Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 20.02.1950, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 20.02.1950, Blaðsíða 6
• . • '• Ijai .•.:.¦'¦ MÁNUDAGSBLAÐIÐ ¦>v-;KVý;;.;,y;:j]!44ii.udagur 20. febrúar 1550. borgari, staðfastur, daufur. Þú lítur út eins og banka- stjóri", andvarpaði hún. Kannske það takist." Svo tók hún hermannsfötm undir hönd. „Við megum ekki skilja þau eftir hér. ,Ef þau fyndust, yrði það slæmt fyr- ir vin okkar, dyravörðinn." „Þetta var henni líkt, líkt Zosha ,sem hann hafði elsk- að. — að hugsa um dyravörð inn." „Komdu", sagði hún „tím- inn er kominn. Komdu með handtöskuna. Hún er tóm, en það skiptir engu. Ef þeir spyrja þig, þá er öllu lokið." Hún opnaði dyrnar og svip aðist um forstofuna beggja handa og svo benti hún hon um. Til þess að sjá vel, lyfti hann gullspangargleraug- un upp á enni sér og fylgdi henni. Hún fór niður mjóan járn stiga, niður í mjög stóran kjallara. Hann vissi, að þau höfðu komið þessa leið kvöld ið áður, þegar þau hurfu af snævi þaktri götunni. Nú fór hún með hann í f jarlægri enda kjallarans, opnaði stál- hurð og sagði: „Farðu eins varlega og þú getur. Láttu ekki sjást á þér kolaryk og duft. Gangurinn var þröngur og lágur og var fullur af gufu pípum og hitaður frá mið- stöð í hinum ofstóra kjallara, sem £au voru nú farin úr. 'Miðja vega í löngum göng- unum faldi hún hermanns- klæði hans, bak við pípurnar. „Þegar þeir finna fötin", sagði hún, „þá vita þeir, að fuglinn er floginn". Við enda ganganna fóruþau inn í annan afarstóran kjall- ara. Þennan kjallara fóru þau, og upp járnstiga. og þeg ar hún opnaði hurðina við pallskörina, voru þau komin inn í aðalgang leiguhúss nokkurs. Bak við lyftukassann fékk hún honum járnbrautarfar- miða. „Eg verð í lestinni, en ég verð ekki í sama klefa sem þú. Ef þú sérð mig. þá mundu að þekkja mig ekki. þá getur grunað, að ég sé að fara með herfangið til Fabri- zíusar. Verið getur að þeir haldi vörð um míg. Og farðu iiú!" (-Hún kyssti hann elki bg ijann hugsaði. Þetta er mjog; ^allega gert" af" henni. Hun hefur _ekki getað fengið af sér að gera það. Kannske hún sé nú að fara. Ef til vill er þetta í síðasta sinn, sem ég sé hana. Kannske taka þeir mig á leiðinni til Freiburg, það færi. bezt á því. ] En allt í einu tók hún í handlegginn á honum. „Líð- ur þér vel? Ertu nú albata? Geturðu þettað hjálpar- laust?" ; „Eg er mjög þreyttmv Það ér allt og sumt. Mér líður mjög vel". :„Vertu þá sæll!" „Vertu sæl". - . •_:....._. . V' FRAMHALDSSAGAl R s 11 €i n g I nn af d^iionum • 3* ¦ eftir Louis Bromfield. - Hann tók eftir því, að hún sagði „Vertu sæll", en ekki „vertu sæll á meðan". Þegar hann fór aftur um dyrnar í stóra kjallaranum. þá fann hann í hjarta sínu sáran sorgarsting og beiskju vegna allrar þeirrar lífsá- nægju, sem hefði átt að vera þeirra um aldur og æfi, en hennar mundu þau nú aldrei njóta aftur, af því að þau voru fædd af fordæmdri kyn- slóð í fordæmdum heimi. Það, sem guð hafði ætlað þeim, var nú að engu gert með hinu illa í manninum. Því næst rétti hann úr sér af því að hann vissi, að hann mundi þurfa á öllu því þreki og ró að halda, sem hann átti til, er hann færi fram hjá vörðunum á götunni og síð- ár á stöðinni. Hann setti upp þykku gleraugun, tók upp ódýru handtöskuna, og hélt svo til dyra hálfblindað- ur. Þettað reyndist einfaldara en hann hafði hugsað. Á götuhorninu stöðvuðu hann tveir menn og kröfðust að sjá skjöl hans. Hann