Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 06.03.1950, Page 6

Mánudagsblaðið - 06.03.1950, Page 6
6 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 6. marz 1950 fc-~ FRAMHALDSSAGA Ásllanginn af dauðanum 7. eftir Louis Bromfield. Þegar hún hafði lokið sög- unni, kyssti hún hann aftur og sagði: „En við erum ekki frjáls ennþá. Lögreglan hérna kemur og yfirheyrir okkur um skjölin okkar. Hann heyrði varla til hennar, því að það, sem kom fyrir þau núna, vakti hon- um engin óþægindi. Þau voru komin yfir landamærin, út úr þessu ægilega landi tor- tryggni og dauða. Honum virtist stundum, að í öllum Þjóðverjum byggi einhver hnignun, sem tilbæði dauða og liti á sjálfsmorð svo sem væru þau heiðarleg og lýstu hugrekki. Hafði ekk öll þjóð- in hvað eftir annað allt frá dögum Hermanns rauða drýgt sjálfsmorð á sér, og bundið borgarana saman með fjötrum blekkinga og >hé- gómaskapar og særðs stór- lætis til þess að ganga út í dauðann gegn herskörum heimsins? Það var ekki aðeins Þýzkaland, sem hún hafði komizt frá, heldur hitt —: dauðanum. En hann var enn þá rugl- aður, og hann vissi, að hann mundi aldrei fá frið í sálu sína, fyrr en hann skildi, hvað hafði komið fyrir nótt- ina, sem hann hafði falizt mitt á meðal fjandmanna í forsalnum í Grand Brunsvick hótelinu. Hann varð að fá að vita það. Hann varð að trúa því, að einu sinni hafi það verið rangt, sem hann sá. Og því sagði hánn: „En þú komst í hótelið það kvöld ið til þess að framselja mig Fabrizusi“. Hún leit undan „Já“, sagði hún, „það er satt. Hvernig vissir þú það?“ „Eg sá það á sama hátt og ég'sé stundum hluti: Eg vissi, að þú varst ekki sú, sem þeir héldu. Þú varst ekki ein áf okkur. Áður en þú komst, ég sá þetta allt og vissi“. Hún fór að gráta og sagði eftir litla stund: „Já, það var satt. Stundum saman barð- ist ég áður gegn þessu. Vit mitt og tilfinningar börðust eins og villidýr í mér. Ann- arsvegar var skyldan, ættin og landið og hugsjónirnar, sem höfðu vakið hjá mér — þær einu, sem ég þekkti nokkurn tíma. Eg hafði lif- að fyrir þetta stórvirki, þenn an sigurljóma föðurlands míns. Eg hafði hætt lífi mínu mörgum sinnum. Það var fyr ir þettað nýja Þýzkaland, nýju skipunina, að ég lifði. Annars vegar var allt þetta og hinsvegar einungis, þú, veikur, ofsóttur og innikró- aður og ekki undan komu auðið. Eg hugsaði: „Það er alveg ómögulegt að bjarga honum“. Það bezta, sem ég get gert er að afhenda hann Fabrizíusi. Þar hefi ég dálít- il völd. Þar get ég, ef til vill, hjálpaði honum. Því fór ég að lokum, hrædd og hnuggin, til hótelsins, gekk fram hjá þér og sagði: „Afsakið, nú verð ég að fara til stöðvarinn ar. Það var Júdasarkossinn minn“. Hún þagði um stund og starði út um gluggann á sólskinið og vatnið. Hinum megin vatnsins risu fjöllin snævi þakin og bar við him- in. Hann lagði ekki að henni um að halda áfram. Hann beið og horfði á hana, og hálfskiidi nú, hví hún var svo breytt, svo hæglát og virðuleg, og svo miklu fal- legri. Bráðlega sagði hún lágt, og horfði enn útum gluggann: „Það var smáræði, sem breytti því öllu. Það kom á bví augnabliki, sem ég tók undir hönd þér og fann að hitann lagði frá þér gegnum fötin þín. Eitthvað hræðilegt vildi til. Það var eins og haf- ið opnaðist eða fjöllin hryndu. Allt í einu vorum við einu tvær manneskjurnar í heiminum. í tíma og rúmi, í dimmri þröngri götunni, var enginn nema þú og ég. Og einhver rödd sagði: „Eg geri þettað ekki, ég skal bjarga honum — en guð einn veit, hvernir — en eg skal bjarga honum og sjálfri mér líka, ef mögulegt er. Allt í einu tók ég að hata af öllu hjarta, allt það, sem ég hafði áður haft trú; á, allan þann heim, sem mér hafði áður sýnzt svo dýrleg- ur. Eg hataði mennina, sem ég hafði tilbeðið, mennina, sem ég hafði glatt. Eg hat- aði allt, sem fyrir þetta augna blik hafði verið mitt líf, af því að þú og ég og það, sem milli okkar var, varð mér allt í einu dýrmætara en land mitt og fjölskylda, flokkur og allt annað í þess- um heimi. Þú og ég gengum eftir dimmri götunni 1 snjón um og vorum meira verð en stjórnmálamenn og flokkar eða styrjaldir eða þýzka rík- ið. Við vorum karl og kona, ein í upphafi heimsins, ein í tíma og rúmi. Ekkert ríki, enginn flokkur, engar hug- sjónir höfðu nokkurn rétt, sem okkur var skylt að virða því að við stóðum þarna tvö ein saman, sem ímynd mann- úðarinnar. Ekkert vald hafði rétt til þess að eyðileggja lífshamingju okkar og rétt okkar til að lifa. Sama rödd- in sagði líka: „Það getur ver- ið, að þér takizt ekki, að bjarga honum. En ef hann er gripinn, þá verður þú gripin líka. Hann mun deyja og þú með honum. Og það var betra en hitt.“ iHún þagði enn um stund. Svo sagði hún: „Frá því augnabliki var ekki framar um efa að ræða. Nú er ég eins og lítið klæðlaust barn. Eg hefi yfirgefið allt. Nú á ég ekker nema þig, ekkert í þessum heimi. Eg hefi svikið allt, sem ég áður treysti“. Svo brosti hún, en mér stend- ur á sama, því að nú líður mér vel“. Hann lagði hönd henríar við kinn sér og sagði: „ Nú sé ég eftir því að ég spurði þig. En ég varð að vita það, hvort mér hefði nú skjátl- ast einu sinni“. „Nei, þér skjátlaðist ekki. Eg kom þangað og ætlaði að svíkja þig“. Þá sá hann alt í einu sýn: Það mundi barið að dyrum, og þegar hún opnaði, mundu vera tveir svissneskir lög- regluþjóhar í síðum kápum, annar hár og þrekinn með rautt yfirskegg, hinn stuttur og dökkur. Og hávaxni mað- urinn mundi segja: „Afsak- ið, en við verðum að kom til að athuga skjöl ykkar“. Og þeir mundu líta á skjöl- in og segja: „Þið verðið að koma með okkur til yfir- mannsins“. Þá hvarf myndin út í þoku, og eftir það vissi hann ekki, hvað gerast mundi. En það skipti engu máli, jafnvel þótt þau væru kyrr- sett og skilin. Þau höfðu um- flúið hina ægilegu martröð heims þessa. Og það, sem þeim hafði viljað til, hafði komið fyrir næsta fáa elsk- endur, síðan jörðin varð til. En einhverntíma og ein- hversstaðar, þegar öll bág- indi. tortryggni og hatur hafði slotað nokkuð, gætu þau furídið stað, þar sem var friður og velsæmi og þau gátu notið þeirrar sælu, sem Glmstelnaþjófnaður eftir Agatha Christie „Eg held, Poirot, að þúi hefðir gott af að fara eitt- hvað út úr bænum“. „Þú heldur það, mon ami (vinur minn)?“ „Eg er viss um það“. „Nú — svo þettað er allt afráðið“, sagði vinur minn brosandi. „Þú kemur, eða hvað?“ „Hvert ætlar þú að fara með mig?