Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 13.02.1950, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 13.02.1950, Blaðsíða 4
Maiiiniuiiiimiii!iniiiiniiiiiiiiiiiiímiinw» 4 MÁNUDAGSBLA.ÐH) Máaudagar . 13, .febrúar 1940 uauiiHmiiiuiiiiiiiiiiiiaiiHmmnmiitiwiaimiHiiiiiaHHHiHiiimiuMiiniaHwimwai^, MÁNUDAGSBLAÐIÐ ! I 4S I S BLAÐ FYRIR ALLA Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason Blaðið kemur út á mánudögum. — Verð 1 króna í. lausa- sölu, en árgangurinn, 52 blöð, 48 krónur Afgreiðsla: Kirkjuhvoli, 2. hæð, opin á mánudögum. Sími ritstjóra: 3975. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Mannorðsþjófar Svo á Framhald af 1. siðu. kunnan ágætismann, og hótar lionum málssókn. Þessi maður kann auðsjáanlega ekki að skammast sín. Eg held, að það hefði varla getað skeð í neinu réttarríki, að starfandi lög regluþjónn Iéti svona skýrslu frá sér fara, nema ef til vill í Chicago i valdatíð A1 Cap- ones, þegar hann var búinn að kaupa upp lögregluna þar. En setjum nú svo, að skýrslan sé sönn, sem auðvitað enginn trú- ir. Hvaða ásakanir eru í henni á séra Pétur? Aðallega þær, að hann hafi raulað vísu fyrir munni sér og ætlað að heim- sækja stúlku í húsi einu i Reykjavík. Hvað ætli margar þúsundir Reykvikinga hafi framið þess konar „glæpi“? Ef lögreglan ætlar að fremja liús- brot á öllum, sem það hafa gert, og handtaka þá, fær hún áreiðanlega meira en nóg að gera næstu mánuðina. Það er ekki nóg með, að Jón Leifs heimti skatt af mönnum fyrir að raula lög, heldur virðist nú lögreglan vera farin að líta á það sem alvarlegan glæp. — Hvað heldur Þjóðviljinn, að margir heiðursmenn í Sósíal- istaflokknum hafi einhvern tíma á ævinni raulað lag eða heimsótt stúlku? Hvað mundi hann segja, ef Morgunblaðið birti það einn góðan veðurdag með stærsta letri sinu, að Steini grímur Aðalsteinsson eða Þór- oddur Guðmundsson hefðu raulað InternationaleiL fyrir munni sér úti á götu og síðan heimsótt stúlkur í Æskulýðs- fylkingunni eða Katrinu Thor- oddsen, og væru því að sjálf- sögðu hættulegir stórglæpa- menn, sem þyrfti að refsa liarð lega? Eg er anzi hræddur um, að Þjóðviiljinn mundi kalla það fasisma og svívirðilega, persónuleg ofsókn, eins og það líka auðvitað væri. En ná kvæmlega sama eðlis eru á- kærurnar á séra Pétur, auk þess sem lítill vafi leikur á þvi, að þær eru ósannar. Það fer að verða vandlifað, ef mað- ur á von á því, að það komi í blöðunum og verði úthrópað sem stórglæpur, ef maður raul ar lag, heimsækir stúlku, svo að ég tali nú ekki um það, ef maður drykki sig kenndan. — Svo kemur það sjálfsagt næst, að menn á borð við Guðmund Arngrímsson birta skýrsiur um það, að þeir hafi séð valin- kunna borgara fremja innbrot eða drepa menn, og blöðin taka því fegins hendi, ef póli- tískir andstæðingar eiga í hlut og birta það stórletrað sem heilagan sannleika. Það er ægi í grein minni „Þá blindur leiðir blindan hér ...“ skýrði ég frá þeim áfellisdómi, sem | sagnaskáldið og ritdómarihn Hans Kirk hefur kveðið upp yfir öðrum merkishöf- undi dönskum, Harald Her- dal, vegna ummæla, sem Her- dal lætur eina af persónun- um í síðustu skáldsögu sinni hafa um það vináttu- og bræðraband þeirra Hitlers og Stalíns, sem stærstu velti veraldarhlassi það herrans ár 1939. En síðan hafa gerzt í máli þessu atburðir, sem vakið hafa geipiathygli. Þegar ég ritaði grein mína, kom það í ljós, sem menn , T-,- . , ...