Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 03.04.1950, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 03.04.1950, Blaðsíða 3
Mánudagúr 3.april 1950. -MÍNUI>AGSELAÐm MANUDAGSÞANKAR Jóns Reykvikíngs HORROR-DRAMA Það, sem einkennir komm- únistana hér hjá okkur, eins og raunar annars stað- ar líka, er hinn afdráttar- lausi „kynismi" þeirra. 1 þessu efni eiga þeir sam- leið með ýmsum voldugum „hreyfingum" í veraldar- sögunni. Bertrand Bussel hefur bent á, hve saga þess kommúnisma, sem útgeng- ur frá Rússlandi og á sína miðstöð þar, sé lík sögu Islams, meðan hún var á byrjunarstigi og á þeim tíma, þegar hinn múham- eðski hálf máni ruddi kross- markinu úr vegi í djörfum herförum í Suðurvegi. Það var í skuggum hljóðra klausturhvelfinga, sem minntu á riddaraborgir, að Jesúítar bundust svardög- um og mynduðu á fegurstu munkalatínu setninguna: Tilgangurinn helgar meðal- ið; sem síðan hefur verið kjörorð allra kynista. Blóðferill íslamíta og jesúíta var fagurrauður og trú þeirra eldheit. Þessir riddarar fasismans brutu undir sig borgir og lönd undir rauðum fánum í bloss andi trú á hin háleitustu markmið, sem allt — lif- andi og dautt — ætti að þjóna allt til endaloka. Islamitar, kommúnistar eiga trúna og bardagaaðferðina að sam- eign. Sá eirin er munurinn, að saga islamita og jesúíta, sem voldugra bardaga manna, er þegar skráð, en saga kommúnista er enn ekki öll. Engu skal um það spáð, hver endir hennar verður. Sumir segja, að kommúnisminn sé að kom ast á stig sjálfseyðilegging- arinnar, eins og svipaoar hreyfingar áður fy:r, og eigi eftir að grandtst í óg- urlegum styrjal "areldí. Eg leiði alveg hcst minn frá slíkum spádómum, en ég get ekki neitað því, að þeg- ar ég lít yf ir f eril rússnesku kommúnistanna, sem allur hefur gerzt á minni ævi, er mér svipað innan brjóst'. einmi11 nú ogværicg í stóru leikhúsi að hagræða mér í ptólnum til að heyra sem bsrt síðasta þáttinn af horror-drama, byggðu t. d= á mótívum frá tímum þrjá- tíu ára stríðsins, þar sem ekkert er eftir annað en sýna haglega gerða drama- tíska lokabyggingu, eftir að fyrri þættir hafa leitt til fulls í 1 jos allt eðli persón- jesúítar og anna og veitt fullan grun um afdrif þeirra. MÍR-AFKVÆMI HRÆSNINNAR Það voru greinar í Þjóð- viljanum um- hið nýja fé- Iag, Mír, til verndar rétt- arfarinu, sem fengu mig, nú, eins og svo of tar, til að hugleiða hið kyniska of- stæki kommúnistanna. Að sjálfsögðu hafa kommún- istarnir okkar margsinnis afneitað borgaralegu rétt- arfari og dómstólum okkar þjóðfélags, því þeir eiga fátt sameiginlegt kOmmún- istisku réttarf ari og dóma- skipan, þár sem ekki er far- ið eftir öðru en því, hvað valdhöfunum er þægilegast í það og það skiptið. Það kostaði langa baráttu að skilja sundur dómsvald og framkvæmdarvald og gera dómsvaldið að sjálf stæðum aðila, eins og nú tíðkast meðal vestrænna þjóða, og f yrsta verk kommúnista er alls staðar að leggja dóm- stólana aftur undir fram- kvæmdavaldið. Það er tæp- lega stafkrókur í okkar réttarfari, sem kommúnist- ar mundu láta standa, ef þeir kæmust til valda, en þó stofna þeir nú til