Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 29.01.1950, Side 6

Mánudagsblaðið - 29.01.1950, Side 6
5 u*'' Sunnudagur 29. janúar 1950. MÁNUDAGSBLAÐIÐ liði. Það mundi koma miklu orði á hana, ef henni tækist að framselja hann. Honum stóð á sama. Vinni hún sér þetta þá bara til þægðar. Hann var þreyttur, svo þreyttur, að hann vildi hjálpa henni, og svo væri öllu lokið og hvíldin kæmi. En það var þó skrítið, að dauðinn skyldi líta jafn unglega út og Zosha hin fagra.... ■Meðan hann beið og hlust- aði áhugalaust á hljóðfæra- gargið, varð honum margt hugsað, eins og hann hugði, að þeir menn mundu gera, sem eiga aðeins fáar stund- ir eftir ólifað. 'Hugsanirnar heimsóttu hann út úr lam- andi þoku. Hann gat hvorki hreyft sig né aðhafst neitt, og þótt undarlegt sé, lang- aði hann hvorki til að hreyfa sig né aðhafast neitt. Hann óskaði aðeins friðar og hvíld- ar og að þurfa ekki að ráð- gera neitt. Gott mundi vera að deyja og láta öllu vera lokið nú, er hann vissi, að dauðinn leit út eins og Zos- ha. Aldrei mundi hann langa til að kvssa hana aftur eða hafa hana í faðmi sér nú, er hann vissi að ekkert var bak við andlitið annað en tóm hauskúpan. Ást og þrá var þegar búið að drepa. Líkamlegur dauði. var skammt framundan. Hann vissi það nú, að hann hefði átt að hætta og hverfa íil landamæranna og kom- ast undan, þegar hann var í Innsbruck, og hann varð var við fyrstu þreytumerkin. Það var gamla sagan. Alltaf kom þetta fyrr eða síðar yfir mann eins og hann. Þessi ægilega lamandi þreyta, sem deyfði vitsmunina og gerði þá gagnslausa. Þjónustan þekkti hættuna af langri reynslu. Skipanirnar voru á þá leið, að halda skyldi heim, þegar fyrstu einkenna yrði vart, fá sér frí og hvíld, því að þegar þreytan komi yfir mann, var maður þegar orð- inn gagnslaus, og yrði fyrr eða síðar gripinn og skot- inn, eða píndur, sem var enn verra, og er vitsmunirn- ir þreyttust, komu þeir upp um mann, og þá yrði eitt- hvað sagt, sem kostaði margra manna líf. Það var hið eina, sem raskaði ró hans núna, þar sem hann sat og beið eftir, að hún kæmi inn úr dyrunum. Verið gat, að hann yrði svo þreyttur, þeg- ar þeir píndu hann og spyrðu, að hann vissi ekki framar hverju hann svaraði. Það gat verið mjög þreyt- andi að vera ávallt í. felum, ávallt að gera þeim glennur, sem eltu hann, sofa eiginlega aldrei almennilega, alltaf að leika sama hlutverkið. Það var líka verra fyrir hann, vegna þess að hann var gæddur f jarsýnisgáfu, gat séð fyrir óorðna hluti, r#ri FRAMHALDSSAGA: Astfangi af dauðánum 2 eftir Louis Bromfield. • B: — H —* í» " en það var einmitt sú gáfa, sem gerði hann öllum mönn- um dýrmæfari í starfi sínu. Hann vissi, að það var taug- unum að þakka eða kenna, einskonar næmleiki á hæsta stigi, sem mjög saug úr hon- um hfsafl hans og heilsu. Það var ægilegt, að vita þannig fyrirfram, það, sem koma átti, að þekkja fólk, sem hann hafði aldrei séð. Nei, han vissi nú, að nótt- ina, sem hann hafði misst meðvitundina í litla gisti- húsinu í Innsbruck, hefði hann átt að flýja, jafnskjótt, sem honum hafði batnað svo, að hann var ferðafær, og fara beina leið til landamær- anna. Eða í Vínarborg, þeg- ar hann gleymdi, hvaða nafn hann notaði, og hvaða nafn stóð 1 vegabréfinu hans. Það munaði minnstu, að þeir hremmdu hann þá. Annað hvort var Ijóshærði herfor- inginn eitthvað kenndur, eða hann hataði nazista svo mjög, að hann sleppti honum, þótt hann vissi, hver og hvað hann var. Hann vissi nú, að ef það hefði verið í bókun- um, að nú