Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 20.02.1950, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 20.02.1950, Blaðsíða 8
Lögreglan og umferðarljósin MÁNUDAGSBLAÐI6 Framhald af 4. síðu. gangandi fólki, sem anar áfram í órétti og ráðleysi. Það vantar þó ekki að lögregluþjónar standa þrá faldlega við þau gatnamót, sem merkin eru. Ennfremur standa þeir oft og styðja Utvegsbank- ann, rétt eins og þcir búist við því, að hann muni hrynja yfir umferðina og valda slysi þá og þegar. Við vitum það vel, að fyrst fólkinu er ekki strax kenrit að þekkja og virða ljósmerkin, þá mun það aldrei gera það. Þau verða þá jafn einskisverð á gatna- mórum og spriklandi lögreglu- þjónar hafa hingað til verið gang- andi fólki. Eg minnist þess, að á hernámsárunum, þá gengu her- mennirnir )'fir götuna eins og þeim sýndist, þótt lögregluþjónn stæði á götuhorni og stjórnaði umferðinni. Þetta hefðu þeir alls ekki leyft sér í sínu heimalandi, en þeir komust fljótlega að því, að hér átti ekki að taka mark á þeim „íslenzku borðalögðu“. Er það svo, að íslenzka lög- reglan vilji aðeins komast af með sem minnsta vinnu fyrir kaupið sitt? Eg trúi því varla, af því að ég þekki meðal annars svo marga ágætismenn innan hennar. Var ekki of snemma hætt við að kenna fólkinu að hlýða nýju merkjunum? Eg spyr, er það satt, að börnunum í framhalds- skólunum hafi t. d. aldrei verið kennt að þekkja umferðarljósin né brýnt fyrir þcim að hlýða þeim? Af hverju var ekki ein- hver góður umferðarlögreglu- þjónn sendur í alla skólana og látinn teikna á töfluna götuhorn fyrir börnin og kenna þeim um- fcrðarreglurnar? Eg er viss um, að ef það hefði verið gert, þá hefðu skólabörnin getað orðið til fyrirmyndar — og jafnvel kennt fullorðna fólkinu umferðarmenn- ingu. Eg er viss um, að ef skóla- börnin eru látin ganga fram fvrir O O J skjöldu, að þá munu þcir full- orðnu, áður en varir, læra að skammast sín. Umferðarmálin eru og hafa alltaf verið okkur til stórskamm- ar, og ég fullvissa lögreglustjór- ann um það, að ef liann reynir ckki nú þegar að þvinga gangandi fólkið til þess að hlýða umferðar- reglunum, t. d. fyrst með leið- bciningum og síðar sektum, þá verður Island cina landið í ver- öldinni, scm notar þessi marglitu ljós aðeins til götuskreytingar og augnagamans. AdiSsvetrarpróf i frambalds- skólum. Það er langt frá því, að lög- regluþjónarnir séu cinir um það að vera latir að vinna fyrir kaup- inu sínu, því þetta er orðinn þjóð- arlöstur, scm skýtur upp kollin- um hvar sem er. Eg á tvö systkini í framhalds- skólunum og hafa þau nú undan- farið staðið í miðsvetrarprófum. Það sem af er skólaársins hef ég oft hvatt þau til þess að vcra ið- in við lesturinn og stunda námið af kappi. Eg hef hrætt þau með því, að ef þau slægju slöku við, þá fengju þau launin í prófunum. Jú, jú, þau skildu það, að þá „yrðu þau tekin í landhelgi“ og af því áð þau eru í eðli sínu sairi- vizkusöm (eins og stóri bróðir þeirra, mun lesandinn segja), þá hlýddu þau mtnum ráðum. En hvað skeður? Nú slógu þau mig alveg út af laginu og segja mér þær fréttir, að allir geti ,,svindldð í prófunum, eins og þeim sýnist"', og þeir nemendur, sem alltaf reyria að koma sér undan að lesa, þegar þeir geta því við komið, þeir fái eins góð próf og jafnvel betri heldur en þeir, „samvizku- sömu og kjarklausu“. Þetta þótti mér ljótt að heyra. Er það nú ekki lengur verðlauna- vert, að stunda vel nám sitt? Og hvers vegna? Vegna þess, að margir kennarar eru svo blóð- latir við störf sín, að þeir kæra sig kollótta um, hvað fram fer í tím- um þeirra. Systkini mín sögðu mér svo fáránlegar sögur a£ sum- um kennurum sínum, að ég var orðlaus. Þeir virtust ýmist vera hálfsofandi eða jafnvel steinsof- andi í tímunum. Fyrir hvað er ríkið að greiða þessum mönnum kaup? Fyrir að dotta yfir nem- endum sínum eða jafnvel að fífl- ast við þá? Nú vitum við, að fjöldi kennara vinna nær óað- finnanlega og leggja mikið á sig til þess að störf þeirra beri sem mestan árangur. Það er leitt til þess að vita, að þessir menn skuli ekkert bera meira úr býtum fjár- hagslega en amlóðarnir, sem cru að svíkja þjóð síria og fósturjörð, með því að kyrkja nýgróðurinn, r stað þess að þeim er grcitt fyrir að hlú að honum. Eg tel rétt, að skólastjórar og önnur skólayfir- völd kynni sér betur vinnuafköst os vinnuaðferð