Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 23.01.1950, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 23.01.1950, Blaðsíða 8
Leíkfélag Hafnarf]arSar: Ekki. er gott að eftir Mark Reed MÁNUDAGSBUÐIÐ sé Cilíft ÞÍÐANDI OG LEIKSTJÓRI: /' figQ LaXFieSS Dascom Ðinsmore, Sigurður Kiisíinsson, Kimo, (Kski- móí), Valgeir óli Gíslason, Sir James Fenton, Ársæll Pá'sson, Ethel Campion, Jóhanna Hjaltalín, Litli Kópur, Elín Jónsdóttir, Bjúpan (Eskimóastúlka) Guðrún Jónsdóttir, Sr. Art- hur Shapham, Eiríkur Jó- hannesson, Landry, Borgþór Sigfússon, Klara Wilson, Inga Dóra Húborts, Scotty, Gunnar Bjarnason. Leik- tjöld: Lárus Ingólfsson. Ljósameistari, Bóbert Bjamason. Síðastliðinn föstudag frum- sýndi Leikfélag Hafnarf jarð- .ar leikritið „Ekki er gott, ,að maðurinn sé einn", eftir Mark Reed, bandaríska höf- undinn. Þótt Mark Reed hafi unnið sér frægt nafn í heimi . leikritahöfunda, þá er víst' að þetta er ekki með beztuj verkum hans. Leikritið er ekki á neinn hátt frumlegt, þar sem hugmyndin um á- fergju karlmanna, sem lengi baf a búið einir, er jafngömul mannkyninu. Ætla má þó, að fyrir leikritahöfundi liggi fyrst og fremst að byggja verk sitt á smellnu samtali og atvikum í stað þess að , Játa það flytja boðskap til , áhorfenda. Þetta hefur að ölluxn líkindum tekizt vel á frummálinu, þótt mörg sam- . tölin hafi brugðizt illa í þýð- ingu. Sannast hér, sem fyrr, að það er aðeins fáum þýð- endum hent að snúa skemmtilegu, ensku samtali á íslenzka tungu, þótt fyrir kunni að liggja nægur skiln- ingur á ensku, jafnframt á- gætri kýmnigáfu. Þetta er ekki að skilja sem deilu á þýðanda, heldur er hér að- éins tekinn fram alkunnur sannleikur. „Ekki er gott, að maður- inn sé einn," f jallar um ein- mana loftskeytamann, Dins- rnore, í eyðilegri loftskeyta- stöð á Labradorskaga, Konu hefur hann ekki séð í-fimm mánuði, hvíta konu ekki í heilt ár og fallega konu ekki í tvö ár. Dag nokkurn koma þau Sir James og ungfrú Ethel, á leið tilv að gifta sig. Dihsmore verður hrifinn af Ethel, en um ástir þeirra og stolt Sir James, ásamt ýmsu öðru, spinnst svo Ieik- urinn. Margir kaflar annars þá.ttar og síðari kafli þriðja þátiar-eru mjög skemmtileg- jr, en aðrir kaflar verða of langdregnir, illa æfðir og kjánalegir. Áberandi kann . að finnast, að leikstjóri virð- ist ekki alveg viss um, hvar á að leggja áherzlu á hraða og hvar má heldur hægja' ferðina. Afleiðingin verður sú, að áhorfandinn finnur allt í einu, að athygli hans er horfinn, og hann snýr sér að næsta manni í þeirri von um, að hann kunni að brjóta upp á einhverju skemmti- legu að drepa tímann. Má þetta og kenna höfundi, því að sumt hjá honum er alls ekki vel til fundið. Leikstjóri er frú Inga Lax- ness og hefur hún ennfrem- ur þýtt leikinn. Þetta er fyrsta leikritið, sem frúin stjórnar, og má segja, að henni hafi tekizt það sæmi- lega, með tilliti til þess að hún starfar eingöngu með fólki, sem hefur takmarkaða reynslu við leikhús. Þó má segja, að frúnni hafi geypi- lega skeikað í leikaravali í nokkur hlutverk, þar sem henni voru kunnir leikkraft- ar Hafarfjarðar frá fyrri starfsemi sinni þar í bæ. Það kann að afsaka frúna, að aðr ir kraftar hafi verið ófáan- legir, en slikt er næsta ótrú- legt. Þó má geta þess, að nokkrir leikarar voru með ágætum. Sigurður Kristinsson lék hlutverk Dascom Dinsmore. Sigurður er byrjandi á leik- sviði, en allur leikur hans bar vott um hæfileika, þó að hann að vonum vantaði f in- esse hins menntaða leikara. Mörg atriði voru mjög vel