Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 06.02.1950, Page 2

Mánudagsblaðið - 06.02.1950, Page 2
MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 6. febrúar 1950. ; Litur á bandi óskast Svartur Brúnn RauSur Strikið yíir það sem ekki á viS. Útfyllið þetta áskriftarform og sendið það til út- gáfunnar. iSéuð þér búinn að eignast eitthvað af ofantöldum bókum, en langi til að eignast það er á vantar, fáið þér þær bækur að sjálfsögðu með afborgunarkjör- um, þurfið aðeins að skrifa útgáfunni og láta þess getið hvaða bækur um er að ræða. Aldrei hefur íslenzkum bókaunnendum verið boðin slík kostakjör "sem þessi. íslendingasagnaútgáfan Túngötu 7 — Pósthólf 73 — Sími 7508 — Reykjavík ■SL'ík-'TE í • *||t • Bækur gegn afborgun tslendingasagnaútgáfan hefur undanfarna mánuði auglýst og selt bækur sínar gegn afborgun við mikl- ar vinsældir. — Nú þegar getið þér fengið allar bækur útgáfunnar með afborgunarkjörum. — Klippið út pöntunarseðil þennan og sendið útgáf- unni. hann. Ég undirrit...... óska að mér verði sendar ís- lendingá sögur (13 bindi), Byskupasögur, Sturl- unga og Annáíar ásamt Nafnaskrá (7 bindi)', Ridd- arasögur (3 bindi) og Eddukvæði I—II, Snorra- Edda og Eddulyklar (4 bækur), samtals 27 bækur er kosta kr. 1285,00 í skinnbandi. Bækurnar verði sendar mér í póstkröfu þannig, að ég við móttöku bókanna greiði kr. 155,00 að við- bættu öllu póstburðar- og kröfugjaldi og afgang- inn á næstu 11 mánuðum með kr. 100,00 jöfnum mánaðargreiðslum, sem greiðast eiga fyrir 5. hvers mánaðar. Ég er orðin.... 21 ár§ og er það ljóst, að bækurn- ar verða ekki mín eign fyrr en verð þeirra er að fullu greitt. Það er þó skilyrði af minni hendi, að ég skal hafa rétt til að skipta bókunum, ef gallaðar reyn- ast að einhverju leyti, enda geri ég kröfu þar um innan eins mánaðar frá móttöku verksins. Nafn .. Staða .. Heimili ■ I Almennur laun|)egafundur verður haldinn í kvöld kl. 8,30 að félagsheimilinu. Umræðuefni: LAUNAMÁLIN Stj ó rnin. Vistheimili SÍB.S. Reykjalundur, nýtizku bygging ISsimar 90 vistiisoiui Hinn 1. febrúar 1945 hóf, Vinnuheimili S.Í.B.S. starf- semi sína, en 8 mán. áður, 3. júní ’44, var byrjað á fyrstu byggingarframkvæind- um þess, sem haldið hefur verið óslitið áfram síðan. Stofnkostnaður’ nam alls 31.-12.-’44 kr. 1 milljón, en var 31.-12.-’49 kr. 7.5 milljón. Skuldir S.Í.B.S. 31. des. s. l. voru 1,5 millj., og hefur því sambandið lagt lcr. 6 millj. sem eigið fé í stofn- unina fram að þeim tíma. Þessar kr. 6 millj. er söfn- unarfé og gjafir kr. 4,4 millj. og ríkisframlag kr. 1,6 millj. Aðalbygging, sem er að fujlu tekin í notkun og að mestu lokið. kostar nú kr. 4,3 millj’ Stærð byggingar- innar er: Grunnflötur 960 ferm. Framálman er um 40 m. löng og 8 m. breið. 3 hæðir og kjallari, auk dagstofu, sem er 13,5 m. löng og 7 m. breið, en aðeins ein hæð. Ðakálman er 34 m. löng og 10 m. breið að meðtöldum gangi þeim, sem á að tengja aðalhúsið við vinnuskálana. Auk þess er við bakálmuna borðstofa 16 m. löng og 8 m. breið, en aðeins ein hæð eins og dagstofan við framálm- una. Bakálman er einnig 3 hæðir, en kjallari ekki nema undir hálfri álmunni. Alls er h^sið 10.000 rúmmetrar. í kjallara er miðstöð og geymsl ur, en þó er þar einnig gert ráð fyrir stóru billiard-her- bergi. í þessu húsrými er nú eitt af verkstæðum heimil- isins, járnsmíðaverkstæðið. Á 