ætti að taka hann, þá hefði hann vitað það þrátt fyrir þreytuna. Hann mundi hafa séð það allt, alveg eins og hann hafði séð það allt núna, þegar hin ömurlega músikk hafði sópað öllu sam- an. Nei, það hafði ekki stað- ið í bókunum í þetta sinn. Hann varð þess brátt var, að þrenningin var hætt að leika. Þegar svo gamla, grannvaxna konan, með gler- augun hafði um stund rót- að í nokkrum nótnablöðum, tóku þau aftur að leika, í þetta sinn balletlög eftir Capélía. Jú, stóð heima! Þetta fór alveg eins og hann vissi, að /það mundi ganga! Hann mundi ganga í dauð- ann eftir Capélía dúkkulög- um. Því næst stóð gamla kon- an upp úr körfustólnum við dyrnar og fór að skrifborð- inu. Hún sagði eitthvað við skrifarann og hann tók nokk- ur bréf út úr hólfi, léit yfir þau og hristi höfuðið. Gamla konan vagaði aftur að stóln- um og tók upp prjónana sína. Annar ungi liðsforing- inn fór frá skrifborðinu og til skrifarans og keypti þar tvö frímerki, Allt þetta gerð- ist eins og hann vissi, að fara mundi. Hann hafði gleymt þessum parti, ef til vill, af því ag einhver hluti heila hans var dofinn af þreytu. En þetta var rétt, nákvæm- lega rétt! Svona hafði það verið. Og nú mundi hurðin opnast og ..... Götudyrnar opnuðust og Zosha kom inn af snjóugri götunni. Hún var mjög ung að sjá og falleg í bláa æsku- lýðseinkennisbúningnum sín- um, rjóð í kinnum af kuld- anum, og blá augun tindr- uðu. Svona sögðu stórlax- arnir að allar arískar stúlkur þýzkar ættu að líta út, en reyndar litu þær sjaldan svona út. Zosa sagði honum, að hún væri hálf rússnesk, en auðvitað gat hann ekki trúað neinu, sem hún sagði, þar sem hann vissi, að hún var ímynd dauða og blekk- inga. Snjóflygsur sátu á öxl- unum á einkennisbúningi hennar. Þegar hann sá feg- urð hennar og æsku, fékk hann skyndilega sáran sting, líklega þann síðasta. Ungi liðsforinginn brosti til hennar um leið og hann sneri frá Iskrifborðinu, og hún brosti aftur til hans, samskonar brosi, sem ungar stúlkur og piltar sendast stundum á í Þýzkalandi, nokkurskonar óeðlilegt móðursýkisvígslubros, ónátt- úrlegt og allur kynblær af því horfinn. Bros þetta var ekki annað en merki, sem tveir einstaklingar vígðir málstað Hitlers, gátu þekkzt á. Þetta hafði hann séð oft og mörgum sinnum áður. Það hafði jafnvel verndað .... að vera með henni, því hún var svo ung og fögur í æskulýðs- einkennisbúningi sínum. En í þetta sinn var það öðru- vísi. Hingað til hafði það jafnan verið blekking. Húh hafði'meira að segja blekkt fólkið, sem leit á hana og sagði: Sko! þetta er fyrir- myndarstúlka, sem vinnur fyrir foringjann (Fuhrer) og nýskipun heimsins". Aðeins í þetta sinn var það satt og rétt, þetta vingjarnlega, inn- blásna bros, Hann hugsaði dauflega: „í þetta sinn er ég hlátursefnið". En þó fann hann ekkert til neinnar beiskju. ■Svo fór hún frá skrifborð- inu og kom til hans, en er hún fór framhjá, hrasaði hún um fót hans og sagði „Bitte, entschuldigen Sienmich! Ich muss an den Bahnhof gehen“ (Afsakið, ég verð að fara til brautarstöðvarinnar); Hann leit upp og brosti til henn- ar. (Jú, þetta var rétt. Smá gleðileikur, leikinn eftir Cap- elía lagi.) Svo fór hún að skrifborð- inu, en sneri strax frá, eins og hún hefði breytt áformi sínu. Hann gaf henni gætur, töfraður af því, hve sýnin hafði verið rétt, er honum hafði birzt. En þegar hún sneri burt kom nokkuð fyrir, sem hann hafði ekki séð: Hún leit skyndilega á hann og brosti eins og hún hafði bros- að framan í hermanninn, sak- lausu, vingjarnlegu