af hendi leyst, og hvergi er hægt að segja, að honum hafi tekizt illa. Hvergi of- gerði 'hann leik sínum, en hafði einkar gott lag á að draga fram skýra og heil- steypta. persónu. Stundum brá fyrir klaufalegri hreyf- ingu á sviðinu, én það f ærist fremur á léikstjóra en leik- ara. Sigurður er mjög lag-j legur maður á sviði, karlT] mannlegur og þróttmikill, og væri ~hans sannarlega þörf hér í Reykjavík, til þess að veita þeim fátæklegu „'sjaím- örum", sem við búum við hér liðsauka. Ársæl! Pál'sson lék Sir James, stundum með ágæt- um og þá sérstaklega seinást í leiknum. Virtist hann fram- an af vera fremur taugaó- styrkur, en jafnaði sig fljót- lega. Ársæll gat sér hinn bezta orðstír með leik sinum í fyrra í hlutverki Jóns gamía í Gullna leiðin. Hér staðsetti hann sig oft klaufa lega, beindi sér of mikið aðj áheyrendum og hafði ekki fullt vald yfir röddinni. Þess vegna klúðraði hann beztu setmngunum í 3. þætti. Heild arsvipurinn var þó góður. Valgeir Óli GísIasoE, Kimó, átti mörg atriði leiksins. Svipbrigði hans voru prýði- leg, hreyfingar ágætar og hann var sá eini, sem lék all- an tímann, sem hann var „inni".. Hann þarf að æfa sig betur á málinu og tala nokkuð skýrar. Jóhaima Hjaltalín var ekki góð í hlutverki Ethel Campi- on. Hún passaði hlutverkinu illa og það, sem hana vant- aði.er ekki hægt að fá með hjálp make-ups eða nokkurs annars. Auðséð var, að frúin reyndi að gera sitt bezta, en það var ekki nóg. Hæfileika i þetta hlutverk vantaði hana og útlitið, sem höfundur gerði ráð fyrir, var ekki fyr- ir hendi. Frú Hjaltalín er alls ekki sú eina, sem birzt hefur á íslenzku sviði án þessara hæfileika, og hingað til hafa menn veigrað sér við að benda á þau mörgu dæmi. Það er kominn tími til fyr- ir leikstjóra okkar og klíkur þær, sem ráða leikara í hlut- verk, að skilja, að þeir geti ekki endalaust ofboðið á- horfendum með því að velja í Mutverkin eftir kunnings- skap fremur en því, sem hlut verkin krefjast. Við höfum hér í Reykjavík óþyrmileg dæmi um þetta, og það er ekki vanþörf á, að þessi stétt manna uppfylli eftir getu þær kröfur, sem til þeirra eru gerðar. Þeir hafa ekki nema um að velja, hvort þeir vilji, að listin sé fyrir Iistina eða kunningskapmn, og svo er að sjá sem enn sé hún í þeirra augum meira til þess að veíta klíku\'inum sínum vinnu en að gera leikritunum þau skil, sem heimting er á. (Þetta er ekki meint sér- staklega til leikara í þessu Ieikfélagi; heldur yfirleitt). Borgþór Sigfússon. Arthur, fór þægilega með hlutverk sitt á köflum, en var alltof taugaóstyrkur og kunni ekki nógu vel hlutverkið. Inga Bóra Húberts, Klara Wilson, er auðsýnilega byrj- andi, en hvaða ástæðu leik- stjóri hefur til þess að fá henni þetta hlutverk í hend- ur, er óskiljanlegt. Hvergi í leik hennar brá f yrir vott af hæfileikum, og allt fas henn- ár var óeðlilegt og þar sem fyrr, vantaði það sem höf. krafðist. latriðum þeim, sem Inga kom fram í, skar hún sig herfilega út. Þegar hún birtist -á sviðinu pg renndi sér eins og vökur hryssa í áttina til Dinsmore, datt manni einna helzt í hug, að stórhveli hefði skyndilega komið auga á síldartorfu. Slikir voiu allir tilburðirnir, Fréttir frá Hollywood herma, að í myndinni The Milkman leiki þeir Jimmy Durante og Donald O'Conn- Rússar sefja mef í ogeðsleium áfaíSrí Útvarpið í Moskva, sem sendir rússneskan áróður til Asíu, hefur nú sett heims- met í svívirðilegum og ó- geðslegum áróðri. Þulur kommúnistanna lýsti því fyr- ir hlustendum, að „amerískt félag væri um þessar