Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 13.02.1950, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 13.02.1950, Blaðsíða 3
Mánudagur 13. febrúar 1940 MÁNUDAGSBLAÐIÐ 3 Brp þörf á nýtízku hðteli í Reykjavík • ¦ 9 9\ • ¦ • 9 Ekkert hétel reist i fteiwiorpm síðusiii 21 ár, en ibáalala ívöíaldast áfáit 1945 eyðilagði íyrírætlanir einstak- linga m nýtt Siótel ÍBÚATALA REYKJA- VÍKUR, TVÖFALDAST Þörfin fyrir nýtt og veglegt hótel hér í höfuðstaðnum er brýn. Árið 1930, þegar Hótel Borg var byggð, voru íbúar Reykjavíkur 28 þúsund. Þá voru hér auk Hótel Borgar, Hótel ísland, Skjaldbreið, Hekla og Vík. Árið 1950 er íbúatala Reykjavíkur 56 þúsund eða tvöföld á við það, sem hún var fyrir 20 árum, <?g riu eru tvö þessara hótela ekki lengur 'til. Hótel ísland, sem var annað stærsta hótel borg- arinnar, er brunnið, en Hót- el Hekla' hefur nú í riokk- ur ár vérið brúkað eiri* ungis sem skrifstofubygg- ing. Að vísu eru á Reykja- víkurflugvelli nokkrir skít- ugir og ryðgaðir braggár, komnir að hruni, sem kallað- ir eru Flugvallarhótelið, en þangað er vart mönnum bjóðandi. Það er því ekki úr vegi, að við gerum okkur dálitla grein fyrir því örig- þVeiti, sem skapazt hefUr vegna sleifarlagsins í þess- um málum, og skal þetta riú rætt að nokkru. GJALDEYRISTEKJUR AF FERÐAHÖTELI Í öllum meningarborgum Þykir sjálfsagt, að til séu gistihús, sem þeir gestir er- lendir og innlendir, sem sækja borgina heim, geti dvalizt í, matast og skemmt sér. í þeim borgum, þar sem ferðamannastraumur er mik- ill og þar af leiðandi stund- um stór tekjuliður fyrir borg- arbúa og landið I heild, er allt kapp lagt á, að gisti- hús séu 1. flokks og þjóri- usta sem bezt verður kosið. Þetta er gert með það fyrir augum, að gestunum líði yel, dveljist sem lengst og eyði sem mestu af peningum í landinu og jafnframt. hafi þaðan skemmtilegar og á- nægjulegar endurminning- ar til að segja kunningjun- um frá, þegar þeir koma heim. Þetta eykur ferða- mannastrauminn og skapar landinu gjaldeyri og gott orð á erlendum vettvangi. Því miður má búast við, að gest- ir þeir erlendir, sem dvelj- ast í höfuðborg íslands geti ekki með góðri samvizku getið þess, þegar heim kem- ur, að þeim hafi liðið sér- staklega vel. Éiha hótelið, sem notandi er ferðamönn- úm í verzlunar- eða við- skiptaerindum, er daglega yfirfullt, bæði herbergi og veitingasalir. Þjónaliðið er yfirhlaðið af störfum og þjónustan þar af leiðandi ekki eins lipur og annars yrði. Hin hótelin koma ekki til greina. EINSTAKLINGAR GERA ÁÆTLANIR í ráði mun hafa verið, að fésterkir menn tækju sig saman og byggðu nýtízku hótel hér í Reykjavík. Höfðu þeir í sambandi við það látið gera ýmsar áætlanir um kostnað, staðsethingu, teikn- ingar og annað, sem að slík- um byggingum lýtur. Hótel þetta átti að hafa um 120 herbergi (þrefalt stærra en Hótel Borg) veitingasali. og öll þau þægindi, sem nútíma hótel hefur að bjóða. Menn þeir, sem hugmyndina að þesari þarfa byggirigu áttu, eru kúnnir athafnamenn, og þótti flestum sem málunum yrði borgið í höndum þeirra. ' w -¦ ¦ ** FÁLM RÍKIS- STJÓRNARINNAR ' En þetta ár, 1945, kemst svo þáverandi ríkisstjórn í spilið og lét á sér heyra, að hún hefði í huga að láta byggja stórt og veglegt hót- el hér í höfuðstaðnum. Um þetta lefyti var til nógur gjaldeyrir, að því er virtist, því að