vmissa kennara sinna, því það cr mikið til a£ menntamönnum á Islandi og eng inn vandi að fá hæfa menn í stöð- ur þessar. Gömlu, góðu kennar- arnir eiga og heimtingu á því að fá sem hæfasta samstarfsmenn, — því sameiginlegt átak ber alltaf beztan árangur. Til þess voru nýju fræðslulög- in sett, að æskan ætti þess kost að auka andlega kunnáttu og þar af leiðandi þroskast til starfs og dáða í þágu föðurlandsins. Það er svo geysilegu fjármagni eytt í skólamálin, að útkoman má ekki vera sú, að unglingarnir komi saman til þcss eins að lcika sér og lifa á sælgæti og coca cola. Það er leitt til þess að vita, að fjöl- margar „sjoppur“ skuli græða á tá og fingri á skólabörnum, eða engu minna en þegar fjölmennt setulið fyllti þar sætin forðum daga. Högni; Holti. Beztu leikarar 1949 Nefnd í Hollywood hefur nú útnefnt þá leikara, leik- konur og kvikmyndir, sem álitnar eru beztar árið 1949. Kvikmyndin er „All the king’s men“, sem fjallar um svik í stjórnmálum. iBeztu leikkonur: Jeanne Crain, Olivia de Haviland, Susan Hayward og Loretta Yong. Beztu leikarar; Broderick Crawford, Kirk Douglas, Gregory Peck, Richard Todd og John Wayne. Beztu aðstoðarleikkonur: Ethel Barrymore, Celesta Holm; Elsa Lancaster og Et- hel Waters. Beztu aðstoðarleikarar: John Ireland, Dean Jagg- er, Arthur Kennedy, Ralph Richardson og James Whit- more. Beztu myndir: All the kings men, Battleground, A letter to 3 wives og Twelve o’clock high. Þetta er þó ekki endanleg ákvörðun, en hún verður tek in af sérstakri nefncl 23. marz, og verðlaunin veitt þá. Frank Sinatra skilinn Nancy Sinatra, kona hins vinsæla söngvara „Frankee boy“, sern allt kvenfólk ætl- ar að trylla, hefur nú skýrt frá því, að hún sé skilin við mann sinn. Frúin hefur fengið málið í hendur lögfræðingi. Sinatrahjónin hafa aður lent í skilnaðarmáli en sætt- ust þegar þau hittust á næt- urklúbb í Hollywod. Um þessar mundir er mik- ið úrval af kvikmyndum í bíóum bæjarins. Bezt mun þykja kvikmyndin í Nýja bíó. Fabiola, sem fjallar um upphaf kristinnar trúar. Mynd þessi er mjög vel leik in og á köflum hrikaleg. Tjarnarbíó sýnir myndina „Sök bítur sekan“, sem er leynilögreglumynd, fremur Jean Sínnons og Robert Taylor í „Quo Vadis“ Jean Simmons, brezka leik konan, sem lék Ophelíu í myndinni Hamlet, sem sýnd var hér í Tjarnarbíó, hefur nú verið ráðin til þess að leika Lygiu í myndinni „Quo Vadis“ (Hvert ætlarðu?) sem Metro-Goldwin-Mayer félag- ið ameríska ætlar nú að byrja að filma. Mynd þessi gerist á dögum Neros keisara í Róm og hef- ur sagan komið út í íslenzkri þýðingu, í myndinni leika einnig Peter Ustinov, Nero, Leo Genn, Petronius og Robert Taylor, Marcus, en yfirstjórn andi verður Sam Zimbatist. Það var fvrst ákveðið að Elizabeth Taylor, ameríska leikkonan, fengi hlutverkið, en nú er horfið frá því. fátækleg en spennandi á köflum. Raunverulega er mynd þessi ekkert frábrugð in venjulegum glæpamynd- um, efnið líkt, leikurinn snotur og músík til þess að auka áhrifin. Austurbæjarbíó sýnir enn Hættuför sendiboðans, með Lauren Bacall, Charles Boy- er og Peter Lorre, auk þess sem margir prýðilegir leikar ar fylla smærri hlutverík. Boyer og Bacall eru bæði óvenju léleg í þesari mynd, og virðist aðalástæðan fyrir þeirri hlutverkaskipan vera sú. að koma með í sömu mynd „hinn fræga elskara“ og varir, augnaráð og „sjúss“ rödd Basalls. Þetta er ágæt heimild fyrir 'þá, sem gefa út bækur hér um hina ýmsu kossa og kossatekníkk. Annars er rrtyndin ekki nema 'sæmileg þrátt fyrir lofsverða tilraun . Margir sakna teiknimynd- anna, sem nú virðist svo lítið af. Líklegt er að ástæð- ur séu fyrir því, að þær eru ekki sýndar nú eins oft og áður, og þó væri gott að fá þær aftur. Gairian væri ef kvikmyndah.eigendur legðu sig fram til þess að fá þess- ar myndir aftur. Þær ganga að minnsta kosti vel erlend- is. (Um myndir þessar er skrif að eftir umsögn annarra. A.B.) Leikkvöld Mennfaskélans 1950 Menntaskólanemendur í Reykjavík sýna um þeusar mundir gamanleikinn „Stjóm- vitri leirkerasmiðurinn“ eftir L. Holberg. Nú þegar hefur leikurimi verið sýndur 3 sinnum og liúsið alltaf verið þéttskipað áhorfendum. — Þessi mynd er úr leiknum og er af Hermann von Bremen (Hallberg Hallmundsson), hr. Abrahams (Jón Haraldsson), hr. Sanderus (Haraldur Gíslason).

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.