Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 06.02.1950, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 06.02.1950, Blaðsíða 8
ísfenzka kvikmyndara skerfir vandvirkni Kjartan Ó. Bjarnason sýnir í Nýja Bíó fjórar íslenzkar kvik-^ myndir, sem hann hefur tekið síðastliðin fimm ár. Myndir þess- ar eru frá ýmsum stöðum á land- inu og nefnast: Blessuð sértu sveitin mín, Frá Vestfjörðum, íslenzk blóm og Frá Vestmanna- mannaeyjum. Frá Vestfjörðum er að mörgu leyti sæmileg mynd, en eins og hinar fyrri sýnir hún of lauslega það, sem kvikmyndari reynir að draga fram. Við sjáum mjalta- ærnar í fráfærukaflanum, en ekki neinar skýringar á* hvað fráfærur eru, og þó veit kvikmyndari, að flest börn nú á tímum vita sára- lítið ef nokkuð um fráfærur. íslenzk blóm er fögur mynd og sérstaklega vel tekin. Með þessum þætti hefst músíkkin, sem Myndir þessar eru að mörgu leyti vel gerðar, og bera tvær þeirra, Frá Vestmannaeyjum og íslenzk blóm af. Er auðséð, að kvikmyndari hefur ágætt auga fyrir -fegurð og veit, hvað hann vill láta koma fram á filmunni, enda eru margar landslagsmynd- irnar forkunnarfagrar og litirnir hrífandi. Má segja, að Kjartani hafi bezt allra íslenzkra kvik- myndara tekizt að ná^ögrum lit- um fram á kvikmynd. Þó vantar geysilega á, að þessar myndir séu lýtalausar, og sum atriðin eru furðu hroðvirknisleg. Fyrsta myndin Blessuð sértu sveitin mín ,er lökust. Hugmynd- in er ágæt, þættir úr íslenzku sveitalífi, heyannir, smala- mennska og réttir og svipmyndir af gömlu og nýju bæjunum. Raunar er þetta nóg verkefni í eina kvikmynd sæmilega langa, en hér hleypur kvikmyndari úr einu byggðarlaginu í annað og úr einu verkefninu í annað án þess að gera nokkru þeirra sæmileg skil. Við erum ýmist í Skaga- firði, Þingeyjarsýslu, Vatnsfirði eða Þórsmörk, enda eru atriðin svo endaslepp sum, að áhorfandi er eins og skilinn eftir í lausu lofti. Má einna helzt líkja því við húsmóður, sem lætur gestinn lykta af réttunum, en ekki bragða á þeim. Mörg atriðin eru svo illa lýst, að einna helzt má ætla, að þau hafi verið tekin í ljósaskipt- unum, heldur en á björtum degi. Tal það, sem fylgir þessari mynd er óskaplegt. Hér er um að ræða misskilið einstaklingsf r amtak. Kvikmyndari sér um talið sjálf- ur og hefur að líkindum samið tekstann sjálfur. Skýringar myndarinnar eru sundurleitar, og' þulurinn er alltaf á eftir myndinni. Þegar t. d. þulurinn segir: Nú koma stúlkurnar með mjólkurföturnar, sýnir myndin smalann og mjaltaærnar o. s. frv. Ekki er þó nóg með það, því að auk þess er hér um að ræða af- arvafasama þulsrödd, hljóðvillur og' mismæli og margar leiðigjarn- ar upptuggur. Textinn er einkar illa saminn og sundurslitinn og sérstaklega ófullkominn. „Nú sjá- . um við nokkra úrsvalshesta“ seg- ir þulurinn, og siðan sjást einir fimm hrosshausar án noklýurra. 1 skýringa á, hvers vegna þetta eru! # úrvaLsvripir. maður saknar í hinum tveim þátt- unum, en þulur grípur inn í> á stöku stað og skýrir nafn blóm- anna. Ef kvikmyndari hefði lagt sig fram, þá hefði efalaust verið hægt að gera úr þessari mynd verulega lifandi og skemmtilegan þátt úr íslenzku blómalífi. En hér vantar alla „human interest“ eins og útlenzkir segja. Fögur blóm og fagrar konur skreyttar fögrum blómum, blóm á heimilum og annað álíka ætti vel heima.