Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 06.03.1950, Qupperneq 1

Mánudagsblaðið - 06.03.1950, Qupperneq 1
10. töljublað. BlaSfyrir alla 3. árgangur. _ j&i _ Mánudagur 6. marz 1950 !SÍÍfJjiia££w* -. -íijfe Hnefaleikamót KR Framsókn ber höfuðábyr Síðastl. miðvikudagskvöld var samþykkt van- traust á ríkisstjórn Ólafs Thors. Greiddu allir flokkar aðrir en Sjálfstæðisflokkurinn atkvæði með vantrauststillögunni. Þetta vantraust er að ýmsu leyti einsdæmi í sögu Alþingis og reyndar alls þingræðis yfirleitt. Það er föst venja, að vantraust sé samþykkt á ríkisstjórnir, af því að meiri hluti þingheims sé þeim ósam- mála í einhverjum höfuðmálum. Hér var engu slíku til að dreifa. Flokkurinn, sem bar fram vantraustið, Framséknarflokkurinn, var ein- mitt í öllum helztu atriðum sammála frum- varpi ríkisstjórnarinnar um gengisfellingu og aðrar ráðstafanir í því sambandi. Frumvarpið ber líka að mörgu leyti meiri keim af stefnu Framsóknarflokksins en Sjálfstæðisflokksins, enda sjálfsagt öðrum þræði samið með það fyrir augum að fá Framsókn til að fallast á það. Það er skiljanlegt, að kommúnistar og kratar séu andvígir frumvarpinu og fylgjandi van- traustinu, því að gengisfelling brýtur að mörgu leyti í bág við meginstefnu þeirra. Hins vegar hef ég ekki getað fengið skýringu á því, hvað fyrir Framsókn hefur vakað með þessu van- trausti, og svo er um fjölda fólks. Menn voru ekki heldur neinu nær eftir útvarpsumræð- urnar um vantraustið. Framsóknarmenn gerðu þar ekki hina minnstu tilraun til að gagnrýna tillögur ríkisstjómarinnar á neinn hátt, en virtust þvert á móti vera þeim fylgjandi, enda viðurkenndu þeir þetta með því að greiða at- kvæði gegn breytingartillögu kommúnista um, að vantraustið væri rökstutt með því, að þingið væri í andstöðu við stefnu stjórnarinnar í efna- hagsmálum. Stjórnin var felld, þó að stefna hennar í aðalmálunum ætti fylgi meira en tveggja þriðju hluta þingsins. Mun þetta vera alveg einstæður atburður í öllum þingræðis- löndum. Það hefði ekki mátt minna vera, en að Framsóknarmenn reyndu að gefa einhverja skýringu á því, hvers vegna vantraustið var fram borið. En því fór fjarri. Jafnvel Eysteinn Jónsson, sem annars er bezt máli farinn allra þingmanna Framsóknar, var eins og í einhverj- um álagaham þetta kvöld. Hann kom varla neinu orði út úr sér, og réðst þá aðallega á kommúnista, en ekki Sjálfstæðisflokkinn. Ein- hvern veginn fékk maður hugboð um, að þetta vantraust væri algerlega undan rifjum Her- manns runnið og að Eysteini væri ekki meira en svo ljúft að fylgja því. Frá Hermanns hálfu getur varla verið um annað að ræða en blint hatur á Sjálfstæðisflokknum. Það hefði kann- ske verið sök sér að bera fram vantraust á stjórnina, ef Hermann hefði haft nýja ríkis- stjórn tilbúna og þingmeirihluta á bak við hana. En það er alveg auðsætt, að engu slíku var til að dreifa. Fall ríkisstjórnarinnar getur þvi aðeins skapað upplausn og ringulreið á ein hverjum allra erfiðustu og háskalegustu tím um, sem yfir íslenzku þjóðina hafa gengið á þessari öld. Auk þess er það alveg einsdæmi í allri sögu þingræðisins að fella stjórn af hatri einu og illkvitni án nokkurs málefnaágrein ings. Þessi lúalega og ábyrgðarlausa framkoma Framsóknar mun lengi í minnum höfð. Um tillögur ríkisstjórnarinnar skal ég ann- ars ekki fjölyrða. Þær hafa þegar valdið illvíg- um deilum meðal hálærðra hagfræðinga, og þá er engin von til, að óbreyttir borgarar geti fellt neinn dóm um þær. Lítill vafi er þó á því, að þær skerða