Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 06.02.1950, Side 6

Mánudagsblaðið - 06.02.1950, Side 6
6 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 6. febrúar 1950. Hann sá ekki aðeins- fram- hlið hússins með blómaköss- unum, og gamla gotneska gafla í Strawberry Hill heldur sá hann líka ömmu sína, sem hann hafði ekki séð í full sex ár. Það und- larlega var, að hún virtist ekki eins og síðast þegar hann sá hana heldur miklu eldri, grennri og mjög mátt- íarinn. Hann sá hana koma niður hinar fáu tröppur til að heilsa honum. Hún var kafrjóð 1 framan af ákafan- um og hendur hennar skulfu. Þá fór bíllinn fyrir horn- ið og þarna stóð hún í dyr- unum nákvæmlega eins og hnn hafði séð á ófreskisaugna blikinu. Hún hafði brevtzt og eizt, og hún var einhvern- veginn svo ósegjanlega mátt- farin, rétt eins og hann hafði séð hana á skyggnisaugna- blikinu. Það kvöld kom aðstoðar- presturinn og kona hans til kvöldverðar, og bráðlega, meðan þau sátu í viðhafnar- stofunni, hafði amma hans beðið konu aðstoðarprests- ins að leika eitthvað fyxir þau og prestskonan hafði leik- ið wals eftir Copin og „Fiir Elise“. Og meðan hún lék lagið eftir Beethoven hafði hann séð sýnina í annað sinn. Það var kominn morgunn. Og hann var f sama her- berginu, en í því var eng- inn nema hann sjálfur. Hann var að bíða eftir, að amma hans kæmi inn til morgun- verðar og var að horfa á spörfugl hoppa í kirsiberja- tré úti fyrir glugganum. Þá heyrði hann sagt bak við sig: „Afsakið“ og þegar hann leit við, sá hann þjón ömmu sinnar standa í dyrunum ná- fölan. „Ég væri yður mjög þakklátur, ef þér vilduð koma með mér. Ég held, að eitthvað hafi komið fyrir hana ömmu yðar“. Og þeir fóru upp í herbergi hennar og þá var hún liðið lík í rúmi sínu. Kona aðstoðarprestsins lauk við að spila „Fur Elise“, skömmu þar á eftir buðu prestshjónin góðar nætur og héldu heimleiðis, og hann og amma hans fengu sér sitt rojólkurglasið hvórt og hún fór með honum upp í her- bergið hans til þess að sjá, hvort vel færi um hann. Þegar hún var farin, fór hann í rúmið og las einhverja dul- spekisögu . Hann las langt fram á nótt, og steingleymdi sýninni, sem hann hafði séð meðan prestskonan var að spila „Fúr Elise“. Um morg- uninn vaknaði hann og fór riður í stofu og stóð þar við fluggann og ihorfði á spör- fuglana í kirsiberjatrénu. Þá heyrði hann innri rödd segja: „Það ætlar að rætast. Þú verður að sækja lækni áður en hún deyr“. En áður en hann gat snúið sér við, héyrði hahn gamla þjóninn segja: FRAMHALDSSAGA w , Astf anginn af dauðonu 3 eftir Louis Bromfield. „Afsakið, að ég geri yður ónæði“, og hann vissi, að nú var það um seinan. Allt gerð- ist þetta-nákvæmlega á þann hátt, sem hann vissi, að það mundi fara. Hann sagði ekkert um reynslu sína við nokkurn mann, ekki einu sinni við föður sinn, þegar hann hitti hann við jarðarförina. í ung- um og viðkvæmum huga hans var eitthvað einkenni- legt og nærri því ósæmilegt við þetta allt saman. Og síð- ar gat hann ekki verið viss um, í hvaða röð sýnina hafði borið fyrir hann. Það var því líkast, sem tímaröðin væri óskýr og hefði ruglast. Öðru hverju bar fyrir hann eitt- hvað líkt þessu — í smám og sundurlaúsum leiftrum, — sem engan boðskap báru. Stundum fór hann inn í búð og þekkti alla ókunn- uga í henni — fólk, sem hann hafði aldrei fyrri séð, eða stundum á takmörkum svefns og vöku, sá hann stundum í sýri, staði, sem hann hafði aldrei séð og fólk, sem hann hafði aldrei augum litið fyrr. Oftar var það, að þessir fjarsýnisglampar gleymdust, en stundum geymdust þeir í minninu, mjög ljósir og ná- kvæmir, svo að