Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 03.04.1950, Side 5

Mánudagsblaðið - 03.04.1950, Side 5
Mánudagur 3. apríl 1950. MÁNUDAGSBLAÐIÐ Páskahatturinn. 'Nú nálgast belssað vorið óðum. Þeir allra bjartsýnustu halda því meira að segja fram að það sé þegar komið, þótt auðvitað sjáist ekki enn með berum augum eitt einasta grænt strá. En þeir bjartsýnu segjast finna vorlykt í loft- inu. Þetta kann auðvitað að vera rétt, en ég segi fyrir mig, að ekki hef ég ennþá einu sinni fundið mykjulykt úr görðunum, en það er þó ann- ars ein aðal-„vorlyktin“ hér í Reykjavík. Þegar vorið nálgast fer all- ar konur að langa til þess að fá sér eitthvað nýtt, — og þá ekki sízt nýjan vorhatt. — Fötin okkar eru orðin hálf úr sér gengin eftir veturinn, og kemur það enn greinilegar í Ijós, þegar birta tekur og dag- inn fer að lengja. Á páskadagsmorgun í New York spankúlera allar dömur borgarinnar, sem vettlingi valda, um göturnar með spá- nýja hatta. Skrúðganga þessi er kölluð „The Easter Par- ade“, og getur þar að líta hina furðulegustu (og stundum af- káralegustu) útgáfur af höf- uðfötum kvenna. Hér hjá okkur er engin slík hattasýning á páskadags- morguninn, en þó eru ótal margar konur, er fá sér nýjan hatt fyrir páskana. Þó er það varla heiglum hent að fá sér fallegan hatt hér, því að þeir eru svo rándýrir, að engu tali tekur. Margar eiginkonur munu þvi eflaust hugsa sig tvisvar um, áður en þær eyði- leggja páskafríið fyrir manni sínum með því að sýna honum reikninginn fyrir nýja hatt- inn. En nú segir það sig sjálft, að þar eð hattar eru eins dýr- ir og raun er á, þá er um að gera, þegar maður loksins f ær sér nýjan hatt, að velja hann af mikilli kostgæfni, þannig, að hann klæði mann sérstak- lega vel og maður verði ekki strax hundóánægður með hann. Það er staðreynd, að vel valinn hattur getur orðið til þess að hylja ýmsa galla í andlitsfalli konunnar eða á hinn bóginn að undirstrika það, sem lögulegt er. Varizt það því, að velja yður hatt eingöngu vegna þess, að „þetta lag er hæstmóðnis núna“, — því að ekki er víst, að þetta ,,hæst-móðins-lag“ klæði endilega yður. Athugið andlitsfall yðar nákvæmlega í spegli og veljið yður hatt í samræmi við það. Og hér eru nokkrar ráðleggingar, sem hægt er að hafa til hliðsjónar við hattavalið. Langleitar stulkur ættu að velja sér hatta, sem breikka andlitið; hatt, sem er lágur ofan á höfðinu, en rís út frá andlitinu til annarrar eða til beggja hhða, t. d. með „drap- eringum", fjöðrum eða blóm- um. Kringluleitar stúlkur ættu aftur á móti að forðast slíka hatta, sem rísa út frá and- htinu til hliðanna. Þær ættu að velja sér hatt, sem er hár upp frá enninu, eða er með f jöður eða blómaskraut beint upp af emiinu. Einnig getur það verið klæðilegt fyrir kringlóttu andlitin að vera með hatt, sem hallast mikið út í annan vangann, því að hann gerir það að verkum, að andlitið sýnist ávalara. Ferkantað andlit getur sýnzt lengra og lögulegra, ef stúlk- an er með háan hatt. Þó verð- ur hún að taka tillit til hæðar sjálfrar sín, er hún velur sér háan hatt (og þetta á við öll andlitsföll!), — því hvað er afkáralegra en sex álna stúlka með hálfrar álnar hatt? Ef kjálkarnir eru mjög breiðir, þá má draga úr þeim svipnum með því að bera hatt, sem er með fallegri „draper- ingu“ niður annan vangann. Hattar þeir, sem nú eru mest móðins, eru ekki heppi- legir fyrir stúlliu með stórt eða langt nef, því að litlu, blóm- og f jaðraskreyttu hatt- arnir draga aðeins athyglina að stærð nefsins. Stórnefjað- ar stúlkur ættu því að velja sér „klukku“-hatt eða húfu (beret), sem hallast út í ann- an vangann og nær, frá hlið séð, fram yfir andlitið. Þær ættu að varast hatta, sem hallast aftur af höfðinu eða falla þétt að því báðum megin við andlitið. Stúllta með gleraugu ætti að forðast slör og mikið skraut, eins og t. d. blórn, framan á hattinum, því að það dregur athyglina að gler- augunum. Hattur með börð- um, sem slútir fram yfir and- litið, er beztur fyrir hana, því að hann dregur úr gleraugna- svipnum. Eg held, að óhætt sé að segja, að ef þér hafið þessar ráðleggingar- til hliðsjónar og veljið yður hatt „samvizku- samlega“ í samræmi við and- litsfall yðar, þá munuð þér sjálf verða harðánægð með hann. Og kunningjar yðar munu þá ekki aðeins segja um páskahattinn yðar: „En hvað þetta er sætur hattur, sem þú ert með!