Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 23.01.1950, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 23.01.1950, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 23. janúar 1950 :rl FRAMHALDSSAGA: Asilanginn al dauðanu r. eftir Louis Bromfield. Það var músikkinni að foakka. Hún var úr C a v a 11- eria Rusticana. Spilar- arnir voru þrír. Einn var með berkla, og lék á víólon- cello; einn var kona um fim- tug*. Hún lék á fiðlu, hún var ákaflega þunnnefjuð, og hafði gleraugu, og sá þriðji ;var karlmaður og lék á pí- anó. Hann hafði einu sinni verið allfeitur. Hann vissi, að þau voru ieigð, án þess að þau réðu nokkru um það mál. Það var :skipun frá héraðsstjóranum, að á öllum fyrsta flokks hót •elum skyldi vera hljómlist arflokkur. Það héldi uppi Ihugrekkinu. Das macht f r e u d i g . Það gleður. Mús- ikk var tálmynd kátínu og :sigraði sorg. Ekki vissi hann hverjum þessi sýning eða Íátalæti voru ætluð, nema ef það væri fyr- ir erlendu blaðamennina, sem bjuggu í Grand Brunswic Hotel. Vissulega hafði það einu sinni verið fyrsta flokks. Einu sinni hafði líka verið irábært h o t e 1 d e 1 u x e, mjög sótt af ríkum útlend- ingum, sem komu frá hátíða- leiknum til þess að skoða hin fögru hús í þessari fornu borg, sem nú' var eyðilögð. Það var vissulega ekkert við músikkina, sem gerði hana gleðilega. Vesalingarn- :ir þrír, sem hömruðu á pí- anóið og söguðu dapurlega á cellóið og fiðluna í básnum foak við pálmana. Það var auðséð, hvernig þetta fólk hafði verið valið. Ungi, berklaveiki. maðurinn var ófær til vninu í her- gagnaverksmiðju. Hann hafði ekki getað unnið hálfs dags verk. Konan var yfir fimm- 'tugt. Eftir útliti, hefur hún eftilvill, getað verið söngkenn áður 'en Þjóðevr jar muðu inn í landið og eyddu bæði eignum og mönn- um. Gamli maðurinn við pí- anóið hafði líklegast ieikið i bjórstofu (bierhalle) og fitnað á gjöfum þeirra, sem þangað sóttu og geðjaðist að músikk hans. En sú tíð vr aliðin. Nú sóttu mjög fáir bjórstofur, og bjórinn, •sem þeir drukku, var 'svo ó- nýtur, að enginn mundi fitna af honum. Því var það, að skinnið á andliti gamla anannsins, sem nú var orð- inn horaður, hékk í gulum fellingum. Nakinn mundi hann vera hræðilegur á að sjá! „Sulturinn nær þeim, Æem pilsner drekkur". ari. •sveir Svo að þessi þrjú, sem skipunina fengu frá sveitar- stjóranum að iðka þá list, sem þau höfðu óll virt og elskað einu sinni. En það var ekki svo mikil beizkja og uppreisnarandi í sál þeirra, að þau léku illa. Það var aðeins örvænting þess fólks, sem lífið hefir verið eyðilagt fyrir, og voru svo nærri dauðanum, að þau skeyttu ekki um neitt fram- ar annað en brauðbita og kaffi. „Músikk", hugsaði hann, og horfði á þau, kunna þeir að geta samið, sem líður illa, en hinir aldrei, sem örvænta Það var svo sem rétt eft- ir þjóðverjum að halda þrjár daprar hræður, sem með hin- um sorglegu hljóðum sínum, gátu ekki blekkt fréttarit arana og fengið þá til að trúa því, að glatt væri í borginni og hún auðug. Þjóð verjar voru alltaf með bolla leggingar og ráðagerðir, en skeyta minna um andann og veruleikann. Það er ein af á stæðunum til þess, að þeim hefir alltaf mistekizt, fyrr og síðar. Hann óskaði þess eitt augnablik, að hann ætti gáfur Raemaekrs til þess að lýsa sem napurlegast útliti söngvaranna þriggja. Hann kallaði það: Sveitarstjórinn segir að músikk veki gleði. Þótt hann hefði aldrei séð þau fyrr, þekkti hann þau jafnskjótt sem þau fóru að leika. Þau höfðu verið með honum í langan tíma. Nú sátu þau þarna og léku Cavalleria rusticana. Þau' höfðu