldina vegna aðgerða Dung- als. Þeir herrarnir Páll Zof. og Dungal, hafa með miklu yfirlæti hvorki meira né minna en krafizt þess af dómsmálaráðherra, að ein generalrannsókn verði haf- in á „Mánudassblaðið“, fyrir! það eitt að hafa birt glens- ur úr skýrslu ríkisstiórnar- innar um karakúlhnevkslið. Og er bos<: vitanlega að væn*a. gð "i:k rannsókn fari f,-r. i -:.r ■ ./ít1sta i Jafnframt er þess að vænta, að rannsókn þessi verði mun víðtækari. Er þetta allt lygi, sem stendur í nefndri skýrslu? Er það lygin bláber, að Páll Zof. hafi bent á mikla möguleika fyrir bændur landsins í sam- bandi við stofnun slíkra fjár- búa hér. Eru það ósannindi, að hann hafi bent á hátt skinnverð og dýrmæta mjólk karakúlfjársins í sambandi við ostagerð? Hefur hann eigi ráðið til að dreifa kara- kúlfénu út um byggðir lands- ins, jafn vel langt frá dýra- læknum? Skýrslan segir svo eftir Páli 11. maí 1933: „Þá tel ég rétt og veit, að ráðherrann hefur ekkert á móti því, að um leið og inn yrði flutt- ur stofn fyrir ríkissjóð, að þá yrði þeim bænd- um, sem þess óskuðu, gefinn kostur á, að féð yrði flutt inn fyrir þá, og að ráðuneytið greiddi það þar, en þeir aftur hér, er >heim kæmi“. Kæri herra ráðunautur Páll Zof., hvernig haldið þér að yður gangi að komast úr þessari klípu, nema því að eins að skýrsla ríkisstjórn- arinnar falsi heimildir? Það eruð þér, sem á fyrsta stigi vitleysunnar leggið til, og jafnvel virðist hafa undir- búið ráðherrann með að samþykkja, að bændur geti eftir vild sjálfir pantað karakúlsauðfé frá Þýzka- landi. Má sk e að þér ha.fi ð sagt kjósend- um yðar annað? En þarna stendur það skýrum stöfum. Hitt er ekkert leynd- armál, að sennilegt er, að þér sjálfur vilduð flest frem- ur gert hafa en ritað þetta bréf! Auk þess virðist þér eiga verulegán þátt í því, að hin fræga orðsending Búnaðar- félagsins barst út til bænda, dagsett að því sem bezt verð- ur séð 3. júní 1933. ORÐSENDING frá Búnaðarfélagi íslands: ,/Búnaðarsambönd bænda og einstakir menn, sem ósk- að hafa að fá keypta hrúta (karakúl), verða innan 20. þessa mán, að hafa gefið Búnaðarfélagi tslands fulla trygeinsu fyr’ir andvirði hrút- anna, þegar hfú4arnir verða afhentir beim að að lokmnr* tíma í haust. gera ráð fyr?r.. nð Tvver breiuræktoðiin Þvúfur ko^tí um 2 búsuud kr.“. 3 f ð q r; .«'T Tf'VCí r1 T1 r4r.o>sn ri v, ?• patr-í-o r*ry kaupendur í sínu ná- grenni, sem ekki hafa útvarp, eru vinsamlega beðnir að tilkynna þeim efni þessarar orð- sendingar, ef ástæður leyfa“. Já þarna er nú grein í lagi. Amböguháttur á máli og setningaskipan bendir eindregið til Páls, enda hver hefði á þessum tímamótum haft vald til þess að semja slíkt plagg, annar en hann? Allir virðast mega kaupa gripina, engin takmörk. Út- varpshlustendur eru beðnir að gjöra svo vel og láta þessi göfugu skilaboð ganga til þeirra, sem ekki hafa út- varpstæki, það lá ekki lítið við. Verð á hreinræktuðúm hrútum 2000 kr. • (eftir nú- tímaverði ca. 16000 kr.) Já, þarna plataði Þjóðverjinn sveitamanninn, má nú segja. Mér er spurn: Hefur Páll samið þetta góðgæti, eða ein- hver af þénurum hans? Og þarna er í byrjun ákveðið, að einangra gripina aðeins 2—3ja mánaða tíma í Þern- ey. Lesendur eru beðnir að festa sér þetta vel í minni. Væntanlega verður því svarað í réttarhöldunum. Dungal má spyrja: Er bréf yðar til Hermanns Jónassonar dagsett 21. ágúst 1936, falsað? í bréfi þessu er orðrétt ritað: „Viðvíkjandi fyrirspurn yðar til rannsókn- ar á þessari veiki, um að fá erlendan sérfræðing til rann- sóknar á veiki þessari, skal þess getið, að ég geri mér ekki miklar vonir um, að það myndi koma að miklu gagni, vegna þess hve lítið er um sérfræðinga á þessu sviði, nefnilega í sauðfjársjúkdóm- um ....