“ Heldur munu þeir segja: „Mikið f jári tekur þú þig vel út með þenn- an hatt!“ — Og það er allur munurinn! ★ 100% kona. Strætisvagnabílstjóri nokk- ur í Ameríku var kominn að erfiðri beygju í mikilli um- ferð, er ung kona kemur ak- andi á fleygiferð úr hliðar- götu. Þetta leit út fyrir að enda með árekstri, því að kon- an virtist ekki sjá strætis- vagninn. — Strætisvagnsbíl- stjórinn blístraði hvellt: — „H-h-ú-it, — hú-ú-o!!!“ Kon- an stoppaði, leit við og sá strætisvagninn, og þannig varð slysinu afstýrt. Einn farþeginn spurði bíl- stjórann, vegna hvers hann hefði blístrað svona, í stað þess að nota bílflautuna, %g bílstjórinn svaraði: „Nálega helmingur kvenbíl- stjóra lætur sem hann heyri það ekki, þótt notuð sé bíl- flautan. En ég á ennþá eftir að sjá þá konu, sem ekki stoppar og lítur í kringum sig, er hún heyrir karlmann blístra eitt langt: „Hú-úít, — hú-úý-o“!!!“. ermum), sem ekki fara af við þessa aðferð, má oftast nær fjarlægja með því að nudda þá upp úr þurru salti. Fatahreinsun. Eg var áðan að minnast á það, að nú þegar birta tæki og daginn tæki að lengja, kæmi það í ljós með tvöföldum krafti, hversu „þreytt“ fötin okkar eru eftir veturinn, — og þá sérstaklega dökk ullar- föt. En kannske eru þau samt ekki svo óhrein, að það borgi sig að senda þau strax í hreins un, enda tekur hreinsunin talsvert langan tíma og ekki víst, að við getum verið svo lengi án fatanna, án þess að nauðsyn kref ji. Hér eru ráð til þess að „fríska upp“ dökk pils, kápur og dragtir, og tekur það lítinn tíma og litla fyrirhöfn. Látið eina matskeið af ed- iki út í hálfan líter af vel volgu vatni. Vætið síðan tusku í þessari blöndu og strjúkið yfir flíkina með henni. Heng- ið flíkina á herðatré og látið hana þorna, en pressið hana síðan á röngunni. Dökkblá „sivjott“- eða „ga- bardine“föt er gott að hreinsa á sama hátt upp úr upplausn, sem búin er til á þann hátt, að ofurlítið af blákku er látið í volgt vatn og flíkin strokin upp úr upplausninni. Fitubletti kringum hálsi- mál og uppslög (framan á Páskaegg og páskaeggjaleysi. Hætt er við, að ekki verði mik ið um súkkulaði-páskaegg að þessu sinni fremur en undan- farin ár. Það hefur síðustu ár verið svo, að færri fá en viija, þótt eggin hafi yfirleitt verið bæði rándýr og búin til úr lé- legu súkkulaði. Æ, munið þið eftir mjólkur- súkkulaði-eggjunum, sem maður fékk í gamla daga, — marsípan öðrum megin og mjólkursúkkulaði hinum meg- in? Það kemur vatn í munn- inn á mér, þegar ég hugsa til þeirra! Eftir því sem ég man bezt, var ég vön að að fá máls háttinn: „Oft er flagð undir fögru skinni,“ í páskaegginu mínu, — (hm!). Eða var það kannske: „Hæst bylur í tómri tunnu“ ? — Eg man það ekki nákvæmlega, en þegar ég fer að hugsa út í það, þá þykir mér líklegra, að það hafi ver- ið það síðarnefnda. En það voni páskaeggin á þessum páskum, sem ég ætl- aði að tala um. í fjölskyldu, þar sem eru fjögur eða fimm börn, getur það, nú á tímum, orðið anzi dýrt spaug að gefa þeim öll- um súkkulaði-páskaegg, — ef við setjum sem svo, að hægt sé að fá þau. Þó veit ég, að flesta foreldra langar til þess að gleðja börnin sín eithvað á páskadagsmorguninn. Vortízkan. Þess vegna ætla ég nú að segja ykkur af þvi, hvernig* kunningjakona mín ein, sem á fjögur börn, fór að því að gleðja þau á páskamorguninn. með litlum tilkostnaði. Daginn fyrir páska sauð hún 12 hænnegg í ca. 5 mín. Síðan málaði hún sex þeirra með vatnslitum, rauð græn og blá, — með ýmsum munstrum á. Svo klæddi hún grunna glor skál iiman með bómull, strá- um og blómum, lagði þessi egg í hana, svo að þetta leit út eins og eitt meiri háttar hreiður. Á sex eggin málaoi hún síðan andlit. IJr stífum pappír límdi hún mátulega hringi, teiknaði á hringina kraga eða hálsbindi, og lét eggin síðan standa á þessmn „statívum", eins og hvert á sínum „hálsi“. Að lokum saumaði hún skott- húfur á öll eggin, sem andlitin voru máluð á, og lét á „koll- ana“. Snemma á páskadagsmorg- uninn lagoi hún á morgun- verðarborðið, löngu áður en börnin voru komin á fætur. Á mitt borðið setti hún páska- liljur í vasa og „hreiðrið“ við' hliðina. Síðan lét hún eitt „andlitsegg“, með húfu, standa á sínum „hálsi“ við Framha'd á 7. síðu. Járnhnefinn stendur undir þessari mynd, sem er frá U.S.A. og sýnir þegar boxarinn Walker frá Boston sló niður mót- stöðumaxm sinn, Glen Wright.

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.