dvalið í meðvit- und hans, eins og fólk, sem hann hafði kynnzt í öðru lífi. Það þurfti ekki annað en músikkina til þess að láta hann líta upp úr blað- inu og veita þeim eftirtekt, þar sem þau sátu í stíunni bak við óhreina pálma og glugga, serrí sýndu sigurför Bakkusar. Hann vissi ná- kvæmlega, hvernig þau mundu líta út. Hann þekkti pálmana og hinar viðbjóðs- legu myndir á gluggarúðun- um. Öll forstofa hótelsins var alveg eins og hann vissi, að það mundi -vera — með gamla skrifarann bak við foqrðið, ftvo þýzka liðsfor- ingja að skrifa bréf, og feitu, gömlu kerlinguna prjónandi í körfustól við dyrnar. Það var öldungis eins og hann hafði séð þetta, með brotna stólnum og skelluna á loft- inu, þar sem gillingin var horfin. Hann hafði ekki kom ið í þetta hótel, síðan fyrir þann tíma er ráðizt vav inn í Ungverjaland, síðan í þá daga er þetta fordyri var fyllt af bankastjórum og músikkmönnum, höfðingjum og vændiskonum, sem voru að koma frá gleðileiknum. Han'n hafði aldrei séð ann- að eins, en jafnskjótt sem orkestrað tók að leika, þekkti hann það þegar. Hann hafði verið hér áður og lifað þetta allt saman. Hann hafði komið hér, því að hann hafði fund ið, að netið var smátt og smátt að dragast saman, r>g hann vissi, að Grand Ho'tel Brunsvick mundi verða síð- asti staðurinn, þar sem hans yrði leitað. Grand Brunsvick mundi verða síðasti staðu inn, þar sem þeir mundr> leita að brezkum fulltrúa, sem þeir höfðu að lokum hremmt. Þeir mundu vera að leita í öllum byggingum í hverfinu og í öllum öðrum hótelum, en þeir mundu varla svipast um í höfuðstöðvurn Gestapo sjálfrar. Hann hafði komið hér inn til að kasta mæðinni og hugsa, hvað gera yrði til þess að komast und- an. Dirfska hans hafði bjarg- að honum úr vondri klipu, og það á síðasta augnabliKi. Og því hafði hann setið her í svartri skyrtunni, með her mannabelti um sig, alveg eins og egta þjóðverji að sjá, og var að hugsa hvað h.\nn ætti að gera. áður en þeir kæmu, þekktu hann og byrjuð-i hin- ar hræðilegu spurmr.gar sín ar. Þegar fyrstu tónarnir af Cavalleria heyrðust, þá Lit hann upp úr blaðinu og pá, orkestrað og svo skrifarann bak við borðið og herforingj ana tvo, sem voru að skrifa heim til sín, og gömlu kon una, sem sat í sprungna, lága stólnum við dymar, og vissi að nú var óilu lokið. Það var gagnslaust að halda á fram með ráðagerðirnar. Nú var öllu lokið. Etfir litla stund mundi Zosha koma inn úr snjónum og ganga fram hjá gömlu konunni og fara að skrifborðinu og spyrja skrifarann um eitthvað. Þá mundi hún ganga að auða skrifborðinu, og á leiðinni mundi hún fara rétt fram- hjá honum og hrasa um fot hans. Svo mundi hún iíta á hann án nokkurs merk.'^ um að hún þekkti hahn og segaj „Bitte entschul- díge.n Sie mich! Ich- muss an den Bahnhof gehen". (fyrirgefið mér. Eg verð að fara á járnbraut- arstöðina). Svo leit hún á skrifborðið, og eins og hún hefði skyndilega breytt á- formi sínu, sneri hún við og fór út á snjóuga götuna. Og stundu seinna elti hann hana og mundi hitta hana þar sem hún beið á götuhorni eins og skækja, og þegar hann kom til hennar, stakk hún hendinni undir hönd honum og þau gengu til Central- járnbrautarstöðvarinnar. Lengra gat hann eki séð. Þá. var allt eins og í þoku, og járnbrautarstöðin hvarf síðast. En lengra burtu, ein- hvers staðar úti í mistrinu voru handtökur og dauði. Það væri sigurhrós Gestapo — að þeir 'hefðu nú loksins fundið og gripið Eric North, öðru nafni Henrich Hostaet- ter .',öðru nafni Emile van der Hoeven og öðrum ótal fleirr um; hann var hættulegasti