og kyn- Iausu brosi. Þetta varð með eins skjótum hætti eins og hitageisli, og honum varð allt í einu illt 1 hjartagrófinni, þegar hann sá það. Þetta, hugsaði hann, var Júdasar- bros. Svo flýtti hún sér út um dyrnar, út á snjóuga götuna, alveg eins og honum hafði birzt þetta í sýninni. Og litlu síðar stóð hann upp og fór á eftir henni, þó var hon- um ekki fyllilega ljóst, hvað hann var að gera, en vissi þó óljóst, hvað sem gerðist, þá væri henni betra að hafa heiðurinn af handtöku hans, heldur en hann sæti þarna og biði þess, að þeir kæmu og tækju hann fasfan. Það gat ekki skipt nema fám mín- útum, hvort sem var, og þeg- ar hér var komið, gat hann engu um þetta ráðið, enda vantaði hann viljann til þess. Hann var, að kalla mátti, lítið annað en sjálfhreyfí vél. * Kuldinn í loftinu var eins og löðrungur framan í hann, og um augnablik hugsaði hann: „Eg gæti ónýtt sýnina með því að snúa baki í stöð- ina og hlaupa í gagnstæða átt“. En hann vissi, að hann mundi ekki komast langt, því að þeir voru að leita hans um allt héraðið. Það var hættulaust að fara með henni. Meðan hann var með ! henni, ' mundi hann vera frjáls. Enginn mundi stöðva þau eða spyrja hann, meðan þau væru saman — unz hún gæfi merki. I Drunginn færðist yfir hann ! aftur og eins og maður, sem er dáleiddur, fór hann og elti hana. Óljóst sá hann hið jfagra höfuð hennar skammt á undan. Þau voru ein á göt- unni. Engan annan var að sjá. Lögreglan hafði skipað svo fyrir, að allir í þessum hæiarhluta . sk.vldu vera inni af því að þeir höfðu einhvers staðar 1 héraðinu hremmt frægan njósnara — Eric North, öðru nafni Emíte van der Hoeven, öðru nafni eitt- hvað annað — og þetta var hann sjálfur. „Það var. naumast að, ég er mikilsvirði", hugsaði hann harðneskjulega. Svo nam hún staðar á næsta horni, eins og hann vissi, að hún mundi gera, og beið, og þegar hann gekk framhjá, tók hún undir hönd honum, rétt eins og hún hafði jafnan gert, þegar þau höfðu áður fundizt sem elskhugar. Hvorugt þeirra sagði orð, en hún varð strax samstíga hon- um. Framundan þeim við enda götunnar gnæfði Centr- al Bahnhof við stjörnuljós- in. Frá þessari stundu vissi hann ekki, hvað átti að ger- ast, því að sýnin, sem hafði birst honum með fyrstu tón- unum af Cavalleria Rusti- cana, hafði ekki náð lengra. Fyrir handan þetta var myrkur. Og hann hugsaði: „Kanske ég sé þegar dauð- ur. Kannske er allt bezt á þennan hátt“. En við hjarta sér fann hann hlýjuna af handlegg hennar leggja gegn- um frakkann og hann hugs- aði með beiskju. „Líkami fal- legrar konu er hlýr, hvort sem hún er Judas eða ekki‘. Þetta hafði byrjað fyrir löngu, en hann mundi ekki nákvæmlega, hvenær, en jafnvel á barnsaldri, hafði borið fyrir hann sýnir, augna- bliksmyndir, en þá var hann svo lítill, að hann skildi þær ekki. í fyrsta sinn, er þetta hafði komið fyrir, var hann fimmtán ára gamall drengur. Hann var þá í heim- sókn í Englandi, hafði kom- ið frá Hamborg, þar sem faðir hans hafði litla útflutn- ingsverzlun. Hann hafði komið í hús í Surrey, sem amma hans hafði tekið á leigu yfir sumarið. Þetta var lítið hús og garður umhverf- is það, nokkuð frá götunni og stóð í trjálundi. Upp að húsinu lá bugðótt akbraut. í hús þetta hafði hann aldrei komið á æfi sinni og ekki heldur til Surrey. En þagar bíllinn beygði inn frá veg- inum, kannaðist hann vel við allt saman, ekki aðeins sjálfa akbrautina, heldur og húsið, sem ennþá var falið meðal trjánna. Kðupið

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.