Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 13.02.1950, Qupperneq 5

Mánudagsblaðið - 13.02.1950, Qupperneq 5
Mánudagur 13. fsbrúar 1940 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Gaman, gaman hjá tannlækninum! ? Einhverntíma minntist ég á angist þá og ótta, sem oftast nær er ríkjamli á biðstofum tann- lækna. Slík angist er mér í barns- minni, og hef ég mikla samúð með henni. En nú hefur dr. Joel Freed- man, tannlæknir í NeW York, sem er sérfræðingu.r í því að gera við tennur barna, fundið ráð til þess að reka angist litlu tann- sjúklinganna sinna á brott. I stað biðstofu hefur hann leikherbergi fyrir krakkana, og þar geta þau farið í alls konar leiki og leikið sér með ýmis konar leikföng, eins og t. d. rugguhesta og rafmagns- járnbrautir, meðan þau bíða eftir því að komast inn til tannlækn- isins. Þegar aðstoðarstúlkan kallar, labbar krakkinn inn með henni inn í tannlæknastofu eina, þar sem hún hreinsar tennur hans. í herberginu er dimmt, og meðan stúlkan er að hreinsa tennur barnsins, getur það horft á bíó- myndir með Mickey mús og öðr- urn álíka uppáhalds-,,Ieikurum“ sínum. Barnið venst líka við það að fá ,,spóluna“ upp í munninn, meðan tennurnar eru hreinsaðar, en finnur ekkert til og er því ó- hrætt við ,,spóluna“, þegar ballið byrjar hjá lækninum sjálfum. Að fimmtán mínútum liðnum birtist læknirinn og útskýrir hann nú fyrir barninu, hvað hann ætl- ar að gcra við það. En þá er barn- ið orðið svo rólegt »og ánægt af því, sem á undan hefur gengið, að það sezt möglunarlaust í stól- inn og lætur sér vel lynda, að læknir bori og spóli í tennur þess. Að aðgerðinni lokinni fær það síðan glas af ,,límonaði“. Sem sagt, þessi aðferð ku vera sársaukalaus fyrir alla aðila, — nema þá kannske foreldra barns- ins. Því að þau borga reikning- inn! Ekki veit ég, hvort gerlegt eða ráðlegt væri fyrir íslenzka tann- lækna að fara að dæmi dr. Freed- mans, — en þó er ég því tví- mælalaust fylgjandi, að tannlækn ar geri sér ljóst, hvílíkur hrvll- ingur fylgiir því að heimsækja þá og reyni eftir megni að létta fólki þær heimsóknir. Allt er betra en það, að eiga kvalræðið víst! Gaman, gaman á biðstofum!? Nú upp á síðkastið hefur það orðið mitt hlutskipti að þurfa að ganga til læknis — ekki tann- lælcnis — nókkrum sinnum, og eins og ge'ngur, þarf ég oft að hanga lon 02; don á biðstofu hans, eftir því að komast inn til hans andartak í hvert skipti. Og ég gat ekki annað en tekið eftir því, hvað andrúmsloftið er ólíkt frjálslegra og angistarlausara þatna, en á biðstofum tannlækna. Þar eru allir hinir borubröttustu, en ekki eins framlágir og hjá tann lækninum. Þar brenna allir í skinninu eftir því að hefja sam- ræður við náungann og fá að vita allt um hann, ef hægt er, — en hjá tannlækninum steinþegja all- ir. Hér brenna allir í skinninu eftir því að fá tækifæri til þess að lýsa hinum ýmsu kvillum sínum út í æsar og grobba af þeirn, en hjá tannlækni bera allir sínar þján ingar með þögn og Játillæti — þó að varla megi segja ,,með þolin- mæði.“ Biðstofuseturnar geta oft verið stórmenntandi, því að oft felst mikil speki í biðstoíusamtölum, — sérstakilega speki urn veðurfar og sjúkdómseinkenni. Og varla geta seturnar verið leiðinlegar, D D því að fjöldi fólks hangir dag eft- ir dag á biðstofunum, — kannske tvo til þrjá klukkutíma — til þess að láta bera í augu sín (sem það gæti gert sjálft heima) eða til þess að fá eina af þessum líf- og aflgef- andi sprautum (sem þeir líka geta gefið sér sjálfir heima). Slíkt fólk öðlast auðvitað vissan bið- stofukúltúr, — og nú skulum við athuga, hvernig ein meðal löng biðstofuseta fer fram: Eins og allir vita, er það siður á biðstofum, að þegar einhver kemur inn, þá stara allir, sem fyr- ir sitja, fast á hann, meta hann og vega og skoða í krók og kring. Þykir þá tilheyra fyrir þann ný- komna að spyrja út í bláinn: „Ætli læknirinn sé kominn?