Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 06.02.1950, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 06.02.1950, Blaðsíða 3
íRíánudagur 6. febrúar. 1950. MÁNUDAGSBLADIÐ BJ3iWa&!$&i.!£iJ A16 ¦ MÁHUDAGSÞANKAR Jóns Reykvikings VINCERE SCIS Það verður ekki annað sagt um Sjálfstæðisflokkinn hér í Reykjavík en að hann kunni að sigra. Hitt er svo annað mál, hvort hægt verði að segja að hann kunni að neyta sigursins. Það var sagt um Hannibal hinn púnvefska, að hann kynni að sigra, en ekki að neyta sigursins. Vince.re scis, Hannibal, victoria uti ne scis. Þótt Hannibal ynni hvern stórsigurinn á fætur öðrum, var það ekki til ann- ars en að hann þurfti alltaf á ný að dytta að herjum sinum til nýrrar atlögu. Hann hafði ekki lag á að skapa sér frið til að neyta ávaxtanna af sigrin- um. Það má segja um Sjálfstæð- isflokkinn undanfarna áratugi, að hann hafi unnið' marga sigra og komið ýmsum árúm sínum vel fyrir borð. T. d. hef- ur flokkurinn haft fjármálá- stjórn landsins með höndum í meira en áratug. En hvað hef- ur flókkurinn raunverulega unnið á? Hann virðist ekki á neinn hátt hafa búið um á- hrif sín, treyst þau og eflt til varanlcgrar endingar. Flokk- urinn þarf æ ofan í æ að leggja til orustu, þar sem tví- sýnt er um tap eða vinning. Eftir að hafa stjórnað Reykja- vík að mörgu leyti með mik- illi prýði, ef við annað er mið- að hérlendis, þá er flokkurinn þó alltaf í sífelidri hættu við hverjaf kosningar, og væntir alltaf að nú sé komið að hinu síðasta. Það er eitthvað Hanni balskt við þetta. GULLÍÐ ACGNABLIK Ef litið er til hinna almennu stjórnmála, má óhætt segja, að Iangt sé siðan nokkur stjórn- málaflokkur hefur fengið eins gullið pólitískt tækrfæri og Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú. Á Alþingi er allt á ringul- reið eftir nýafstaðnar kosning- ar, vegna þess að þjóðin hefur ekki vit á að skipta þar um menn. Allur almenningur er hins vegar orðinn dauðleið- ur á Alþingi og þó fyrst og fremst á aðgerðaleysinu þar. Allir þykjast skilja, að nú þurfi að hafa hraðar hendur, ef þjóðarskútan á ekki að far ast eða lenda í stórfelldum hrakningi. En Alþingi sem heild er máttlaust, og getur ekki komið sér saman um neitt. Þá er það, að Sjálfstæð- isflokkurinn ræðst í að mynda minninf.utastjórn initt í öllum glundroðanum. En svo spyrja menn: Tekst Sjálfstæðisflokkn um að endurreisa Alþingi i stnnað sinn? Tekst flokknum að fá samþykktar aðgerðir í dýrtíðarmálunum, sem bjarga frá hruni og eyind? Hvert er horft nú nema til þessa flokks? Ekkert — það er ekk- ert annað að sjá en þennan hóp manna, sem í minnihluta bjóða sig fram til stjórnar. En ef Sjálfstæðisflokknum tekst það, sem a/jnenningur vonast eftir, þá þarf flokkurinn ekki að óttast um sig í náinni fram- tíð, og þá veit þjóðin líka, að til er þó enn nokkur hópur manna, sem þorir að ráðast gegn erfiðleikunum, nefna þá sínum réttu nöfnum og beita því sem dugar. En mistakist Sjálfstæðis- f lokknum það, sem hann hefur nú tekið sér fyrir hendur, þá glatast hið gullha tækif æri og vondu árin koma. HORFT UM VALINN Skelfing ristu Reykvíkingar annars ánægjulegá gegnum bullið á sunnudegi kosning- anna. Skemmtilegast vár þó að sjá þá ráðningu, sem þjóð- varnarstóðið fékk. Sigriður Eiríks, sem verst hefur látið í þeim tripþahóp, fór illa í rekstfinum, og er líklegt, að hún hafi nú fengið hóg af sin- um pólitísku hestalátum. Lof- ræðan, sem þessi frú hélt um sjálfa sig í útvarpinu er ein- hver sú andstyyggilegasta smjaðursræða, sem lengi hef- ur heyrzt, enda