Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 06.02.1950, Side 3

Mánudagsblaðið - 06.02.1950, Side 3
JÆánudagur 6. febrúar. 1950. MÁNTDAGSBLAÐIÐ MÁNUDAGSÞANKAR Jóns Reykvikings Verzlunarmenn ræða launakjör I kvöld VINCERE SCIS Það verður ekki annað sagt um Sjálfstæðisflokkinn hér í Reykjavík en að hann kunni að sigra. Hitt er svo annað mál, hvort hægt verði að segja að hann kunni að neyta sigursins. I*að var sagt um Hannibal hinn púnverska, að hann kynni að sigra, en ekki að neyta sigursins. Vincere scis, Hannibal, victoria uti ne scis. Þótt Hannibal ynni hvern stórsigurinn á fætur öðrum, var það ekki til ann- ars en að hann þurfti alltaf á ný að dytta að herjum sínum til nýrrar atlögu. Hann hafði ekki lag á að skapa sér frið til að neyta ávaxtanna af sigrin- um. Það má segja um Sjálfstæð- isflokkinn undanfarna áratugi, að hann hafi unnið marga sigra og komið ýmsum árum sínum vel fyrir borð. T. d. hef- ur flokkurinn haft fjármála- stjórn landsins með höndum í meira en áratug. En hvað hef- ur flokkurinn raunverulega unnið á? Hann virðist ekki á neinn hátt hafa búið um á- hrif sín, treyst þau og eflt til varanlcgrar endingar. Flokk- urinn þarf æ ofan í æ að leggja til orustu, þar sem tvi- sýnt er um tap eða vinning. Eftir að hafa stjórnað Reykja- vík að mörgu leyti með mik- illi prýði, ef við annað er mið- að hérlendis, þá er flokkurinn þó alltaf í sífelldri hættu við hverjar kosningar, og væntir alltaf að nú sé komið að hinu síðasta. Það er eitthvað Hanni- balskt við þetta. GULLÍÐ AUGNABLIK Ef litið er til hinna almennu stjórnmála, má óhætt scgja, að langt sé síðan nokkur stjórn- málaflokkur hefur fengið eins gullið pólitískt tækifæri og Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú. Á Alþingi er allt á ringul- reið eftir nýafstaðnar kosning- ar, vegna þess að þjóðin hefur ekki vit á að skipta þar um menn. Allur almenningur er hins vegar orðinn dauðleið- ur á Alþingi og þó fyrst og fremst á aðgerðaleysinu þar. Allir þykjast skilja, að nú þurfi að hafa hraðar hendur, ef þjóðarskútan á ekki að far- ast eða lenda í stórfelldum hrakningi. En Alþingi sem heild er máttlaust, og getur ekki komið sér saman um neitt. Þá er það, að Sjálfstæð- isflokkurinn ræðst í að mynda minniftjlutastjórn mitt í öllum glundroðanum. En svo spyrja menn: Tekst Sjálfstæðisflokkn um að endurreisa Alþingi i annað sinn? Tekst flokknum að fá samþykktar aðgerðir í dýrtíðarmálunum, sem bjarga frá hruni og eymd? Hvert er horft nú nema til þessa flokks? Ekkert — það er ekk- ert annað að sjá en þennan hóp manna, sem í minnihluta bjóða sig fram til stjórnar. En ef Sjálfstæðisflokknum tekst það, sem aímenningur vonast eftir, þá þarf flokkurinn ekki að óttast um sig í náinni fram- tíð, og þá veit þjóðin líka, að til er þó enn nokkur hópur manna, sem þorir að ráðast gegn erfiðleikunum, nefna þá sinum réttu nöfnum og beita því sem dugar. En mistakist Sjálfstæðis- flokknum það, sem hann hefur nú tekið sér fyrir hendur, þá giatast hið gullna tækifæri og vondu árin koma. HORFT UM VALINN Skelfing ristu Reykvíkingar annars ánægjuiega gegnum bullið á sunnudegi kosning- anna. Skemmtilegast var þó að sjá þá ráðningu, sem þjóð- vamarstóðið fékk. Sigríður Eiríks, sem verst hefur Iátið í þeim trippahóp, fór illa í rekstrinum, og er Iíklegt, að hún hafi nú fengið nóg af sín- um pólitísku hestalátum. Lof- ræðan, sem þessi frú hélt um sjálfa sig í útvarpinu er ein- hver sú andstyyggilegasta smjaðursræða, sem lengi hef- ur heyrzt, enda