gat ekki séð framan í þá. Gleraugun voru svo þykk, að hann var hálfsjónlaus. Og hann hugs- aði: „Kannske gleraugun hafi líka breytt mér. Það var skrítið hve mikið traust gleraugun vöktu honum. Það var ekki einungis svo, að þau breyttu öllum heiminum, heldur virtust þau líka breyta honum, drógu dul á persónu leika hans og deyfðu hann andlega. „Og starfi yðar?", spurði annar þeirra. „Bankastjóri, hér' staddur til þess að selja fasteign". „Þér hafið heimsótt lög- reglueftirlitið?" „Stimpillinn þeirra er á vegabréfinu mínu — Sjáið þið?" !-Maðurinn 'spurði: '„Þettað er .. Ijósmyríd' af yður?" „Já, en ég er gleraugna- laus". Hann vissi, að nú hafði hann hlaupið á sig, en við því varð ekkert gert úr því sem komið var. Hann hélt áfram að tala með því, sem hann hugði vera sterkum svissneskum áherzlum. „Takið þér af yður gleraug- un". ...,, Hann tók af sér gleraugun, drap tittlingana; og starði mjög .alvarlega. Honum létti, þegar hann sá, að hann hafði -hvorugan eftirlitsmann inn séð áður. Fyrr eða .síðar þekkti hann þá, sem eltu hann. Maðurinn, sem spurði hann var eins og rotta á svipinn — rétt eins og Göbbels. Hann var hissa á, hve margir þeirra höfða þenn an nagdýrssvip, eins og hreysikettir. „Og yfirskeggið — er það laust líka?" „Afsakið" — sagði hann aulalega. Þetta var slæmt augnablik. „Hvað voruð þér að gera í þessu hverfi?", spurði mað- urinn. „Eg var í nótt hjó Gucken- back frænda mínum. Hann býr á hæðinni nr. 33". „Parlez-vous fancais?" (Talið þér frönsku?). „Naturellement. Je viens de Montreux" (Auðvitað Eg kem frá Montreux). Þetta virtist bjarga hon- um', en aldrei var hann alveg viss um, hvernig á því stóð Maðurinn fékk honum aftur vegabréfið. Hann lagði frá sér hándtöskuna óg setti aft uf á sig gleraugun. Hann fór hægt að öllu, því hahn yrði að geyma sig Fabriziusi, svo hún fengi heiðurinn af því að hafa tekið manninn. Maðurinn með hreysikatt- arandlitið sagði: „Enn annað bankastjórakvikindi!" Því næst sneru þeir baki við hon um og skildu skyndilega við hann, áður en hann hafði lagað á sér gleraugun aftur og tekið upp handtöskuna. Hann fór sér hægt og mak- indalega. Ekki fannst honum sér vera borgið, fyrr en hann kom til brautarstöðvarinnar. Nú virtist honum allt vera í lagi, nema þá ef hann mætti einhverjum njósnara., sem hefði séð hann áður og kynni að þekkja thann. Af gleraug- unum fékk hann svima og hræðilegar kvalir í höfuðið. A brautarstöðinni virtist vera heill hópur manna að fara. Lögreglueftirlitið virtist ekki sjá neitt grunsamlegt. Feiti herforinginn spurði að eins: „í hvaða erindagjörð- um eruð þér hér?" „Að gera upp fasteign og selja hana". „Lokið?" „Já". ,/aott". Hann braut saman vegabréfið, fékk honum það og sagði:: „Lokið". Og þetta orð endurómaði í eyrum hans jáfnvel eftir að hann var kominn út fyrir hliðið. Og þetta orð. Jú, einmitt. Jafnvel þótt hann hefði lang að. til.að komast..undari,;þ& 'var nú öllu lokið með hann. Hann yrði aldrei framar til ^neins góðs. Það væri auðveld ara að græða hræðilegt sár, en að lækna hinar eyðilögðu taugar hans. En hann hafði nokkurs konar rangsnúna á- nægju af því að hafa leikið á þá hingað til. Ef til vill var það aðeins vani, langur og ánægjulegur, sem þeir ein ir nutu, sem 'léku á þá, sem eltu þá. Nú fær,ðist þreytan yfir hann aftur, einhver undarleg ur doði, sem virtist lama all- ar hans gerðir. í lestinni fékk hann sér sæti í annars- flokks klefa, og lokaði svo augunum