Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 29.01.1950, Side 1

Mánudagsblaðið - 29.01.1950, Side 1
V 3. árgangur. Sunnudagur 29. janúar 1950. 5. tölublað Framsékn hefur fjandskapazt gegn Reykjavik frá byrjun í dag ganga Reykvíkingar að kosningaborðinu til að kjósa sér fulltrúa í bæjarstjórn. Flokkarnir hafa gefið ykkur loforðin og margir munu gefa at- kvæði sín í samræmi við loforð þessi. Þetta blað vill ekki ráðleggja ykkur, að kjósa nokkurn sérstakan flokk, en aðeins benda ykkur á þá staðreynd, að meðal framboðsflokkanna er eiim, sem frá sjónarmiði hvers einstaks Reykvík- ings, hefur engan siðferðilegan eða stjórnmálaleg- an rétt til þess að bjóða fram fulltrúa fyrir Reyk- vikinga. Flokkur þessi hefur aldrei borið og mun aldrei bera hagsmuni ykkar fyrir brjósti. Flokkur þessi hefur í áratugi barizt gegn hagsmunum ykk- ar, hvar í stétt, sem þið eruð. Forystumenn flokks- ins hafa verið bendlaðir við ýmislegt hárugt og skriffinnar hans eru eins og oft hefur verið bent á hér, utanbæjarmenn, launaðir af flokksfyrirtæk- inu til þess eins að fegra fyrir ykkur gerðir flokks- ins og gefa loforð, sem þeir hafa hvorki áhuga né getu til þess að efna. Samvizka skriffinna þessara er eins og þeytispjald fyrir vindi flokksforingj- anna. Það er rétt, sem ykkur dettur í hug. Þessi flokk- ur utanbæjarmanna og óvina Reykjavíkur er Framsóknarflokkurinn. Flokkurinn, sem nú hefur sett ráðlítinn, saklausan piltung í fyrsta sæti á framboðslis'ta sínum, og skoðanalausa konu í ann- að sætið. Þessi máttlausu verkfæri eiga svo að dansa eftir vilja flokksforingjanna undir því yfir- skyni að þau vinni fyrir Reykvíkinga. En hvernig hefur svo afstaða þessa flokks ver- ið gagnvart málefnum Reykjavíkur? Hann hefur barizt gegn byggingu hitaveitu fyr- ir Reykvíkinga með slíku offorsi að einna var líkast að styrjöld hefði brotizt út milli flokksins og bæjarmanna. Hann hefur barizt gegn virkjun Sogsfossanna svo að Reykjavík fengi ekki rafmagn á ódýran og öruggan hátt. Forkólfar Framsóknar börðust svo gegn þessu máli, að þeir jafnvel rufu þing til þess að reyna að koma í veg fyrir framkvæmd þess. Hann hefur barizt á móti því að fulltrúum okk- ar yrði fjölgað á þingi úr fjórum upp í átta og þar með gefið í skyn að 50 þúsund Reykvíkingar væru ekki færir um að kjósa á borð við þá, sem í sveitum búa. Hann fylgir enn þeirri stefnu, að fámennar sveitir og þorp eins og t. d. Seyðisfjörð- ur eigi að hafa fimmfalt eða fleiri fulltrúafjölda á Alþingi heldur en jafnmargir reykvískir borgarar. Hann barðist flokka mest gegn allri nýsköpun og reyndi að koma í veg fyrir allar framkvæmdir á því sviði. Hónum er ekkert kærara en að sjá sjómenn vinna á gömlum bátum, ryðguðum tog- urum og verkamönnum í landi boðið upp á gömul og óvirk atvinnutæki með lítt nýtum tækjum. Hann hefur barizt gegn öllum þeim tiliögum og framkvæmdum, sem bornar hafa verið fram til aukinnar velmegunar fyrir Reykjavík. Hann hefur reynt af alefli að þyngja skatta og gjöld reykvískra borgara með það eitt fyrir aug- um, að koma á örbirgð og upplausn í hagsmuna- málum hinna vinnandi stétta í Reykjavík. Síð- asta afrekið í þeim málum er hinn margumtalaði stóríbúðaskattur. Ósvífni flokksins í þeim málum hefur verið svo takmarkalaus, að slíkt eru eins dæmi. Hversu mjög takmarkaða virðingu og þekk- ingu hann hefur á málefnum Reykvíkinga má bezt sjá á því, að þessi flokkur ætlaðist til þess, að reykvískir kjósendur myndu ljá honum fylgi, eftir að Rannveig, að skipun flokksforingjanna, laumaði frumvarpinu inn á þing. Nú er líka svo komið, að bæði forystumenn og flutningskona frumvarpsins reyna að afsaka þetta frumhlaup á allan hátt. En vita skaltu það, Reykvíkingur, að harmagrátur Rannveigar og afsakanir Hermanns, Halldórs