lífskjör alls almennings all- verulega. Er þetta mjög að skapi Framsóknar- manna og þess vegna því fáránlegra, að þeir skuli fella stjórnina fyrir tillögur, sem eru eins og talaðar út úr þeirra eigin hjarta. Hins vegar munu hinir frjálslyndari bæjaþingmenn Sjálf- stæðisflokksins, svo sem Gunnar Thoroddsen og Lárus Jóhannesson, varla vera mjög ánægð- ir með tillögurnar. Það er að vísu sjálfsagt i'étt, að íslenzka þjóðin hefur undanfarinn áratug lifað um efni fram, enda var verulegum hluta hins gífurlega stríðsgróða sóað í lúxus og vit- leysu. Allri þjóðinni er því nauðsynlegt að herða nú á mittisólinni, en hætt er við, að það verði ekkí gert með neinni ánægju. íslendingum er annað betur gefið en ættjarðarást og fórn- fýsi í þágu heildarinnar. Kommúnistar munu einnig áreiðanlega gera sitt ýtrasta til að blása að eldum óánægjunnar og efna til verkfalla og annarra vandræða, og kratar þora ekki annað en koma í humátt á eftir þeim, þó að með hálf- um huga sé. Því verður heldur ekki með sann- girni neitað, að lifnaðarhættir stríðsgróðalýðs- ins í Reykjavík eru vatn á myllu kommúnista, enda er enginn vafi á því, að þeir munu kunna að notfæra sér andúð almennings á þessu fólki út í æsar. Framkoma sumra heildsala- og útgerðar- mannaf jölskyldna á síðustu árum stappar nærri hreinu brjálæði, þó að til séu margar heiðar- legar undantekningar meðal þessara stétta. Eg kannast við eina slíka fjölskyldu, hjón og tvö börn, sem eru tæplega tvitug að aldri. Fjölskyldan á þrjá lúxusbíla, börnin sinn hvort og hjónin einn saman, en frúin kvað vera sár- óánægð yfir því að fá ekki fjórða bílinn fyrir Framliald á 4. síöu sen fekniskf knock-ouí í 2. lofu Hnefaleikar eru greinilega mjög vinsæl íþrótt í þessum bæ. Löngu áður en keppnin hófst á föstudagskvöldið að Hálogalandi, voru allir að- göngumiðar uppseldir og fjöldi manns beið fyrir ut- an íþróttahúsið í þeirri von, að einhver slæddist þangað með aukamiða. Annars hefur stundum verið deilt all hast- arlega í blöðum þessa bæjar á þessa göfugu íþrótt. Sam- eiginlegt þessari gagnrýni er það, að hún hefur ætíð verið skrifuð af ósanngirni og greinilegri illkvitni. Blandað hefur verið saman á kjána- legan hátt slagsmálum og hnefaleikum, sem er vitan- lega tvennt ólíkt. Áhorfendur að keppninni munu hafa verið hátt á ann- að þúsund. Þar mátti sjá ýmsa þekkta kappa, svo sem Hrafn, Þorstein, sem var hringdómari, Guðjón Mýrdal, Guðmund Arason, Friðrik Sigurbjörnsson, Guðmund Sigmundsson, Guðjón Ein- arsson o. fl. E.O.P. setti mótið og mælti bæði á danska og íslenzka tungu. Sama gerði Erlingur Pálsson, er flutti skörulega ræðu af hálfu ÍSÍ. Byrjað var að keppa í flugu- vigt. Þar börðust hanzkar með drengi, því snáðarnir voru ekki nema 10—12 ára. Ekkert var tilkynnt um, hver sigraði í þeirri viður- eign. í Bantamvigt sigraði Friðrik Guðbjart. 1 léttvigt Kristján Friðrik eftir rösk- an leik í millivigt Grétar Rögnvald og í þungavigt Hörður Helga. Þá komu fram á sjónar- sviðið Viggo Carlsen og Jón Norðfjörð. Þeim var heilsað með miklum fagnaðarlátum, Dananum ekki síður. Og menn skotruðu augunum til danska og íslenzka fánans, sem héngu fyrir gafli húss- ins. Viðureignin, sem standa átti 3 lotur, var styttri en búizt var við. íslendingurinn bókstaflega malaði niður Danann, sem í annarri lotu gafst upp. Snotrasti ná’mgi þessi Dani, en ekki nokkur boxari, og ætti frekar að spreyta sig á einhverju öðru. Jón var hinn sprækasti, og Framhald á 4. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.