Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 23.01.1950, Qupperneq 5

Mánudagsblaðið - 23.01.1950, Qupperneq 5
Mánudagur 23. janúar 1950 MÁNUDAGSBLAÐIÐ pw-r'T 5 STÓRÍBÚÐASKATTUR Ég geispaði stórum og teygði úr mér. Síðan kveikti ég mér í sígarettu og hélt áfram að stara sljóum aug- um á autt blaðið í ritvél- inni minni. En ekkert skeði. Engin hugmynd. Þá datt mér það snjall- ræði í hug að hringja í Önnu vinkonu mína, fá mér spjall yið hana og vita, hvort hún gæti ekki gefið mér ein- hverja hugmynd til þess að skrifa um. Anna er ein af þeim manneskjum, sem allt- af fylgjast af lífi og sái með öllu, sem skeður í stjóra- málum og bæjarmálum; hún er alltaf með eitthvað á heil- anum, alltaf með „brenn- andi áhuga“ á einhverju. Eg segi líka oft við hana, þeg- ar hún er að æsa sig upp, að hún ætti að komast á þing, svo að alþjóð gæti notið mælsku hennar og hug- mynda. Ég kom mér því þægilega fyrir í hægindastól, hringdi ítil Önnu og bjó mig undir fangt og stormasamt sam- ítal. • „Anna? Sæl, gamla mín“, kvakaði ég, þegar ég heyrði hennar þrumuraust í síman- um. „Nokkuð að frétta hjá þér? Hér sit ég eins og idj- ót og glápi á auð blöð og ,veit ekki, hvern fjárann ég' á að skrifa um næst. Getur þú nokkuð hresst upp á sál- arskarnið?“ „Skrifað um? Ja, svei“, hnussaði Anna, og ég heyrði, að hún var 1 argvítugasta skapi. „Auðvitað verður þú að skrifa um svívirðu þá, sem Framsókn ætlar að fara að koma á hér, þ. e. fjandans Btcríbúðaskattinn! Ég er svo vond, að ég næ ekki upp í nefið á mér fyrir illsku! Ég stend hér einmitt með málbandið í höndunum og var að enda við að mæla íbúðina okkar, og ekki get ég annað séð en að við komum til með að þurfa að borga fleiri þúsundir í stóríbúða- skatt, ef þessi vitleysa nær fram að ganga“. „Svona, svona Anna mín“, sagði ég. „Ekki þennan æs- íng. Við skulum vona, að alþingismennirnir okkar séu ekki þvílík erkiflón, að sam- þykkja þessa vitleysu. En þarna getur t. d. reykvíska kvenþjóðin séð, hve vel.Rann .yeig efnir kosningaloforðin, €r hún lofar þeim gulli og grænum skógum, ef þær bara yilji kjósa sig, en lætur það svo vera sitt fyrsta verk á (Alþlngi, að gera þeim allt [til ■ bölvunar.' Framsóknar- blækur eiga ekkert að hafa með reykvísk málefni að gera, því að eins og allir vita, hata þeir og öfundast við Reykjavík“. „Þú minnist ekkert á ó- láns kratana og kommana?“ þrumaði Anna. „Þeir þykj- ast ekki ætla að fylgja þess- um skatt-skratta,. en hver trúir slíku? Þeir þora bara ekki að fylgja honum, vegna þess að bæjaitstjórnarkosn- ingarnar fara í hönd, og þeir vita hve óvinsælt frumvarp- ið er. Vonandi er, að gengið verði til atkvæða um þetta mál fyrir kosningar, því' að þá þora þeir ekki að sam- þykkja það. En hugsaðu þér bara, að láta sér detta annað eins óréttlæti í hug og dirfast að bera það upp á Alþingi! Húseigandinn, sem kannske sjálfur býr í einu eða tveim herbergjum, en leigir út stóra íbúð. verður að borga stór- íbúðaskatt af íbúðinni, sem leigjendurnir búa í! Nei, þessi skattur kemur ekki verst niður á milljónamær- ingunum, því að séu þeir á annað borð milljónamær- in^ar, þá munar þá ekkert um að borga nokkrar þús- undir fyrir það að búa út- af fyrir sig. Hann kemur langverst niður á okkur, millistéttarfólkinu, sem reynt hefur undanfarin ár að drífa sig áfram og koma sér upp þaki yfir höfuðið. Athugaðu bara okkur hjónin. Fjögur fyrstu ár búskapar okkar bjuggum við í einu herbergi hjá frændfólki mannsins míns og höfðum að- gang að eldhúsinu hjá því. Við horfðum í hvern eyri og spöruðum á öllum sviðum. Ég saumaði og prjónaði smá- hluti til þess að selja, pn Jón kenndi krökkum á kvöld- in og vann sér inn aukaskild-1 ing með því. Nú, svo gátum við loksins látið drauminn rætast, — við keyptum okk-’ ur íbLið. Nú eru börnin tvö. og við höfum fimm herbergi -eldhús og bað — og ganga og búr!! En þetta er víst of manneskjulegt, — það á að gera manni ómögulegt að búa í almennilegu husnæði! Og ég get fullvissað þig um, að við höfum engin efni á því að borga margar þús- undir í einhvern brjálæðis- kenndan Framsóknar-skatt, því við höfum meira en nóg á okkar könnu og skuldum ennþá í íbúðinni“, sagði Anna og sauð í henni. „Svona, svona, Anna litla“, sagði ég aftur sefandi. „Símaþræðirinir eru farnir að glóa af heiftinni í þér.j ! „Já, góða bezta,. gerðu grín j að þessu“, svaraði Anna og [var nú heldur en ekki óða- mála. „Kannske er það líka réttast, að taka þessu