hann beið stundum eftir því að mynd- irnar skýrðust og yrðu að veruleika. Stundum skeði þetta nálega strax, næsta dag, eða innan viku, en um undarlegar myndir, eins og þá, sem hann sá í Grand Brunswick-hótelinu, virtust þær ekki verða að veruleika undir eins, en hurfu smám saman í mistur gleymsk- unnar, unz þær einhvern tíma, kannske mörgum árum síðar, að lag eða kunn sýn eða ókunn vakti þær til lífs. Rétt í einhverri sýn vakn- aði hann skyndilega til með- vitundar um, að hann hefði þekkt allt þetta áður og gleymt því öllu. En er hann eltist, urðu sýn- ir hans skýrari og ákveðnari. Það sem mestan sársauka vakti honum var, að hann virtist ekki hafa neitt vald yfir sýnunum. Þær gerðust ástæðulaust og án nokkrar rökréttrar raðar. Einu sinni eða tvisvar hugsaði hann: „Ef ég aðeins gæti stjórnað þessari undarlegu gáfu, gæti ég sigrað allan heiminn. Þá gæti ég unnið öll veð á veð- reiðum, þá gæti ég unnið auð fjár í fvrixtækjum“. En það var engin leið til þess að stjórna þessum leifturhröðu sýnum. Eitt sinn, þá er hann var átján ára og kom heim til Hamborgar frá Oxford, þá minntist hann á þetta við föður sinn, meðan þeir voru á gangi um yellina einn sunnudagseftirmiðdag. En faðir hans, sem var hug- myndasnauður efnishyggju- maður, hafði bara hlegið að honum og sagt, að svona hlutir kæmu fyrir alla menn öðru hverju, einkum að menn kæmu í ókunnugt her- bergi og fyndist að þeir hefðu verið þar áður. „Það var ekkert merkil. við það“, sagði hann. Hann sagði, að ef það hefði verið merki- legt, þá hefði þessi gáfa orð- ið til praktiskra nota fyrir löngu. Svo að hann minntist aldr- ei á þetta aftur við föður sinn, og hafði ekki fyrir því, að benda honum á, að eiri- ungis hugsandi fólk og ó- praktiskt væri gætt slíkri gáfu. En það truflaði hann og þvingaði og afskræmdi öll hin venjulegu sambönd hans við lífið. Hvernig var það mögulegt að vingast við mann, þegar hann vissi allt í einu og fyrirvarlaust, að það mundi enda í trúnaðar- broti og mikilli ’ rimmu. Hvernig var unnt að kvong- ast eða taka sér ástmey, þegar hann vissi fyrirfram, að sambandið væri ómögu- legt og hræðilegt. Af þessu var hann feiminn við fólk og einmana að eðlisfari. Öll þessi eðlilega varfærni hvesstist heldur stundum, þar sem lífið var óþolandi. En verst af öllu var ringulreiðin, sem það skapaði um tímann. Stundum kom það fyrir, að hann lifði samtímis í nútíð, framtíð og fortíð, þegar heil- inn í honum virtist þrískift- ur, hverjum stjórnað af sér- stökum hluta staðar í tíman- um og. unnu þeir ekki saman. Þetta var þreytandi, og þeg- ar hann var tuttugu og sex ára, virtist heimurinn hrynja yfir höfuð honum og hann missti meðvitundina og var sendur í fjarliggjandi þorp suður í Tyrol til þess að ná sér aftur. Hér hitti hann vísinda- mann, sem hjálpaði honum til að ná aftur valdi yfir sjálfum sér, og skipa lífi sínu einu sinni enn, og koma í veg fyrir, að þessi undarlega gáfa fengi eyði- lagt líí hans. iMaðurinn var hár og grannur, rúmlega fimmtug- ur að aldri; hafði hann um æfi sína stundað skurðlækn- ingar og sálarfræði. Hann vissi meira en nokkur ann- ar lifandi maður um manns- líkamann, vöðva hans, bein, taugar og líffæri. Hann vissi svo mikið, að hapn skildi, að hann var kominn að endi- mörkurri hins líkamlega. H^nn hélt, að ekki væri meira að læra af holskurð- um og líkkrufningum. Mað- ur varð að fara lengra og inn á svið það, sem vísind- unum hafði jafnan skotizt yfir og vanrækt — ríki hins dularfulla, þar sem sýnir sjást og hugsanaflutningur gerist, og svo þetta dular- fulla með tímann, sem allt- af hafði blekkt mannkynið og afskræmt