Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 27.02.1950, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 27.02.1950, Blaðsíða 4
MAigrmAflRffrjmro _ ’ MáaiHÍagiii 27. febráar 1S50 Glæpamenn leika lausnm hala Njósnir Dr. Fuchs og málaferli vekja heimsathygli Fraxnliald af 1. síðu. ðögum ekki alvarlegra mál að rjúfa orð og eiða en að drekka glas af vatni. Framsóknar- menn eru si og æ að staglast á því, að Ólafur Thors hafi einhvern tíma í fyrndinni rof- ið einhverja eiða við þá, en fulltrúi þeirra í bæjarstjórn Akraness er þá að minnsta kosti ekkert betri. Annars er það næsta hlægilegt, að komm únistinn í bæjarstjórn Akra- ness skyldi greiða Sveini Finnssyni atkvæði. Sveinn er yzt í hægra armi Framsóknar, á svipaðri línu og Jónas frá Hriflu og Helgi Lárusson, en þeir hafa fá lofsyrði hlotið frá kommúnistum. Akurnesingar segja mér, að Þóra Hjartar skólastjórafrú, sem er talin kona ráðrik og umsvifamikil og stundum ekki öll þar sem hún er séð, hafi átt mestan þátt í að troða Sveini í embætt ið. Hún ræður lögum og lofum í Framsóknarfélagi Akraness. Þórhallur Sæmundsson, bæj- arfógeti, sem reyndar hefur aldrei verið talinn neinn þjóð- skörungur, skelfur fyrir Þóru eins og strá í vindi. Nú hefur þessi athafnasama Framsókn- arfrú fengið vilja sínum fram- gengt' og komið Sveini vini sínum að vestan í embættið. Hvað gerir það svo til, þótt það hafi kostað það, að rjúfa nokkur hátiðleg loforð? Við getum verið viss um, að Fram- sóknarmenn standa á öndinni af hrifningu yfir klókindum frú Þóru. Þetta eru vinnu- brögð og stjórnmálasiðferði að þeirra skapi. Aumingja Rannveig má fara að vara sig, að Þóra Hjartar skyggi ekki á hana sem kven- dýrlingur flokksins. — Svona nokkru hefði Rannveig líklega aldrei haft innræti til að koma í kring. En mér er tjáð, að al- þýða manna á Akranesi sé farin að dauðsjá eftir því að hafa sparkað Guðlaugi Einars- syni úr bæjarstjóraembættinu. Hann er áreiðanlega góður drengur og hrekklaus, eins og liann á kyn til, þótt kannske sé hann enginn stórskörungur. Það er þó að minnsta kosti ekki hægt að tala um hrekk- leysi og heiðarleika í stjóm- málum hjá klíkufólki því, sem nú hefur leikið þennan ófagra leik að tjaldabaki á Akranesi. AJAX. Þetta var þá komniúnisti, maS- urinn, sem gat svikið landið, sem gaf honum samastað, frelsi og frægð; hann gat svikið beztu vini sína, svikið heilaga eiða sína. Þessi góSlegi, litli maður, sem het Dr. Klaus Emil Julius Fuchs og kallaði sig ,,mann meS tvö- falda skapgerð, sem hann þó hafði valdyfir“, og nú hafði hin blinda og æðisgengna trú hans á komm- únista gcrt hann að nútíma dr. Jekyll og Mr. Hyde. Hann stóð í litlu og loftþungu brezku réttarherbergi fyrir nokkr- um dögum og hlustaði á hinn opinbera ákæranda lesa kafla úr játningum hans um að hafa frá árinu 1942 þar til fyrir ári síðan selt Rússum í hendur leyndarmál in um kjarnorkusprengjuna. En það var ekki einungis sú stað- reynd, að Stalin hefði frá byrjun vitáS um kjarnorkuna og vetnis- sprengjuna, sem