Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 23.01.1950, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 23.01.1950, Blaðsíða 3
I Mánudagur 23. janúar 1950 MÁNUDAGSBLADIÐ MÁNUDAGSÞANKAR Jóns Reykvikings Weira grjót Þegar maður lítur yfir kosningabardagann nú fyrir bæjarstjórnarkosn- ingarnar, hlýtur það að vekja alveg sérstaka furðu, hvemig vopnunum er beitt. Að vísu erum við íslendingar öllu vanir í því efni, en þó er nú ef til vill gengið taísvert lengra í yfirborðshætti en venju- legt er fyrir kosningar, og er þó langt til jafnað. ] I»að má Segja, að barátta minni hlutans snúist nær eingöngu um að útmála, livað ógert sé af alls kon- ar framkvæmdum og um ■ leið er skuldinni skellt á meirihlutann. Þetta er áuð vitað að sumu leyti eðlileg aðferð„en gallinn er bara sá, að henni er beitt með slíkum öfgum, að enginn \ heyrandi maður getur lát- | ið blekkjast. Því það er augljóst, að ef fullnægja 'j ætti öllum kröfum minni- > hluta flokkanna og yfir- ( boðum þeirra til kjósenda | nú fyrir kosningar, þá I væri það bæjarfélaginu og þjóðinni í heild margsinn- ] ís ofviða. Yfirleitt ganga ] kröfur minnihlutans út á \ liúsbyggingar til eins og \ annars, en það er glöggt, \ að hvorki væri imnt að j kaupa allt það byggingar- efni, sem tíl þar, né held- 'l ur er vinnuafl fyrir hendi til að ljúka þessum fram- ! kvæmdum á fáum árum. Minnihlutinn hefur á margan hátt mjög góða • aðstöðu til þess að ná sér niðri á meii*ihlutanum, ein 1 mitt nú. En í kosningaá- róðrinum bregzt þeim al- veg bogalistin. Þar vantar alla „línu“: Hver flokkur minnihlutans hrópar um framkvæmdir, en fátt þó ] sameiginlegt um það með- al þeirra allra. Svo er auð' vitað eklú nóg að byggja hús. Bæjarfél. þarf margra muna með og rekstur þess er fjölbreyttur. En minni- hlutinn TALAR ALLS EKKI EM NEITT ANN-i ' AÐ en þörf á nýjum liúsa- byggingum og öðrum skyldum framkvæmdum. Þetta er nokkuð eiuþætt. Pilsadekur ! Ef litið er yfir „kandí- . data‘“-hópinn er fátt um fína drætti. Það er naum- i ast sjáanlegur nokkur maður hjá minnihlutan- um, sem sé áliílegur „kommúnalpolitiker“. Hvað þýðir að vera að bjóða upp á lækni og hjúkrunarkonu til að reka ; bæjarfélag? Eða lögfræð- Síldarbræðslustöðvar og olíugeymar Brennur Reykjavík í náinni framtíð? ing af skrifstofu sakadóm ara, sem aldrei hefur fengizt við annað síðan hann kom frá græna borð- inu en elta smáþjófa og dæma þá á ábyrgð síns yf- irmanns? Meirihlutinn hef ur hér það fram yfir, að þeir, sem þar eru á oddi, eru þaulkunnugir öllum bæjarmálum og hafa staðið úti í alls konar veðrum í þvi praktíska Iífi. Þó eru þar auðvitað undantekningar, sem spilla fyrir. Yfirleitt eru listar minnihlutans, og þó sérstaklega Fram- sóknar og kommúnista, miðaðir við hreint kjós- endadekur og alls ekkert annað. Ivemur þetta eink- um fram í því, hve mikið er seilzt eftir atkvæðum kvenfólksins. Það er lær- dómur frá Kannveigar- skandalanum. En þetta pilsadekur iofar engu góðu, því á bak við það felst ekkert annað en kjós endabrall af auðvirðileg- ustu tegund. Engum heil- vita manni dettur í hug, að bænum væri bezt stjóm ða af Sigríði Eiríks og Katrínu Thoroddsen, og þær era ekki heldur settar á listana af því, að nokk- ur treysti þeim til nokk- urs, sem gagn er í. Þetta eru „pIatform“-brúður og ekkert annað. Sundrung minnihluians Það blasir nú við, að Sjálfstæðisflokkurinn hlýt ur að verða mestu ráðandi í landsmálunum á næstu tímum. Ef til vill gerist þar stefnubreyting imdir forystu hans. Stjóm bæj- arins lilýtur að laga sig að miklu leyti eftir stjórn landsins. Það er óhjá- kvæmilegt. Eins