alvitra og Hannesar undirspekings, eru ekkert nema hræsnin eintóm, skrifuð af örvingl- uðum mönnum til þess eins að reyna að glepja nokkrar sálir til þess að ljá frambjóðendunum í dag fylgi sitt. Þeir hafa komið hér upp mjólkurstöð, sem rekin er með þeim endemum, að telja má mildi forsjón- arinnar, að ekki hafa margir beðið bana af mjólk- inni. Vélar þær, sem notaðar eru til þess að hreinsa mjólkina, eru af gamalli gerð (Spirella) og nú hafa þær verið bannaðar með lögum í mjólk- urstöðvum í Noregi. Sóðaskapurinn í mjólkur- stöðinni er með fádæmum. Oft hafa fundizt flösku- brot í flöskum þeim, sem enn halda vökva og send- ar eru til mjólkurbúðanna hér í Reykjavík. Dag- lega brjóta vélarnar um 700 flöskur og nú er svo komið, að ekki nærri allar mjólkurbúðir fá mjólk á flöskum heldur aðeins brúsamjólk. Flokksfyrirtækið S. í. S. hefur ginið yfir flest- um leyfum fjárhagsráðs og byggir árlega miklar byggingar til eigin þarfa, þegar einkafyrirtækj- um eins og Eimskip h. f. er neitað um öll fjár- festingaleyfi. Við þurfum vart að leita að dæm- unum um þetta, því að það nægir að ganga hér um bæinn og höfnina til þess að sjá þær byggingar- framkvæmdir, sem S. í. S. hefur á prjónunum þar. Þetta eru ekki nema örfá af „afreksverkum'1 flokksins, sem síðustu vikur hefur verið reynt að telja ykkur trú um, að hafi hagsmuni Reyk- víkinga fyrir augum. Til eru enn fleiri dæmi um fjandskap Framsóknar í garð Reykjavíkur, þótt þau verði ekki rakin hér. Reykvíkingar munu í dag minnast Framsókn- armanna með því að ljá frambjóðendum þeirra ekki atkvæði sitt. Hinir flokkamir berjast mis- jafnlega fyrir hagsmunum Reykjavíkur og víst er um það, að núverandi borgarstjóri, hvað sem sagt er um aðra frambjóðendur á lista Sjálfstæð- isflokksins, vinnnr ötult að hagsmunum Reykvík- inga, enda sýna vinsældir hans, að hugur alls þorra kjósenda er honum fylgjandi. Kvíkmyndafréttir frá HoSJywood .... Mario Lánza, hinn nýji söngvari og stjarna M-G-M-£é- lagsins, leikur aðalhlutverkið í mynd, sem nú á að íara að filma um líf söngvarans mikla, Enrico Caruso. .... Look £or the silver lining er sögS bezta mynd june Havers, en myndin er nú sýnd í Eng- landi við mikla aðsókn. .... Hinn frægi leikstjóri, Cecil B. de Mille, sem stjórnað hefur Biblíu-myndum, lét það boð út ganga, að hann vildi aS aSalleikendur ,,lifðu“ sig inn í hlutverk þau, sem þeir léku í slík- um myndum. T. d. varð sá, sem lék hlutverk Krists í myndinni „Konungur konunganna“, sem nýlega var sýnd hér, að sitja heima hvert kvöld, og FaSirvoriS var lesið á hverjum morgni á kvikmyndasvæðinu. MeSan de Mille stjórnaði Biblíu-myndinni Samson og Delilah, kom brezkur blaðamaður að horfa á verkið og varð heldur undrandi, þegar hann sá Samson (Victor Mature) reykjandi vindil og blaSandi í leiSarvtsi um kappreiðar. Þegar hann var spurður um hlutverkið, þá varð honum tíðræddast um, hversu erfitt það væri að láta gerviskeggið tolla á trýninu á ser. Henry Luce frambaoi? a < m i Henry Luce, útgefandi, aðal- ritstjóri og eigandi Times Maga- zine, Life og Fortune, er nú að athuga möguleika á því aS hann verði í framboði við næstu þing- kosningar t Bandaríkjunum. Luce, sem. er republikani, hef- ur verið spurður að því, hvort hann vildi ekki vera í framboSi, hefur nú málið til athugunar. „Margir af leiðtogum repu- blikanaflokksins hafa ymprað á því viS mig,“ segir .hann. Hann yrSi í framboSi í Conn- ;cticut ríki, e£ hann svarar ját- andi. Kona Henry-Luce er þingmað- ur t bandartska þinginu og hefur auk þess verið rithöfundur og blaðamaður. Greinar hennar erú mjög vtðlesnar ' og leikrit þau, sem hún hefur samið, hafa verið sýnd viS miklar vinsældir. Hún ætlar að segja af sér þing- mennsku.

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.