1. hæð er eldhús með tilheyr- andi herbergjum, t. d. bak- aríi, köldu eldhúsi, upp- þvottaherbergi, 3 kæliklefum, mjólkurgeymslu o.fl. geymsl- um, auk borðstofu fyrir starfsfólk. og smiáiherbergis fyrir ráðskonu. Þá er borð- stofa og dagstofa á fyrstu hæð, lesstofa er þar einnig fram af dagstofu og setuskáli í sambandi við stigahúsið. Við forstofu eru fatageymsíur og snyrtiklefar, ennfremur 2 símaklefar; þar er líka skrifstofa. Á 1. hæð er einn- ig sjúkradeild með sérinn- gangi, og eru þar 2 sjúkra- stofur fyrir 5 sjúklinga alls, skurðstofa með sótthreins- unarklefa, stórt bað, skol og lítið býtibúr. Ennfremur er þar herbergi fyrir hjúkrun- arkonu, sérstakt herbergi fyrir skoðun vistmanna og annað ' fyrir loftbrjóstað- gerðir. Á 2. hæð eru 12 her- bergi í framálmu, 6 eins manns herbergi og 6 tveggja manna. Hverju herbergi fylgir innri forstofa með Vistheimilið að t Reykjahindi. fataskápum. Við forstofur þessar er baðherbergi, sem er sameiginlegt fyrir eins- og tveggja manna herbergin, eða 3 menn. Auk þess er í fram- álmu þessari herbergi fyrir lín, ræstiklefi og smá-kaffi- eldhús. Við þessa hæð er tengt stórt sólbaðskýli og sólbaðspallur á þaki dagstofu og borðstofu. í þessu húsrými er nú eitt af verkstæðunum, sauma stofan. Húsið er hitað upp með svonefndri geislahitun, en hún er í því fólgin, að hita- gjafinn ((ofnarnir) eru rör- lengjur, sem steyptar eru í loft (og gólf sumstaðar), og geislar síðan loftflöturinn hitanum niður á við. Aðrar byggingar heimilis- ins eru: 11 vistmannahús, fjögurra íbúa hvert, 4 starfs- mannabústaðir, 20 hermanna- skálar og 1 sumarbústaður, sem var á landareigninni áð- ur en sambandið hóf fram- kvæmdir, en það keypti síð- ar. Með vöruhappdrættinu hefur sambandið fengið tekjustofn, sem gerir því mögulegt að halda áfram að byggja staðinn á næstu 10 árum. Heimilið hóf starfsemi sína með 21 vistmanni, en nú eru hér 80 vistmenn. Alls hafa komið til dvalar 146 og far- ið héðan af þeim 70. Rúm fyrir vistmenn er nú 90. Um helmingur þeirra vistmanna, sem hafa komið hingað, er verkamenn og sjómenn. Sam- kvæmt reglugerð skal stofn- unin ,.sjá þeim (vistm.) fyr- ir vinnu við þeirra hæfi þeim til þjálfunar, svo og n á m i “ . Á s. 1. ári var sú nýlunda Upp tekin varðandi nám vistmanna, að stofnað var til iðnskólanáms og fengnir þar til hæfir kenn- arar. Er ætlunin að vistmenn geti tekið iðnskólapróf, einn eða fleiri bekki meðan þeir dvelja á heimilinu, og á þann hátt auðveldað sér vinnuút- vegun að lokinni dvöl þar. í vetur taka 20 manns þátt í náminu. Stjórn heimilisins er skip- uð 5 mönnum kosnum til tveggja ára í senn og eiga. sæti í henni nú: Árni Ein- arsson, kosinn af þingi S. í. B. S., Höskuldur Ágústsson og Sigurleifur Vagnsson, ko.snir af sambandsstjórn S. Í.B.S., Júlíus Baldvinsson og Sigurður Jónsson, kosnir af félagi vistmanna að Reykja- lunai. Yfirlæknir og fhamkvstj. er Oddur Ólafsson og hefur haft þau störf á hendi frá byrjun. — Yíirhjúkrunar- kona er Valgerður Helga- dóttir og hefur gegnt því starfi frá byrjun. — Ráðs- kona er Snjáfríður Jóns- dóttir og tók hún við starfi sínu skömmu eftir að heim- ilið hóf starf sitt. Árið 1948 var Árni Einarsson ráðinn framkvæmdastjóri með Oddi Ólafssyni. mm m Vistmanna- húsin. ■ 11 . 'V : . ..J

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.