Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 13.02.1950, Qupperneq 7

Mánudagsblaðið - 13.02.1950, Qupperneq 7
Mánudagur 13. febrúar 1940 MÁNUDAGSBLAÐH) 7 Greinargerð Guðmundar Framhald af 3. síðu. Um kl. 0100, aðfaranótt 19. janúar, síðstliðins, hringir þessi sama stúlka til mín, og segir mér, að nú só síra Pétur enn kominn og reyni hann að opna herbergisglugga hennar, en stúlkan virtist vera mjög hrædd. Segi ég henni að hringja strax til götulögregl- unnar og lofa að koma sjálfur á vettvang. Nokkru síðar komu lögreglumenn á staðinn, og leituðum við síra Péturs þarna í nágrenninu, en fundum ckki. Nú má segja að hér hefði mátt staðar nema, og get ég vel fallizt á, að réttara hefðþ verið að bíða til morguns með að hafa tal af síra Pétri, en röksemdir mínar fyrir þeirri á- kvörðun að hitta hann strax, voru meðal annarra þessar: I. Maður, sem tvívegis hafði gert tilraun til að troðast um hánótt inn til stúlku, sem hann átti ekkert vingott við, og halda með því fyrir henni vöku og hræða hana, virtist vera þannig andlega á sig kominn, að nauðsynlegt væri að láta hann stinga við fótum, bæði vegna öryggis annarra borg- ara, svo og til að firra sjálfan hann öðrum og háskalegri verk um, sömu tegundar. II. Með því að hafa strax tal af manninum, var sennilegt að unnt yrði fremur að gera sér grein fyrir ástandi hans almennt, og meðal annars því, hvort drykkjuskapur ætti sök á framkomu hans, auk þeirrar almenmi reglu, að því fyrr, sem hafizt er handa um rannsókn máls, verður oftast auðveldara að leysa það. Eg aflaði mér nú upplýsinga um heimilisfang síra Péturs, hringdi til Páls, lögfræðings, bróður. hans sagði honum hvað til stæði og bað hann koma heim til síra Péturs eða hafa samband við mig á ldgreglu- stöðinni, og fró svo á- samt lögregluþjónum, heim til hans. Eg bankaði á Iierbergisdyr, og var okkur þá boðið inn að ganga. Eg vil ekki þreyta lesendur þessarar greinar á löngum lýsingum þess, sem gerðist í herbergi síra Péturs. Hafa vitni þau, sem þar voru, um það borið, og vitanlega á allt annan veg en þann, sem síra Pétur vill vera láta. Eg vil nú taka þetta fram: I. Síra Pétur var alls ekki „handtekinn" af mér eða fylgd armönnum mínum, helaur skýrði ég honum frá, að ég teldi heppilegt að við gætum ræðzt við í skrifstofu minni. Kvaðst hann fús til þess, og kom því með okkur. II. Allt tal síra Péturs um hótanir af minni hálfu og ann- an dólgshátt. hefur þegar ver- ið afsannaður með framburði lögreglumaunannn og hirði ég því ekl?i að skattyrðast við hann um það. Allt háttarlag sira Péturs frá því er við hitt- einkenndisi viðleitni til að forðast kjarna máisins en snér- ist hinsvegar um „dulbúna kommúnistiska samsærismenn,“ og annað óráðshjal, III. Strax og ég sá síra Pét- ur þarna í herberginu styrktist sá grunur minn að frásagnir stúlkunnar og föður hennar væru réttar, því hann var auð sjáanlega sami maðurinn og sá sem ég hafði séð, laust eftir miðnætti aðfaranótt mánudags ins 16. janúar, eigi alllangt frá Óðinsgötu 18 A, en hann virtist þá undir áhrifum áfeng- is og sönglaði þýzka drykkju- vísu, þar sem hann slangraði eftir götunni, en samkvæmt frásögn stúlkunnar virtist hann hafa komið að glugga hennar rétt á eftir. Samkvæmt upplýsingum Veð urstofunnar byrjaði ekki að rigna, fyrr en eftir kl. 1 aðfara nótt fimmtudagsins 19. janúar lögregluþjónar bera fyrir rétti að regnlilíf prestsins hafi ver- ið blaut. Páll, bróðir sdra Péturs, kom nú áður en við fórum úr her- bergi síra Péturs og fylgdist hann með okkur úr því. Er þáttur hans í málinu kapítuli út af fyrir sig, sem er í senn skammarlegur og vafalaust refsiverður, enda hefi ég þeg- ar kært Pál fyrir framkomu hans, sem var, vægast sagt, með endemum, af manni, sem gera verður