Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 06.02.1950, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 06.02.1950, Blaðsíða 5
Mánudagur 6. febrúar 1950. MÁNUDÁGSKLADIÐ t'H'i'limi'.iWrtil....' „HOROSKOP" YÐAR FYRIR ÁRIÐ 1950. Mér hefur borizt úrklippa úr þýzku blaði, þar sem ein- hver vitringurinn tekur það á sínar herðar að spá um árið 1950. Ég ætla nú að gamni rríínu að þýða lauslega þennan vís- dóm hér, ef einhver kynni að hafa ánægju af því að „skyggnast inn í framtíðina", þ. e. komast að því, hvernig honum muni vegna á árinu 1950. (Þó vil ég ráðleggja öllum, að taka ekki alltof mikið mark á þessu!) „Horoskopið" nær yfir tíma bilið 23. des 1949 til 22. des. 1950. Leitaðu uppi afmælis- dag þinn í því sem hér fer á eftir og þá muntu fá að „vita" eitthvað um það, sem fyrir þig muni bera á líð- andi ári. STEINGEITARMERKIÐ 23. 12. — 21. 1. Áhrif stjarnanna Marz og og Venus valda því, að þér þurfið að ganga í gegnum marga erfiðleika á árinu 1950, áður en þér öðlist ham- ingjuna. Reynið a. m. k. að viðhalda gömlum sambönd- um og bæta þau. Verið á verði gagnvart nýjum kunn- ingjum án þess þó að sýna tortryggni. í viðskiptum mun yðuf ganga fremur vel á árinu, en gætið heilsu yð- ar vel, því að sjúkdómar ógna yður í árslok 1950. VATNSBERAMERKIÐ 22. 1. — 19. 2. Gætið yðar! í ársbyrjun eruð þér í hættu staddur. Með gætni og atorku getið þér losnað úr henni, — en rasið þó ekki um ráð fram. í viðskiptamálum þurfið þér ekki að hafa neinar sérstak- ar áhyggjur. Röggsemi og góð girni munu geta' unnið bug á öllum vandamálum yðar. I júlí'muriuð þér verða fyr- ir einhverjum áhyggjum út af ástamálum eða öðrum til- finningamálum, — en það mun lagast af sjálfu "sér. eft- ir stuttan tíma. Þér þurfið ekki að bera neinn kvíð- boga fyrir heilsu yðar á ár- inu. Á miðju ári mun yður verða falið' eitthver-t virðihg- arstarf, sem þér og munuð leysa vel af hendi. FISKAMERKIÐ 20. 2. — 20. 3. Menn munu vilja yður iílt á árinu._ En látið það ekki á'yður fá, og látið sem þér vérðið þess ekki einu sinni - var. ¦ Mótsíöðumenn yðar eru • sterkir, en missið ekki kjark- inn! Yður mun vegna vel : í stöðu yðar á þessu ári. Þér ¦ munuð kyrínast mörgu fólki ¦og eignast einn góðan vin. • Gætið þess þó, að vera ekki . of fljótur á yður að gefa ííð ^y ást yðar. íhygli mun verða yður happadrýgst á öllum sviðum. Heilsu yðar er eng- an veg hætta búin, ef þér ekki farið mjög ógætilega með yður. HRÚTSMERKIÐ 23. 3. — 20. 4. í byrjun ársins má búast við að þér verðið happa- sæll og berið góðan árang- ur úr býtum, — en látið það ekki gera yður dramb- saman eða grobbinn. Þér verðið að berjast á móti þréytu og lífsleiða, sem mun ásækja yður um stund- arsakir; það mun koma yð- ur að góðum notum ef yður tekst að vinna bug á því. Gætið þess, að gera sam- starfsmöhnum yðar ekki á móti skapi eða særa þá. Mik- il hætta er á að þér verðið alvarlega ástfanginn, —. en látið það þó ekki orsaka það, að. þér forðist fólk eða farið einförum. Þegar líður að árs- lokum munuð þér þurfa að taka mikilvæga og erfiða á- kvörðun. íhugið þá vel, hvað bezt er að gera, en verið j samt fljótur að ákveða yð- \ur. Á miðju ári munuð þér verða fyrir ýmsu mótlæti, en það mun fljótlega rætast úr því. NAUTSMERKIÐ 21. 