Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 03.04.1950, Page 1

Mánudagsblaðið - 03.04.1950, Page 1
14. tölublað. Mánudagur 3. apríl 1950. DÖMA Fyrra laugardag voru kveðnir upp í undirrétti dómar yfir allmörgum mönnum, sem ákærðir höfðu verið fyrir þátttöku í óspektunum við Alþingis- húsið 30. marz í fyrra. — Dómamir voru misþungir, frá 3 mánuðum upp í 18 mánuði, og fjórir menn voru sýknaðir. — Það er ekki á f æri ókunn- ugra, sem ekki þekkja alla málavexti til hlítar, að leggja neitt mat á þessa dóma. Það er næstum ó- gemingur að fá hlutlausar frásagnir af atburðunum við Alþingishúsið í fyrra. í sambandi við þetta mál liefur slik æsing gripið menn og svo miklu ryki verið þyrlað upp af báðum aðiljum, að flestar frásagn- ir af því era meira og minna litaðar af stjórnmálaskoð- unum manna. Ekki ber að efa,að þeir, sem fyrir óspektunum -stóðu, eiga einhverja refs- ingu skilið. Hvaða skoðun, sem menn hafa á Atlants- hafsbandalaginu, getur eng inn vafi leikið á því, að þjóð kjörið þing á rétt til að taka ákvarðanir í slíkum málum. Vel má gagnrýna þátttöku Islands í Atlants- liafsbandalaginu, en þeim ferst ekki að gera það, sem lofa og vegsama sams kon- ar samninga og reyndar miklu hættulegri, sem Kúss ar hafa gert við mörg ríki í Austur-Evrópu. Ef það eru landráð á íslaudi að gera svona samninga, hvers vegna er það þá ekki líka landráð í Búlgaríu og Tékkóslóvakíu ? — Meiri hluti Islendinga mun vera sammála um, að upphafs- menn óspektanna eigi ein- liverja refsingu skilið, þó að það sé að vísu alltaí hættulegt að dæma menn í þungar refsingar fyrir póli- tískar sakir. Um hitt eru miklu skiptari skoðanir, hvort þeir, sem dæmdir hafa verið, séu hinir sek- ustu í þessu máli. Maður getur varla varizt þeirri hugsun, að þessir menn hafi verið valdir af hreinu handahófi. Vitað er, að hundruð manna tóku þátt í óspektunum, en tilviljun virðist hafa ráðið mestu um það, liverjir þeirra voru á- kærðir. Svo virðist sem yf- irvöldin hafi lagt meira kapp á að hafa hendur í hári unglinga og skólapilta, sem voru þarna með ein- hver læti, heldur en hina raunveralegu forsprakka, sem héldu sig á bak við tjöldin. Auk þess virðast þau hafa trúað eins og nýju neti framburði allra vitna, sem ákærðu einstaka menn fyrir þátttöku í óspektun- um þennan dag. Er þó af almenningi tal- ið, að persónuleg óvild hafi legið að baki sumum þess- um ákærum, og er þá ekki ósennilegt, að sannleikur- inn hafi farið eitthvað úr reipunum hjá vitnunum. — Það er líka alltaf heldur ó- geðsleg iðja að lepja sögur í lögregluna til að gera ná- unganum illt, hvort lieldur er af pólitískum eða per- sónulegum ástæðum. Eg þekki ekkert þessara vitna, en segja mætti mér, að þetta væru ekki fínir papp- írar. Um svona menn not- uðu Danir á liernámsár- unum orðið „Stiliker“, og það er ekkert lofsyrði í Danmörku. í sambandi við óeirðirn- ar 30. marz í fyrra verður lieldur ekki hjá því komizt að rif ja upp, að yfirvöldun- um urðu þann dag á mörg og alvarleg mistök. I fyrsta lagi hið írámunalega heimskulega og vanhugs- aða uppátæki formanna þingflokkanna þriggja, að sltora á almenning að mæta þíisundum saman á Austur vclli. Þctta olli margvísleg- um vandræðum. Bæði áttu óeirðaseggirnir auðvelt mcð að fela sig í manngrú- anum og auk þess urðu all- margir alsaklausir borgar- ar fyrir hrindingum og meiðingum. Auðvitað átti lögreglan að loka Austur- velli og leiðunum