Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 27.03.1950, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 27.03.1950, Blaðsíða 1
3. árgangur. Mánudagurinn 27. raarz 1950. 13. tölublað. ¥111 m enginn trúa veslings sfúlkiiiinl? 27 barna faðir, sem gerði 14 ára stjúpdétfur sinni barn og léf son sinn gangasi við pví, gengnr ians Furðulegt réttarplagg Biöðin hafa nú um helgina skýrt frá endaníegum niður- stöðum í máli ákæruvaldsins á hendur Ásgeiri Halldóri Pálmasyni Hraundal, kaupmanni á Stokkseyri. Við lestur skýrslu þeirrar um málið er ramisóknar- lögreglan lét blaðamönnum í té, kenmr í ljós, að þetta er að mörgu leyti furðulegt plagg. Ásgeir er sakaður um kynferðismök við dóttur sína, sem liann neitar. Það er sannað, að hann getur bam við dóttur konu sinnar, 15 ára að aldri, jafnframt því sem hann lætur einn sona sinna gangast við faðeminu. Dóttir Ásgeirs kærir hann fyrir margendurteknar samfarir við sig frá því að hún er sex ára, þar til hún verður 11 ára. Hann neitar þessu eindregið, en segist hins vegar hafa „gætt uppeldisskyldu“ sinnar og skoðað kynfæri dóttur sinnar til þess að ganga úr skugga um, að hún hafi ekki verið við karlmann kennd. Framburður dótturinnar er að mestu gerður ómerkur, vegna þess að hún er talin vangæf. Læknar, sem skoða hana, segja að hún sé óspjölluð, en taka það jafnframt fram, að það útiloki ekki, að karlm. hafi ekki getað haft við hana einhver óeðlileg kynferðismök. Sálfræðingar eru sam- mála um, að hún sé vangefin og lítt þroskuð, en taka það jafnframt fram, að það girði engan veginn fyrir þann mögu- leilia, að hún segi rétt frá í aðalatriðum. Annar læknirinn kveður hugmyndaflug hennar mjög lítið, en hugsun hennar snúist aðallega um þetta mál, þar sem það hafi mjög fest sig í minni hennar. Hann bætir því einnig við, að ekki sé geðveiki að f inna né ástriðu til ósannsögli, en telur þrjózku hennar stafa frá andlegri þjökun í uppeldi og „þjösna- legrar (brútala) meðferðar föðurins.“ Ásgeir Hraundal er 27 barna faðir, 18 eru hjónabands- börn, en 9 eru utan hjónabands. Valdimar Stefánsson dæmir þennan mann til 2 mánaða fangelsisvistar, sem bó fellur niður, vegna þess að hann sat í gæzluvarðhaldi. Vér erum ekki lögfróðir menn, en vægast sagt er þetta með kynlegri dómum, sem uppkveðnir hafa verið í svo sví- virðilegu máli og bessu. Hér er hvorki tekið tillit til ferils mannsins í kynferðismálum, né heldur til þess möguleika, að barnið liafi sagt satt. Ekki tekið tillit til bess, áðhann gerir stjúpdóttur sinni 14 vetra gamalli barn og bætir.gráu ofan á svart með bví áðláta son sinn gangast við faðerninu. Getur barn, vangefið og svo til algiörlega sneytt hug- myndaflugi, fundið upp slíkar historíur liiá sjálfu sér? — '••• Getur Ásgeir Hraundal, liaupmaður, sjálfur dæmt um, hvort stúlkan sé óspjölluð með „þreifingum“ á kynfærum hennar, þegar læknar hafa tjáð oss, að aðeins læknisfróðir menn geti dæmt um slíkt? Hér getur vart verið um annað að ræða en kynferðis- lega brjálaðan mann, sem hættulegt er að gangi