vakti hryllingu hins siðaða heims í síð- ustu viku. Það var skýring Dr. Fuchs sjálfs á þeirri persónulegu spillingu, sem hafði fengið hann til að fremja þessa glæpi. Fuchs stóð ekki einn um glæpi sína. í Frakklandi, Þýzkalandi, Pólandi, Rússlandi, Ungverja- landi, Kína og jafnvel í Ameríku voru tugir milljóna jafn ofstækis- sinnaðra kommúnista jafn- ákveðnir í að eyðileggja og koll- varpa hinum lýSræðislega sinnaða heimi. Að baki þeim stóð mesta stríðsvél, sem heimurinn hefur þekkt á svokölluðum friðartím- um. Voru kommúnistar að undirbúa styrjöld í dag — á morgun eða næsta ár? ÞaS virtist brjálæði. En samt sem áður, ef lýsing Dr. Fuchs á honum sjálfum var ein- hvers virði, þá virtust kommúnist ar tilbúnir til þess. T. Christian Humphreys,' hinn opinberi ákærandi brezku krúnunnar, skýrði hugarfar dr. Fuchs í síðustu viku í hinum fræga og sögulega réttarsal í BoW Street. Hugarfar dr. Fuchs er ein- kennilegur, nærri því ótrúlegur hlutur. MaSurinn var annarsveg- ar ,,geni“, en hinsvegar hálfviti. Snillingurinn „lifði í heilbrigðum heimi vina og kunningja með samstarfsmönnum sínum, sem hann sýndi mannlega tryggð“, en hálfvitinn „lifði án hæfileika til rökfærslu og skilnings á stað- reyndum.“ Dr. Fuchs var „klassískt dæmi um hið ódauðlega verk í enskum bókmenntum, Dr. Jekyll og Mr. Hyde“, sagði Humphreys. „Sem Dr. Jekyll var hann venjulegur borgari, ákaflega vel gefinn og brúkaði iiæf ileika sína í þarfir yís- indanna. Sem Mr. Hyde var hann viku eftir viku að svíkja þjóSarheit sitt, heit sitt um þag- mælsku, öryggi landsins vegna, og vináttu vina sinna.“ „Hann virtist vera venjulegur, trúr Englendingur aS sjá og um- gangast, en innri maðurinn, ó- þekktur með öllu, var pólitískur ofstækismaður á erlendum launa- lista.“ Á þennan hátt skýrði Humph- reys í aðalatriðum mál brezku krúnunnar gegn Dr. Fuchs. Og þessi kommúnisti hlustaði á skýrsluna í fangapontunni án þess að láta sér bregða. Hann ákærði Dr. Fuchs fyrir að hafa í sjö ár látið Rússum í té allar brezkar og bandarískar upplýsing ar um atom-rannsóknir. Dr. Fuchs hafði gefið skriflega játn- ingu um þessar njósnir, og Hum- phreys las kafla úr játningunni og kallaði til vitnis nokkra af samstarfsmönnum Dr. Fuchs við HarWell, hinn fræga kjarnorku- vísindastað Bretlands. Játningin var stórkostlegt plagg. Dr. Fuchs var öflugur kommún- isti þegar á æskuárum, en hélt því leyndu, og hann hafði ekki fyrr byrjað á starfi sínu við atom- vísindin fyrr en hann ákvað að láta Rússum í té allar upplýsing- ar um þau mál. „Eg náði samböndum við Rússa gegnum meölimi kommún istaflokksins," stóð í játningunni. „Síðan hef ég verið í stöðugu sambandi við persónur, sem ég þekkti ekki að öðru leyti en því, að þær komu upplýsingunum til Rússlands. Eg reyndi að beina huganum einungis að því að gefa upplýsingar um starf mitt, en brátt varð ég að skapa mér náinn vinahóp, en varð jafnframt að dylja hugsanir mínar fyrir þeim.