Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 13.03.1950, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 13.03.1950, Blaðsíða 1
SÍaSfyrir alla 3. árgangur. Mánudagurinn 13. marz 1950. ll.tólublað. Frammistaða íslenzku stórnmálaflokkanna frá því um síðustu Alþingis- kosningar hefur verið ó- beysin. Ekki hefur tekizt að mynda hreina meiri hlutastjórn, og í rauninni hefur ekki ríkt eðlilegt þingræðisástand síðan í fyrrasumar, því að allir litu á ráðuneyti Ólafs Thors sem bráðabirgða- stjórn. Nú virðist svo kom- ið, að myndun þingræðis- stjórnar sé htt eða ekki möguleg. Þetta er því hast- ariegra sem borgaraflokk- unum tveimur, Sjálfstæðis- flokknum og Framsóknar- flokknum, ber ekkert veru- legt á milk' í aðalmálunum. Það er hlægilegur smá- barnarígur milli foringja flokkanna, sem sundrung- unni veldur. Þeir eru ekki líkir ábyrgum þjóðarleið- togum, heldur óþekkum strákaormum, sem fara í fýlu á víxl. Mest blöskrar manni ábyrgðarleysið, að geta Iátið stjórnarmyndun stranda á smávægilegum, persónulegum . væringum, þegar allt er að fara í strand. Eg held, að f oringj- um Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins far- ist ekki að skamma Þórodd greyið Guðmundsson fyrir að segja: „Hvað varðar mig um þjóðarhag?" Þeir virðast sjálf ir vera með ná- kvæmlega sama markinu brenndir. En það skulu þessir herrar vita, að þol- inmæði íslenzku þjóðarinn- ar við Alþingi og stjórn- málaf íokkata er á þrotum. Undanfarna tvo til þrjá áratugi hefur virðingu AI- þingis farið hrakandi ár frá ári. Það var öðruvísi hérna fyrr á öldinm, þegar Hannes Hafstein, Björn Jónsson, Skúli Thoroddsen, Jón Þorkelsson, Bjarni frá Vogi og aðrir þjóðmála- skörungar settu svip sinn á Alþingi. Þá leit öll ís- lenzka þjóðin með virðingu til Alþingis sdm samkundu úrvalsmanna, þótt menn greindi á um málefnin engu síður þá en nú. En hvar er nú sá fslendir.gur, sem lít- ur með virðingu og trausti til Alþingis? Mér þætti sannarlega gaman að sjá f raman í þann mann. Hver sá, sem nú á dögum færi að tala með virðingu um Alþingi og teldi það sam- komu ábyrgra merkis- manna, yrði talinn viðund- ur veraldar, hvar sem væri á byggðu bóU. Þetta er sorglegur sannleikur, sem ekki þýðir að loka augun- um við. Virðing Alþingis er farinn veg allrar verald- ar, og Alþingismenn og 'átjórnmálaflokkar mega sjálfum sér um kenna. — Þegar þeir á einhverjum alvarlegustu timum, sem yfir þjóðina hafa gengið, geta ekki komið sér saman um stjórnarmyndun vegna smávægilegs, persónulegs krits, þá er bikarinn sann- arlega fullur. íslenzkt þingræði er orð- ið gjaldþrota. Það er alvar- leg staðreynd, en engu að síður staðreynd samt. — Þetta hlýtur að vekja menn til umhugsunar um galla þingræðisins. Eg tek fram, að ég á hér við þing- ræðið, en ekki lýðræðið, þvi að engum Islendingum, nema ofstækisklíkum til vinstri og hægri, mun koma til hugar að af sala sér al- mennum mannréttindum, svo sem atkvæðisrétti, mál- frelsi og trúfrelsi. En þing- ræðið í sinni núverandi mynd hefur sannarlega siglt sig í strand hér á landi. Að vísu hefur hins saraa orðið, vart sums stað- ar annars staðar erlendis, emkum. í Frakklandi, en þar veldur því að mikSu leyti aragrúi stjórnmí'tla- flokkacna. Á NorðuiloKd- ími, þar sera flokkarnir eru þó fleiri en hér, hefur þing- ræðið aftur á móti rcynzt fylMIega starfhæft fram á þennaa dag. Það, sem f ram ar öllu öðru hefur drepið íslenzka þingræðið, er hin skefjaiausa flokkshyggjii., sem hér veður uppi á öIJ- um sviðum. Stjórnarskráin og kosn- ingafyrirkomulagið eru al- gjörlega miðuð við hags- muni flokkanna, en ekki Framhald á 4. siðu Fræg íinnsk hjón halda Ujómleia í Gamla iríó annað kvöld Síðasthðinn föstudag kom hingað til landsins ein af þekktustu söngkonum Finnlands, f rú Tii Niemela, og maður hennar, Pentti Koskimies. Ætla. þau hjónin að halda hljóm- leika hér í Keykja^ik á morgun í Gamla Bíó. Aðalræðismaður Finna hér, Eiríkur Leifsson, og formað- ur . .Finnlandsvinafélagsins, Jens Guðbjömsson, skýrðu blaðamönnum svo frá, að sendi'herra Finna á íslandi, sem búsettur er í Noregi, haf i skýrt- þeim frá hljómleika- ferðalagi þeirra hjóna. Þau hafa verið um f jögra mánaða skeið í Bandaríkjunum og haldið þar fjölda hljómleika í New York og Washington og hlotið ágætar undirtektir. Bandarísk blöð, t. d. New York Times og N.Y. Sun fara mjög lofsamlegum orðum um hljómleika þeirra, og sama máli gegnir um sænsk og dönsk blöð. Hjónin skýrðu svo frá, að þau hafi haft áhuga á að koma hingað og hefði sendi- herra Fimia á Islandi farið mjög lofsamlegum orðum uitt land og þjóð og hvatt þau til þess að koma hér við, ef k- stæður leyfðu. Auk þess hafa. þau lesið verk eftir íslenzka; höfunda, sem gefin hafa ver- ið út í Finnlandi, þar á meðal Salka Valka Halldórs Kiljans Laxness. Hl jómleikarnir annað kvöld verða eins og fyrr segir í Gamla Bíó klukkan 7,15 og eru á söngskránni verk eftir Haydn, Schubert, Schumann, Grieg og finnska tónskáldið Y. Kilpinen. — Pentti Koski- mies aðstoðar á píanó, enda er hann mjög þekktur, og blaðadómarar stórblaðanna hafa lofað hami mjög fyrir list sína. Ekki er víst, hvort þau haldi hér nema einn konsert, vegna þess að frúin er tíma- bundin. Hún verður að fara til Finnlands til þess að æfa með hljómsveit, sem heldur hljómleika í Helsingfors í byrjun apríl. Ekki er að efa, að Reykvíkingar f jölmenni a hljómleikana annað kvöld. Ráðstefna landbúnaðarsérfræSinga Nýlega var baldinn í Kaupmannahöfn fundur sérfrœ'ðinga 'i landbúnaSarmálurn. Fund pcnnan sottu- Utlllrúar Marshallhjálparinnar t átta löndum Evrópu og ræddu um viðreisnarstörf t landbúnaðarmál- um í álfunni. Myndin er tekin, þegar fundurinn hofst.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.