“ ,og, býst ég við, að væri mikil leitun að slíkum manni, og myndi kosta offjár, ef að þyrfti að fá hann hingað til rann- sóknar um lengri tíma“. Er þetta bréf falsað hr. Dungal? Er þessi endaleysa sögð alveg út í bláinn? Eða vissuð þér ekki betur? Þekktuð þér ekki rannsókn- arstöðina í Halle? Þekktuð þér ekki land, sem heitir Danmörk, sem hefur mjög fullkomnar stofnanir á þessu sviði? Þekktuð þér ekki rannsóknarstöðvar Breta á þessu sviði, þegar þér rituð- uð línur þessar? Og á hverju byggðuð þér það, að menn þessir myndu f j á r? Allt virð- ist þetta vera ein hHnoa- vitleysa, sögð af miHu á- bvrgðarleysi. Og bað versta var, að ráðherrarm, Hermann Jónasson, trúði yður. Og svo! virðist, sem einrr.itt vegnn 1 lopyr, OT^/3 \'^i ! }”*; : i H r-V'. - sttvarnar-( má k o s t a o f ert verið aðhafzt í þá átt, að fá færa sérfræðinga hing- að, fyrr en dr. Taylor. Það er vitanlega rannsóknarefni í væntanlegum málaferlum, að rannsaka einmitt þessar staðhæfingar yðar, auk hinna örlagaúíku kennisetningar yðar. En nóg um þetta í bili. ' FÓLKIÐ FLÝR. SVEITIRNAR Veiki þessi flæðir enn yfir byggðir landsins. Hún kost- ar okkar fámennu þjóð tug- milljóna á ári hverju, og enginn veit, hversu langt fram í framtíðina hún kost- ar okkur árlega offjár. Hve margir eru þeir bændur, sem flærnzt hafa frá jörðum sín- um vegna pestar þessarar? Hún er ein átakanlegasta á- stæðan fyrir því, að fólkið flæmist úr sveitum landsins, og á möl þorpanna og kaup- staðanna. Og enn heldur vitleysan áfram. Fjöldi bitlingamanna starfa enn á vegum ríkis- stjórnarinnar í sambandi við pest þessa. Að hinu mætti spyrja, hvað er nú gert af viti til þess að kveða veiki þessa niður, Hafa erlendir, reyndir sér- fræðingar verið fengnir til þess að kynna sér veikinai nákvæmlega, í von um að reynsla og góð tæki getij einhverju áorkað. Hefur nokkurt hinna nýju dásamlegu lyfja verið reynt? Lyf, sem líkur standa til, að verki á vírusa? Nóg er aðgert, þegar sann- að er, að veiki þessi hefurj í beinum útgjöldum, miðað við peningagildi nútímanS hjá okkur, kostað meira eri nemur öllum ríkisskuldunj landsins, og er þó ekki ann- að tjón, svo sem fjárfellili bænda, upplausn heimila, flutningur og því um líkt’, tekið með í reikninginn. Og hvar stendur rík- ið, ef bændur þeir, eri fyrir tjóninu hafa orð- ið, kref jast fullra skaða- bóta? Að lokum: í dagsljósið með þá ólánsmenn, er bera ábyrgð á voðalegustu plágu, er herjað hefur þetta land síðustu áratugi! Kalifornla — Aum mynd í Tjjarnarhíó *-f- Trumbo (Ray Milland) og Lily (Barbara Stanwyck) kynnast á þann hátt, að Trumbo er viðstaddur, þeg- ar Lily kemur fljúgandi út úr einni afar lélegri knæpu. Reyndar hefur Lily flogið út úr flestum knæpum Vest- urríkja Bandaríkjanna, svo að þetta er henni ekki alveg nýtt. Trumbo er um það bil að flytja hóp manna og kvenna til Kaliforniu, sem enn er ekki orðið ríki 1 Banda- ríkjunum, og Lily fær að vera með. Á leiðinni fréttist um gullfund í Kaliforniu, svo að allt fólkið hraðar sér þangað sem mest og skilur eftir Trumbo í roti. Fyrri- hluta myndarinnar elskar Lily ekki Trumbo, heldur bara sjálfa sig. Þó fer henni að hlýna heldur í garð Trum- bos, eftir að hann gefur henni vel útilátið kjafts- högg. Nú kynnumst við Coffin (George Coulouris) fyrrv. skinherra og þrælasala, en hann hefur mörg áhugamál o<? meðal annars, að eerast eihvaldur í Kaliforniu og eig- inm.aður Lilvc. Þetta vi-ðist 3 • l.i aS höTJTDns.s-t Hann gerir honum allt til bölvunar, af því að nú elsk- ar hann Lily og er voðalega afbrýðisamur. Eftir að menn Coffins berja Trumbo tvisvar í rot, fer Lily að elska Trumbo verulega. Ástarjátn- ing hennar er eins og flest- ar stórar ástarjátningar eittj- hvað á þá leið, hversu húri hafi hrifizt af honum, þeg- ar hún sá hann sitja við varðeldinn og klóra sér og teygja úr sér á undursam- legan hátt o. s. frv. — allt voða hátíðlega. Þetta er voða spennó. Nú hleypur fjandinn J Trumbo, og virðist ást Lilyj valda þessu. Fjandinn hleyp- ur líka í alla aðra, sem í myndinni leika, en ekkí vegna ástar. Nú hefst mikil skálmöld, og eru flestir drepri ir, sem við sögu koma, eri yfir rústunum standa Trum- bo, Lily og hross eitt fag- urt. Virðist svo sem hross- greyið hafi orðið að vera með í allri myndinni, því að það er eins svekkt á svip- inn og áhorfendurnir. Slíkt er óréttlæti mannanna. Það er leitt að sjá Ray (Lost Weekend) Milland, Barry Fitzgerald og George Coulouris evða leikhæfileik- um sínum á annað eins end- emi og þetta er. Að eyðá slíkum kröftum á illa sam- ið, hugmyndasnautt og öm- urleet ledJprit, er líkleea sök ! leikstjórans. O r* Framhr'ld á 7. síðv.

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.