“ „Til Brighton, satt að segja. Vinur minn í City, (London) benti mér á nókk- uð gott þar, og — ja. ég hefij fullar hendur fjár, eins ogi menn segja. Eg held, að þúj hefðir mjög gott af því að' vera utan bæjar um helgina“.j Þakka þér fyrir, ég þigg þetta feginshendi. Þú ert góðhjart- aður að hugsa um mig gaml an manninn. Og hjartagæzka er meira virði enn allar litlu gráu sellurnar. Eg, sem við þig tala, er stundum í hættu að gleyma þessu“. Mér geðjaðist ekki sem bezt að þessu. Eg er hrædd- ur um Poirot hætti stundum við að vanmeta gáfur mín- ar. En ánægja hans var svo auðsæ, að gremja mín hvarf. „Þettað er þá afráðið“, sagði ég skjótt. Á laugardagskvöldið, borð uðum við í Grand Metropoli- tan og var þar kátt og vel- búið fólk. Allir virtust vera í Brighton með konur sínar. Búningar þeirra voru dásam- ;legir — og gímsteinarnir, sem stundum var státað með meira til að sýna þá, heldur en af smekkvísi — voru al- veg dásamlegir. „Þetta er sjón að sjá“, sagði Poriot. „Þetta er heim- kynni stríðsgróðamanna, eða hvað. Hastings?“ „Svo er álitið“, svaraði ég. „En við skulum vona, að þpir séu ekki allir markaðir stríðsgróða marki.“ Poirot litaðist um glaður í bragði. „Þegar ég sé svona mikið af gimsteinum, þá óska ég stUndum, að ég hefði snúizt til glæpa, í staðinn fyrir að koma upp glæpum. Hér er vissulega einstætt tækifæri fyrir slingan þjóf. Sjáðu. Hastings, gildvöxnu konuna hjá stólpanum. Hún er eirí's og þið segið, öll þakin gim- steinum". Eg fylgdi bendingu hans. „Hva“, sagði ég „betta er hennar er kauphallarmaður sem græddi nýlega stórfé á olíu“. Eftir máltíðina hittum við Opalsenshjónin frammi í stofu og ég kynnti Poirot fyr ir þeim. Við skröfuðum sam- an í nokkrar mínútur og end- uðum með því að drekka kaffið saman. Poirot sagði nokkur lofs- orð um suma dýrari gim- steinana, sem skinu á hinu breiða brjósti frúarinnar, og það birti yfir henni. „Það er hreinasta ástríða hjá mér, herra Poirot“, sagði hún. ,jEg elska gimsteina. Ed. þekkir þennan breisk- leika minn, og. 1 hvert skipti sem allt fer vel hjá honum, þá færir hann mér eitthvað nýtt. Yður þykir gaman að gimsteinum?“ „Eg hefi haft töluverð kynni af þeim á ýmsum tím um; vegna starfs míns hefi ég komizt í kynni við suma frægustu gimsteina í heimi“ Svo fór hann að segja sögu helztu ríkisheimilum, og frú Opalsen hlustaði með op inn munninn af ákafa. „Svona“, sagði hún, þegar hann lauk sögunni. „Þetta er ekki bara leikur einn. Vitið þér, að ég á perlur sjálf, sem eiga sér sögu. Eg held, að álitið sé, að það, sé einhver fegursta hálsfesti í heimi — perlurnar eru svo fallegar — og fagrar á lit. Eg held bara, að ég verði að hlaupa upp og sækja þær“. „Ó, frú“, sagði Poirot, „það er alltof mikil fyrirhöfn. Blessaðar, verið þér ekki að hafa fyrir því.“ „En mig langar svo til að sýna yður þær“. „Fyrst, konan yðar, er svo elskuleg að vilja endilega sýna mér hálsfestina sína“. „0, perlurnar!“, sagði Opal sen ánægður á svipinn. „Já, þær eru þess virði að sjá þær. Þær kostuðu líka þó nokkra fúlgu. En þó standa þær undir sér. Eg gæti feng- ið það, sem ég greiddi fvrir þær hvenær sem er — og lík- lega meira. Verð kannske að selja þær ef allt gengur eins og nú lítur út. Það er svo lítið um peninga núna í City“. Og hann lét dæluna ganga um tækniat- rið, sem ég botnaði ekkert í. Þá kom. inn lítill vika drengur, sem gekk til Opal- frú Opalsen“. „Þelikirðu hana?“ „Lítilsháttar. Maðurinn sens og hvíslaði einhverju að-» honum. Framhald á 2. síðu. guð hafði ætlað þeim frá upphafi vega. Það var barið að dyrum. Hún stóð skjótt upp og fór og opnaði hurðina. Úti í ganginum sá hún tvo lög- regluþjóna í síðum kápum, annan, háan og gildan með rautt yfirskegg. hinn var lít- ill vexti og dökkur. Hávaxni maðurinn sagði: „Afsakið, en við erum komnir til að athuga skjölin ykkar...“. ENDm

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.