Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 29.01.1950, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 29.01.1950, Blaðsíða 3
Sunnudagur 29. janúar 1950, MÁJíUDAGSBLAÐS) ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ s e n n f u llg e r t 1600umsóknir um frumsýningarmiða hafaborizt Stutt samtal við Þjóðleikhússsíjéra Það er ekki ofsögum sagt, að Reykvíkingar hafi beðið með ó- þreyju eftir því, að Þjóðleikhúsið yrði opnað. Gamla Iðnó er fyrir löngu hætt að fullnægja kröfum leikenda og leikhúsgesta. Á síðari árum hefur leiklist- inni hér fleygt geysil. fram, og í hóp íslenzkra leikara hafa nú bætzt ungir hæfileikamenn og konur, sem hafa lært í erlendum leikskólum og eru fullir áhuga á að koma leiklistarmálum okkar á grundvöll sambærilegan við fremstu lönd leiklistarinnar. — Islendingar hafa vegna aukinna samgangna og velmegunar getað ferðazt erlendis og kynnzt og séð af eigin reynd leikstarfsemi þar. Kröfur þeirra á hendur leikurum hafa aukizt, og leikarastéttin hef- ur brugðizt vel við til þess að upp fylla þær kröfur. Tíðindamaður Mánudags- blaðsins brá sér í Þjóðleikhúsið Leiksviðið er stórt og rúmgott. Kaliast það hringsvið, því að skipta má því í f jóra hluta og hafa þannig tilbúin f jögur svið, ef leik ritið krefst þess. Þegar fyrsta atr- iði leiksins er búið, þarf ekki ann- ars en snúa „senunni" fjórðung úr hring, og blasir þá við áhorf- endum alveg nýtt umhverfi. — Þetta er ekki einungis tímasparn- aður, heldur og þægilegt fyrir leikstjóra, þar sem þeir verSa oft að sleppa atriðum úr leik, þar sem algjör breyting á sviðinu þyk ir of tímafrek. í sumum leikrit- um, eins og t. d. Nýjársnóttinni, er þó allt sviðið notað í einu, en það er oftast gert, þegar um úti- „senur" er að ræða. Fyrir ofan leiktjaldið og til hliðanna getur að líta fjölda ljósa og annarra tækja, sem nota á við ljósabreyt- ingar og önnur áhrif í leiknum. Til öryggis áhorfendum hefur verið smíðað járntjald, sem getur nú í vikunni, til þess að spyrjast á augnabliki einangrað aðalsalinn frá sviSinu, ef t. d. eldur yrði laus á senunni. ' Blaðið sneri sér til Þjóðleikhús- stjóra, Guðlaugs Rósinkranz, til þess að spyrjast fyrir um ýmislegt varðandi leikhússtórfin. „Er ekki leikhúsjð að verSa til- búiS fyrir sýningar?" „Verkinu. miðar mjög vel á- fram, má segja, aS ekki standi á öSru en vélum á leiksviðið til þess að við getum farið að byrja að sýna, en ekki er enn hægt að fullyrða, hvort okkur tekst að opna 1. marz, eins og búizt var við. Þó er unnið af kappi að því að fullgera allt, svo að ekki standi á okkur, þegar vélarnar koma." „Hvernig verður fyrirkomu- fyrir um framkvæmdir þar og til þess að skoSa og svo skýra ykkur dálítið frá, hvernig hornsteinn ís- lenzkrar leikhúsmenningar I/tur út. Þjóðleikhúsið er fögur bygg- ing. Þegar gengið er inn tim að- aldyr þess, kemur maður í stórt anddyri, en þar fyrir miðju jer miðasalan. Til beggja handa eru svo breiðir gangar, og þar eru einnig fatageymslur fyrir þá gesti, sem sæti eiga á þeirri hæð aðalsalsins. Breiðir stigar liggja upp á hinar tvær hæðir þess hluta leikhússins, sem gestum eru ætl- aSar. Niðri í kjallara hússins er stór veitingasalur og smærri her- bergi til beggja handa, sem ætluð eru einnig til veitinga. Ætlazt er til, að veitingar verði þar á hverj- um degi bæði fyrir gesti leikhúss- ins og aðra. Sýningarsalur er stór og fagur, og sætafjöldinn er 661-. Salnum er skipt í þrjár hæðir, og rúmar sú neðsta 390 sæti, en hin skipt- ast á pallsætin. Fremst beggja megin í salnum eru stúkur tvær sitt hvorum megin, hvor upp af annarri. Neðri stúkan til vinstri er ætluð forseta Islands og gestum hans, en aðrar stúkur gestum. — Veggir salarins eru klæddir brún- um viði og öll sætin bólstruð, og hin þægilegustu. Fyrir framan leiksviðið er syo hljómsveitar- gryfjan.Qg rúmar hún milli 30 pg 40 manns., Skyggir því hljóm- sveitin alls ekki. á sviðið eins og oft bar við í Iðnó. .. 