Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 06.02.1950, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 06.02.1950, Blaðsíða 7
Mánudagur 6. febrúar 1950. MÁNUDAGSBIAÐIÐ Úrslitin i bæjarstjórnarkosninginum Framhald af 4. síðu. feamfylking Framsóknar- manna oð komúnista undir stjórn Finnb. R. Valdimarss. Náði hún meirihluta í hrepps nefndinni, enda sviku sumir Sjálfstæðismenn flokk sinn og kusu með kommúnistum. Á SELTJARNARNESI hélt Sjálfstæðisflokkurinn meiri- hluta sínum. Annars er heimskulegt að innlima ekki þessi úthverfi Reykjavíkur í bæinn, þó að það hefði ef til vill nokkurn aukakostnað í för með sér fyrir Reykvík- inga. ! BORGARNESI misstu Sjálfstæði^m. meirihl., en Al- þýðuflokkurinn vann eitt sæti. Síðasta kjörtímabil réð Friðrik Þórðarson öllu í Borg arnesi. Hann et harðvítugur áhlaupamaður, en metnaðar- gjarn og öfs'tækisfullur í stjórnmálum. Ekki er vitað, hvort Framsóknarmenn í Borgarnesi vinna með Sjálf- stæðisflokknum eða vinstri flokkunum. Það er ekki ó- sennilegt, að þeir gangi í flatsæng með kommúnistum því að leiðtogar þeirra, Þórð- ur Pálmason og Hervald Björnsson eru báðir Her- mannsmenn. Þó verður lík- lega ekki auðvelt fýrir þá að tjónka við kommúnista í Borgarnesi, því að aðalmenn þeirra, Jónas Kristjánsson og Olgeir Friðgeirsson eru of- stækisfullir réttlínumenn. — I ÓLAFSVÍK hélt samfylk- ing Framsóknar og Alþýðu- flokksins völdum, en tapaði þó fylgi, en Sjálfstæðismenn héldu STYKKISHÓLMI, og eiga vinsældir Sigurðar Á- gústssonar sinn þátt í því. r ■ í BOLUNGAVÍK fengu einnig Sjálfstæðismenn meiri • hluta á ný. Þar ræður lögum og lofum Einar Guðfinnsson, sem f raun og veru á Bol- ungavík eins og hún leggur sig. Einar er að mörgu leyfi merkilegur maður, hefur haf- izt úr fátækt til mikilla efna og mun nú vera einn auðugasti maður á Vestfjörð- um. Aðalanöstæðingur hans er Steinn Emilsson, leiðtogi Alþýðuflokksins í Bolunga- vík. Steinn er gáfaður og sérkennilegur, gat sér á yngri árum mikinn orðstýr fyrir náttúrurannsóknir , en hef- ur nú dvalizt lengi í Bol- ungavík. Einhvernveginn finnst manni, að' Steinn sé ekki á réttri hillu þar, og að hann eigi annað starfssvið skilið. Á HÓLMAVÍK sigruðu Sjálfstæðismenn Framsókn með eins atkvæðis meiri- hluta. Mestur valdamaður á Hólmavík á næstunni verður Kristinn Guðjónsson, kaup- maður, hættulegasti andstæð- ingur Hermanns Jónasson- ar í Strandasýslu. Framsókn hélt völdum á Hvammstanga en Sjálfstæðisflokkurinn á BLÖNDUÖSI. — Á DALVÍK hafa Sjálfstæðismenn odda- stöðu milli Alþýðuflokksins og Framsóknarfl. Hatrið milli Sjálfstæðis- og Framsóknar- manna er svo magnað í Eyja- firði, að líklega vinna Sjálf- stæðismenn þar fremur með Alþýðuflokknum. Aðalmaður Framsóknar á Dalvík, Stein- grímur, sonur Bernharðs al- þingismanns er líka Her- mannsmaður og á líklega ekki gott með að vinna með Sjálfstæðisflokknum, en ann- ars getur Þórarinn Eldjárn á Tjörn haft Steingrím í vasa sínum, ef honum býður svo við að horfa. Á ESKIFIRÐI eru kommúnistar alltaf sterkir, en á FÁSKRÚÐS- FIRÐI sigraði samlisti Fram- sóknar og Alþýðuflokksins undir forustu Eiðs Alberts- sonar, sem er smáhitler á borð við Karl Kristjánsson. Sagt er að Fáskrúðsfirðing- ar hlýði boði Eiðs og banni svo mjög, að hann geti ráð- stafað 100 atkvæðuni á hvern veg, sem hann vill við al- þingiskosningar. Pólitískir spekúlantar, sem hafa freist- að gæfunnar í Suður-Múla- sýslu, hafa því gengið á eft- ir Eiði með grasið í skónum, en hann þykir í pólitískum ástum hverflyndur eins og gleðikonur. « Á Selfossi var * Sjálfstæð- isílokkurinn