nálega undir eins. Hann þorði ekki að taka af sér gleraugun, þótt glerin kveldu hann og ykju hinar miklu þrautir, sem hann hafði í hÖfðinu. Allt í einu fann hann að" hann var að Imissa meðvitundina. Þetta var ekki svefn. Það var að líða yfir hann. Óskýr heim- urinn leið í kringum hann og. hringsnerist og sveiflað- ist umhverfis hánn, og hvarf svo í þokumistur. Þegar hann vaknaði varð hann þess var og þó óljóst í fyrstu að sólbirtu lagði inn um gluggann á einni hlið herbergisins. Þetta her- bergi hafði hann aldrei séð áður, en hann þekkti það strax á ljósamyndunum í loftinu. Það sólarljós vár endurspeglað frá vatni, og dansaði í fáránlegum mynd- um, sem í fyrstu skáru í augu honum. Þá varð honum smám saman ljóst, hvað hann mundi finna í herberg- inu. Gegnt honum mundi vera viðamikill útskorinn skápur, með myndum af álf- um og ófreskjum, sem fóru dansandi um loftið. Þar mundi og vera borð með hvítum kuiplingadúk og aspi- dis'trjájurtum ' og' rauðri gólfábreiðu og tveim smáum stólum og einug -þungum og djúpum, sem var bólstraður með rauðu plussi, og þar mundi hún sitja við einhverja sauma eða þó öllu heldur prjóna. Hann vissi ekki í hvaða borg þetta herbergi var, né. hvað Ihafði viljað til áður eða hvað var framund- an. í hans augum var þetta herbergi bara einangrað í tíma .og rúmi. „Kannske ég sé þegar dauð ur", hugsaði hann. Merkilegt var það, að hún var í herberginu,- Hún hafði sagt: „Vertu . sæH'.', ekki: „vertu sæll á meðan", — hér inni í hihum dapurlega gangi leiguhússins, farið burtu að fullu og öllu og lokað hurð- inni. Hún var farin fyrir fullt og allt, og hafði látið óþokka Fabriziasar um að taka hann í lestinni. En ef hann var ekki dauð- ur, þá var það ljóst, að þeir höfðu ekki tekið hann fast- an, því að þetta herbergi var ekki fangaklefi. Áður en hann gat vakið upp hjá sér hugrekki til þess að líta af sólgylltu, hvítu loftinu, reyndi hann afskaplega mik ið til að muna, hvað hafði komið fyrir eftir að hann fór í lestina. En hann mundi ekki annað en klefann. Hvað hafði viljað til eftir það; hvernig hann komst inn í þetta herbergi, það vissi hann ekki. En í huga hans virtist ekkert vera nema hringiða misturs, og komu andlit fram úr því öðru hverju, flest andlit ókunn- ugra manna, en einu sinni eða "tvisvar brá ólóst fyrir andlit hennar um örskamm- an tíma. Eg hlýt að hafa verið mjög veikur hugsaði hann. Nú verð ég að líta á þetta herbergi". Hann leit við og þarna var það nákvæmlega eins og hann hafði séð, og hún sat þar í stóra gamla plussstóln- um og var að prjóna. Hún sneri þannig, að hann gat séð vanga hennar í sólar- ljósinu. En hún var nú ekki í kunna bláa einkennisbún- ingnum; hún var í ódýrum búningi, og treyjan fór henni fremur illa og einnig pilsið. Það var eitthvað subbulegt og þó heimilislegt við allt þarna, rétt eins og þau væru búin að vera gift í lengri tíma og væru svo hamingju- söm, að hún væri jefnvel hætt að halda sér til. ÍHfenn beið og horfði á hana langa stund og fann vakna hjá sér huggun og á- nægju. Hann þorði ekki að tala, því að hann var hrædd- ur um, að myndin yrði þá að engu, að allt þetta væru hugarórar. En loksins herti hann upp hugann og sagði: „Zosha". Röddin var veik og undarleg, en þó var hún svo sterk, að hún; vaknaði ;við. Hún sneiá sér að hon- um og sagði fljótt: „Eric, lfð- ur þér vel, elskan?" -íj Kaupíð Mánudags- •—3 ' blaðið ' 'Z

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.