____röfðu ekki búizt við: Harald leg staðreynd, að stjornmala-j - í i j- i • Herdal fékk birta ’ Land siðferðið a Islandi er komið a - og Folk mjög harðorða svar- grein við ummælum Kirks. Herdal segir meðal annars svo: það stig, að svona nokkuð er alls ekki óhugsandi. Ef stjórn- málaandstæðingur á í hlut, eru öll vopn nothæf. Það hefur lengi viljað brenna við á ís- landi, að einkalíf manna og jafnvel viðkvæm fjölskyldu- mál séu dregin inn í hina póli- tisku baráttu á ógeðslegan hátt. Þetta tíðkast annars ekki i neinu siðuðu landi, og vei því blaði, sem færi að nota svona aðferðir í Bretlandi eða á Norð urlöndum. Það mundi hljóta „Hafi Kirk raunverulega í augnabliks einfeldni hald- ið, að ég mundi þegja, þá hef- ur hann vaðið í meiri villu og svíma en nokkru sinni fyrr. Mér er ókunnugt um hvort Kirk ber einn ábyrgð á árás sinni — eða flokkur- inn og LAND OG FOLK eru honum samdóma. En ég.veit, svo almenna fyrirlitningu, að,.að Kirk, hvernig sem hann það ætti sér ekki uppreisnar von. En á íslandi helzt blöð- unum allt uppi. Það á áreið- anlega langt í land, að einka- líf mamia fái að vera í friði fyrir ósvífnum blaðasnápum hér á landi, svo sjálfsagt sem það þó virðist vera. Hvað varðar fólkinu um það þótt einhver stjórnmálamaður eða embættismaður drekki sig kendan eða heimsæki kven- fólk, ef hann gegnir störfum sínum óaðfinnanlega? — En svona alger einkamál eru hval reki á fjörum stjórnmálablað- anna, og ef einhver þólitiskur andstæðingur liefur ekkert slíkt aðhafzt, þá er bara að ljúga því upp á hann, það verða alltaf einhverjir, sem trúa því, og þá er tilganginum náð. Svo auðtrúa sálir eru til, að þær mundu jafnvel trúa því, að Pétur Ottesen og Sig- fús Sigurhjartarson hefðu ver- ið á kvennafari og fylliríi, ef það stæði í blaðinu þeirra. — kann að láta verður að svara til sakar gagnvart mér Eg er ekki óvingjarnlegri en svo í hans garð, að ég geti vel skilið löngun hans til að leggja niður rófuna og hlaupa sem fætur toga, e.n hann kemst ekki upp með það, begar um er að ræða mál eins og þetta“. Herdal heldur því síðan fram, að höfundar beri alls ekki ábyrgð á því, sem sín- um skoðunum, er þeir láta persónur segja í skáldsög- um sínum, en hann ber það um leið blákalt fram, að af- staða Kommúnistaflokksins gagnvart bræðrabandi Hitl- ers og (Stalins hafi vexið röng, — og að flokkurinn hafi stundum síðan tekið alrangar ákvarðanir. Þá seg- ir hann meðal annars, að bók sín hafi verið rædd á flokksfundi hálfan eða jafn- vel heilan sunnudag, og auð- vitað matar hann Kirk a Aumingja fólkið ber alltaf ein ummælum Nexös, svo sem hverja dularfulla virðingu fyr; þeSsum: „Bezta bók þín. Gjöf ir hinu prentaða orði, og ætti, frá spámanni til okkar allra“. það þó að vera búið að reka- Qg Herdal klykkir loks út sig nógu oft á. j rneð eftirfarandi klausu: Ef hin ógeðslega rógs- og. „Þessi greinargerð er skrif lygaherferð gegn séra Pétrl uð fyrir þá> sem lesa Land Magnússyni verður til þess að vekja menn til umhugsunar um þetta ófremdarástand, hef- ur hún orðið til nokkurs góðs, þótt hún sé sprottin af illum hvötum og beitt liafi verið að- og Folk, flokksmenn sem aðra. Þeir eiga rétt á að heyra skoðanir beggja máls- aðila, og þeir hafa gott af kálið er ekki sopið, þótt í ausuna sé komið, þegar ein- ferðum, sem eru viðurstyggð hver gerir sósíalistískum rit- í augum alls heiðarlegs fólks.j höfundi rangt til og hyggst AJAX. I síðan varna honum máls“ Gíslason Hagí sXV sem s iSrum löndum að komast að raun um, að Grein þessari fylgdi engin athugasemd frá ritstjóran'- um, en aðeins þessi klausa frá Hans Kirk: „Þar eð ég lít svo á, að deilunni um bók Haralds Herdal sé lokið, hirði ég ekki um að gera athuga- semd við grein þessa. Eg vík ekki frá skoðun minni á Harald Herdal . Það slumaði í ýmsum, þeg- ar þessi grein birtist í Land og Folk. Hvernig gat nú á þessu staðið? Var Harald Herdal svo vinsæll meðal al- mennings innan kommúnista- flokksins, að blað- og flokks- stjórn þyrði ekki að varna honum máls- eða var meira frjálslyndi ríkjandi hjá flokknum, en menn