alla vitandi til- veru mannsins. Viðhorf hans var aðeins vísindalegt, og hann hafði náð þangað, sem allt vélrænt og líffræðilegt er fundizt hafði um hans daga og áður, vakti honum enga forvitni. Hann stóð við fortjald hins ótakmarkaða heims, sem hjúpaður var því mistri, sem fáir vísindamenn höfðu nokkurn tíma skyggnzt í gegnum. Læknirinn hafði komið í þetta Tyrólska þorp til að slíta, ef unnt var öll bönd við efnisheiminn, sem hann hafði hingað til lifað og starf- að í. Enginn vissi, að hann var kominn hingað. Enginn gat fundið hann. Með þessu hugarfari var það, að hann rakst einn morgunn við morgunverð á ungan Eng- lending, sem hafði þessa und- arlegu gáfu. Hann sá þegar í stað, að ungi maðurinn var veikur, og að það var ekki líkamleg veiki, sem að honum gekk, heldur áridleg, og stafaði af tilfinninganæmi hans. Þetta varð hann var við áður langt um leið. Veikindin höfðu á- hrif á líkamann, aðeis að því leyti, sem áreynslan vefi og líffæri. Þessi veik- indi stöfuðu ekki frá likam- anum, heldur komu þau ut- an frá. Efíir nokkra daga höfðu þeir kynnzt svo vel, bæði við máltíðir og á göng- um, að lækninvirh var Ijóst. að veikin ætti rót sína að rekja til ósamræmis milli líkamans og hins afar hvassa tilfinninganæmis og skynj- aná. Af samræðum þeirra varð læknirinn þess fljótt var, að ungi maðurinn vissi oft endann á setningum. læknisins, áður en hann hafði sagt þær, og stundum meira að segja flóknum setn- ingum, sém þurfti mikið um að hugsa. — Hann hafði sjálfur einhvern snefil af þessari gáfu, og eftir viku varð hann þess var, að þeir voru farnir að tala samen og skiptast á hugmyndum nærri þvi orðalaust með öllu. í augum læknis og vísinda- manns var þetta eins og guð hefði sjálfur sent honum við- fangsefni til að sýsla við. Svo var það eitt kvöld, meðan þeir sátu í bjórstofu knæpunnar, drukku öl og reyktu pípur sinar, að Eng- lendingurinn sagði: „Stúlk- an ætlar að syngja kvæði, sem kallað er „Ein Kleines Hotel“ og hún syngur það unga manninum, sem situr þdrna hjá glugganum, og þegar hún hefur lokið kvæð- inu stendur Fritz, fylgdar- maður, upp og gefur stúlk- unni utanundir. Hann vissi ekki, hvers vegna hann sagði þetta, nema honum létti við það, og af því að viðmót og persónu- leiki vísindamannsins gerði honum þetta mögulegt. Hann hefði ekki getað sagt þetta neinum öðrum manni í heim- inum. Vísindamaðurinn svaraði ekki. Hann kveikti aftur í pípunm sinni og um leið og hann gerði það tók stúlkan hljóðfærið sitt og fór von bráðar að leika Ein Kleines Hotel. Hún horfði beint á unga manninn meðan hún söng, og þegar söngnum var lokið, þá gekk ungi maður- inn til hennar og gaf henni utan undir. Allt þetta gerð- ist nákvæmlega eins og Eric hafði séð það gerast. 'Þegar Fritz hafði verið rekinn á dyr og uppþotið var lokið, spurði læknirinn: „Hvernig vissir þú þetta?“ „Eg veit það ekki, en ég sá það mjög glöggt“. „Sástu nokkuð meira en þetta?‘; „Ekk'ert. Eftir löðrunginn hvarf allt og varð sem mist- ur“. Eftir þetta varð honum auðveldara um málið, og hann sagði, vísindamannin- um meira og meira af því, sem komið hafði fyrir hann, síðan fyrstu sýnirnar tóku að birtast honum, þegar amma hans dó. Og því meira, sem hann talaði, því léttara varð honum um mólið, taugarnar styrktust og heilsan fór að batna. Það var margt, sem eldra manninn fýsti að vita, — að ómögulegt var að vita fyr- irfram, hvenær ófreskisgáf- an kæmi, eða hvenær henni lyki eða hún liði hjá. Stund- um virtist hún halda áfram til enda, rétt eins algjör og einangraður atburður. Stund.-

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.