Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 27.02.1950, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 27.02.1950, Blaðsíða 1
SlaSfyrir alla 3. árgangur. Mánudagur 27. febrúar 1950 10. tölublað GLÆPAMENN LEIKAI ^mm$ fet jómariiinar um LAUSUM HALA Sá, atburöur skeði fyrir nokkrum dögum héma í Norð- urmýrinni, að bílstjóri ók á lítinn dreng- og fótbraut hann á báðum fótum. í stað þess að fara út og hjálpa barninu, sem liann hafði slasað, jók bílstjór- ánn nú hraðann um allan helm ing og ók á brott með ofsa- hraða, en lét barnið liggja eft- ir í blóði sínu. Manni hrýs hugur við að hugsa til þess, að slíkar óþverraskepnur skuli lifa og hrærast hér á mcðal vor. Svória nokkuð' er einriver sá viðbjóðlegasti glæpur, sem hægt er að' hugsa sér. Manni þessuin væri trúandi til þess að drýgja hvaða glæþ sem er með köldu blóði. Hánri hlakk- ar sjálfsagt yfir því, að hafa sloppið frá refsingu fyrir 6- dæði sitt, en við skulum vona, að þessi ógeðslegi óþokki hljóti fyrr eða síðar makleg málagjöld á einhvern hátt.-Eg 'hef þá trú, að til sé réttlæti í tirverunni, qg að menn úpp- skeri að lokum éins og þeir •sá. Annars er lítill vafi á því, að fleiri bilstjórar honum lík- ir finnast hér í bænuni, því að svipaðir atburðir hafa komið fyrir hvað eftir annað að und- anförmi. Það er algerlega 6- þolandi, að lögréglari skuli ekki hal'a hendur í hári þessa •óþjóðalýðs. Ræfildomur henn- ar í baráttunni við ökuníðing- ana er slíkur, að dýpra verður varla sokkið. Það er orðin hrein undantekning, ef hún getur upplýst svona glæpi. — Hún er önnum kafin við að of- sækja menn, sem hún heldur að hafi raulað lög á götum úti «ða farið í heimsókn til stúlkna, svo að hún má alls ekki vera að því að hafa hend- ur í hári stórglæpamanna og morðingja. Lögreglan skal vita það, að þolinmæði Reyk- víkinga er á þrotum, og að sú skoðun er almenn, að við eig- um vesölustu lögreglu í heimi. Jafnvel 8—10 ára þjófastrákar fyrirlíta lögregluna af öllu hjarta og leika á hana eins og þeim sýnist. Það verður að skipuleggja rannsóknarlögregluna hér eft- ir nýtízku aðferðum og fá til . starfa í henni menn, sem ekki eru algerir blábjánar. Það er óþolandi, að líf borgaranna sé á hverri stundu í hættu af ó- svifnum ökuníðingum og öðru glæpahyski, án þess að lög- reglan geti veitt mönnum hina minnstu vernd né haf t hendur í hári óþokkanna. Dómstólarn- ir verða líka að hrista af sér slenið og ekki taka lengur með silkihönzkum á afbrotamönn- um, þá sjaldáh í þá mest. Það má ekki ganga lengur svo til, að ökuníðingar, sem aka á 80— 100 kílómetra hraða innanbæj- ar og drepa í'ólk uppi á gang- stéttum, fái þriggja mánaða fangelsi eða sleppi alvcg við refsingu. Við viljum áð slíkur óþjóðalýður sé gcymdur á bak við lás og slá, að minnsta kosti i einn árátug, eins og tiðkast í Öllum siðuðum löndum. — Ástandið í þessum cfnum er orðið slíkt, að ekki verður leng ur við uriað. ÖN<3Þ VEITIH Á AKRANESI Eg sagði hérria á dögunum, að líklega yrðu erfiðleikar á að mynda starfhæfan meiri- hluta í bæjarstjórn Akraness, ef Sjálfstæðisflokkurinn missti þar meirihlutann. Þetta virðist nú hafa rætzt. Eftir kosning- arnar gerðu Framsóknarflokk- urinn, Alþýðuflokkurinn og