Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 20.02.1950, Side 1

Mánudagsblaðið - 20.02.1950, Side 1
9. tölublað. Mánudagur 20. febrúar 1950. Aiþjóð bíður úrlausnar stjórnarinn ar með eftirvæntingu Kemur frumvarpið fram í dag? Það mun vart ofsagt, að nokkur ótti sé í al- menningi vegna væntanlegs stjórnarfrumvarps um bjargræði í fjármálum landsins. Ötti þessi er eng- an veginn ástæðulaus, því að þrásinnis hafa ný „bjargræði" aðeins þýtt aukna skatta á almenningi og eignum þeirra. Staðreyndir sýna, að atvinnuleysi færist enn í aukana og alþýða manna hefur nú minni peninga milli handa en var til skamms tíma. Það má telja víst, að öllum alvarlega hugs- andi mönnum er það kappsmál að leysa fjárhags- mál þjóðarinnar og koma atvinnutækjum þjóðar- innar á öruggan grundvöll, svo að þjóðinni sé tryggð viðunandi lífsafkoma. Innan stjórnmála- flokkanna mun almennt ríkja áhugi um það sama, nema kannske hjá kommúnistum. Þó vill þess gæta meðal Framsóknar, að valdastreyta og óeðlileg löngun til persónulegs framdráttar meðal brodda flokksins, eyðileggja alla heilbrigða samvinnu í þessu vandamáli, og er þaðan lítilla úrræða að vænta, nema betri öfl flokksins, sem enn hafa áhrif, neyti þeirra til þess að koma skilningi í for- ustumenn hans. Menn ræða nú mjög sín á milli, hversu frum- varp stjórnarinnar muni hljóða. Eru miklar sögu- sagnir um úrræðin og sumar furðu langlífar. Flest- ir óttast mest auknar skattaálagningar, en höfund- um frumvarpsins mun það þegar ljóst, að allur almenningur er nú þegar að sligast undir byrðum Sannleiksást lögreglujijónsins Guðnmndar Arngrimssonar í greinargerð Guðmundar Arngrímssonar, birtri í Mánudags- opinberra gjalda. Auknir skattar og álögur myndu því tæpast vera annað en gálgafrestur, en öng- þveitið í fjármálunum haldast eftir sem áður. Því er almennt búizt við að frumvarpið komi fram í þessari viku eða jafnvel í dag. Um það er' engu spáð hér, en svo virðist af ummælum flokks- foringjanna, að ekki megi draga lausnina degin- um lengur. Það má kannske segja, að velgengni stríðs- áranna hafi skapað kæruleysi cg bjartsýni í fjármálum landsins, enda mun það eina af- sökun forustumanna þjóðarinnar á ólestri þeim, sem skapazt hefur. Sívaxandi dýrtíð cg aukin al- menn gjöld hafa til þessa bjargað ríkissjóði fráj hruni, en nú ætti forráðamönnunum að vera ljóst, I að slík úrræði eru ekki lengur nýt. Með auknum hömlum á atvinnufrelsi einstakl- ingsins og vaxandi útgjöldum hans til hins opin- bera er ei annað sjáanlegt en fjöldi æskumanna vorra vilji flytjast búferlum af landi burt er þeir sjá, að hér er ekki til nokkurs að vera. íslend- ingar eru sjálfstæðir í lund, ekki einungis hvað sjálfstæði þjóðarinnar snertir, heldur cg sjálfstæði hvers eins manns til þess að vinna og framkvæma á eigin spýtur og njóta svo ávaxta vinnu sinnar. Ef borgarflokkarnir geía ekki náð samstarfi um heilbrigða lausn þessara mála, kann svo að fara, að auður sá, sem landinu skapaðist á styrj- aldarárunum, verði okkur til meiri skaða en nokkur plága, sem yfir landið hefur dunið. Meðal íslenzku þjóðarinnar starfar nú deild úr alþjóðaflokki manna, sem hvergi hafa enn þróast nema þar sem örbirgð og fáíækt hafa haldið innreið sína. Flokk-1 arnir hafa nóg ágreiningsmál til þcss að deila um utan þess voða, sem þjóðin stefnir að, ef lausn fæst ekki hið bráðasta. Hvað dvelur Hæring? Um þessar inundir veið- ist meiri síld við Noreg en dæmi eru til, eftir frétt um að dæma. Síldarverk- smiðjur hafa unnið dag og EÓtt og ekkert haft við, og um tíma varð að stöðva flotann þar í 14 daga, vegna þess að ekki var hægt að vinna úr aflan- um. Hér við höfnina liggur fljótandi síldarverksmiðja, að því oss er tjáð, 1. flokks í öllum útbúnaði, bæði hvað vélar og annað snertir. Fréttir bárust einu sinni um, að ef síld myndi bregðast við Island, þá væri I lófa lagið að senda þessa verksmiðju okkar til Noregs og græða stórfé á því að leigja hana. Jóhann Hafstein lýsti því yfir á Heimdallarfundi að öll skrif um Hæring væru tóm vitleysa, sem bezt sæist á því, að hann hafi flotið hingað vestan úr Kyrrahafi. Engum manni dettur í liug að gruna Jóhann um annað en einurð og sannleika í þessum málum. Hversu væri nú, ef Jóhann sendi Hæring til Noregs og léti hann græða fé fyrir okk- ur? Það yrði sannarlega öllum ánægjuefni, ef Jó- liann ræki af sér og skipi sínu allar ásakanir um, að það væri ósjófært. blaðinu 13. þ. m. stendur meðal annars þetta: „Samkvæmt upplýsingum Vcðurstofunnar byrjaði ekki að rigna fyrr en eftir klukkan 1 að- faranótt fimmtudagsins 19. ján- úar. Lögregluþjónar bera fyrir rétti, að regnhlíf prestsins hafi verið blaut.“ Ut af þessu vildi blaðið birta eftirfarandi vottorð frá Veður- stofunni: ,,Veðurstofan 15. febr. 1950. Vottorð um veður í Reykja-. vík 18.—19. jan. 1950. 18/1 kl. 22 vindátt og veður- hæð SSE 6, lítilsháttar rigning og óslitin, skyggni 12—14 km., hiti 7,4C°. 18/1 kl. 23 vindátt og veður- hxð SSE 6, talsverð rigning og óslitin, skyggni 6—7 km., hiti 8,4C°. 18/1 kl. 24 vindátt og veður- hæð SSE 4, talsverð rigning os óslitin, skyggni 4—5 km., hiti 8,3C°. 19/1 kl. 1 vindátt og veður- hæð SSE 5, talsverð rigning os: óslitin, skyegni 3—4 km., hiti 9,0C°. Samkvæmt bókum Vcðurstof- unnar. \Uðurstofan, Reykjavík, 15. febr. 1950. Valborg Bentsdóttir.“ Hvers má vænta um sann- leiksþjónustu slíkra lögreglu- þjóna, þá er þcir eru að bera um eitthvað, þar sem þcir eru einir til frásagnar, fyrst þeir víla ekki fyrir sér að fara með í skvrslum sínum opinberar heimildir á þenn an hátt. 1 febrúar snjóaði geysilega 1 New York fylki í Bandarikjunum. — Myndm sýmr, hvernig símalínur lilóðust af snjó, en síðan frusu þær.

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.