var sú ræða borguð á þann hátt, sem hæfi- legt var. Kommúnista dreym- ir sjálfsagt þunga og erfiða drauma á næstunni. Þeir eru nógu gíöggir til að þekkja sitt eigið eðli. Þeir vita, að þeir mega ekki standa í stað, hvað þá heldur tapa. Þegar flokkur af þeirri gerð fer að tapa, er venjulegast svo, að ein báran er ekki stök. Ann- ars fara afdrif kommúnista mest eftir því, hvað gerist í innanlandsmálum á næstunni. Ef þar tekst að greiða úr flækjunni og endurreisa sæmi- lega heilbrigði, þá fækkar núllunum aftan til í kosninga- tölum kommúnista svo að um munar. STJÖRNUBÍÓ Ríkisútvarpið flutti þá fregn á föstudagsmorgun, að Ingrid Bergman hefði þá um nóttina eignazt barn í Rómaborg, og var þess um leið getíð, að maður frúarinnar mundi ekki vera faðir bárnsins. Ekki er ó- trúlegt, að lögreglan hér kynni að telja fróðlegt að vita, hvort séra Pétur kynni ekki að eiga einhvern þátt i þessu. Á s. 1. hausti gerðu laun- þegar í verzlunarstétt og kaupsýslumenn með sér nýj- an viðauka við kjarasamn- ing stéttarinnar, og var hann undirritaður 13. okt. Þessi viðauki fylgir hér með. V 1 Ð A U K I við sanxning um launakjör Samningur um launakjör verzlunarfólks milli sér- greinafélaga kaupsýslumanna og Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis annarsvegar og Verzlunarmannafél. Reykja- víkur hinsvegar, frá 3. marz 1948, framlengist um óákveð- inn tíma rneð þeim breyt- ingum, er hér fara á eftir: Heimilt er að segja upp samningnum eftir 1. janúar 1950 með eins mánðar upp- sagnarfresti fyrir lok hvers ársfjórðungs. Á laun, sem greidd eru samkvæmt A. og B. lið samn- ingsins á árinu 1949, greið- ist uppbót, er nemi 8%% af laununum. Að því leyti, sem uppbót hefur ekki þegar verið greidd, skal greiðslu hennar vera lokið fyrir 31. des. 1949. Rvjk, 13. okt. 1949. F. h. Félags búsáhalda- og járnvörukaupmanna í Rvík, Félags ísl. byggingarefna- kaupmanna, Félags kjötverzl- ana í Reykjavík, Félags mat- vörukaupmanna í Reykjavík, Félags ísl. stórkaupmanna, Félags tóbaks- og sælgætis- sala og Kaupmannafélag Hafnarf jarðar. Bergur G. Gíslason (sign), S. Kristjánsson (sign), Lúð- vík Bjarnason (sign), F. h. Kaupfélags Reykja- víkur og nágrennis: Sigfús Sigurhjartarson (sign), Kristjón Kristjónsson (sign), Þorl. Ottesen (sign). F. h. Verzlunarmannafél. Reykjavíkur: Gyða Halldórs- dóttir (sign), Pétur Ó. Niku- lásson (sign), Nikulás Guð- mundsson (sign), Ólafur Stefánsson (sign), Sveinbj. Árnason (sign). KRON og öll sérgreinafé- lög kaupsýslumanna innan Verzlunarráðs íslands að tveimur undanskildum, und- irrituðu þennan samnings- viðauka. Þessi tvö félög eru Skókaupmannafélagið og Fé- lag vefnaðarvörukaupmanna. í desember undirritaði Félag vefnaðarvörukaupmanna hins vegar samninginn, og er því Skókaupmannafélagið nú eina sérgreinafélag kaup- sýslumanna, sem ekki hefur gerzt aðili að áðurgreindum sammngsviðauka. Allmörg verziunarfyrir- tæki hér i bænum tilheyra engu sérgreinafélagi og standa sömuleiðis utan Verzl- unarráðsins. Stjórn V.R. skrif aði flestum þessum fvrir- tækjurn bréf, þar sem far;ð var fram á að þau gerðust aðilar að viðaukanum. Svor hafa borizt frá allmöm-gum fyrirtækjum, og eru flest þeirra jákvæð. Hins vegar hafa enn nokkur fyrirtæki: látið undir höfuð leggjast að svara, þrátt fyrir ítrekuð tíl- mæli. Frétzt hefur, að nokkur fyrirtæki, sem meðlimir eru í þeim sérgreinafélögum, cr gerzt hafa aðilar að samn- ingsviðaukanum, hafi ekki greitt s'.arfsfólki sínu þær uppbætur á launin, sem sam- ið