var sú ræða borguð á þann hátt, sem hæfi- legt var. Kommúnista dreym- ir sjálfsagt þunga og erfiða drauma á næstunni. Þeir eru nógu glöggir til að þekkja sitt eigið eðli. Þeir vita, að þeir mega ekki standa í stað, hvað þá heldur' tapa. Þegar flokkur af þeirri gerð fer að tapa, er venjulegast svo, að ein báran er ekki stök. Ann- ars fara afdrif kommúnista mest eftir því, hvað gerist í innanlandsmálum á næstunni. Ef þar tekst að greiða úr flækjunni og endurreisa sæmi- lega heilbrigði, þá fækkar núllunum aftan til í kosninga- tölum kommúnista svo að um munar. STJÖRNUBÍÓ Ríkisútvarpið flutti þá fregh á föstudagsmorgún, að Ingrid Bergman hefði þá um nóttina eignazt barn í Rómaborg, og var þess um leið' gctið, að maður frúarinnar mundi ekki véra fáffir barhsihs. Ekki ér ó- trúlegl, að lögregian tiér kynni að telja fróðlegt að vita, hvort séra Pétur kynni ekki að eiga einhvern þátt i þessu. Verzlunarmenn ræía launakjör i kvöld Á s. 1. hausti gerðu laun-| þegar í verzlunarstétt og! kaupsýslumenn með sér nýj-i an viðauka við kjarasamn- ing stéttarinnar, og var hann undirritaður 13. okt. Þessi viðauki fylgir hér með. V I Ð A V K I við samning um launakjör Samningur um launakjör verzlunarfólks milli sér- greinafélaga kaupsýslumanna og Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis annarsvegar og Verzlunarmannafél. Reykja- víkur hinsvegar, frá 3. marz 1948, framlengist um óákveð- inn tíma með þeim breyt- ingum, er hér fara á eftir: Heimilt er að segja upp samningnum eftir 1. janúar 1950 með eins mánðar upp- sagnarfresti fyrir lok hvers ársfjórðungs. Á laun, sem greidd eru samkvæmt A. og B. lið samn- ingsins á árinu 1949, greið- ist uppbót, er nemi 8%% af laununum. Að því leyti, sem uppbót hefur ekki þegar verið greidd, skal greiðslu hennar vera lokið fyrir 31. des. 1949. Rvjk, 13. okt. 1949. F. h. Félags búsáhalda- og járnvörukaupmanna í Rvík, Félags ísl. byggingarefna- kaupmanna, Félags kjötvetzl ana í Reykjavík, Félags mat- vörukaupmanna í Reykjavík, Félags ísl. stórkaupmanna, Félags tóbaks- og sælgætis- sala og Kaupmannafélag Hafnarfjarðar. Bergur G. Gíslason (sign) S. Kristjánsson (sign), Lúð- vík Bjarnason (sign), F. h. Kaupfélags Reykja- víkur og nágrennis: Sigfús Sigurhj artarson (sign), Kristjón Kristjónsson (sign), Þorl. Ottesen (sign). F. h. Verzlunarmannafél. Reykjavíkur: Gyða Halldórs- dóttir (sign), Pétur Ó. Niku- lásson (sign), Nikulás Guð- mundsson (sign), Ólafur Stefánsson (sign), Sveinbj. Árnason (sign). KRON og öll sérgreinafé- lög kaupsýslumanna innan Verzlunarráðs íslands að tveimur undanskildum, und- irrituðu þennan samnings- viðauka. Þessi tvö félög eru Skókaupmannafélagið og Fé- lag vefnaðarvörukaupmanna. í desember undirritaði Félag vefnaðarvörukaupmanna hins vegar samninginn, og er því Skókaupmannafélagið nú eina sérgreinafélag kaup- sýslumanna, sem ekki hefur gerzt aðili að áðurgreindum sammngsviðauka. Allmörg verzlunarfyrir- tæki hér í bænum tilheyra engu sérgreinafélagi og standa sömuleiðis utan Verzl- unarráðsins. Stjórn V.R. skrif aði flestum þessum fyrir- tækjum bréf, þar sem far'ð var fram á að þau gerðust aðilar að viðaukanum. Svor hafa borizt frá allmönrgum fyrirtækjum, og eru flest þeirra jákvæð. Hins vegar hafa enn nokkur fyrivta.ki! látið undir höfuð leggjast að svara, þrátt fyrir ítrekuð til-l mæli. Frétzt 'hefur, að nokkur fyrirtæki, sem meðlimir eru í þeim sérgreinafélögum, cr gerzt hafa aðilar að samn- ingsviðaukanum, hafi ekki greitt s'.arfsfólki sínu þær uppbætur á