mund- ir pð H&>upa leifarnar af þeim, sem drepnir voru í fangabúðum nazistanna, til þess að brúka þá til iðnað- arþarfa". Útvarpið hélt því fram, „að Bandaríkjamenn framleiddu lampaskerma og sápu úr jarðneskum leifum saklausu fórnardýranna", eins og nazistarnir gerðu. Því næst bætti þulurinn við: „Þessi kvikindislega, fyrirlitlega og skepnulega tegund kannibalisma mun vekja hryllingu; alls heiðar- legs fólks í heiminum". Moskva útvarpið tilkynnti í einni af útsendingum sín- um um fréttir utan úr heimi, áð „New York sé yfirfull af þúsundum atvinnulausra manna, sem búa á húsþök- um, í skemmtigörðum og róðrarbátum og að neðan- jarðarlest borgarinnar sé not- uð sem skýli fyrir þetta fólk". hamagangurinn og hæfileika leysið. Um aðra leikara er ekkert að segja, Ljósameistari vann starf sitt eftir aðstæðum vel. * Það merkilega við þetta stykki er því aðeins Sigurð- ur Kristinsson. Allt annað er fremur fátæklegt, stund- um gamansamt. Áhorfand- inn bíður eftir, að þetta skáni, og það skánar. En bara skánar það * ekki nóg. Þess ber að gæta, að hér er ekki um leikskóla- eða Menntaskólapiltasýningu að ræða. Hér er um leikfélag að ræða, sem selur manni að- gang að skemmtun. Misjafn er smekkur manna, og vera má, að margir skemmti sér að sjá þetta. Hitt er víst, að það kunna að renna á mann tvær grímur, þegar það kem- ur í Ijós, að hvorki leikstjóri eða félagið sjálft hafa gert sitt bezta til þess að gera þessa skemmtun að skemmt- un. . A. B. or, en sú mynd er enn í smíð- um. Fr^ncis, gamanleikur- inn eftir David Stern um talandi múlasnann, er sögð hlægilegasta kvikmynd, sem framleidd hefur verið í Hollywood svo árum skipt- ir... Shelly Winters, nýj- asta „Ijóshærða bomban" frá Hollywood, á að leika að- alhlutverkið á móti Jimmy Stewart í myndinni „Win- chester 73". Auglýsingastjór- um Paramont-félagsins hef- ur verið bannað að auglýsa hlutverk Hedy Lamars meir en nauðsyn krefjist, vegna þess að hún neitar að taka þátt í auglýsingastarfi fé- lagsins í sambandi við mynd- ina „Samson og Deliah", þar sem hún leikur aðalhlut- verkið á móti Victor Mature. — Vinir Hedy Lamarr segja, að hún vilji ekki taka þátt í auglýsingastarfseminni, vegna þess að hún óttist, að slíkt muni vekja endurminn- miningar um myndina, sem hún lék í í Evrópu fyrir löngu síðan og hét „Ecstacy" og hefur til bessa verið bönn- uð í nálega öllum borgum Bandaríkjanna nema í Chica- go. — feigan Áreiðanlegar heimildir telja, að Tító marskálkur muni á þessum vetri lenda í enn meiri vandræðum við Rússa vegna óhlýðni sinnar, við Stalín og Kominform. Stalin er sagður hafa úti öll net til þess að kollvarpa Tító og lauim honum þann- ig „svikin". Þetta þýðir meiri skemmd- arstarfsemi, fleiri landa- mærauppbot og magnaðri á- róður gegn Tító innan landa- mæra Jugóslavíu. Þótt kom- múnistar utan Júgóslavíu verði aðalmennirnir í þess- um áróðri, þá verður þó lát- ið líta svo út, sem ókyrrðin sé öll vegna óánægju Júgó- slava með stjórn Títós .... Júgóslavneskir stjórmnála- menn, sem vinna að því að f á Breta til þess að hjálpa sér til þess að bæta sambúðina milli Júgóslavíu og Grikk- lánds, eru þráfaldlega minnt- ir á það, að Tító-stjómin hafi enn í haldi fjölda grískra barna, sem skæruíið- ar þeir, sem börðust gegn grísku stjórnmni, stálu og' sendu til Júgóslavíu' snemma í borgaiiastyrjöld- inni þar. Kröfum Rauða Krossins um, að börnum þess- um yrði skilað ' aftur til Grikklands, hefur enn ekki verið sinnt. '' • ¦

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.