Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 20.02.1950, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 20.02.1950, Blaðsíða 7
Mánudagur 20. febrúar 1950. -: ’ ' MÁNUÐAGSBLAÐIÐ að Mashoumearobilengam- ongametsoarobilengmoole- mong, þýðir á máli Bassout- os-þjóðflokksins í Afríku, „99". * að Leach, hinn frægi dvergur, hafði svo langa ihandleggi, að hann gat snert jörðina með hnefunum, þeg ar hann stóð uppréttur. * að nálinn á áttavitanum miðar ekki að norðurpóln- um. Norðurpóllinn er raun- verulega 1500 mílum fyrir ðtrulegt en satt er norðan það, sem nálin bend- ir á. ¥ að George I. konungur Englands gat ekki talað eitt orð í ensku. * að Þýzkir prinsar á 19. öld höfðu það, sem kallað var „Prugelknaben“ eða piltar sem aldir voru upp með prinsunum til þess eins' að taka út hegningar þær, sem prinsunum bauð fyrir misgerðir. * að pund af fjöðrum er þyngra en pund af gulli. Þetta er vegna þess, að fjaðr ir eru vigtaðar eftir „avoir- dupois“-vigtinni, en hún hef ur 16 únsur í pundi, en gull er vigtað eftir „troy“-vigt- inni, sem ekki eru nema 12 únsur í pundi. * að Buffalo Bill (Vísunda Bill) skaut aldrei einn ein- ast buffalo, þó að hann sé þekktastur fyrir buffalodráp sín. Dýr þau, er hann skaut, heita Bison, en buffalo-ar finnast aðeins í Afríku og Indlandi. * að „Tip“, sem venjulega þýðir drykkjufé, er skamm- stöfun og þýðir „To insure promptness“ (Til að tryggja fljóta afgreiðslu). að japönsk böru eru talin 1 árs daginn sem þau fæðast. * að allir eiginmsnn frú Irm gard Bruns, fimm að tölu frömdu sjálísmcrð árið 1928. * að skurðlækrifrinn; Dr. Pol itman, sem dó, þegar hann var 140 ára, var drukkinn á hverjum einasta degi frá þvi hann var 25 ára. Kvöldið, sem hann dó, gerði hann stór uppskurð á manni, og heppn- aðist hann prýðilega. í’ftB f BLAÐ FYRIR ALLA Lesendum blaða hér á Iandi- er nú þegar kunnugt, að hér er aðeins eitt blað, sem fjallar jafnt um þjóðmál sem önnur mál og heldur hlutleysi sínu. ÖIl þau mál, sem skipta hag almenningrs, eru rædd í Mánudagsblaðinu, og okkur er jafnán ljúft að birta allar hliðar þeirra mála, sem mest eru rædd. Fastir dálkar í blaðinu hafa náð miklum vinsældum. Dálkar Jóns Reykvík- ings, sem birtir eru í nær hverju blaði, Kvennadálkur Clíós og greinaflokkur eftir Ajax um ýmis málefni hafa vakið umræður meðal lesenda. Fyrir þá lesendur, sem ekki fylgjast með stjórnmálum eða öðrum þjóðmál- um að staðaldri, er líka nóg efni. Nægir þar að benda á kvikmyndagagnrýni, spennandi sögur, fréttir og upplýsingar á sérstökum sviðum, og nú í haust hef j- ast á ný leikarafréttir, sem áttu miklum vinsældum að fagna meðal yngri lesenda. Mánudagsblaðið getur því sannarlega kallazt BLAÐ FYRIR ALLA. Nokkur eintök eru enn til af síðasta árgangi Mánudagsblaðsins, og verða þau send ykkur, ef þið óskið þess. Árgangurinn kostar 48 krónur. Nú er kominn vetur og því allra veðra von. Ekki er þá við að búast, að jafn- margt fólk verði á götunum á mánudagsmorgnum, þegar sölubörn bjóða blaðið. Til þess að þið þurfið ekki að missa af blaðinu, bjóðum við ykkur að gerast áskrif- endur og fá blaðið sent heim á mánudagsmorgnum. nuis ' ud 'f Ef þið viljið verða áskrifendur blaðsins, þá gerið eitt af tvennu: Hringið í síma 3975 og gefið upp nafn og lieimilisfang eða fyllið út eftirfarandi áskriftar- lista. K y n n i z f Ulbreiðið Lesið laoio Mánudagsblaöiö Auglýsið í Mánudagsblaðinu Ég undirrit.......óska eftir að gerast áskrifandi að Mánudagsblaðinu. Nafn............................................... Heimili............................................. Staður ............................................ Utanáskrift: Mánudagsblaðið Reykjavík

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.