launin, sem sam- ið var um að greiða. Er það miður farið, ef rétt reynist. en V.R. getur hinsvegar ekk- ert aðhafzt í slíkum tilfell- um, nema því aðeins að með- limir þess kæri öll samn- ingsbrot, sem upp kunna að koma. Launakjaranefnd V.R. ásamt stjórn félagsins hefur ráðið lögfræðing í sína þjón- ustu til þess að sjá um, að enginn mistúlkun á samn- ingum við atvinnurekendur geti leitt til þess, að verzlun- arlaunþegi verði sviptur þeim kjarabótum, sem hon- um ber samkvæmt gerðum samningi. Væntir launakjara- nefnd V.R. þess, að allar deil- ur, sem upp kunna að rísa vegna mistúlkana á samn- ingi, verði leystar á réttum vettvangi. Eins og frá greinir í samn- ingsviðaukanum, þá er heim- ilt að segja upp samningum eftir 1. jan. 1950 með eins mánaðar uppsagnarfresti fyr- ir lok hvers ársfjórðungs. Engin endanleg ákvörðun hefur enn'verið tekin af hálfu launakjaranefndar og stjórn- ar V.R. um það, hvaða breytingar verði farið fram á að gera við samninginn. Hinsvegar hafa stjórn V.R., launakjaranefnd og stjórnir' hinna þriggja deilda félags- ins rætt kjaramálin sameig- inlega, en engar viðræður hafa enn farið fram á milli V.R. annarsvegar og atvinnu- rekenda (sérgreinafélaga kaupsýslumanna og KRON) hinsvegar. Almennur launþegafundur innan V.R. verður haldinn að Félagsheimilinu í dag, 6. feb. Á þeim fundi verða kjara- málin til umræðu, og vænt- anlega munu einhverjar ák- varðanir verða teknar þá varðandi uppsögn á samningi. Þessi fyrirtæki hafa ekki svarað, eða svarað neitandi málaleitun V. R. um það, að gerast aðilar að viðauka* samningnum. Blóm & Ávextir, Bóksalafélag íslands, Fél. ísl. prentsmiðjueigendaj Gísli Jónsson & Co. h. f. Hið ísl. steinolíuhlutafélag, Hljóðf.verzl. Sigr. Helgad., Litla blómabúðin, Loftleiðir h. f., Lyfjabúðin Iðunn, Lögmannafélag íslands, Olíufélagið h. f., Remedia h. f., Stefán Thorarensen, (Lauga* vegs Apótek), Vélsmiðjan Jötunn, Verzl. O. Ellingsen h. f. Sársaukaíausar fatrn- aSgerlír Tífraif nír dansks íæknls Fundgaard Jörgensen, tann^ læknir í Kaupmannahöfn hélt ný~ lega fyrirlestur á tannlæknafundí þar. Jörgensen skýrSi tannlækn- um frá því að ef rétt er að farið, þá megi þannig bora í tennur aðí sjúklingurinn verði einskis sárs* auka var. Jörgensen benti á að raunveru-r lega væri ekkert merkilegt við> þessa aðferð. Því hefur væ?ícS hald- ið fram af mörgum, að sársaukf konunnar við barnsfæðingu stafí aðallega af því að konan ér hrædd og sé við því búin að kveljast. Egt held því sama fram í sambandi við tannaðgerðir. Tannsjúklingar eru hræddir við tannaSgerSir vegna þess að þeir eru vissir unf að allar aS^erðir á tönnum séut kvalafullar. Jörgensen kvaSst þess vegna? skýra sjúklingum sínum frál hvers vegna þá kenndi til viði tannlækningar og því næst segja þeim hvers vegna þá ekki mundí. kenna til í framtíðinni. Sjúkling- ar verSa að róast — hvíla alla' vöðva og það er ofur auSvelt, efi þeir bara læra aS draga andanr* rétt. Ef læknirinn ræðir við sjúk- linginn og skýrir honum frá, hvað sé aS ske, hvernig hahr| eigi að „slappa sig" og vera ó- kvíSinn, þá má „spóla" tennuir hans án nokkurs sársauká. Þegar Jörgensen var spurSur, hvort margir tannlæknar brúkuSit þessa aSferS, svaraSi hann aðí" þeir yrðu fleiri og fleiri með> hverjum degi. ' Jörgensen byggði fyrirlestur sinn á tilrauniim, sem hann hef- ur -gert á 191 tannsjúklingi og; ber þeim öllum saman um aS aS- o-erðirnar hafi veriS meS öllti o sársaukalausar. Kffflrið Mánudags- _ i blaðið 1

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.