Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 06.03.1950, Side 3

Mánudagsblaðið - 06.03.1950, Side 3
Mánudagur 6. marz 1950 MÁNUDAGSBLAÐIÐ 3 MÁNUDAGSÞAHKAR Jóns Reykvíkings JÓTLANDSHEIÐAK I'að er stimdum tekið svo til orða, að með einu eða öðru sé misboðið virð- ingu Alþingis, virðing AI- þingis rýrni o. s. frv. Slík orðatillæki verða nú alls ekki viðhöfð framar af þeirri einföldu ástæðu, að Alþingi hef ur nú ekki keina virðingu lengur, sem unnt er að misbjóða eða það getur glatað. Það er sem sé fleira, sem hefur verið að falla á síðastliðnum árum og rýrna í verði en krónan. Stjórnmálalegur sónii landsins er farinn út í veður og vind og traust Al- þingis komið niður í ekki neitt. Þetta varð Ijósara en nokltru sinni fyrr kvöldið sem vantraustið var rætt á Alþingi. Aldrei nokkurn tíma hefur þjóðinni verið boðið annað eins úr þeim stað. Á alvarlegustu tímum sem yfir landið hafa komið síðan í nróðuharðindunum 1783, þegar til orða kom að flytja alla landsmenn til búsetu á Jótlandslieið- um, hafði Alþingi ekkert annað að bjóða landsmönn- um en pólitískar glímusýn- ingar, þar sem ■ Hermann Jónasson þreytti bola- brögð. Á liálfu ári liefur þessi maður fellt tvær rík- isstjórnir á þeim forsend- um, að þær hafi ekki leyst dýrtíðarvandamálið, en sjálfur hefur hann aldrei eða lians floklrur komið fram með eina einustu til- lögu til úrbóta. Pólitík H. J. og Fram- sóknar hefur ekkert inni- hald annað en persónuleg- an hag og metnað ein- stakra flokksmanna eða gróða S. I. S. og annarra fjármálapaura, sem að Framsókn standa. Allar aðfarir þessa flokks síðan í fyrrasumar, að hann hóf fyrst þennan Ieik, miðast \ið þetta eitt. Við vorum alarei fluttir á Jótlandsheiðar, þó brenni steinsfýlan úr -Laka væri að því komin að drepa allt á landi hér. En nú er svo komið, að í stjórnmálum okkar blasir ekkert annað við en Jótlandsheiðar neyðar og ömurleika. Svo fúlt er nú loftið orðið af pólitískum fnyk, sem staf- ar frá mönnum eins og Hermanni Jónassyni, að allt athafnalíf okkar, öll samskipti okkar í efnaleg- um málum eru lömuð og neyðin bíður á næsta leiti. HVAÐ TEKUR VIÐ? Nú spyrja margir: Hvað verður nú? Þegar þetta er skrifað, er því vandsvarað. En trúlegast er, að Sjálf- stæðismenn lofi Hermanni Jónassyni að hlaupa skeið- ið á enda og bjóði lionum, að þeir skuli ekki koma fram með vantraust á minnililutastjórn, sem liann myndi, og gefi lionum þannig tækifæri til að sýna greinilega, hvað að baki þess, að liann hef- á hálfu blöskrar ari. Vata mörgum, þeir raunverulega an gert? Alþingi lieldui c* fram að f jalla um frv. rík- isstjórnarinnar. Hvað verður um það mál? Því getur enginn svarað. Þótt Framsóknarfl. hafi látið í það skína, að hann væri samþykkur aðalefni þessa máls, er ekkert að marka það. Þannig gæti vel farið, að Framsóknarmenn leiki málið þannig í þinginu, að voði væri að samþykkja það, eftir handaumferðir „umbótaflokksins“, og hvað gera Sjálfstæðismenn þá? Fella þeir ef til vill málið heldur en slíkur ó- burður