4. — 21. 5. Þér munuð finna félaga, sem mun verða yður mjög vel að skapi. Þér munuð missa kunningja, en eign- ast nýja. Þér munuð gera glappaskot, sem mun hafa erfiðar afleiðingar fyrir yð- ur. Þá er undir yður kom- ið, að bæta úr og miðla mál- um. Hugsandi, andlegu fólki mun vegna vel á þessu ári, þó mun það til þess þurfa að láta eigin hagsmuni sitja á hakanumi. AndstæðingUr roun 'öfunda yðjur. Bjpðið honum byrginn, því að það mun áreiðanlega borga sig. Einbeitið yður að "aðalatrið- inu, starfi yðar, því að fyrs't um sinn er það mikilvægast og mun færa yður gæfu. Heilsu yðar er engin hætta búin, en þó munuð þér verða fyrir óhappi eða slysi, sem. ekki mun hafa neinar slæmar afleiðingar. TVÍBURAMERKIÐ 22. 5. 21. 6. •Mikil skylda mun hvíla á herðum yðar þetta ár. Þó mun yður lánast að inna hana af hendi.- Fy'rri hluta áfs skuluð þér gæta yðaf vel fyrir hinu kyninu! Yður mun heppnast með tímanum að gera áform yðar að veru- leika. Þér munuð koma að vegamótum,. o.g ættuð þá að að íhuga nákvæmlega, hvora leiðina þér ætlið að velja. Látið þó engan hafa áhrif á yður í valinu, heldur verið óhlutdrægur. Á miðju ári munuð þér verða ákaflega ástfanginn, en þó er lítil von til þess að ást yðar verði endurgoldin. Hin mikla ham- ingja mun yður þó hlotnast nokkru seinna. Þolinmæði er eiginleiki, sem mun borga sig fyrir yður að temja yð- ur. KRABBAMERKIÐ 22. 6. — 23. 7. Vatnið eða sjórinn hefur á- hrif á það fólk, sem fætt er undir krabbamerkinu. IVjikill óstöðugleiki tilfinn- inganna er yður í blóð bor- inn. Þér munuð verða fyrir tjóni á þessu ári vegna hörku og einþykkni. Þér óskið op- inberrar víðurkenningar bg hana munuð þér einnig. öðl- ast. Þótt þér verðið fyrir nokkrum veikindum, þá meg ið þér ómögulega gera yður svona miklar grillur út af þeim. Umfram allt missið ekki kjarkinn og vinnið á- fram að velgengni í starfi yð- ar. Þér sjáið þegar árangur- inn. Lævísir og brögðóttir and- stæðingar munu reyna að vinria yður tjón, en þeim mun ekki heppnast það. Þeg- ar á allt er litið, getið þér verið ánægður með árið 1950. LJÖNSMERKIÐ 24. 7. — 23. 8. Hin mikla lífsorka yð- ar mun hjálpa yður til þess að yfirvinna ýmsa erfiðleika, sem bráðlega munu verða á vegi yðar. Reynið á þossu ári að gera hugs.ió:-ir vðar að veruleika. Látið ekki oí mikið eftir valdafikn ;-Sar. í ástamálum munuð tér verða fyrir mikilli hamingju á árinu 1950, — en einnig fyrir talsverðum vonbrigð- um. Látið þá ekki ástríðu yðar hlaupa með yður í gön- ur. Menn munu tala mikið um yður. Nokkrum sinnum munuð þér fá tækifæri til að sýna listagáfu yðar á op- inberum vettvangi. Yður stafar hætta af vatni eða sjó, — og einum kvenmanni. Gætið þess að gleyma ekki alvarlegri hliðum íífsins vegna skemmtanafíknar yð- ar. •. MEYJARMERKID 24. S. — 23. 