nú var ekki íslenzk- um arkitektum trúað fyrir að gera uppdrætti að þessu nýja hóteli, heldur fékk rik- isstjórnin amerískan arki- tekt til þess að vinna verkið. Endirinn var auðvitað sá, að ríkisstjórnin missti áhúgann — arkitektinn ameriski fékk á annað hundrað þúsund kr. í dollurum greiddar fyrir teikningar, sem við athugun reyndust óræfar, og einstakl- ingar þeir, sem í upphafi ætluðu að framkvæma þetta þarfa verk, sáu sér ekki ann að fært en að draga sig í hlé. — Það er öllum ljóst. að ekki er um að ræða, að tvö stór nýtízku hótel rísi upp í Reykjavík. AUKINN FERÐA- MANNASTRAUMÚR í EVRÓPU Það hefur oft verið á það bent hér í blaðinu, að lönd þau í Evrópu, sem verst urðu úti í stríðinu, eru nú óðum að vinna sig upp aftur. Ferðamannastraumurinn til landa, sem fullkomin skil- yrði hafa til þess að taka á móti ferðamönnum aukizt stórum. ísland gæti nú ekki einungis tekið á móti ferðamönnum, ef ríkisstjórn- in hefði ekki komið þessu máli fyrir kattarnef, heldur gæti einnig haft drjúgar gjaldeyristekjur af ferða- mönnum hér. Starf Ferða- skrifstofu ríkisins er svo ó- fullkomið að raun er að horfa á það. Minnir öll starf- semin einna mest á einhvers- konar miðstöð hreppaflutn- ínga, þar sem hinir ýmsu ,,farandi menn og konur" pranga skinnvöru og gljá- andi póstkortum á hvert annað. AUM LANDKYNNING Þeir, sem áhuga háfa á því, að ísland verði ferða- mannaland, verða að gera sér það ljóst, að ferðafólk erlent vill hvílast, láta sér líða vel og skemmta sér á ferðalögum. Það er ekki nóg að sýna því gamla bæi og sögustaði, sem þéir hafa ann aðhvort óljósa eða enga hug- mynd um. Ekki heldur að ætla, að þeir verði yfir sig hrifnir af bæklingum okkar um einstaka staði, sem skýra frá því t. d.: ,Akranes is a great fishing and potatoe- growing plase" og „Hafnar- fjord has a park called Hell- isgerdi". En álíka er að finna í landkynningarpésunum. Því er ekki að neita, að okkur er stór þörf á nýt- týzku og fullkomnu gisti- húsi, sem uppfyllir allar þær kröfur, sem nútíma ferða- fólk gerir. Að Hótel borg undanskilinni er aðeins um einn veitingasal í allri höfuðborginni að ræða, sem bjóðandi er ferðamönn- um. Það er veitingasalurinn í Sjálfstæðishúsinu, sem því miður er aðeins fyrir kaffi- drykkju, og félagssamkom- ur. Þeir menn, sem enn hafa á- huga á því að koma upp hóteli hér í Reykjavík, ættu að hefjast handa sem fyrst. Að vísu eru nú mjög breytt- ar aðstæður frá því, sem var Greinargerð Guim. Árn- srlinsstinir varðandi Guðmundiu- Arngrímsson hefur komið að máli við blaðið í sambandi við mál sr. Péturs Magnússonar og beðizt birtingar á eftirfarandi greinargerð. Blaðið í.kýrði afstöðu sína í forsíðugrein síðasta tölu- blaðs, og túlkar þessi grein því á engan hátt skoðun blaðs- ins á framferði lögreglunnar yfirleitt eð Guðmundar. Við teljum hinsvegar ekki nema sjálfsagt, að Guðmundur fái rúm i blaðinu til þess að skýra afstöðu sína og munum ekki í nafni blaðsins ræða skýrslu hans að svo stöddu. „Eitt helzta umræðuefni bæ arbúa nú að undanförnu, mur. hafa verið mál síra Péturs, prests frá Vallanesi, og þáttui minn í því, en niðurHtaða þeirra umræðna er mér tjáí að séu þessar: I. Síra Pétur frá Vallanesi hefur framið það brot, sem hann er sakaður um. II. Guð- mundur Arngrímsson hefur beitt meirj hörku en nauðsyn bar til í samskiptunum við