Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 13.03.1950, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 13.03.1950, Blaðsíða 5
Mánudagurinn 13. marz 1950. oiavaasÐYanNyH 5 ALLTAF EITTHVAÐ AÐ „Blómarós“ skrifar mér langt og að mörgu leyti skemmtilegt bréf. Hún kvartar sáran yfir framkomu ungu mannanna, sem bjóða lienni út, og þó að hún, eins og hún sjálf segir, sé mjög ,,umsvermuð“, þá líturút fyrir, að alltaf sé eitthvað at- hugavert við ,,sjeikana“, sem eru á eftir henni. Eg birti hérmeð bréfið, en „Blómaí >sin“ biður mig að láta þess getið. að nöfnum mannanna sé breytt. „Kært í 'lio mín! Þú ert stund- um að revna að kenna okkur stúlkunum að heo;ða okkur bet- ur og veitir víst eklci af því í mörguni tilfellum. En mér finnst að ekki sé meiri vanþörf á því að segja strákunum til syndanna, og þar eð enginn annar gerir það, þá xttir þú að taka það að þér líka. Þó ég segi sjáir frá, þá er ég frekar umsvermuð af karlmönn- um, og er mjög oft boðin út. Auðvitað er ég svolítið montin af því, að svona margir myndar- legir ungir menn skulu bjóða mér út, — en, almáttugur minn, hvað þeir geta sumir farið í taugarn- ar á riier! Tökum til dæmis hann Bjössa. Hann er svo góður og hugsunar- samur, að satt að segja er hann alveg að gera mig vitlausa með öllum sínum gæðum og hugsun- arsemi! Hnnn er alltaf að spyrja mig í tíma og ótíma, hvort mér sé kalt o. s. frv., og stundum mænir liann þessum líka ástar- augum á mig og segir: „Er þér illt í höfðinu elskan? Þú ert eitt- hvað svo breytuleg til augnanna. Kannske þykir þér óþægilegur hávaðinn í hljómsveitinni? Viltu heldur, að ég fylgi bér heim?“ Þá langar mig til þess að æpa! Því að év oet sagt Bjössa 02; öðr- O O O : O um það að ef mér líður eitthvað illa, þá ! 1 ri ég mig ekki um að láta alltaf vera að minna mig á það. Og sízt af öllu þegar ég er úti að skemmta mér. Og hvaða flón sem er ætti að vita það, að það að segja, að maður sé þreytu- legur til augnanna, er það sama og að segja að maður sé ellileg- ur og taki sig ekki vel út, — og þess vegna beinlínis „fornerm- andi“. Þá er það hann Pétur. Hann er sjómaður, siglir til Ameríku og um allar jarðir, og heldur að hann sé eitthvert tromp, — merkikertið a tarna. Alltaf ef ég er í einhverju nýju, þó að ekki sé nema með nýja eyrnalokka eða nýtt ilmvatn, þá skal Pétur taka eftir því. Og þá er hann ekki að hafa fyrirþví að segja eitthvað notalegt um það, heldur þarf hann alltaf að vera að særa mig með því að segja hvað riákvæm- lega það sama er ,,hræbillegt“ í Ameríku og hve miklu fallegra allt sé þar. Um daginn var ég í sjöunda himni yfir hálsbandi, em mér var geíið í afmælisgjöf, :n þegar Pétur sá það, þurfti ann auðvitað að'segja: „Nokk- : ð snoturt hálsband þetta. Svona drasl kostar 1—2 dollara Westra ,n fyrir 5 dollara er hægt að fá . . o. s. frv. o. s. frv.“ Skilur . hvað ég meina? Pétur ætti að v.a það, glópurinn sá, að hér í er svo erfitt að ná í alla hluti, g ef maður nær í þá, eru þeir ndýrir, svo að við reynum bara A lclæða okkur hér eins snotur- . -a og við höfum ráð á og . •nekk til. Það ergir mig því, . r.gar hann er alltaf að blaðra um i'llar dáse-mdirnar, sem hartn æfur séð og ég hefi engin tök á A ná í. Auk þess sé ég oft er- ■end tízkublöð, — með verði lutanna með skýrum stöfurn, - svo að Pétur þarf ekki að láta ins og hann sé einhver talandi erðlisti, þegar við förum út sam- n. ■ Já, Pétur hefur víst oft furð- 3 sig á því, af hverju ég