sterkastur, en náði þó ekki meirihluta. Hann mun þó geta stjórnað með aðstoð Hriflu-manna, Egils í Sigtúnum og Páls sýslurnanns. í Hveragerði eru Sósíalist- ar öflugir, en þar dveljast nú ýmsir leiðtogar íslenzkra kommúnista, svo sem Jóhann es skáld úr Kötlum og síra Gunnar Benediktsson. Al- þýðufl. hefur meirihluta á Eyrarbakka, en á Stokks- eyri eru Sjálfstæðismenn og Framsókn í meirihluta. Skrít-' ið er það, að Eyrbekkingar, sem eru stoltir og aristó- kratiskir í framkomu, eru miklu róttækari í pólitík en hinir alþýðlegu og demo- krajtisk’U Stokkseyringar. í SANDGERÐI fékk Alþýðu- flokkurinn meirihluta, en Sjálfstæðisfl. í NJARÐVÍK UM. Fylgi kommúnista í Sandgerði hefur rénað mikið, en þar var lengi aðalvígi þeirra á Suðurnesjum. Kom- múnistar skýra þetta líklega með því að amrískur fas- ismi smiti í allar áttir frá Keflavíkurflugvelli, svo að skrúðblóm kommúnismans fái ekki þrifizt í þeim eitur- gufum. A J AX. fundur í Irak breytir sö sfærðfræðínnar Hin fræga Pythagorasarragla 1566 ár- um eldri en höfundurinn Stórblaðið New York Times flytur nýlega stórmerka I frétt frá Irak. Fréttin er samkvæmt skeyti frá fornleifa- fræðingum þar og er í sambandi við stórmerkan fornleifa- fund. Þeir hafa fundið í rústum borgar, sem er frá 2000 fyrir Krist, töflur skólabarna frá þeim tímum, en á þessum töflum er m. a. hin fræga stærðfræðiregla Pythagorasar, gríska stærðfræðingsins og heimspekingsins. Sýnir forn- leifafundur þessi að höfundur hinnar frægu reglu gem er fæddur 580 f. Kr., hefur verið 1500 árum á eftir tímanum, þegar hann uppgötvaði hana, jafnframt því að fundur þessi gjörbreytir sögu stærðfræðinnar. Pythagorasarregla, eins og hún er almennt kölluð í skólum, er á þá leið, að í rétt- hyrndum þríhyrningi er langhliðin í 2. veldi jöfn summu skammhliðanna í 2. veldi. BABYLONIUMENN BYGGÐUIRAK Babyloniumenn lögðu und- ir sig Irak í kringum árið 2000 f. Kr., en Sumerarnir sköpuðu fyrstu menninguna þar. Hvort það heldur eru Babyloníumenn eða Sumer- arnir, sem á eftir þeim komu, sem taka þannig heiðurinn af því, sem hingað til hefur verið álitin grísk stærðfræði- uppfinding, verður ekki sagt fyrr en frekari rannsóknir hafa verið gerðar á fornleifa- fundinum. Það er þýðingarmikið, að töflur þær, sem fundust, eru töflur fyrir skólabörn og sýnir það, að stærðfræðivís- indin hafa þá verið á svo háu stigi í Irak, að skólabörn- um var kennt þessi fræga | regla. VILL AMERÍSKA HJÁLP Stjórnandi fornleifastofn- vmarinnar í Irak, dr. Najl-al- Asil. hefur nú farið þess á leit. að The American School of Oriental Research hjálpi til þess að þýða töflur þess- ar, en þær eru ekki færri en 2400 og' fundust í þorpinu Shadipur. Stærðfræðingar, sem byrjað hafa á því að þýða töflurnar, hafa þegar staðhæft, að menn hefðu aldrei getað ímyndað sér að stærðfra*ðivísindi hefðu verið á svo háu stigi í Irak sem raun ber vitni um. Það hafa þegar hevrzt raddir um það, að þessi fundur verði til þess að sögu vísindanna ,og jafn- vel menningarinnar yfirleitb verði að skrifa á ný. (Endursagt úr Politiken)’ PDRÆTT! Árleg vinniagatala er 5000. að verðmæSi króirar 1.200.000,00. — Hæsti vmningur 25 þúsund kr. Verð miðans, 16 kr, endurnýjunar- gjald 16 kr. — írsmiðs 66 kr. Vömhappdrætíi S.I.B.S. gefur góðar hagnaðarvonir, og margir mnnu auðgazt á því fjárhagslega, en aðalvinninginn mun íslenzka þjóðin ávalli hljóta, en hann eT Reykjalundur, þar sem sjúkir menn gerast bjargálna og þar sem gleymdir draumar um lííshamingju endurheimtast.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.