9. Árið 1950 virðist munu verða « yður gleðilegt að mörgu leyti. Þó er það að mestu leyti undir yður sjálf- um komið, því að þér ráðið því að miklu leyti, hvað fyr- ir yður kemur. Notið tæki- færin vel. Starf yðar á þessu ári mun aðallega verða í þágu heildarinnar. Hagsýni yðar mun ráða úrslitum um það, hvernig yður vegnar á árinu. Hamingjan mun verða yður hliðholl, en þó munuði þér eiga við einhverja erf- iðleika að stríða á miðju ár-| inu. Veðrið mun hafa mikil áhrif á yður. Ekki megið þér undir neinum kringum- stæðum leggja út í neina fífldirfsku. METASKÁLAMERKIÐ 24. 9. — 23. 10. Þér þurfið að berjast ötul- lega móti sjúkdómi, sem stendur í sambandi við á- hrif loftstrauma. Á þessu ári væri betra fyrir yður að láta yður nægja að horfa á, í stað þess að vera virkur þátt- takandi sjálfur. Þér munuð eignast óvini, er þér berj- ist fyrir friðarhugsjón yðar. Góður smekkur yðar mun fá að njóta sín. Nokkrir lævís- ir andstæðingar sitja um að gera yður mein. í maí munj mikil hamingja verða á vegij yðar. Gangið ekki fram hjáj henni í hugsunarleysi. Eitt-t hvað mjög óþægilegt mun koma fyrir yður nokkrum1 dögum seinna, en fljótt munj úr því rætast. Að öðru leyti | verður árið gott fyrir yður. SPORÐDREKAMERKIÐ 24. 10. — 22. 11. . Réttlætiskenndin, sem er yðar sterkasti veikleiki, mun verða mjög áberandi á ár- inu 1950. Végna hennar mun- uð þér eignast óvini og eflaí óvild þeirra með kæruleysí. Látið ekki leiðast út í of mikla gagnrýni, heldur ver- ið. óhlutdrægúr. Viðkvæm mál munu koma hjarta yð- ar úr jafnvægi. Ástars^>rg- ir munuð þér verða að þola, en þær munu líða hjá. Þér munuð þroskast mikið and- lega í vor, því að þá mun reyna mjög á þolgæði yð- ar. Á fyrra helmingi ársins munuð þér einhverntíma þjást af öfund eða afbrýði- semi. Þér getið gengið að því vísu, að yður mun vegna vel í starfinu, en gæt- ið þess samt að verða ekki of kærulaus. BOGAMANNSMERKIÐ 23. 11. — 22. 12. Umíram allt megið þér ekki sííellt vera að skipta um skoðun. Fyrri helming- ur ársin.s verður yður yfir- Jeiít óhagstæður. Þér mun- uð þá eig-a við missætti og deilur að stríða, en þér mun- uð komast yfir það. Gætið heilsu yðar sérlega vel með vorinu. Sjóndeildar- hringur yðar mun víkka, og það mun verða yður til góðs síðar. Ýmis smáatvik fortíð- arinnar munu einnig.um tíma hafa áhrif á yður. og gera yður grammt í geði; aðalíega munu nokkrar persónur af hinu kyninu verða þess vaid- andi. Þegar líður að árslok- um munu koma erfiðir tímnr fyrir yður, sem kref jast munu allrar orku yðar og hug- rekkis. Gætið umfram allt peninga yðar og góðs útlits. Þér munuð þurfa nauðöyn- lega á hvorutveggja að halda á miðju árinu. Varkárni man verða happadrýgst í október, en þó ekki í svo ríkum mæli. að þér verðið hikandi. Og þetta var þá spadóm- urinn mikli! Ég endurtek, að ég vona að lesenduv láti það ekki hafa óþarflega mik- il áhrif á sig þótt þeim „stafi hætta af vatni" eða þótt „lævísir andstæðingar" séu á hnotskóg eftir þeim'! Þó bíst ég við að góðu ráðin ge-ti engan sakað, þóít farið væri eftir þeim. CLIO. Ég undirrit ..... óska eftir aS gerast áskrifandi aS MánuðagsblaSinu. Nafn.............................. Heimili........ _..................... r": Staður ......................,..... Utanáski'ift: Mánud&gsblaðið Reykjavífc .......

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.