skyndi- ■ya hætti að nenna því að fara t með honum, — því að Pétur alveg draumur.... þ. é. i . jón! Nú,.. og svo er það Gústi. ann er nýbakaður lögfræðingur g þykist vera alveg œgilega vit- • og menntaður. Hann talar :eiprennandi einhver ósköp af ungumálum, þar á meðal oænsku og frönsku. Nú veit •;ann, að einu sinni dvaldist ég Frakklandi um vikutíma, og ð einu sinni var ég að kukla við ið læra ögn í frönsku. Hann læt- ur því ekkert tækifæri ónotað til bess að sletta framan í mig rönskunni. Og ég sem skil varla meira en „Parlez vous Franca- ise?“ — og hann veit það vel! Stundum þegar við erum innan um fullt af fólki, ryður hann úr sér löngum klausum á fronsku við mig ,lítur svo með sigri hrós- andi brosi á alla viðstadda og segir: „Hún skilur nefnilega frönsku og hefur verið í Frakk- landi!“ Og ég stend eins og glópur og skil ekki neitt! Nei, þið megið eiga hann Gústa fyrir mér. Loks er það eitt, sem öllum tarlmönnum er sameiginlegt, -— og ég þoli ekki. Þegar komið er í boð eða ,partý“, þá rotta allir karlmenn- irnir sig saman út af fyrir sig, blaðra um ,,business“ og stjórn- mál, en skilja allar dömurnar eftir ‘Saman, — halda víst, að þeim sé mál á að blaðra sam- an um vinnukonur og veikindi. Eg segi fyrir nrig, að mér þykir oft gaman að því að blaðra við kunningjakonur mínar yfir kaffibollunum, en þegar piltur- inn minn býður mér út, þá ætl- ast ég til, að hann skipti sér af mér, en ekki að hann ,,parkeri“ mer á einhverjum sófa innan um fullt af öðrum yfirgefnum kven- personum. Ug eg Og ég býst við, að flest kvenfólk sé sammála mér um þetta. Kærar kveðjur frá ,,Blómarós“.“ Eg þakka „Blómarósinni“ kærlega fyrir tilskrifið og vona að þeir hirði sneið, sem eiga! En mig langar til þess að gefa henni smáheilræði: Hún ætti að muna það, að enginn er fullkominn, — ekki einu sinni hún sjálf, þótt hún auðsjáanlega haldi það, — og ég held, að hún sjái ekki skóginn fyrir trjánum, þ. e. hún einblínir svo á smágalla vina sinna, að hún sér ekki kosti þeirra. Hún ætti líka að muna það, að ekki er víst, að hún verði alltaf eins ,,umsvermuð“ og hún segist nú vera, — engin er ,,Blómarós“ til eilífðar, — og kannske kemur þá að því, að vegna hennar eigin heimtufrekju — vandlætinga- og smámuna- semi situr hún eftir ein með sárt ennið, — og óskar þess, að hún hefði jafnvel Bjössa, Pétur og Gú«ta aftur, — heldur en ekkert. Skáldið: Við ættum ekki að vera að áfellast búnino- nútíðar- O kvenna. Vinur hans: Það er satt; þar er ckki mikið að áfellast. Pabbi kom heim með sýnis- horn af dúk, sem hann ætlaði í föt handa sér. Fjölskvldan athug- aði dúkinn og ræddi um hann fram og aftur, og jafnvel Jón litli var kallaður þangað til þess að láta í ljós sína skoðun. Hann sneri efninu við og skoðaði út- hverfuna. „Kjáninn þinn,“ sagði mamma lians. „Þetta er úthverfan.“ ,,Eg er enginn kjáni,“ svar- aði strákur. „Þetta efni kemur ekki til mín fyrr en búið er að venda því.“ Björn var klvfjaður af pinkl- um, þegar hann mætti vini sín- um. „Þú hefur heldur en ekki ver- ið í búðum í dag.“ „Já,“ sagði Björn. „Eg keypti konunni minni tvo hatta, tvo kassa af súkkulaði og perlufesti og loðkápu.“ „Hamingjan góða,“ sagði vin- ur hans. „Hvaða voða rimmu hafið þið hlotið að lenda í.“ dó í gær, búningiá svo að ésr er í sorgar^ o Maður var að máta á sis föt fvrir framan spegil. „Otæk, alveg ótæk!