og nú stendur, er eðlilegast og affarasælast, að land og bær lúti sömu yfirstjóm. Auk þess veit enginn lif- andi maður, hvað tæki við, ef minnihlutinn sigr- aði. Þar sýnist ekkert sam starf geta átt sér stað. Við mundi taka bræðings- stjórn Sjálfstæðisflokks- ins og Alþýðuflokksins, ef að líkum lætur. En svo má hugsa sér, að Sjálfstæðis- menn neiti algerlega að mynda samsteýpustjóm. Þá yrði að kjósa upp, þvá bæjarstjórain væri þá ó- starfshæf. Ef til vill er getuleysi minnihlutans til samkomulags stérkasta haldreipi meirihlutans, og það er atriði, sem enginn kjósandi getur leitt hjá sér að hugleiða. Fyrir nokkrum mánuðum sást þess getið í blaði, að olíufélögin hér í Reykjavík hafi farið fram á það við bæjarstjórn, að fá stað " í Örfirisey til starfsemi sinn- ar. Þetta hefur þeim dottið í hug, þegar þau sáu, að hluti af eyjunni var tekinn und- ir síldarbræðslustöð og full- sannað var með framkvæmd- um þar, að h. f. Kveldúlfur og valdhafar bæjarins, þ. e. bæjarstjórn og borgarstjóri, höfðu hvort sem var bundið Örfirisey undir grútarbræðslu stöð, þó að það væri að vísu gert að bæjarbúum forn- spurðum. En slíkt gaf olíu- félögunum öruggari vissu um góðan árangur viðvíkj- andi sinni málaleitun. Um þetta hefur svo verið næsta hljótt síðan. En fyrir nokkrum vikum stóð í einu dagblaði bæj- arins, að hafnarnefnd hefði samþykkt að veita tveim ol- íufélögum lóðarréttindi þar, sem sé að leyfa þeim að hafa olíumiðstöð sína á eyjunni. Reykvíkingum finnst víst ekki mikið við þetta ráða- brugg að athuga, enda mun þeim ekki hafa fundizt það nein goðgá, þegar síldar- bræðslustöðin var reist í Ör- firisey. Það var látið óá- talið af meginþorra bæjar- búa, og fengu þeir, sem að því stóðu, að halda því verki áfram í skjóli þess valds, sem þeir töldu sig s j á 1 f i r hafa til þess. Miklum fjölda mætra manna fannst þó slíkt hin mesta fjarstæða. Um það leyti, sem hafizt var handa um þessar frægu framkvæmdir, skrifaði ég og fleiri í blöðin um þetta skemmdarverk og mótmælt- um því. Sýndum við fram á. hve mikil fjarstæða það væri að byggja síldarbræðslustöð í Örfirisey. Eg sýndi fram á, eftir bæði hérlendri og erlendri reynslu, að síldveiði mundi ekki verða hér ná- lægt á næstu árum, vegna þess, að hvalveiðistöð var starfrækt í Hvalfirði, og einnig vegna hinnar gegnd- arlausu rányrkju, sem átti sér stað þegar síldin veidd- ist sem mest þar fyrir tveim árum. Enginn veit, hve mörg hundruð þúsundir mála hafa þá sokkið þar til botns af dauðri síld úr þeim nótum, sem alltaf voru að springa. Þetta liggur nú þar í botn- inum sem kasúldin leðja og eitrar sjóinn út frá sér. All- ar röksemdir fyrir þessu og bendingar um það voru virt- ar að vettugi. Þeir herrar, sem að þessu glæpaverki stóðu, hunzuðu allar leið- beiningar sér reyndari og framsýnni manna. Verksmiðjan var drifin upp og tugum milljóna kr. sóað þar í botnlausa hít, sem höfuðstaðarbúar mega svo taka á sínar herðar, eins og þegar er komið á daginn. Ætli einhver launi þeim ekki lambið gráa núna um kosn- ingarnar? Á stofnfundi Fegrunarfé- lagsins benti ég á og upp- lýsti, að hér væri um óaf- sakanlegt frumhlaup að ræða og gerði ráð fyrir, að þeg- ar önnur bæjarstjórn kæmi til sögunnar, mundi verk- smiðjan verða rifin. Nú geri ég ekki ráð fyrir, að það verði gert að sinni, því að líklegt má telja, að varla verði minni vinnukostnaður við að rífa hana en reisa. Sennilega verður hyggileg- ast og minnstur skaði, úr því sem komið er, að láta hana standa óhreyfða, þar til hún grotnar niður af sjálfu sér, eða þar til að bæjar- og ríkissjóður í sam- einingu