laus. Að láta stúlkuna gialda þess, að hún er ekki betur gefin af skapara sínum en raun er á, er glæpur. Ekki einungis gegn þessari stúlku, heldur gegn öllum þeim stúlkum, sem kunna að lenda í höndum slíkra manna. Bómsmálaráðherra ætti að láta betta mál miklu meir til sín taka en raun er á. Ef ekki vill annað betra til, ætti bó að vera hægt með læknis- aðgerðum að gera bennan mann kynferðislega skaðlausan. Danskir íþróttamenn vöktu mikla athygli, þf gar þeir sýndu í London. — Hér sést ein leik- fimisæfing þeirra, sem var sérstaklega rómuð. »MÆLIGLASA B0RN« 30 þúsund börn fæðast - en karlmaður kemur hvergi nærri Vísindaleg frjóvgun færist f aukana 1 Bandarikjunum eru nú fá ein naut. Þau hverfa af þvi, að þeim er ofaukið. 1 Rússlandi á stakanovits- hrútur að hafa lembt 15 þús. ær, og þannig fagurlega verð- sliuldað nafnbótina „Hetja Ráðstjómarríkjanna“ og feðra-orðuna, sem Stalin hef- ur stofnað. í Frakklandi, sem og ann- ars staðar, er æ meira farið að beita vísindalegum aðferð- um við frjóvgun nytjadýra. Þær eru ódýrar, hagkvæmar og öruggar. Tala „misheppn- aðra“ afkvæma er hverfandi lág. Mönnum hefur nú teliizt að flytja sæðið langar leiðir í ágætu standi, eklti síður en blóð-plasmað. Lífsfruman get ur farið hringferð um jörðina án þcss að missa nokkuð af krafti. Tala þeirra, sem þarf til æxiimar, er nauðsyuleg sé til viðhalds og f jölgunar kyn- inu, minnkar stöðugt. I náttúrunni voru karldýr- in komin í minnihluta. Mað- urinn^ fækkaði þeim sífellt meir og meir. Fyrsta tilraunin til vísinda- legrar frjóvgunar, sem vitað er um, var gerð fyrir 160 ár- um. Sama árið, sem Bastillan var tekin, .heppnaðist ítalska lækninum Lazario Spallanz- ani að frjóvga tík án beinnar tilkomu og aðgerðar hunds. Tíkin gaut þrem hvolpum, er allir lifðu og döfnuðu vel. Tæpum tíu árum seinna var i Englandi vísindaleg frjóvg- un flutt úr dýraríkinu yfir á mannkynið. Skurðlæknirinn John Hunter hjálpaði konu skransala n'okkurs í Strand í London til að • ala fyrsta „mæliglass barn“ sögunnar, með fullu samþykki og bless- un eiginmanns hennar. John Hunter lagði þar með, óafvitandi, síðari tímum mik- inn siðferðis- og þjóðfélags- vanda á herðar. PÁFINN ER STRANGARI EN ERKIBISKUPINN Á þessu ári, 1949, hafa tvö af heimsins hæstu og virðu- legustu yfirvöldum f jallað um málið. Annað er lávarðadeild- in brezka. Hitt er hans heilag- leiki, Pius páfi tólfti. Athygl- isvert samband. Lávarðarnir höfðu til athugunar tillögur erkibiskupsins af; Kantara- borg, yfirmanns ensku þjóð- kirkjunnar. En hinn heilagi faðir ávarpaði. kaþólska læknasamkundu, sem veitt var áheyrn í Castelgandolfo. Að nokkrum smáatriðum slepptum voru báðir þessir; kirkjuhöfðingjar á sama máli. Þeir bönnuðu alls ekki for- takslaust það, sem kallað hef- ur verið hin vísindalega frjóvgunaraðferð. En þeir rígskorðuðu beitingu henn.ar til hins ýtrasta. Utan vé- banda hjónabands vildu þeir ekki leyfa hana undir nokkr- um kringumstæðum. I lijóna- Framhald á 2. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.