“ sagði hann. Skraddarinn, skelkaður: Hvað er það, sem yður finnst svo ó- tækt? Maðurinn: Vangamyndin at mér. fá Lánardrottinn: Heyrðu, ég vil penmgana mina! Skuldunauturinn: Það er allt í lagi. Eg hélt, að þú vildir fá mína peninga. Eg hef að- ÉINUM O F MIKIÐ NeW York búa einurn var stefnt fyrir rétt fyrir það, að hafa gefið konu utan undir í strætis- vagni. Ðómarinn bað hann um skýringu á þessu framferði. „Jú, sjáið þér til, herra minn,“ svaraði ákærði. „Þetta var svona: Konan kom inn í strætisvagninn j settist við hliðina á mér. Síðan opnaði hún töskuna sína, tók budduna upp úr henni, lokaði töskunni, opnaði þudduna, tók pening upp úr henni, lokaði buddunni, opnaði töskuna, lét budduna aftur ofan í hana og lokaði töskunni. Þá sá hún, að vagnstjórinn fór upp á efri hæð strætisvagnsiris, svo að hún opn- aði töskuna, tók budduna upp úr henni, lokaði töskunni, opnaði budduna, lét peningana aftur of- an í hana, lokaði buddunni, opn- aði töskuna, lét budduna aftur f ofan í hana og lokaði töskunni. Nú sá hún að vagnstjórinn var V innuveitandinn eins kvongaða menn í þjónustu minni. Umsækjandinn: Hvers vegna? Vinnuveitandinn: Þeir eru ekki eins ákafir að þjóta heim á kvöldin. Kaupmaður var að tala við mann, sem sótt hafði um stöðu hjá honum. „Því miður, ungi rnaður, er ée hræddur um, að þér séuð ekki Fyrirspurn Getur Mánudagsblaðið upp- lýst eftirfarandi: Mig hefur oft undrað, að fyrsta eða „svokallað” fyrsta fl. kjöt er aðeins á boðstólum í kjöt- búðunr bæjarins. Eg er bónda- sonur úr sveit, ekki allfjarri Rvík, en er hér við nám í vetur, og er því ,,fæðiskaupandi“ líka. En svo er mál með vexti, að frá mínu heimili eru oft seld til Reykja- víkur geldneyti og aðrir góðir gripir, en þótt undarlegt sé, ná þeir sjaldan fyrsta flokki, oftast öðrum eða þriðja — það er að segja til fralags. Nú þykir okkur ,,fæðiskaupendum“ kjötréttir hjá matselju okkar rn jög misgóðir, og sú fróma manneskja sver og sárt við leggur, að hún kaupi aðeins fvrsta flokks kjöt, því að annað sé yfirleitt aldrei fáanlegt. Við ,,fæðiskaupendur“ höfum líka — svona að gamni okkar fa’rið inn hæfur í stöðuna. Þer eruð alvegf kjötverzlanir og spurt um hvort okunnugur verzlun minni. annars eða þriðja flokks kjöt væri „Já, einmitt það! sagði um-cil, og hefur svarið ávallt verið NEI. Nú er spurningiri þessi: Er allt kjöt, sem keypt er inn eftir annars eða þriðja flokks mati, selt neytendum sem fyrsta flokks sækjandinn. „Vélritunarstúlkan yðar og ég erum þó trúlofuð.“ Lítil stúlka bað um lakkrís fvr- ir 25 aura. „Eg er hrædd um, að ég eigi engan lakkrís til, góða,“ sagði afgreiðslukonan. „Þarf það endi- lega að vera lakkrís?" „Já, það er ég hrædd um,“ svaraði sú litla. „Kötturinn minn una upp úr henni, lokaði tösk- unni, opnaði budduna, tók pen- ' & UPP ing upp úr henni að koma aftur niður stigann, svo að hún opnaði töskuna, tók budd- „Hættið þessu maður!“ öskr- aði dómarinn. „Þér gerið mig vit- lausan! „Já, það er einmitt það, herra minn,“ sagði maðurinn. „Þetta gerði mig vitlausan.“ Hann var sýknaður. CLIO. vara, og hver hefur eftirlit með að svo sé ekki gert? Er ekki eitthvað til hér í bæn- um, sem nefnist „matvælaeftir- lit“? Eða eru kjötverzlanir undan- þegnar öllu eftirliti? Með þökk fyrir væntanlegar upplýsingar. P.t. Reykjavík, 6. marz 1950. Páll bóndasonur. Mánudagsblaðið getur, því miður, ekki svarað þessari rétt- mætu spurningu, og vísar því málinu til matvælaeftirlitsins, því að full ástæða virðist til þess að biðja skýrra svara. Ritstj.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.