í slík- um þætti. Úr svona þætti mætti vinna bæð,i fagra og um leið skemmtilega mynd, en þessi mynd er aðeins fögur. Frá Vestmannaeyjum er bezta myndin. Vel tekin, eðlileg og hrikaleg. Er þetta ábyggilega góð landkynning. Bjargsigið, eggja- tekjan og lundadrápið eru hrika- legir þættir úr lífsbaráttu Eyja- skeggja og síðasta atriðið úr kvikmyndinni, um bátinn, sem er að koma í höfn í stórsjó, er stórfenglegt og vel tekið. Það hefði mátt vera lengra. Það er sjálfsagt að sjá þessa mynd. Aðfinnslurnar eru ekki til þess að menn sjái ekki myndina, heldur til þess eins að sýna, að við gerum nú kröfur til kvik- myndara okkar um vandvirkni á hverju sviði. Aðeins fáum er hent að gera góða kvikmynd og þeir, sem hafa það að starfi, ættu að stunda það óskiptir. Fáir eru þeim hæfileikum gæddir að kunna vel að semja texta, og sama á við um framsögulistina. Kjartan Jiefði frekar átt að fá pennafæran mann til að semja textann og síðan að snúa sér til leikara og láta t. d. Einar Páls- son eða aðra viðurkennda menn á sviði framsagnarlistarinnar annast skýringar: Ásamt skýringum tekur Kjart- an fram, að hann hafi margt á prjónunum um að kvikmynda ýmislegt, og er það vel. Kjartan hefur sýnt sig snilling að mörgu leyti, og vonandi bætir hann fyrir þær yfirsjónir, sem hér hafa átt sér staðí í næstu verkum sín- um. A. B. ar mundir skemmtilega am- eríska gamanmynd, sem nefnist „KATRÍN. KEMST Á ÞING“. Mynd þessi er í hóp . betri gamanmynda, og' er hluti hennar bi'tur deila á hreppa- pólitík eins og hún vill cft vera í Bandaríkjunum. — Katrín Hólmström er óspillt sveitastúlka, sem þekkir ó- venjulega vel til ferils ým- issa pólitíkusa fylkisins, sem hún býr í, og eftir að hún hefur lagt óþægilegar spurn- ingar fyrir frambjóðanda annars flokksins í aukakosn- ingum, þá ákveður andstöðu- flokkurinn, að hún skuli vera í framboðiNUm þetta efni spinnst svo margt kátlegt og ástamál, blaðamennska og slagsmál a la cowboymyndir. Loretta Young er í hlutverki Katrínar og gerir því þægileg skil, þó að leik- ur hennar sé hvergi sérstæð- ur. J o s e p h C o 11 e n er góður í hlutverki Glenn Morley, en skemmtilegasti leikurinn er hjá Ethel Barrymorg, (Mrs Morl- ey), sem nú er með fræg- ustu leikkonum heimsins og Charles Bickford (Clancy) en auk þess gera Rhys Williams, Thurston Hall o. fl. meðleikendur hlut- verkum sínum ágæt skil. Mynd þessi er ágæt skemmtimynd, enda tekst Bandaríkjamönnum einna bezt í þeim myndum, ef þeir reyna að gera vel. Ættardrama MÁHUDAGSBLADIB Sænskur stérbiófur hand- Eæitií daaska dóms- málasáSimeÝtáS ©g seaáiíáð Bandazikjanna Slapp frá sænsku íögregtimni til is- Loksins hefur lögi\eglunni í Höfn tekizt að hafa liendur í hári sænska stórþjófsins Fred Vilhelm Carlson. Fred hef- ur leikið lausum hala síðan 1948, er hann slapp frá lög- reglunni í Stokkhólmi, þegar flytja átti hann til lögregl- unnar í Gautaborg. Á þefcn tíma, sem hann liefur verið laus hefur hann m. a. verið hér á íslandi, og munu nokkrir menn hár heima haft nokkuð miður í skiptum við hann. Isaiiila bfé * * Gárhlk bió sýnir um þess~ 1 Þetta er ein af þessum ættamyndum, sem við sjá- um í Tjarnarbíó, og nefnist ..SAGA COUTTNE Y ÆT'T ARINNAR“. Raunar er þetta ekki nema stutt ættarsaga, því að hún gerist ó 45 árum. Myndin er að mörgu leyti mjög vel gerð, og þó er hún á köflum heldur um of lang- dregin,- Sir Edward Courtney giftist niður fyrir sig, og konan hans, Catharine þolir ekki þá lítilsvirðingu sem aðallinn sýnir henni og hleypur frá honum ólétt. Hann tekur þetta nærri sér, og það er ekki fyrr en heimstyrjöldin 1914—’18 skell ur á, að þau