“ með lotningarfullu hvísli. Biðstofumenn líta þá spurnar- augum hver á annan, unz ein- hver framtakssöm sála með bið- stofu-,,kúltúr“ tekur sig til og svarar. Allt fer þetta mjög hátíð- lega fram, því að flestir líta á lækni sinn sem einhverja al- máttka guðaveru. Síðan er setið þegjandi um stund. Menn gjóta augum hver til annars, athuga, skoða og ,,spekúlera“, og hver aðhefst það, sem honum þóknast. Sumir teygja sig efcjr blaðslitrunum á borðinu, blaða annars hugar í þeim og geispa stórum: „A-a-ah-h-eighhhh! “. Aðrir gera sér það til dundurs að sjúga geypilega upp í nefið, renna niður og dæsa á eftir. Þó eru oft einhverjiir viðstaddir, sem þykjast kunna sig betur en svö, að sjúga upp í nef. Þeir draga upp rauðan snýtuklút oft illa mulda), snýta í þá vænni hrepp-j stjórasnýtu og vefja klútnum síð- an vandlega utan um snýtuna og stin^a öllu saman í vasann til géymslu. Þessi snýtuklútategund fær sér líka venjulega strax í nef- ið á eftir snýtunni og rymur ánægjulega, því að ekki rná „trýn ið tómt vera“, eins og þar stend- ur. Enn eru líka aðrir, sem sífellt eru að ræskja sig og hrækja, — án þess þó nokkru sinni að hrækja nokkru út úr sér. Menn heyra bara eitt ,,glúpppp!‘V er þeir renna öllu niður aftur. Þetta er leiðinlegasta tegund biðstofu- gesta, en sem betur fer sjaldgæf. Og loks eru svo þeir, sem flauta eða segja við og við upp úr þurru: „Jahá,. þaðvarnúþað! “ Sem sagt alls konar ,,músík“ og búkhljóð manni til dægra- styttingar. En er þessu hefur farið fram um hríð, er talið, að menn séu búnir að kynnast hver öðrum nóg af ræskingum og snýtum og því tími til kominn að byrja sam- ræður. Margur mærðarbelgurinn á oft erfitt með að stilla sig svona lengi, — en þetta tilheyrir nú samt biðstofu-,,kúltúrnum“. Samtölin hefjast undantekn- ingarlítið á athugasemdinni um veðrið eða þá það, hver sé á und- an hverjum í röðinni inn til lækn- isins. (Þess má geta, að í hvert skipti, sem læknirinn birtist í dyr- unum, líta allir á hann auðmjúk- um og tilbiðjandi augum). — Síðan fara samtölin að verða per- sóiiulegri, og margt er nú spjall- að. En eitt er öllum biðstofugest- um Sameiginlegt: þeir þrá það eitt að fá að gefa sem skýrastar og nákvæmlegastar lýsingar á sín- um eigin kvillum og útskýra þar með, hvers vegna þeir séu á bið- stofunni mættir. Þeir al-fínustu sletta latínu í sjúkdómsgreiningu sinni, og gapa þá allir auðvitað af undruii og aðdáun. Sem dæmi upp á það, hve margs maður getur orðið vísari á biðstpfum, skal ég segja vkkur um hvað ég fræddist í gær. E<t fékk allt að vita um melt- D ingarleysi og þar tilheyrandi tepp ur í gær, — bæði orsakir slíks og ýmsar læknisaðgerðir gegn slíku. Við hlið mér sátu sem sé tvær konur, sem ræddu þessi mál út í æsar og kepptust um það, hver um sig, að gefa sem nákvæmleg- astar (og nálegastar!) lýsingar af erfiðleikum sínum. Annarri reyndist ,,krúska“ bezt, hin helt með ,pipum Veðrið var al- Framhald af 1. síðu. • hann því upp á því furðu- lega athæfi að elta sölu- bömin um gmndirnar! kringum skólann og reyna 1 að reka þau á burt. Börn-! unum þótti gaman aðj þessu, og færðist leikur- inn mjög í aukana. Kom svo um síðir, að einn krakkinn kallaði „viltu kaupa Mánudagsblaðið?41, en Halldór rann eftir hon- um og vildi handsamg. hann, en þá kallaði sá næsti það sama, og hljóp þá Halldór eftir honum, en síðan koll af kolii. Varð af þessu hið mesta gaman, j og hópuðust menn sarnan og hlógu aUtftjög. Minnti þetta eidri r^rean á matm- ýgt naut I ,gh;ðfnigu, sem abbast upp .