einhverjar lág- markskröfur til, vegna langrar skólasetu. Eftir að vera kominn í skrif stofu mína, reyndi ég að tala við séra Pétur, en hann var þar alls ekki við mælandi og olli því tvennt: Ofsi hans, og svo hitt, að hann hélt jafnan uppi mærðar og ofstækisfull- um ræðuhöldum, um allt annað en tilefni viðtals okkar, svo sem „kommúnistiskar ofsókn- ir,“ og annað það, sem þessu máli var óviðkomandi. Það hefur verið á það minnzt i einhverju blaði, hversu farið hefði ef hér hefði átt í hlut umkomulítill verkamaður r stað séra Péturs Magnússonar. Eg fullyrði að ef í hlut hefði átt bara venjulegur, sæmilega.ær- legur maður, í hvaða stétt sem var, þá hefði hann viðurkennt brot sitt, og beðið gott fyrir það, og ég fullyrði að jafnvel séra Pétur hefði líka lokið við þá játningu sína, sem hann var byrjaður á, ef ekki hefði komið til Páll bróðir hans, sem með framkomu sinni fyrirmunaði séra Pétri þá leið, sem ein var honum, stöðu sinnar vegna, sæmileg. Eg sá nú að tilgangs laust var að ræða frekar yið séra Pétur, og lét hann því fara. Það er rétt, að ég hafði ekkert á móti að mál þetta félli þar með niður, og olli því tvennt: I fyrsta að ég vonaði að það, sem þegar hafði gerzt, yrði séra Pétri sú áminning, að hann myndi eftirleiðis hugsa sig tvisvar um, áður en hann raskaði næturró fólks, með an- kannalegu hátterni sínu. 1 öðru lagi vissi ég að síra Pétur mvndi hafa skömm af þessu máli, ef það vrði almenningi RADDIR LESENDANNA Rvík, 6/2 ’50. .... þökkum prýðilega for- síðugrein í blaðinu í dag og lýs- um okkur 100% sammála yður um rannsókn á störfum lögregl- unnar. Óánægja er nú orðin svo megn með störf lögreglunnar, að henni er greiði gerður, ef þeir menn innan hennar, sem komið hafa á lögregluna óorði í heild, séu fjarlægðir." Pétur, Gunnar. 7/2 1950. „Ekki er svo, að skilja, sem hér sé um neitt nýtt að ræða frá hálfu lögreglunnar. Þótt í hcild megi segja, að lögreglumenn séu samvizkusamir í starfi, þá eru umkvartanir almennings um ó löglegar aðgerðir einstakra lög- regluþjóna gagnvart ýmsum bæj arbúum, orðnar of almennar til þess að þetta mál verði þagað í hel. Bretlandi og Bandaríkjunum yrði svona athæfi þolað, jafnvel þótt presturinn yrði sannur að þeim dylgjum, sem rannsóknarlögreglu þjónninn lætur skína í. Hann (Guðmundur) hefur framið ó- heyrilegt brot á frelsi einstakl- ingsins.“ 6/2 1950. ....Við hérna á skrifstofunni jhöfum rætt þetta mál fram og aftur síðastliðna viku og erurp allir sammála um, að það þarf að hreinsa til innan lögreglunnar. Mál sr. Péturs verður prófmál dómsmálaráðuneytisins. Vefður þetta land lögregluríki eða ekki? Það er spurningih.- : Skfifátöfiifólk.“ .... enda hefur logrpglan í þessu fámenna landi þá'sérstöðu,! _________________________ að hafa fyrst lamið og brotið þekktan iögfræðing, síðan læknir og nu síðast ráðist inn á heimili eins af prestum þjóðkirkjunnar. En þessir menn eru allir mennt- aðir og mega síns nokkuð í þjóð- félaginu. Hvar stöndum við, sem ekki erum skólagengnir og þekkj um ekki annað en áhrifalausa al- múgamcnn? Menn innan okkar hóps hafa oft verið beittir órétti, án þess að geta rönd við reist. Okkar skýringar eru ekki teknar til greina, þegar við stöndum gegn einróma framburði lögreglu maniia. Eg rengi ekki lögfræðing- inn, iæknirinn eða prestinn. ííg vðit, að þeir segja satt, þótt það se ekki mití að sanna það. Það er ekki gengið fram hjá okkur, þegarfcríkissjóður þarf á fé ao halda og það minnsta, sem við geíum gert kröfu til, er að hið opinbera ráði í þjónustu lag- anna menn, sem vernda réttindi okkar, en brjóta þau ekki. Það eru okkar peningar, sem þeir- taka í kaup. Sjómaður.