maðurinn í leyniþjónustunni. Hann gengi þetta í nokkra daga enn, en svo kæmi vegg- urinn, skothríð og myrkur, — gleymska og hvíld. Það var skrítin hugsun, að dauðinn skyldi vera ungur og fallegur eins og Zosha og eins sæll og blíður eins og hún. Það skrítið, að hann, sem var slyngnastur af þeim öilum, skyldi hafa látið blekkj ast af elzta bragðinu sem not- að hefur verið, fallegum kven njósnara. Einu sinni eða tvisvar, upp á síðkastið, hafði hann gr'unað. Einu sinni eða tvisvar upp á síðkastið — á skýrleiks augnablikum, er aftur dró úr þreytunni, hafði hann sagt við sjálfan sig: „Ég verð að fara í burtu í kvöld, láta mig týnast og sjá hana aldrei framar". En hann var orðinn ástfanginn — nokkuð, sem hann hafði vonað, að aldrei mundi koma fyrir, því að það gerði mann gagnslausan sem góðan njósnara. Og því hafði hann ekki skeytt um aðvarirnar, sem vit hans hafði gefið honum, heldur sífellt haldið áfram^unz allt'var um sein- an. Því að h^nn skildi sann- leikann jafn skjótt sem litla, óhreina orkestrað fór að spila. Zosha var í njósnar- flokknum á móti honum. Hún mundi brátt koma til dyranna, og þegar hún færi aftur, mundi hann elta hana og úti í myrkrinu einhvers staðar milli hótelsins og Central-járnbr.stöðvarinnar mundu tveir eða þrír menn læðast aftan að honum, grípa hann og fara burt með hann..... En af því að hann var svo þreyttur og af því að hann var svo ástfanginn af henni, þá vákti þetta honum enga beiskju eða reiði. Hann hafði verið flón, mesta flón, rétt eins og hver annar ný- Kosningahugieiðing Framh. af 7. síðu. og 21. sæti. B-listi, 1 maður í 22. sæti. C-listi, 1 maður í 11. sæti, og D-listi, 2 menn, í 19. og 24. sæti. Skal nú ekki rætt uin þetta frekar að sinni, en samkv. því, sem hér hefur verið sýnt fram á, þá vantar hér senni- lega flokk fyrir nokkrar fjölmennustu stéttirnar, og' er það umhugsunarefni fyr- ir pólitíska spekúlanta. Iðnaðarmaður. Þvs ekki á íslaitdi? Robert", Ri|ch, þingmaður repúblikana frá Pennsylvanr iu, hefur borið upp þá til- lögu, að allir opinberir starfs- menn Bandarikjanna frá for- setanum og niður, gangi und- ir geðbilunrapróf til þess að hægt sé að skilja þá frá, sem ekki eru með fullu viti. „Það eru margir í stjórn- inni og þinginu, sem ekkert hugsa um annað, en að eyða"- sagði Rich blaðamönnum, þegar hann skýrði frá hug- mynd sinni. SíldarbræSslu- sföðvar og olíugeymar Framhald af 3. síðu. um standa, eigi ekki'til neina ábyrgðartilfinningu. Þessi hugmynd (sjá fyrstu síðu) sem hér, birtist, ætti að vekja Reyk- víkinga af svefni áhugaleys- is og kæruleysis um höfuð- stað sinn, og'láta'það ekki lengur viðgangast, að nokkr- ir menn stofni þannig Reykja vík í stórhættu með sinni skammsýnu stjórnsemi eða eiginhagsmuna-sj ónarmið- um, eins og hér er nú að ger- ast, með því að leyfa tveim erlendum átórgróðafélögum að koma upp olíustöðvum í Örfirisey. Setjið þið, bæjarbúar, þess- um ráðamönnum ykkar kosti um að hætta við þetta á- form sitt fyrir fullt og allt, svo að ekki komi til frekari framkvæmda, ella endur- gjaldið þeim á viðeigandi hátt með því að greiða eng- um, sem að því stendur, at- kvæði við þær kosningar, sem nú fara í hönd, í hvaða flokki sem þeir eru. Allir ráðandi flokkar í bæjarstjórn voru ginkeyptir fyrir síldarverksmiðju í Ör- firisey og urðu einnig sam- mála um olíustöðvar í eyj- unni, svo að þessar glæþ- samlegu framkVæmdir yrðu fullkomnaðar. Höfuðstaðarbúar, mótmælið nú um kosningarnar! \ Eigi veldur sá er varir. f . ÓL. J. HVANNDAL,

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.