á alit og alla, en yngri kypslóðin minnti ist nautaatanna i bíó! Hugði nú Halldór á hefndir stórar, en varð erfitt um ‘ framkvæmdir, því að ekki var hægt um að hrekja skýringar blaðs ins á starfsferli Framsókn ar. I síðustu viku þóttist þó Halldór sjá tilefni til þess’ að gagnrýna greir blaðsins um starfsemi lög- reglunnar í heild. Grein þessi varð að vonum fá- tæklegt plagg, byggt á þekkingarleysi, illgirni og viljandi misskilningi á greininni í þessu blaði. Meðal annars heldur Hall- dór því frain, að þetta sé eina dæmið um lögleystu’ lögreglunnar og þess vegna dæmi blaðið alla sáJmaskáiáslns lögreglunc. í grein blaðs- ins var hinsvegar tekið fram, að of mikið væri um hrotta innan lögreglunn- ar og biðu betri menn hennar í heilcl skaða af því. Dæmi um hrottaska.p lögreglunnar eru nóg, og er óþarfi að rekja þau hér En svokemur Halldór ao einu atriði og segir: „Við skulum snúa dæminu við, c 5 sr. Pétur yrði sa-nn ur að gluggagægjum." Ja, Halldór minn, stund um verður þeim það á, sem mikið skrifa, að þeir vilja gleyma. Menn muna það, þegar Halldór ritaði heile grein um efni, sezn hann sá gegnum giugga hér uppi í sveit, þar sem hann var hvorki boðinn né velkominn. Það var gert að umræðiuefni hér á sínum tima, og þar sem Halldór hefur bókað þr-5 á síður Timans, þá ætti lögreglunni að vera hægt um vik að fá tilefni til „heimsóknar". Seinna í greininni vík- ur Halldór'sér að ritstjóra þessa blaðs og blaða- mennsku almennt og telur að ekki megi dæma blaða- mónn eftir honum eð'a hans líkum. Jæja, Halidór minn/ það hefur enn ekki verið kallaður saman fund ur í Blaðamannaféiaginu til þess eíns að ræoa skrif in hér eins og þegar þú fylgdir dauðum samstarfs manni að gröfinni me5 eituxpenna þeim, sem þú stýrir. mennt álitið gott, og yfirleitt spáð, að það myndi haldast gott fyrst um sinn. Alitið var, að allt væri að fara á hausinn vegna síltl- ar- og fiskileysis. Gamli maður- inn í horninu var frá Skagaströnd og var hingað kominn til þess að leita sér lækninga við (nákvæm- lega útlistaðri) nýrnaveiki. Það hafði heyjazt sæmilega í Skaga- firði í fyrra. LitJa. stúlkan með flétmrnar var tól&tára ög ekki dóttir hans Stgurðært eins og spyrj andi hélt, heldiír Var Eún Björns- dóttir. Frænka-maiihs kpnunnar t rauðu kápuúni háfði nýlega ver- ið skcrin upp við alveg riáMvam- lega sama sjúkdómj og stúlkan í grænu kápunni þjáðist af, — og hafði verið úsköp veik, — ósköp veik .... (Sú grænklædda föln- aði og ók sér í sætinu, er hún reyrði hinar ácakanlegu lýsingar, eins og vonlegt var). Maðurinn í leðurjakkanum lét sér fátt um bæjarstjórnarkosningarnar finn- ast, en gamli maðurinn með gráa yfirskeggið -sagðist nú „aldrei hafa getað hugsað sér að fá annan borgarstjóra en blessaðan borg- arstjórann!“ Þcgai' röðin var komin að mer að fara inil til læknisins (bless- aðs), þá var ekki lausc við, að ég hálfsxi eftir þvt að yfirgera bið- stofusamræðurnar, því ao þá voru einmitt allir kpmnir t hávaða- „diskússíón" um það, hvort séra Pétur hefði aðeins rjálað við gluggann hjá stúlkunni; eða hvort harm hefði aðeins kíkt þar , inn; eða hvort hann hefði skriÖið þar inn um gluggann(i); eða j hvort hann hefði þar hvérgi nærrt í komið, heldur sofið svefni hinna ! réttlátu, eins og auð vitað ö lium Ío góðum sálusorgurum bar. Já, biSstofusetur eru stórmennt j andi. i Þó er þar tvennc, sern alltaf ! fer ítau^arnar á mér. Það eru ! ° jíitlu krakkarnir, sem öskra . og ' sle'.a cgvetná, — ekki af sársauka , eoa veikindum, 'hcldur af ein- I skærri óþekkt. Og sú tegund ‘kvenna, sem sAelIc er að spvrja þá, sem á undan hennt éru konin- ir, hvort hún megi ekki „skreppa snöggvast inn á undan þeim — hún eigi kara að fá eina litla sprautu, tekur ekki augnablik“. Slíkt er pirrandi, því að oft eru þeir, sem fyrir sitja, líka komnir aðeins til þess að fá ,,eina, litla sprautu", en kunna samt ekki almennilega vio þao að neita betðni þeirrar freku. Og rétt skal yera rétt, eins og viÖ segjuxn á biðstofunum! Clio.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.