'röð, sem þær bárust okkur, og lagið á sýningunum?" „t ráði er að hafa alltaf tvær eða þrjár sýningar í gangi, sem séu hvor sfct kvöldið eða eftir því sem ástæður leyfa. Þegar við byrjum að sýna* verða t. d. þrjú leikrit tilbúin, en þau eru Nýárs- nóttin, leikstjóri Indriði Waage, Fjalla-Eyvindur, leikstjóri Har- aldur Björnsson og íslandsklukk- an, leikstjóri Lárus Pálsson." „Eitthvað hefur heyrzt um það, að ykkur hafi borizt mikiS af umsóknum um miða á frum- sýningar, en að þegar sé búið aS ráðstafa þeim. Hefur nokkuð ver- ið ákveSið um það?" „Það er ekki búið að ákveða, hverjir fá frumsýningarmiða. Þeg ar við ákveðum það, þá verða um- sóknirnar teknar fyrit eftjr þcirri nú hafa okkur borizt 1600 um- sóknir. Þjóðleikhúsið verður ekki fyllt af frumsýningargestum, en ákveðið er, að á annað hundrað miðar verði seldir almenningi, svo að gestir í bænum hafi jafnt tækifæri og aðrir til þess aS sjá sýningarnar. Fastir frumsýningar gestir eru auSvitaS sjálfsagðir. — Miðar á frumsýningar eru 50% dýrari, og okkur ber skylda til þess að líta á f járhagshliðina eins og aðrar hliðar þessa máls." „Hvað er starfslið Þjóðleik- hússins margt?" „FastráðiS starfsfólk er 35, en auk þess eru svo leikarar og aSrir, eftir því sem þörf krefur í hvert skipti. Okkur hafa borizt mjög margar umsóknir um stöSur viS leikhúsiS, og daglega berast okk- ur fyrirspurnir þess efnis." Þjóðleikhússtjóri sýndi mér nú þann hluta byggingarinnar, sem eingöngu er ætlaður starfsfólki og leikurum. Inn af skrifstofu hans er herbergi, sem.er vinstra megin við senuna, sem ætlað er fyrir þá, sem ákveða útlit leik- sviðsins í hverju atriði. Þar eru gerðar áætlanir og mældar út stærðir hvers hlutar, sem á að vera á sviðinu, en það gerir Finnur Kristinsson, aðstoðarmaður Ingva Þorkelssonar, leiksviðsstjóra, í samráði við hann og leikstjóra. Endanlega ákvörðun og tillögur verða að hafa samþykki leiksviðs- stjóra og leikstjóra. Bak við sviðið eru starfsher- bergi leiksviðsstjóra og leikara, en á hæSinni fyrir ofan er bún- ingsherhsrgi. Á efstu hæSinni í norðurhluta hyggingarinnar er æfingaherbergi, og þar eru leik- sýningar æfðar unz lokaæfingar og búningsæfingar fara fram. I leikhúsinu er einnig saumastofa, og þar eru allir búningar saumaS- ir. Sem dæmi um, hversu mjög verSur aS vanda til sýnfn^ar, má geta ^ess, aS í Fjalla-Eyvindi þurfa leikendur hvorki meira né minna en 244 flíkur, sem sauma- stofan þarf aS gera. I Nýjársnótt- ina þarf 30 búninga. LeiksviSs- munir í Fjalla-Eyvindi eru 71 að tölu. Leikhússtjóri skýrði frá því, aS eftir aS hætt væri aS sýna þessi „standard" íslenzk leikrit, eins og Fjalla-Eyvind, yrSu bún- ingar ekki skornir í sundur og saumaSir úr þeim aSrir búningar, heldur yrSu þeir geymdir þar til sýningar tækjust aftur og ef til vill lánaSir leikfélögum úti á landi. Þegar fram í sækir er áreiSan- legt, aS. þetta verSur ódýrasta að- ferðim Auk saumastofunnar hefut ÞjóðJeikhúsið einnig smíðastofu, þar sem smíSaðir era hih\r ýmsu | munir, sem notaðir eru í leik- ' ritum. Þá er einnig málarastofa, þar sem leiktjöld eru máluð. Það fer ekki hjá því, að allir þeir, sem leiklist uhna, fagna því, að sú stund, sem dyrnar opnast og leiksýningar hefjast, er senn