sem lélegum skopleik, því að von- andi hafa sílendingar meiri vitglóru en svo, að þeir fari að gera þessa Rannveigar- smíði að lögum. En komist þetta á, bá verður það á- reiðanlega hjá mér eins og þú lýstir því, því að ekki höf- urry yið. rjokkur efni á að borga fleiri þúsund króna skatt. Þeir bora þá inn til okkar óviðkomandi fófki — í íbúðina, sem við höfum haft svo mikið fyrir að eign- ast —, ég verð að tjalda sundur stofuna mína, — og ókunnar kerlingar ráðskot- ast 1 eldhúsinu mínu ..Eg hélt, að Anna ætlaði að fara að kjökra, en ,svo hélt hún áfram. „Og hugsaðu þér hana — En svona er það, þegar fólk er það vitlaust að hleypa Framsókn upp hér í Reykja- vík og kjósa Slíka haturs- menn bæjarins á þing. Allt á að miða að afturför. Það. á ekki að stuðla að því, að sem flestir geti komið sér upp alfnennilegu þaki ‘yfir sig og sína, heldur á að færa okkur aftur á við og láta okkur taka upp lágkúrulifn- aðarháttu Rússanna. í fram- tíðinni á það víst að verða svo, að menn eiga að búa hver ofan í öðrum, heimilis- líf og allt einkalíf á að fara til fjandans. Hver á að malla grautinn sinn á prímus og j frænku gömlu.„Nú er hún kúldast í sama herbergi og ' orðin ein í húsinu sínu, — tíu aðrir, hrjótandi og dæs- andi. Þú getur reiknað með því að fá tvær eða þrjár fjölskyldur inn í íbúðina til ykkar. Niður með heimilis- frið og fagurt heimilislíf! Verður það ekki dásamlegt að þurfa að tjalda þvert yf- ir stofuna þína með poka- druslum eða Álafosstepp- um ,til þess að geta skipt um nærföt án áhorfenda? Allir geta fylgzt nákvæm- lega með rifrildum hvers annars, og allir vita allt um alla. Og heldurðu, að þér þætti það ékki skemmtilegt, þegar þú kæmir fram í þitt eigið eldhús og ætlaðir að steikja nokkrar kótelettur og þá væri önnur frúin að sjóða signa grásleppu, en hin salt- gjöt og baunir? Það á að innleiða aftur olíuvéla- og prímusa kúltúrinn hér í bæ. Niðrir með framfarir! Upp með afturförina!“ maðurinn dáinn, börnin gift og farin að heiman. Hún leigir út tvö herbergi, en húsum er þannig hagað, að hún getur ekki leigt meira út, ef hún á að geta verið út af fyrir sig. Hún á ekk- ert nema þetta hús, og hún lifir á eftirlaunum mannsins síns. Hvernig á hún að borga þennan bölvaðan skatt? Og það mundi ríða henni að fullu, ef hún þyrfti að flæm- ast úr þessu húsi, sem hún nú er búin að búa í í 35 ár, eða ef hola ætti ein- hverju óviðkomandi fólki niður hjá henni. Og svona mætti lengi telja. Fólk, sem hefur haft manndóm í sér til þess að eignast húsnæði handa sér og sínum, fer að óska þess, að það hefði lát- ið húsakaupin eiga sig, og búið heldur v-ið þrengsli og kotungshátt, þegar það sér fram á, að það hefur engin efni á að greiða Rannveig- ar-skattinn. Það á að drepa niður allt framtak, það á að letja menn þess áð reyna að liækka lifnaðarstandardinn ... Og sjáðu nú til dæmis .. „Svona, svona, Anna litla“, sagði ég enn einu sinni, er mér þótti hún gerast helzt til æst. „Þú skalt taka eftir því, sem ég segi þér. Þessi skattur verður aldrei að lög- um. Þetta er svo óvinsælt frumvarp, að einsdæmi er, — en Rannveig á eftir að súpa seyðið af því að bera það fram. Fólk hefur þegar séð hvernig hún er inn við beinið, — ekkert annað en hatrið og öfundin, og menn vara sig á því næst að kjósa ekki Framsóknardótið á þing hér í Reykjavík, þar sem það helzt vill öllu illu af stað koma. Eða hví skyldi þá ekki alveg eins vera stór- íbúðaskattur úti á landi eins og hér í Reykjavík? Það eru ekki síður stórar íbúðir þar en hér. Svo yrði nú ekki lítlll kostnaðurinn og skrifstofu- halijið við allar þessar mæl- ingar. Framsóknardelarnir myndu áreiðanlega fá þar væna bitlinga. En, trúðu mér, Anna mín, — þetta verður aldrei sam- þykkt. Flokkarnir vita sem er, að þeir mundu missa gíf- urlegt fylgi, ef þeir greiddu þessu óréttlæti atkvæði sitt. — Rétt eins og Framsókn ■ og Rannveig munu nú hafa tapað fylgi allra réttlátra og hugsandi manna eftir þetta frumhlaup“. Og með þessu slitum við Anna samtalinu. Ég vona, að henni hafi orðið heldur hug- hægara á eftir. Ég fékk þó að minnsta kosti eitthvað að skrifa um! CLIO. Þegar verð á kjöti og fleski hækkaði í Danmörku, tóku bæjarbúar sig saraan og neituðu að kaupa þessar afurðir. Húsmæður flykktust í fiskbúðir, en létu kjötbúðir í fríði. — Þess þarf varla að geta, að kjötkaupmenn sáu sitt óvænna og lækkuðu verðið á vörunni í flýti.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.