félags- skapar til vérndunar þessu f yrirlitna réttarf ari. Þarna er kommúnistum rétt lýst, og þarna koma aðferðir þeirra svo glöggt fram sem orðið getur. Takmarka laus kynismi kommúnist- anna lýsir sér þarna vel í því, hve hræsni þeirra er djúp og hve afdráttarlaust þeir kasta burtu öllu tilliti til þess, hvað þeir hafa sjálfir sagt og fyrirhugað, ef það þjónar tilgangi þeirra í augnablikinu. ALDARSVD7UR Það er engin tiMIjun, hve ítalskir og spænskir málarar á tímum inkvisiti- ónarinnar voru leiknir í að uýna á málverkum haturs- fullt og skuggalegt augna- tíIMt, þar sem ofstækið skýtur eldingum undir slút- andi ivtunkahettu. Þetta vai' svipur aldarinnar. — Sams konar aldarsvipur sést á myndum Þjóðviljans af hinum stríðandi komm- únistum, sem Mír á að vernda. Ef vel er skoðað, hef ur 1 jósmyndin náð sama svipnum í einu vetfangi og miðaldamálaramir drógu íguaSteul Listamaður kom í þorpsbúð og sagði: „Haf ið þið nokkra bursta úr úlfaldahári?" Afgreiðslustúlkan hristi höfuðið og sagði: .„Því miður. Enginn verzlar með úlfalda hér um slóðir." Maður: Eg hef verið að fá hótunarbréf með póstinum nú í nokkra daga. Em ekki til lög gegn öðru eins? upp með þolinmæði snill- ingsins. Það er aðeins eitt, sem einkennir svip komm- únista og ekki kemur f ram hjá gömlu málurunum; það er kæruléysið, því það var ekki tíl í áliri alvöru mið- aldanna. Að öðru leyti eru sjálfir svipirnir „stereo- typ". ISLENZKIR TlTÓISTAR? , Þjóðvarnarstóðið er nú allfaf meir og meir að nálg- ast hið fyrirheitna hjá kommúnistum. Sú stað- reynd birtist m. a. í því, að Hallgrimur Jónasson barna kennari, er núeinn af höf- uðpaurunnm í Mír, ásamt Jóhannesi úr Kötlum. Sig- ríður Eiríks valdi Fram- sókn; Hallgrímur hef ur valið kommúnista, og svona stokkast þetta i'ólk saman eins og það á að vera, þang- að til spilin verða endan- lega gef in handa f lokksf or- ingjunnm til að láta þau út. Þar með er ein af okkar mörgu pólitísku blöðrum að springa. Okkar stjórn- mál hafa alltaf verið full af slíku. Á fyrstu tveim áratugum aldarinnar voru það alltaf mismunandi af- staða til Dana og deilurnar þar um, sem blésu þessar blöðrur. Ef tir það haf a þær orðið annars eðlis og eru orðnar margar — Bænda- flokkur, Þjóðerniosinnar, Sigurðar Jónassonar f lokk- urinn, Þjóðólfsflokkur, og nú loks Þjóðvarnarnienn. Allar hafa þessar bólur sprungið á nefi foringj- anna, og alltaf hef ur manni f undizt sú síðasta vera ljót- ust, og eins er það nú með Þjóðvörnina. — Eftir ein- hvern tíma munu nýjar risa. Hvenær í'áum við formlegan flokk Titoista? Hann hlýtur að verða til, og Héðinsmennirnir, sem á sínum tíma gengu í Sam- einingarflokkinn, eru upp- lagt efni í þann flokk. Póstmaðurinn: Auðvitað eru til lög gegn því. Það er mjög alvarlega tekið á því að senda hótunarbréf. — Hafið þér nokkra hugmynd um frá hyerjum þau eru? Maðurinn: Auðvitað, það er hann Úlfur, húsgagnasmiður. Forstjórinn var fokvondur, því að hann var að bíða eftir skristofustráknum, og skálm- aði fram og aftur um skrif- stofuna. Stráksi kom. „Hví hefur þetta ekki verið gert?" hreytti forstjórinn úr sér. „Nú er komið að