höfðu áður þótzt komast að raun um? Svona var spurt. Og hvað svo? Jú, hinn 19. þ. m. fór Har- ald Herdal til Þýzkalands, rússneska hernámshlutans. Hann fór með ferjunni, sem er í förum milli Gedser og Warnemunde. Hann hafði vegabréf frá sendisveitinni rússnesku í Kaupmannahöfn og öll sín plögg í bezta lagi. Hann hugðist ferðast til Berl- iiíar, Leipzig og Dresden. „Hvergi hræddur hjörs í þrá hlífum klæddur mínum“, mundi hann hafa tautað fyrir munn isér, ef hann hefði kunnað íslenzku og verið rímna-fróður. Ef til vill hef- ur hann viljað sýna manni að nafni Hans Kirk, að þarna væri piltur, sem farið gæti ferða sinna, hvað sem Kirk sá tautaði og raulaði! En hvað varð svo uppi á teningnum? Daginn eftir kom Harald Herdal aftur til sama lands, Danagrundar, með ferjunni — og sagði sínar farir ekki sléttar. Rússneskir fjármenn í Warnemunde höfðu ekki verið alveg á því að sleppa þessum hafri inn f það hag- lendi, þar sem hinum menju- máluðu höfrum Stalins bónda er beitt. Fjármenirn- ir tóku í hornið á hafrinum og vörpuðu honum í stíu ut- an girðingar, en fleygðu hon- um svo út í ferjuna dönsku morguninn eftir! Þetta þótti þó nokkrum tíðindum sæta, og var sendi- ráðið rússneska í Kaup- mannahöfn spurt, hvernig á því stæði, að Harald Herdal hefði verið gerður afturreka. En þeir háu herrarþvoðu hendu r sínar. Þeir vissu ekki neitt. Þeir sögðu, að þetta hefði gerzt utan þeirra um- dæmis! En Kirk mun hafa glott í kampinn og sagt: „Vér látum ekki að oss hæða, ’— nei, og aftur nei)“ En nú er enn frá því að segja, að í þennan mund kom til Kaupmannahafnar rússnesk sendinefnd, sem kynna skyldi dýrð Sovétríkj- anna, þar á meðal friðarvilja þeirra og frelsisást, en hins vegar var með Dönum hrópað fjöllum hærra um þá með- ferð. sem Harald Herdal hafði hlotið. Og nú voru góð ráð dýr. Harald Herdal hafði snúið sér til rússneska sendi- herrans og veifað vegabréfi sínu. ER ÞETTA FÖLSK Á- VÍSUN — eða er hún ekki fölsk? Og nú kvað sendiherr- ann vera mundu um misskiln ing að ræða. Hann mundi sjá svo um, að hliðinu í Warne- ■múnde yrði upp lokið. Lengra er málum ekki kom- ið — ennþá. En það er ekki laust við, að „det danske grin“ leiki um varir hvers þess, sem á þau minnist, og er yfirleitt talið, að meðferð- in á Herdal hafi með öllu komið í veg fyrir annars hugsanlegan árangur af för sendinefndarinnar rússnesku, — því að hverjar sem verða efndirnar á loforði sendiherr- ans, dettur engum í hug, að Herdal hafi verið gerður aft- urreka vegna annars en bók- ar sinnar og hinnar hvass- yrtu greinar um Kirk og flokksstjórnina — og hvað sem öðru líði verði fram- koma syndaselsins geymden ekki gleymd, enda auð- sætt, að hann hefur ekki, þrátt fyrir margra ára trú sína á kommúnismann, „losn- að undan blekkingu persónu- leikans“, svo sem vinur vor, Þórbergur, orðar það. En svo er það þetta: Hvað koma þessi mál ís- lendingum við? Hvað kemur þeim við það, sem gerist suður í Búlgaríu, Póllandi, Tékkóslafíu, austur í Rúss- landi — eða jafnvel sunnan við aðeins „tvö hundruð mílna sjó úti í Danmörku?" Jú, svo spyrja víst ærið margir heima á íslandi enn þann dag í dag, — og þó finnst okkur, sem um langt skeið höfum opin augun, þeg- ar aðrir lokuðu þeim — og það margir hinir ólíkustu menn, — að .mjög sé nú um skipt andvaraleysið frá því sem áður var — og það að minnsta kosti allt fram á ár- ið 1947. í þessum mánuði hafa gerzt atburðir í höfuð- stað íslands, sem til þess benda, að þannig geti farið, að erfitt reynist að bera svo tjöru í koll margra íslenzkra menntamanna, að þeir ranki ekki við sér fyrr en athöfn- inni er aðnfullu lokið. Stúdentafélag Reykjavíkur hefur haldið fund við hús- ,; Framhald á 7. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.