var um að greiða. Er það miður farið, ef rétt reynist. en V.R. getur hinsvegar ekk- ert aðhafzt í slíkum tilfell- um, nema því aðeins að með- limir þess kæri öll samn- ingsbrot, sem upp kunna að koma. Launakjaranefnd V.R. ásamt stjórn félagsins hefur ráðið lögfræðing í sína þjón- ustu til þess að sjá um, að enginn mistúlkun á samn- ingum við atvinnurekendur geti leitt til þess, að verzlun- arlaunþegi verði sviptur þeim kjarabótum, sem hon- um ber samkvæmt gerðum samningi. Væntir launakjara- nefnd V.R. þess, að allar deil- ur, sem upp kunna að rísa vegna mistúlkana á samn- ingi, verði leystar á réttum vettvangi. Eins og frá greinir í samn- ingsviðaukanum, þá er heim- ilt að segja upp samningum eftir 1. jan. 1950 með eins mánaðar uppsagnarfresti fyr- ir lok hvers ársfjórðungs. Engin endanleg ákvörðun hefur enn’verið tekin af hálfu launakjaranefndar og stjórn- ar V.R. um það, hvaða breytingar verði farið fram á að gera við samninginn. Hinsvegar hafa stjórn V.R., launakj aranefnd og stjórnir' hinna þriggja deilda félags- ins rætt kjaramálin sameig- inlega, en engar viðræður hafa enn farið fram á milli V.R. annarsvegar og atvinnu- rekenda (sérgreinafélaga kaupsýslumanna og KRON) hinsvegar. Almennur launþegafundur innan V.R. verður haldinn að Félagsheimilinu í dag, 6. feb. Á þeim fundi verða kjara- málin til umræðu, og vænt- anlega munu einhverjar ák- varðanir verða teknar þá varðandi uppsögn á samningi. Þessi fyrirtæki hafa ekki svarað, eða svarað neitandi málaleitun V. R. um það, að gerast aðilar að viðauka-* samningnum. Blóm & Ávextir, Bóksalafélag íslands, Fél. ísl. prentsmiðjueigenda, Gísli Jónsson & Co. h. f. Hið ísl. steinolíuhlutafélag, Hljóðf.verzl. Sigr. Helgad., Litla blómabúðin, Loftleiðir h. f., Lyfjabúðin Iðunn, Lögmannafélag íslands, Olíufélagið h. f., Remedia h. f., Stefán Thorarensen, (Lauga-» vegs Apótek), Vélsmiðjan Jötunn, Verzl. O. Ellingsen h. f. Sársaukaíausar fann- aSgerðir Tííraunir dansks læknis Fundgaard Jörgensen, tann- læknir í Kaupmannahöfn liélt ný- lega fyrirlestur á tannlæknafundí þar. Jörgensen skýrði tannlækn- um frá því aS ef rétt er aS fariS, þá megi þannig bora í tennur aS sjúklinguririn verSi einskis sárs- auka var. Jörgensen benti á aS raunveru- lega væri ekkert merkilegt vicS þessa aSferS. Því hefur vseícS hald- ið fram af mörgum, að sársauki konunnar viS barnsfæSingu stafí aðallega af því að konan er hrædd og sé viS því búin aS kveljast. Eg; held því sama fram í sámbandl viS tannaSgerSir. Tannsjúklingar eru hræddir viS tannaSgerSir vegna þess aS þeir eru vissir unx aS allar aSgerSir á tönnum séut kvalafullar. Jörgensen kvaSst þess vegn.v skýra sjúklingum sínum fra hvers vegna þá kenndi til vicS tannlækningar og því næst segja þeim hvers vegna þá ekki mundt kenna til í framtíSinni. Sjúkling- ar verSa aS róast — hvíla alla vöSva og þaS er ofur auSvelt, ef þeir bara læra aS draga andanrt rétt. Ef læknirinn ræSir viS sjúk- linginn og skýrir honum frá, hvaS sé aS ske, hvernig hanrt eigi aS ,,sla.ppa sig“ og vera ó- kvíSinn, þá má ,,spóla“ tennur hans án nokkurs sársauka, Þegar Jörgensen var spurSur, hvort margir tannlæknar brúkuSit þessa aSferS, svaraSi hann acS þeir yrSu fleiri og íleiri meSl hverjum degi. * Jörgensen byggSi fyrirlestur sinn á tilraunpm, sem hann hef- ur gert á 191 tannsjúklingi og; ber þeim öllum saman um aS aS- o-erðirnar hafi veriS meS ölltt sársaukalausar. Kaiipið | Mánudags- blaðið i

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.