Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 03.04.1950, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 03.04.1950, Blaðsíða 2
MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 3. aplfíi 1950. fr heiml leikllstariniiar \rl NAUÐSYN SAMSTARFSISL. LEIKFELAGA Eftir Ævar Kvaran .Áhorfendasalurinn var lítill; áttan hiklaus, framburðurinn með lagni mátti kannske jþjappa 100 manns saman á bekkina. En hér inni voru miklu fleiri, a. m. k. 150 manns; bekkir þéttsetnir og allt í kring standandi fólk, maður við mann. Hiti var mik- ill og misjöfn ilman í lofti, fþví að sumir áhorfendur! skýr og leikur þeirra furðu- eðlilegur og sannfærandi. — Þetta stritandi alþýðufólk í htla þorpinu mínu fékk mig, vandlátan- borgarbúann, til þess að gleyma stund og stað. Mér mun seint líða þessi leik- sýning úr minni.“ Þetta var aðalefnið í frá- höfðu auðsjáanlega komtö sögn kunningja míns, sem ibeint frá vinnu sinni. Hvert hitti mig á förnum vegi í sem ég leit, sá ég veðurbarinj fyrra, er við röbbuðum saman andlit sjómanna og bænda og um leiklistarmáL Eg hef end- kvenna þeirra ljóma af eftir- ursagt þetta nokkuð ýtarlega vænting, þrátt fyrir þrengsl-J hérna sökiun þess að ég veit, in og hitann. Eg átti í mestu að þessi lýsing gæti átt við vandræðum með að komast í víða annars staðar úti um i buxnavasann minn til þess að landið, þar sem leiklistarstarf ná í vasaklút til að semi er haldið uppi af áhuga- þerra svitann af enninu, sök um þess hve þétt var setinn bekkurinn, en tókst það þó að lokum eftir nokkurn bægslagang. Eg sat á 2. bekk, og ef satt skal segja, dauð- kveið ég fyrir þessari leik- sýningu. Eg var ættaður úr þessu litla sjávarþorpi og hafði komið þangað um dag- ínn til þess að vera viðstadd- ;ur kirkjuvígslu, en síðan ver- ið boðinn á þessa leiksýningu leikfélagsins, sem tilhlýðilegt þótti að hafa þennan dag til heiðurs hinum mörgu gest- um þorpsins. Eg þekkti vel leikritið, sem þarna átti að taka til meðferðar, og þótti vænt um það, því að það er eitt af merkustu verkum í ís- íenzkum leikbókmenntum. Eg kveið nú fyrir því, að verða að sitja þarna í liitanum og óloftinu í tvær klukkustundir og horfa á þessa blessaða við- vaninga stama sig í gegnum þetta ágæta leikrit. — Loks fer tjaldið frá. Bæjar- hlað. Bæjargafl til vinstri. — Fagurblá f jöll í f jarska, en til hægri sést móta fyrir gripa- Iiúsi eða smiðju. Miðaldra bóndi situr á steini og er að flétta reipi. Eg horfi á bónd- ann, og einhvern veginn léttir mér strax. Hann er svo dæma Iaust eðlilegur. Það er eins og hann hafi ekki gert annað allt sitt líf en flétta reipi. Bráti Ikemur ung stúlka út úr bæn- nm, auðsjáanlega dóttir hans. ©g þau taka tal saman; og íeikurinn heldur áfram. Og hvað skeður? Eg gleymi hit anum, óloftinu, þrengslunum og hörðum bekknum. Hrifinr og undrandi horfi ég á leik endurna. Framkoma þeirra r fcisp-urda-us og öiugg; kun mönnum. Tvenns ber þó að gæta í sambandi við framan- greinda frásögn. I fyrsta lagi, að þar hafði kunnáttumaður fjallað um leikstjómina, og í öðru lagi var um ramm-ís- lenzkt viðfangsefni að ræða, þar sem atburðarásin á sér stað á sömu slóðum og leik- ritið er sýnt, og er því sér- staklega hjartfólgið leikend- um. Það er alkunna, að víða í sveitum Islands og sjávar- þorjnim lifir og dafnar mikill leiklistaráhugi. Ungt og á- hugasamt fólk býður þar meiri erfiðleikum byrginn en nokkru sinni geta orðið á vegi okkar hér í höfuðstaðnum. I dreifbýlinu þarf unga fólkið stundum að sæk ja leikæfingar langar leiðir, og notar til þeirra tíma, sem aðrir hafa sér til hvíldar. Sjálfir verða leikendur iðulega að leggja af mörkum allt nauðsynlegt tii sýninganna. Við skulum nú til fróðleiks athuga dálítið nánar í hverjuj örðugleikar þessa unga fólks liggja. i Ef koma á upp leiksýningu, þarf fyrst og fremst að fá einhvern til þess að annast ieikstjói’n, því að leikæfingar án leikstjóra verða aldrei ann að en fum og föndur. Það ger- ist nú æ algengara að leikfé-j lögin úti um land leysi þetta spursmál með því að ráða sér frá Reykjavík leikstjóra, semj hefur kunnáttu í þessum efn-j um. Þetta hefur gefizt mjög vel, því að jafnframt hag-; kvæmari aðferðum hafa leik-^ endur getað bætt við sig þekk ingu í tæknilegum undirstöðu triðurn. Við leikstjórn dugar kkert þingræðisskipulag, ef starfinu á að miða nokkuð áfram. Leikstjóri þarf því að hafa myndugleik' til