hittast og taka saman aftur. Eftir þetta verð- ur líf þeir'ra ósköþ líkt því, sem við má búast í f jölskyldu sem býr í herskyldulandi. Sonur þeirra er drepinn í Indlandi, þar sem hann er í hernum. og konu vans vei'ð- •ur svo mikið um fall hans, að hún tekur jóðsótt og deyr, en barnið lifir. Ed- ward fer á hausinn, þegar hrunið mikla skellur yfir, og útlitið er satt að segja bölv- að. En með ástundun kemur þetta allt vel út, og endir- inn gerir allt rómantískt kvenfólk ánægt. Sir Edward er leilcinn af FÓR HÉÐAN í MAl 1949 Fred þessi er hinn glæsi- legasti maður, geðslegur í framkomu, einarður og djarf- ur. Hann hafði gerzt með- limur í bréfaklúbb, þ. e. a. s. einhverskonar félagsskap, er kemur mönnum í bréfasam- bönd fyrir lítið gjald, og með- an hann var á íslandi, komst hann í bréfasamband við unga danska stúlku. Hann stakk því að henni í einu bréfinu, að hann væri verk- fræðingur. Síðar skiptust þau á mörgum bréfum og mynd- umr, og að lokum varð slík alvara úr þessu, að þau hlökkuðu til einskis meira en að fá að sjást. í maí 1949 fór svo Carlson „verkfræðing ur“ til Danmerkur, hitti stúlkuna og foreldra. henn- ar og bjó hjá þeim. RÆNDI DÓMSMÁLA- RÁÐUNEYTIÐ Hann sagði stúlkunni, að „félag“ það, sem hann vann fyrir, • hefði „vinnu“ fyrir hann í Kaupmannahöfn, og á hverjum degi fór hann í borgina til þess að „vinna“. Hann vann að vísu á sinn hátt, því að á næstu mán- uðum stal hann ótrúlega miklu. Sérgrein hans í þjófn- aði var að stela ritvélum, enda framdi hann þjófnað- ina á bíræfinn og „aðdáun- arverðan“ hátt. Þessi glæsi- legi og djarfmannlegi þjóf- ur gekk bara inn á stærstu skrifstofur borgarinnar og hafði með sér ritvél á brott og kom þeim síðan í peninga. Hann gekk jafnvel svo langt, að hann „heimsótti“ dóms- málaráðuneytið danska og amerísku sendiráðsskrifstof- una í Kaupmannahöfn, og stal þaðan mörgum ágætum ritvélum. Hann er nú í höndum lög- reglunnar í Danmörku og játar nú á sig þjófnaðina, hvern á fætur öðrum. Lög- reglan hjálpar honum líka til þess að muna, hvar hann stal hinum ýmsu ritvélum með því að keyra hann um borgina, svo að hann geti bent þeim á hinar ýmsu bygg ingar, sem hann heimsótti, því að honum láðist oft að leggja götunöfnin og númer- in á minnið. „ÁST, SEM ALDREI DVÍN“ Hin trýa kærasta hans er jafnhrifin af honum, enda þótt þessi „atvinnuskipti“ hafi komið svo skyndilega í Ijós og hefur lýst því yfir, við blaðamenn, að hún muni bíða eftir honum, þar til hann kemur úr fangelsinu. Eftir líkum að dæma verður hann að sitja inni í nokkur ár, auk þess sem sænska lög- reglan á eftir að „gera upp“ við hann margar kærur. (Endursagt úr Bolitiken). hinum góðkunna brezka 1 leikara M i c h a e 1 • W i 1 d - i n g. Öll meðferð hans er hin skemmtilegasta, þótt líkami hans eldist ekki alveg í samræmi við hárið og ár- in. Wilding er skemmtilegur á léreftinu og sem betur fer, ólíkur þessum standard glæsi mennum, sem skreyta amer- ískar myndir af þessari teg- und. Anna Neagle leik- ur Kataherine á hóflegan og þægilegan hátt og er eink ar tildurslaus í allri fram- komu. Meðleikendur eru yf- irleitt frambærilegir, en Gladys Yong og Daphne Slat- er bera af. Mynd þessi er mjög vel gerð og laus við allan þann íburð, sem oft vill skemma svona myndir. Líf Courtney- ættarinnar er dregið fram á einfaldan hátt, en þó þannig, að athygli áhorfendans er ó- skipt. Það er sjálfsagt að sjá hana. A. B.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.