inn á hann, eins og auðvelt hefði verið, ef það ráð hefði verið tekið í tæka tíð. — I öðru lagi var það stórkostlegt glanræði að gera Heimdell- inga að varalögreglu. Það mun vera algert einsdæmi í lýðræðislöndum, að með- limir pólitísks unglingafé- lags, sumir á fermingar- aldri, séu notaðir sem lög- reglulið og fengin vopn í hendur. Ef hér þarf að koma upp varalögregluliði, ber auðvitað að velja í það fullorðna og rólega menn, og nauðsynlegt er, að slík- ir menn taki ekki virkan þátt í stjómmálum, ef al- menningur á að bera traust til þeirra. Heimdallarpilt- arnir, sem þarna börðust, voru á nákvæmlega sömu andlegu bylgjulengdinni og ungkommúnistarnir, aðeins var munurinn sá, að þeir töldu sér allt óliætt, af því að þeir væru vemdaðir af hinu opinbera. Framkoma þeirra varð því ósköp svip- uð og ég hugsa mér fram- komu ungkommúnista í Tékkóslóvaltíu nú á dögum. Notkun Heimdellinga í við- ureigninni varð líka til þess að fjöldi manna fór að líta á þetta sem átök pólitískra f lokka, en ekki baráttu upp steitsmanna við ríkisvald- ið. Það verður að teljast mesta mildi, eins og allt var í pottinn búið, að meiri liluti Heimdellinganna skyldi haga sér nokkurn veginn skikkanlega og ekki gefa sér alveg lausan taum- inn. Ekki verður þetta þó sagt um þá aíla. — Sumir drengjanna óðu um og börðu livað sem fyrir var, og létu fylgja ókvæðisorö, sem voru ekki einu sinni sæmandi Heimdellingum, hvað þá varalögregkimönn- um. Framkoma alls þorra hinna reglulegu lögreglu- þjóna var hins vegar mjög sæmileg, og þeir voru yfir- leitt seinþreyttir til vand- ræða. Er því gagnrýni kommúnista á lögregluna almennt í þessu máli alger- lega óréttmæt, Margir lög- regluþjónanna létu sér: hvergi bregða og misstu ekki andlegt jafnvægi, þótt grjóthríðin dyndi á þeim. Þvi ber að vísu ekki að neita, að örfáar undantekn- ingar vora frá þessu. — Þarna gerðist óliugnanleg- ur atburður, sem tugir eða líklega hundrað manna horfðu á. Einn lögreglu- þjónninn hagaði sér þarna ems og brjálaður maður. Þetta er hinn eiai meðal hinna eldri lögregluþjóna, sem er verulega óvinsæll í Reykjavík. Hann liefur alla tíð sætt almennri gagnrýni fyrir rembing, ókurteisi, hrottaskap og sjúklega spé hræðslu. Þessi lögreglu- þjónn fékk í andlitið lítinn moldarköggul, sem varpað var einhvers staðar utan úr mannfjöldanum. Lítill drengur, 8—10 ára, sem stóð rétt hjá lögregluþjón- inum, fór að hlæja. Lög- regluþjónniun rak upp ösk- ur eins og villidýr, tvíhenti kylfu sína og þaut að drengnum. Drengurinn tók á rás, en skrikaði fótur og féli. — Lögregluþjónniim reiddi upp kylfuna og ætl- aði að keyra hana af alefli í höfuð drengsins, þar sem hann Iá. Áhorfendum, livar í stjórnmálaflokki sem þeir stóðu, blöskruðu þessar að- farir, og urðu þeir fyrri til og tókst að svipta kylfmmi af lögregluþ jóninum. — Ég hef fyrir satt, að það hafi verið Sjálfstæðismenn, en ekki kommúnistar, sem það gerðu. Ekki veit ég, hvort þeir hafa verið kærðir fyr- ir mótþróa við lögregluna. Hitt er víst, að svona mað- ur á ekki heima í lögreglu Reykjavíkur, heldur núklu fremur á stað, þar sem and- lega sjúkum mönnum er veitt aðhlynning. — Framhald á 4. síðu. Empire State Building, í New York City, er stærsta bygg.«'.g í heimi. Fyrir skömmu var hún hækkuð að mun, og synir myndin, að hækkunin var ekkert smáræði. Empire State var áður 102 hæðir.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.