þess að geta haldið uppi fullkominni hlýðni og aga. Verði einhver úr leikfloklcnum á staðnum að takast þennan vanda á hend- ur, sökum skorts á kunnáttu- manni, má gera sér í hugar- lund, að erfitt getur verið fyr- ir hann að leiðbeina félögum sínum, svo að verulegu gagni megi koma. Þá er að velja leikritið. Það þarf að vera ís- lenzkt eða íslenzkað; auk þess þarf það að vera nægilega skemmtilegt tii þess að tryggja aðsókn að leiksýning- unum, annars er allt starfið unnið fyrir gýg. Það má held- ur ekki vera of mannfrekt, vegna þess að venjulega er ekki úr stórum hópi leikenda að velja; auk þess sýnir reynslan, að því stærri sem leikendahópurinn er, því erf- iðara er að halda hópnum saman til æfinga. Þá þarf- að útvega búninga á alla leik- endur og jafnvel hárkollur. — Verða þá leikendur ýmist. að útbúa þetta sjálfir eða reyna að fá það lánað úr Reykjavík, oft með ærinni fyrirhöfn. — Mæla þarf leiksviðið til þess að geta reiknað út stærð leik- tjaldanna; en í þau þarf auð- vitaii að útvega efni, máln- ingu, við og striga, sem aldrei hefur verið jafn erfitt að afla sér og á þessum tímum gjald- eyrisskortsins. Takist það samt, þarf að smíða tjöldin og mála.. Þá þarf að ganga frá ljósaútbúnaði leiksviðsins, út- vega húsgögn og aðra leik- muni; sjá um undirbúning leiksýninga; birtingu auglýs- inga, prentun og sölu aðgöngu miða o. s. frv. Þegar þess er gætt, að leikendur sjálfir verða að annast öll þessi ólíku og margvíslegu störf, geta menn gert sér í hugarlund, hvílíka ást á viðfangsefninu og fórnfýsi þarf að sýna til þess að ráðast í leiksýningu við svo erfiðar kringumstæð- ur. Og samt er þessari starf- semi haldið uppi um allt land. Það sýnir tvennt: hinar miklu vinsældir lel>listarinnar með- al íslenzkrar alþýðu og þann brennandi áhuga og ást, sem unga fólkið hefur á þessu við- fangsefni. Vafasamt er, hvort nokkurs staðar í heiminum ríkir meiri áhugi á leiklist en einmitt meðal íslenzkrar al- þýðu. Þetta er merkilegt atr- iði í íslenzkri alþýðumenn- ingu, sem oss ber skylda til að hlúa að. Væntanlega eru allir sam- . Margaret prinsessa, systir Elizabetar ríkisarfa, verður að taka þátt í ýmsum opinberum skemmtunum, eins og aðrir meðlimir konungsfiölskvldunnar. Hér ;ést hún vera að koma úr leikhr .i í London. mála um það; en hvernig á þá að f ara að því ? Hvaða leið- ir liggja beinast að því marki ? Samkvæmt 10. gr. laga um þjóðleikhús skal það „. . . . vinna að eflingu leiklistar hvarvetna á landinu." Fyrst um sinn getur þáttur Þjóð- leikhússins til þess að fram- fylgja þessu fyrinnæli varla orðið annar en sá, að ferðast með leikflokk leikhússins um landið árlega og sýna eitt- hvert gott leikrit. Það er að vísu góðra gjalda vert, en hætt er við, að bið geti orðið á því, að það efli leikstarf- semina úti um landið svo að nokkru nemi fyrst um sinn. Hvað eiga þá þessir áhuga- menn að gera? „Guð hjálpar þeim einum, sem hjálpar sér sjálfur,“ segir máltækið. Þeir eiga að hjálpa sér sjálfir. Þeir eiga fyrst og fremst að stofna til samtaka. Þessi litlu leik- félög eiga að taka höndum saman og sameinast í lands- samband: Samband íslenzkra leikfélaga. Kostir slíks sam- bands eru auðsæir. Það myndi geta lyft því Grettistaki til eflingar leiklistinni í landinu, sem um munaði. Sambandið gæti haft fulltrúa. eða fram-.. kvæmdastjóra í Reykjavík, sem hverju sinni vissi hvaða verkefni hvert félag hefði á prjónunum. Hann gæti því skipulagt lán á milli félag- anna á handritum, búningum o. þ. h. Hann hefði bezta að- stöðu til þess að útvega hent- ug leikrit til sýninga, þar eð hann hefði aðsetur í Reyk ja- vík. Þá gæti hann annazt inn- kaup fyrir félögin á ýmsum , nauðsynjum til sýninganna,1 svo sem hárkollum, sminki, í efni í búninga (eða lán á tr þeim) o. s. frv. Hann gæti • ennfremur verið milligöngu-); maður fyrir félögin á útvegun ;<> leikstjóra, ef því væri að ji; skipta. . ;; Er leikféíagasambandinu yxi fiskur um hrygg, þyrfti ' ~ það að beita sér fyrir nauðsyn legri samræmingu í byggingu leibsviða úti um landið. — Það þarf að gera henxuga * teikningu af góðu leiksviði, ; teikningu, er síðan væri höfð til hliðsjónar við byggingu allra leiksviða, sem byggð verða í framtíðinni úti um landið. Kostír þessa fyrir- komulags eru meðal annars þeir, að auðyeldlega mætti Framhald á 8. s:3u

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.