komin. MeS opnun Þjóðleikhússins hefst nýtt tímabil í sögu íslenzkr- ar leiklistar. Leiklistin í sérhverju landi er oft talandi ta'kn þess menningarstigs, sem þar ríkir. Ungir leikarar og leikkónur eru nú komin heim, eftir að þaui hafa menntazt í erlendum leik- skólum. Opnun Þjóðleikhússins; gerir þeim kleift að stunda starf sitt óhindrað. Þeim er nú kunn- ugt, að kröfur áhorfenda verða meiri, eftir því sem aðstæður allar batna hjá leikurum. A.B. .... að Lindberg var 67. mao- urinn, sem flaug yfir Atlants- hafið án \>ess að hafa viðkomu. Sir A. Whitton BroWn flaug yfir Atlantshafið árið 1919, frá NeW Foundland til írlands, og síðan flugu bæði þýzkir og enskir flug- menn yfir hafið á undan Lind- berg. Það er því eintómur mis- skilningur, að Lindberg hafi fyrst ur manna flogið yfir Atlants- hafið. • .... aS Joseph de Mai fædd- ist meS tvö hjörtu og seldi skrokk inn á sér til hins brezka Academy of Medicine fyrir um þrjú þús- und dollara. • .... aðáriS1851,þegarNap- oleon 3 hrifsaði undir sig völdin í Frakklandi, þá komu skilaboS til hans um, að skríllinn væri um þaS bil að ráðast á herdeild þá, sem gætti bústaðar konungs. — Einn af vinum keisarans, de St. Arnaud greifi, var nærstaddur og voðalega kvefaður og sagSi um leiS og skilaboSin komu „ma sa- crée toux" (bölvaS kvefið). Sá, sem kom með skilaboðin, hélt, að greifinn hefði sagt „mas- sacrez tout" (drepið þá alla) og fór aftur með skipunina. Þess vegna skutu hermennirnir á hóp- inn, cg þúsundir manna voru drepnar. * .... að Dr. Schmeckegut (bragðast vel) í Vínarborg breytti nafni sínu í Dr. Schmecke besser (bragðast betur). • ... að herra Reinach, einnig n saft er Sjálandi, datt og lézt upp úr því 29. apríl 1927, * .... að Elizabeth Bathory, greifaynjan fræga í Ungverja- landi, sem kölluð var tígrisdýrið, drap 650 þjónustustúlkur á sex árum. En vegna þess að hún var aðalskona var ekki hægt að refsa henni. * .... að dóttir Shakespeare vaj* hvorki læs né skrifandi. * .... að Madame de Mainten- on, „vinstri" kona Lúðvíks 14. FrakkakonungSj lét sér blæða tvisvar í viku til þess að hún roðn- aði síður af sögunum, sem sagSar voru meðal hirSarinnar. • .... að mestu laun, sem nokkrum manni hafa veriS greitt fékk Joseph 1. keisari Austur- ríkis. Arslaun hans námu krón- ur 22,060,000 á ári. Þetta vora bara laun hans, svo aS ekki má rugla þeim saman viS tekjur þasr, sem hanri hafSi af eignum sínurrn og öðru. .... að amerískur Kínverji var svo hrifinn af flugi Lindbergs yf- ir Atlantshafið, að hann kallaði barnið sitt „One Long Hop". * .... að sú stétt, sem flesta dýrlinga hefur framleitt, er leik- arastéttin. St. Genest, St. Arda- leon, St. Porph)'re, St. Pelagie. • .... að Madame Marie 01- livier, sem var dæmd fyrir aði giftast tveim mónnum í einu, hlaut þann dóm, að hafa tvennar í Vínarborg, var svo timbraður að |karlmannsbrækur um hálsinn í hann setti 25 punda ísköggul á höfuðið á sér og lét hann bráðna þar. * - - .... að Cyrus, konungur Pers íu, þekkti hvern hermann í her sínum með nafni. *v ...,að „Bobby" Leach, sem fór yfir Niagarafossana í tunnu árið 1911 og vann sér heims- frægS fyrir þetta. afrek, steig á bananabörk í Christchurch, Nýja sér það sem eftir var ævinnar. ..:. að það deyja 68 menn S. mínútu hverri, 97.920 á dag og 35.740.800 á ári hverju. • v .... að Murad 4. Sultánt Tyrklands, erfði 240 eiginkonur, þegar hánn tók við vöÍdum. — Hann ákvaS að losna við þær, og aðferðin, sem hann notaði var sti, að hann lét þær í poka, eina í einu, og kastaði þeim.í Bosporus,

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.