“ ljóst, óg um það kærði ég mig ekki. Eg átti ekkert sökótt við hann persónulega, enda myndi ég engum manni vilja það, að almenningur bæri honum að nauðsynjalausu leiðindasögu. Séra Pétur hefur nú tekið þann kost, að leggja mál þetta í dóm almennings og á þann hátt, sem séra Pétri var sam- boðnastur. Um hinar upprunalegu sakar giftir í máli þessu hefur al- menningur þegar dæmt........ að vísu nokkuð á annan veg en þann sem síra Pétur mun hafa vonað, og munu þar um engu breyta nýjar tilraunir hans til afsönnunar. Eg vona að ég hafi nú með þessari grein skýrt þau aðal atriði, sem kunn þurfa að vera, áður en ég kann að vera sakfelldur. Eg vil taka fram, að ef um er að ræða „sök“ nokkurs lögreglu- manns, í þessu máli, þá ber hún mér einum. Þeir göltulög- reglumenn, sem með mér voru þessa nótt, unnu samkvæmt þeirri gömlu og hefðbundnu vinnuvenju að styrkja rannsókn arlögreglumenn til hverra þeirra verka er þeir telja sig þurfa að framkvæma. Hefur það aldrei komið að sök, og verða þeir því með engu móti réttilega ásakaðir, þótt ég kunni að verða sakfelldur, en fari svo, þá er fráleitt að nota það tilefni til ásakana á hendur lögreglunni í heild. Yrði það fyrst og fremst sönnun þess að ég hefði farið út fyrir þau tak- mörk, sem almennt eru, og hafa verið viðurkennd í störf- um lögreglunnar, en vegna þess væri jafn ranglátt að fordæma lögregluna eftir þessu eina máli, af mörgum, sem ég hefi unnið við, og það væri að afla upplýsinga um síra Pétur Magnússon, allt frá skólaárum hans, til þessa dags, og segja svo: „Þarna hafið þið það, kæru bræður. Svona eru prest amir á lslandi.“ Nei, það ætti, senú’ betur fer, enginn heilvita maður að gera.“ Guðmundur Arngrímsson. Svo á ísSanii fylli um andlegt frelsi, án þess að þar kæmi til annað eins tilefni og vorið 1948. þá er Arnulf Överland kveikti kyndil frjálsrar hugs- unar og heilbrigðrar skyn- semi og hóf hann svo hátt, að bjarma bar ekki aðeins yfir Reykjavík og nágrenni, heldur vdtt um land. Á fundi þessum fluttu tólf mennta- menn ræður, og fulltrúar „h ins austræna lýð- r æ ð i s“ hnipruðu sig í kút, þegar þeir voru beðnir að svara spurningum, sem þann- ig voru valdar, að þögnin ein saman nægði sem óræk afneitun á Stalínismanum sem samboðnum unnendum andlegt frelsis — og um leið var hún fullkomin sönnun þess, að eitthvað annað en skynsemi og dómgreind þeirra Andréssona og ann- arra brennumanria hefur ráð- ið afstöðu þeirra. Einungis einn þeirra reyndist svo svín- beygður undir ok forherð- ingarinnar að hann gerðist til að fótum torða skynsemi sína og sjálf sitt frammi fyrir fundarmönnum. Og asni" þegar svo kom til atkvæða- greiðslu um tillögu frummæl- enda, borna fram sem niður- stöðu langrar fordæmingar- ræðu á hinu rússneska und- irokunarkerfi alls andlegs frelsis, þá dirfist enginn — e n g i n n af þeim Stalíns- sveinum að greiða mótat- kvæði! Þessi er þá orðinn árang- urinn af kynningu á raun- verulegum staðreyndum þess, sem fram hefur farið í Rússlandi og leppríkjum Rússa — og raunar meðal allra þjóða, að því leyti sem Moskvuhrammurinn fær sér við komið. Og það, sem gerzt hefur í Danmörku út af sein- ustu bók Haralds Herdals,. er deginum Ijósara dæmi þess, að hvarvetna, svo á íslandi sem 1 Danmörku og hverju öðru landi, er hver sá, sem elcki hefur „1 o s n a ð undan blekkingu per- sónuljeika n s“, gripinn steinbítstaki — og það er reynt að beygja hann og síðan kefla af makt ‘myrkr- anna í Moskvu, beinum arf- taka Attila og Dhjengis Khan. Kbh. 30. 1. ’50. Guðm. Gíslason Hagalín. Leikkvöld Menntaskólans 1950 v Gamanleikur 1 5 þáttum. L. HOLBERG Leikstjóri: BALDVIN HALLDÓRSSON Verður sýndur í Iðnó þriðjud. 14. feb. kl. 9.30. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó mánudag 13. feb. kl. 4—7 og þriðjudag frá kl. 2.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.