jólum, og ég sagði þér fyrir mánuði að gera það." „Eg gleymdi því," sagði drengurinn og varð mjög skjálfraddaður. „Gleymdir — gleymdir!" öskraði forstjórinn. „Ef ég skyldi gleyma að borga þér, hvað mundir þú þá gera?" „Eg mundi koma og skýra þér frá því undir eins," svar- aði syndaselurinn, „en ekki bíða fyrst í heilan mánuð og fara svo að rífast út úr því." Einu sinni skrifaði lánar- drottinn eiganda Smáverzlun- ar og kvartaði um, hve lengi hann drægi að borga skuld sína, sem var fyrir löngu fall- in í gjalddaga. Hann svaraði um hæl: „I lok 'hvers árs stafla ég öllum ógreiddu reikningunum í hrúgu eða haug. Svo kippí ég sex þeirra út úr hrúgunni. Þessa sex reikninga greiði ég. En ef þér sýnið mér frekari ósvífni, þá skuluð þér alls ekki búast við því að þér komizt í greiðsluf lokkinn þetta ár." Maður f ór inn í búð til kaup manns, sem seldi gömul föt, og spurði eftir yfirfrakka. — Hann fór í hann í búðinni og hljóp svo út. Kaupmaðurinn hljóp til byssusmiðs, sem bjó þar rétt hjá, og bað hann að skjóta á strokumanninn. Byssusmiðurinn greip upp byssu og miðaði. Allt í einu datt fatasalanum i hug nokk- uð hræðilegt. „Heyrðu!" hrópaði hann. „Skjóttu í lappirnar á honum. Eg á yfirfrakkann." ívikmyíidir Frábærlega skemmfileg mynd í Nýja Bíó JL**'* Páskamynd Nýja Bíós verð ur „AUt í þessu fína . .. ." (Sitting Betty). Óhætt er að fullyrða, að þessi mynd er með alskemmti- legustu myndum, sem enn hafa komið frá Hollywood. Efnið, kvikmyndunin og leikurinn er 1. flokks, enda virðist sem stjórnendur hafi lagt sig f ram til þess að f ram- leiða úrvalsmynd að þessu sinni. Stjarna myndarinnar er Chfton Webb (Belvedere), „barnfóstran" og snillingur- inn. Leikur hans er ekki ein- ungis góður og „kómiskur", 'heldur um leið svo tignarleg- ur og kátlegur, að vart mun sá dauf drumbur til, sem ekki veltist um af hlátri af tilburð- unum, svipbrigðunum og öllu því, sem þessi einstæða barn- f óstra gerir. Stóran þátt í að gera þetta að afburða góðri skemmti- mynd eiga Robert Young og Maureen O'Hara (hjónin Harry og Tacey), sem bæði gera hlutverkum sínum frá- bær skil. Richard Haydn (Appleton) er frábær, og svo má segja um flesta aðra leikara mynd- arinnar. Það er ekki of sagt, þótt allir, sem vetthngi geta vald- ið, geri sér ferð í Nýja Bíó og sjái páskamyndina „Allt í þessu fína ....". Hísheppnuð mynd í Gamla Bíó Þrátt f yrir tilraunirRoberts Young og Franks Morgan, þá er myndin „Fjárhættuspilar- inn" mjög misheppnuð. Þau atriði, sem gætu veriá góð, missa herfilega marks vegna lélegs samtals og „standard" setninga, sem. heyra má í hverri 2. flokks mynd. Manni finn^t einna helzt sem leikarar myndarinnar hafi vitað fyrirfram, að hér var um hlutverk og efni að ræða, sem var fyrir neðan virðingu þeirra. Svo slælega leysa jafnvel menn eins og R. Young og F. Morgan hlutverk sín af hendi. Hvert atriðið á. fætur öðru „fer í hundana", svo að maður fer jafnvel að óska eftir að í þetta skipti verði „hlé". Sem efnislítil gamanmynð, hefði þetta getað verið ein- hvers virði, en því miður er svo ekki. A.B.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.