síra Pétur. Um fyrra atriðið er vitan^ lega ekkert að segja, annað en að það gefur nokkra hugmynd um hvers konar fyrirbæri þessi eíra Pétur er, að jafnvel það mál, sem hann fær éinn að. túlka almenningi, skuli rétti- lega þannig dæmt. Að því er varðar síðara atriðið, þá má vel vera, að mér hafi þar um sumt skjátlazt. Úr því vérður nú bráðlega skorið, með dómi þess, sem þar til hefur verið kvaddur. Hefði mér þótt eðlilegast að við síra Pétur hefðum báð- ir beðið þess, og sparað blaða- skrif, unz máli var lokið, enda málsatvik öll þá ljósari, og auð veldara almenningi að sýkna eða sakfella. Hvort sem það hefur nú verið af grun þess að sá dómur myndi ekki hag- stæður, eða af öðrum og enn óprestlegri rökum, þá hefir síra Pétur kosið að leggja þetta mál strax í dóm almenn- ings. Um það væri ekkert nema gott eitt að segja, ef hann hefði ekki freistazt til að skrifa og tala eins og Gyðingum'hefði í öndverðu láðzt að skrá átt- unda boðorðið á steintöflurnar góðu. Vegna þe3sara skrifa síra Péturs og þess sem tugir manna hafa tjáð mér af for- sögu hans, þá sýnizt mér hann 1945. En gegn því sjálfsagða loforði af hendi ríkisstjórn- arinnar, að hið opinbera myndi ekki fara í samkeppni við einstaklingsframtakið á þessu sviði og einnig að þessu nýja hóteli yrði veitt öll þau réttindi, sem H. B. hef ur nú, yrði sjálfsagt mögu- legt að hrinda þessu verki í framkvæmd. vera sú iégund manna, sem mín vegna má auglýsa Eem allra rækilegast, hve orð hans eru að engu hafandi, en vegna allra þeirra bæarbúa, sem trúa því, enda þótt jafnvel síra Pét- ur sé heimildarmaðurina, að- eitthvað hljóti þó að mega marka í frásögn hans og sak- fella mig á þeim forsendum. einum, þá ætla ég nú í fám. orðum að rifja hér stuttlega upp sögu málsins: Mánudaginn 16. janúar, síð- aatliðinn, kvartaði stúlka, sem. býr . við Óðinsgötu yfir því við mig, að nóttina áður hefði hún orðið þess vör, afr maður var að rjála við her- fcergisglugga hennar, og virt- izt henni maðurinn ætla að fara inn um gluggann. Varð stúlk- an, sem bjó ein í herbergi, me5 veikt barn, mjög hrædd við> þetta tiltæki mannsins. Tjáði hún; mér að þessi-maður hefði verið síra Pétur frá Vallanesi. Aðspurð væx hvort það hefði örugglega verið hann, sagði hún það vafaláust. Hafði stúlkan áður verið á kvenna- skóla Hallormstað, en þangað- vandi sira Pétur þá komur sín- ar, ýmissa efi'nda, og þekkti hún hann því vel i sjón. Einnig skýrði hún mér frá því, að faðir hennar, sem er glöggur og góðkunnur borgari hér í bænum, hefði séð síra Pét ur á stjákli við húsið þetta kvöld. Rétt er að geta þess, að- bæði stúlkan og faðir hennar hafa nú staðfest þessar frá- sagnir fyrir rétti, svo bað er, svo sem almeimingur gerir réttilega ráð fyrir, fyllilega staðfest að síra Pétur hefur verið að slangra þarna við hús- ið og klórað í herbergisglugga stúlkunnar, þetta kvöld. Nú sagði ég stúikunni að bezt færi á, að láta þetta mál kyrrt að sinni, gat þess að klerkur hefði eftilvill verið yið skál þetta kvöld, myndi trúlegast fyrir- verða sig fyrir að hræða fólk að næturþeli, er af honum væri runninn drykkurinn, og væntan. lega láta hana og aðra borgara óáreitta njóta næturfriðar eft- irleiðis. Féllst hún þá á a$ láta málið niður falla, að svo> stöddu. . " Framhald á 7. síðu*

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.