nái samþykki? Og hvað tæki við, ef slík ósköp kæmu fram? Jótlandsheið- ar. Einhverjum kann að þykja með ólíkindum, að til þess komi að svara þurfi þeim spurningum, sem hér hefur verið varpað fram, en þó er á það að líta að stjórnmálaferill Alþing- is á hinum síðari tímum hef ur verið þarmig, að þar lief- ur fátt gerzt með líkind- um, en flest með ósköpum og ólíkindum. Ég undirrit . . . Mánudagsblaðinu. gerast áskrifandi að Nafn Heimili Staður Utanáskrift: Mánudagsblaðið Reykjavík A leið til Malta rllllltlim Stórveldin hervæðast nú af kappi. Franski flotinn hefur verið endurbyggður og sést her eitt af stærri skipum hans sem heitir Montvalm og er að leggja af stað til Malta þar sem það tekur þátt í sameiginlegum æfingum brezka.og franska flotans. A u g I ý s i n frá Framleiðsloráði landbiínaðarins imi helldsöhiveið á stérgöpakfötl Samkvæmt reglugerð frá 8. september 1949 um kjötmat og fleira, hefur Framleiðsluráðið ákveðið eftirfarandi heildsöluverð á stórgripakjöti: AK I, kr. 12.00 pr. kg. 1 þessum flokki sé kjöt af holdmiklum og vel útlítandi, algeldum kvígum á aldrinum 5 mánaða til 3 ára, uxum á sama aldri og nautkálfum 5 mánaða til 2 ára gömlum. AK II, kr. 11.00 pr. kg. I þessum flokki sé kjöt af gripum sömu tegundar og AK I, séu þeir lakari. N I, kr. 11.00 pr. kg. í þessum flokki sé kjöt af 2ja til 6 ára nautum séu skrokkarnir hold- miklir og vel útlítandi. N II, kr. 9.00 pr. kg. 1 þessum flokki sé kjöt af gripum sömu tagundar og N I, séu þeir lakari. UK I, kr. 10.50 pr. kg. í þessum flokki sé kjöt af kálfum y2—5 mánaða gömlum sé það vel út- lítandi. UK II, kr. 7.00 pr. kg. I þessum flokki sé kjöt af yngri kálfum en y2 mánaða og lakara kjöt af eldri kálfum. K I, kr. 8.00 pr. kg. 1 þessum flokki sé kjöt af kúm yngri en 5 ára, séu skrokkarnir vel útlít- andi og holdgóðir. K II, kr. 6.50 pr. kg. I þessum flokki sé kjöt af kúm sem eldri eru en 5 ára og kjöt af rýrari yngri kúm, séu skrokkarnir sæmilega útlítandi. K III, kr. 4.00 pr. kg. 1 þessum flokki sé kjöt af rýrum kúm, gömlum nautum og annað naut- gripakjöt, teljist það söluhæft. HROSSAK JÖT: FO I, kr. 5.50 pr. kg. I þessum flokki sé kjöt af folöldum, séu skrokkarnir holdgóðir og vel útlítandi. Tr I. kr. 5.00 pr. kg. I þessum flokki sé kjöt af hrossum á aldrinum 1—5 vetra, ef skrokkarnir eru vel útlítandi og hæfilega feitir. Hr I, lir. 4.50 pr. kg. I þessum flokki sé kjöt af hrossum á aldrinum 6—9 vetra, ef sla’okkarnir eru vel útlítandi og liæfilega feitir. Hr II, kr. 3.50 pr. kg. í þessum flokki sé kjöt af hrossum 10—15 vetra, enda séu skrokkarnir vel út- lítandi og ekki of feitir. Hr III, kr. 2.50 pr. kg. í þessum flokki sé kjöt af hrossum eldn en 16 vetra, og lakara kjöt af yngri hrossum, þar á meðal óhæfilega feitt kjöt, teljist það söluhæft á opinberum markaði. Heildsöluverð þetta tekur gildi frá og með mið- vikudeginum 1. marz 1950. Reykjavík, 28. febrúar 1950. Framleiðsluráð landhúnaðarins.

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.