“ „Eg notaði þekkingu mína á heimspeki Marx til þess að dylja hugsanir mínar í tveimur mis- munandi geymslum huga míns. í annarri þessari geymslu var maðurinn, sem ég vildi verða. Eg gat verið frjáls og rólegur í því hugarástandi og kátur við fólkið, sem ég umgekkst, án þess að þurfa að óttast um að koma upp um mig. Eg vissi, að hin geymslan (hitt hugarfariS) myndi grípa í taumana, ef hætt- an kæmi í ljós.“ „Þegar ég nú athuga þetta, f innst mér bezt að kalla það tvö- falda skapgerÖ, sem ég þó hafi vald yfir.“ Eftir að stríðinu lauk, fóru efa- semdir um stefnu Rússa að koma í Ijós í huga Dr. Fuchs. „Að lok- um kom svo, aÖ ég var andstæður mörgu því, sem Rússar höfðust að.“ Hann var ennþá í þeirri trú þó, að Rússland táknaði geisla framtíöarinnar og var ákveðinn í að njóta þessa geisla. „Eg var enn þeirrar skoðunar, að Rússar myndu skapa nýjan heim og aS ég myndi eiga minn þátt í þeim hcimi.“ Þar af leiðandi hélt hann áfram að senda Rússum leyndar- málið um kjarnorkuna. Það var ekki fyrr en hann þóttist viss um, að langt væri í land þar til Rússum tækist að ráða yfir allri Evrópu, að hann hætti að senda þeim ieyndarmál- ið. Sú skoðun Dr. Fuchs, að hann væri að selja Rússum í hendur leyndarmál, sem kynni einhvern tíma að eyða föðurlandi hans, varð ekki röng, fyrr en hann sjálf ur fór að missa trúna á stefnu Rússa og styrkleika. Brezk yfir- völd grunuðu ekki Dr. Fuchs um njósnir, fyrr en seint á árinu 1949, en þá neitaði Ðr. Fuchs öllu, sem á hann var borið. Það var ekki fyrr en 24. janúar s. 1., að Dr. Fuchs byrjaði að játa, og gekk það þá greiðlega. Hann leysti frá skjóðunni þegar og sagði frá því, að hann hefði allan tímann frá 1942 gefið Rússum eða agentum þeirra um allan heim síðustu upplýsingar á sviðt atom-vísindanna. Hann kynntist þeim á ferðalögum í Bandaríkj- unum, Frakklandi og Englandi. sjálfu og fékk hjá þeim peninga fyrir upplýsingarnar. Mál þetta hefur vakið feikna athygli um allan heim, eins og 611 þau mál, sem snerta njósna- starfsemi Rússa eða áhangenda þeirra í löndunum vestan járn- tjaldsins. Allar upplýsingar, sem Dr. Fuchs gaf Rússum, eru mik- ils viröi, og ætla má, að þeir standi ekkl Bretum og Banda- ríkjamönn^ai langt að baki í þekkingu á kjarnorku og vetnis- sprengjunni. í Bandáríkjunum er nú nýlega lokið málaferlum gegn Alger Hiss, háttsettum manni í Wash- ington. Málaferli þau fjölluðu um viðlíka föðurlandssvik og mál Dr. Fuchs. Hiss var dæmdur rækilega, eftir að sannanir feng- ust gegn honum, og efalaust má telja, að Dr. Fuchs fari sömu leiðina. (Þýtt og stytt úr NeWsweek) . Auglýsið í Mánudagsblaðinu Lesið Þríðjudaginn 28. lebrúar kl. 7 s.d.: Hljémleikar í Dómkirkjunni OTVARPSKÖRINN og hljómsveit. Einsöngvar og samsöngur. .j Stjómandi: RÓBERT ABRAHAM. Fjölbreyt! söngskrá. Aðgöngumiðar seldir hjá Bákaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar, Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadótt- ur Hljóðfæraverzluninni Drangey, Laugavegi 58 og Hljóðfærahúsinu, Bankastræti. Síðasta sinn.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.