Sósialistaflokkurinn með sér samning um stjórn bæjarins næsta kjörtímabil. Komu þeir sér saman um að kjósa sem bæjarstjóra Jón Guðjónsson, sem eitt sinn var bæjarstjpri á ísafirði. Var þetta fastmæl- um bundið og ákvörðunin til- kynnt Jóni. Þegar til kom, fór þetta þó allt í handaskolum. Sveinn Finnsson frá Hvilft i Önundarfirði sótti um stöðuna á móti .lóni. HIupu þá Fram- sókuarmenn og sósíalistar frá loforði sínu og kusu asamt: Sjálfstæðisflokknum Syein til bæjarstjóra, en Jón sát eftir iriéð sárt ennið. Nú þykir mér alls ekki ósennilégt, að Sveinn muni gcta brðið öllu betri bæj- arstj. en Jón, því að harla lítið orð fór af skörungsskap Jóns á ísafirði. Eu þetta afsákár auð vitað ekki það, á» rjúfa hátíð- leg loforð. Þetta atvik sýnir glögglega, á nvaða stig stjórn- málasiðferðíð er komið-í okk- ar kæra landi. Það þykir nú á Framhald á 4. síðu VantrausfstiiSaga á Hermann og Eysteinn flutningsmenn Á laugardag var útbýtt á Alþingi tillögu til þingsályktunar um vantraust á ríkisstjórnina. Flutningsmenn tillögunnar eru þeir Hermann Jón- asson og Eysteinn Jónsson. Tillagan, sem hljóðar svo: „Alþingi ályktar að lýsa vantrausti á núver- andi ríkisstjórn", er greinargerðarlaus. Vantrauststillaga þessi verður að likindum rædd í dag er fundir hef jast í Sameinuðu þingi. Jramliðarlausn" komið fram 4296% gengislækkim í bígerð • Síðastliðinn laugardag lagði ríkisstjórnin fram hið langþráða írumvarp um lausn fjár- hagsvandræða okkar. Verður hér aðeins minnzt aðalatriða frumvarpsins en sérstaklega verður skrifað um það þegar umræður hefjast á Al- þingi. Gengi íslenzkrar krónu verður 16,2857f gagnvart dollar og samsvarar það 42,6% geng^ islækkun. Bæta skal sparif járeigendum upp gengis- lækkunina úr sjóði sem í því skyni verður stofnaður. Mjólk og íslenzkar iðnaoarvörur mega ekkr hækka fyrstu mánuðina vegna hækkunar k kaupi, og álagningar eru bannaðár til ársloka 1950. Lækka skal álag á'-Verðfoll úr 65% nið- ur í 45%. Framleiðslugjald eða útflutningstoliur skal lagður á afla nýjú togaranna, hvala- og síldarafurðir. Sérstakur eignaskattur skal lagður á eign- ir í fríðu, en sparifé, verðbréf, peningar og úti- standandi skuldir skal dregið frá hreinhi eign. Skattur þessi nemur 10—12% fyrir einstakl- inga en 8—10% fyrir féiög og er einstakling- um heimilt að draga kr. 300.000 frá hreinai eign en félögum ekkert. Vísitalan skal reiknuð út mánaðarlega og fá launþegar upbót á laun semsvarar hækkun vísitölunnar vegna hækkunar á framfærslu- kostnaði. Engin binding á kaupi. Undirbúning að þessu frumvarpi önnuoust þeir Benjamín Eiríksson, hagfræðingur og Ól- afur Björnsson, prófessor, en eins og kunnugt er, þá kvaddi ríkisstjórnin þá sér til aðstoðar um undirbúning málsins. Frumvarpið í heild er í 16 greinum og fjallar um horfur í efnahgs- og atvinnumálum þjóðarinnar. Er þar gerður samanburður á hin- um ýmsu leiðum, sem til mála hafa komið - tál úrbóta, m. a. styrkjaleiðinni og gengislækkun- arleiðinni, sem frumvarpið er miðað við. Frumvarpi þessu var útbýtt á þingi s. 1. laugardag en málið ekki rætt fyrr en í daq í N. D. Verður skýrt nánar frá því seinna í blað- inu. ,_-:-J

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.