hefðu bolmagn til þess að þurrka þessa óprýði höfuðstaðarins burtu úr Ör-. firisey. Því eins og nú standa sakir um fjárhagsvandræði þjóðarinnar, eins og upplýst var nú um áramótin, virðist ekki viðlit að gera neinar framkvæmdir í því efni. En hvort Fegrunarfélag Reykja- víkur vex að áliti fyrir að- gerðir sínar eða aðgerða- leysi þessu viðvíkjandi, með an verksmiðjan stendur þarna óhreyfð, er annað mál. Annað mál, sem þó mjög er skylt þessu, vil ég minn- ast á með fáum orðum. En það er fljótandi síldarverk- smiðjan Hæringur. Eg þarf ekki að fara mörgum orðum um þá mislukkuðu fram- kvæmd, það hafa svo margir rabbað og ritað um það fyr- iftæki, sem enginn botnar í hvernig til er orðið, nema hvað sagt er að Marshall- hjálpin hafi verið notuð í það, ásamt ríkis-, bæjar- og einstaklings-framtaki. Eg vil aðeins benda þeim, sem að þessu Hærings-fyrirtæki standa, á það, að bæta ekki gráu ofan á svart með því. að láta þessa ennþá fljót- andi síldarverksm. sökkva til botns við Ægisgarð — beztu, nýjustu og dýrustu hryggju í höfninni — með öllum þeim vélum, sem 1 hana hefur verið hlaðið, heldur taka úr henni vélarn- ar, þó að mikið kosti, og geyma þær í verksmiðjunni Faxa í Örfirisey. Fleyta síð- an skipsskrokknum burt úr h|öfninni og koma honum fyrir annars staðar, þar sem ekki yrði eins .mikið tjón af, þó hann sykki, eins og þar sem hann er nú. Það yrði óframjkvæmanlegt að ná honum þaðan aftur, eftir að hann væri sokkinn til botns þarna í höfninni, eða ókleift kostnaðarins vegna fyrir hafnarsjóð. Kem ég þá aftur að þeirri hugmynd eða ráðagerð, að olíugeymar verði settir upp í Örfirisey, til viðbótar þeirri skemmdarstarfsemi, sem eyjan hefur þegar orðið fyrir. Verði þetta fram- kvæmt, má búast við, að það yrði til stórtjóns fyrir Rvík, eða jafnvel til eyðilegging- ar höfuðstaðnum. í riti mínu ,.Reykjavík — Örfiris- ey“, sem ég gaf út 1948, sýndi ég fram á, hver hætta bænum gæti stafað af því á stríðstímum, að starfrækja síldarbræðslustöð í Örfiris- ey, sem þá yrði auðvitað sótzt eftir að sprengja. Sú hætta margfaldast við það, að hafa þar líka olíugeyma, því að ef sprengjum yrði varpað á eyjuna, mundi olí- an og síldarlýsið (ef nokkuð væri) renna logandi yfir höfnina. Annað eins hefur komið fyrir í öðrum lönd- um. Hver væri það þá, sem vildi eiga það á samvizk- unni, að hafa stuðlað að því, að svo færi? Á fundi þeim í Fegrunar- félaginu, þar sem rætt var um bræðslustöðina í Örfiris- ey, lýsti Sigurður Ólaaon hrl. því yfir, í hinni snjöllu mótmælaræðu sinni, að það, sem ég hefði sagt um þessi mál í fyrrnefndu riti mínu, væri í fyllsta máta réttmætt og íhugunarverð staðreynd. í styrjöld er, eins og mönn- um er kunnugt, mest sótzt eftir að sprengja olíustöðv- ar og annað það, sem hern- aðarþýðingu hefur. Er þá nokkurt vit í að ætla, að önn- ur hernaðarsjónarmið ríki hér á íslandi en um heim allan? Jafnvel þó að ekki væri um styrjöid að ræða, gæti samt hætta vofað yf- ir og hún af mannavöldum, eins og hefur sýnt sig hér ekki alls fyrir löngu, og til eru þeir menn í okkar þjóð- félagi, sem hafa ánægju af að horfa á sem allra stærstu brennu, hvað sem það kost- aði þá sjálfa og þjóðfélagið. Ennfremur kemur oft fyrir sjálfs-íkveikja. Hvaða hugsunar’náttur rík- ir meðal. ráðandi manna Reykjavíkurbæjar, ætla þeir að setja höfuðstað okkar í jafn-gífurlega hættu eins og af þessu gæti stafað? Er nú Hvalfjörður ekki fullnægj- andi til þess að hafa þar olíustöðvar? Svo virðist sem þeir fáu menn, sem að þessu ráðabruggi og framkvæmd- Framhsdd á 6. eíðu* j

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.