Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 03.04.1950, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 03.04.1950, Blaðsíða 6
B ______ . MANUDAGSBLADJÐ _____ : M&midagur 3. apríl 1950. FRAMHALDSSAGA: Síðdegisævintýri 2. Eftir M. DAVIDSON POST „Og hvernig hefur þú gcfiö loforð?“ „Á sama hátt og þið hafið gef- ið loforð,“ sagði Abner, „oo- eins og allir hér hafa heitið. l orfeður vorir tóku eftir því, að þeir gátu ekki haldið glæpamönnunum og þjófunum í skefjum, þcgar þeir unnu hver út af fyrir sig, svo að þeir kómu sér saman, og ákváðu að hafa vissa aðferð í þessum mál- um. Nú höfum við samþykkt samnipg þeirra og heitið að hlýða honum. Og ég fyrir mitt le)’ti vil gjárna halda heit mitt.,“ Stóri maðurinn varð ruglaður á svipinn. En svo birti yfir hon- um. „Hver fjandinn,” .sagði hann. „Þú átt við lögin?“ „Kallaðu það hvað sem þú vilt,“ svaraði Abner. „Það er ekki annað en samþykki allra að vinna víst vcrk á vissan hátt.“ ,Jæja,“ sagði Ward, „við æ'tl- um að súnna þetta verk á okkar hátt.“ Frændi varð hugsi á svipinn. Svo sagði hann: „Þið gerið illtl .O Zj eínhverju saklausu fólki. „Attu við þcssa tvo óþokka?“ Ward benti með fingrinum á fangana. Fr.rndi leit upp og á fangana, sem voru nokkuð álengdar undir stóru beikitré, rétt eins og hann hefði ekki itekið eftir þeim fyrr en nú. „Eg var ekki .að hugsa um þá,“ svaraði hann. „Eg var að hugsa, að ef menn eins og bú og Lemuel Arnold og Nicholas Van- cc brjóta lögin, munu minni menn fylgja ykkar dæmi, og eins og þið réttlxtið ykkar gerðir mcð því að kalla þær verndarráðstafan- ir, svo munu þeir og með sama hxtti réttlæta rán sín og hefndar- vcrk. Þannig verða svo lögin gagnslaus og fjöldi valdalausra ag.saklausra manna, sem reiða sig á þau til öryggis, verða þannig verndarlausir.“ Þetta voru orð, sem ég hef munað, af því að þau varpa ljósi á aftökur án dóms og laga, sem ég hafði ekki hugleitt. En ég sá, að þessi orð mundu ckki hafa á- hrif á þá. Þcir voru reiðir og tóku þeim kuldalega. ,,Abner,“ sagði Ward, „við ætlum ekki að ræoa þetta mál við þig. Það koma þeir tímar, að menn verða að taka lögin í sínar hcndur. \hð búum hér við rætur fjallanna. Peningi ökkar er stol- ið og hann rekinn inn í Mary- land. Við erum orðnir leiðir á þessu og ætlum að taka fyrir það. Líf okkar 02; cfni er í hættu vcgna þe^sara djöfulsins óþokka, og við höfum ákveðið að clta þá uppi og hengja þá á E’rsta tréð, sem við sjáum. Við scndum ekki eftir þér. Þú ruddist hingað, og ef þú þorir c’cki að brjóta lögin, gctur þú haidið áfram, því að við ætl- um að brjóta lögin, ef það getur kailast lögbrot að hengja þessa bölvaða þrjóta og morðingja.“ Eg varð hissa á ákvörðun frænda míns. „Jæ.ja,“ sagði hann, ,,ef brjóta verður lögin, þá ætla ég að vera hér kyrr og brjóta þau með vkk- ur.“ „Jæja þá,“ sagði Ward. ,.En fáðu ekki rangar hugmyndir i höfuðið á þér, Abner. Ef þú kýst að vera hér kyrr, þá setur þú þig í sömu spor og allir aðrir.“ „Það er líka einmitt það, sem ég vil gera,“ sagði Abner. ,,En eins oq- nú stendur málið, eruð O . þið allir mér fróðari.“ „Hvernig fróðari?“ spurði Ward. „Mér fróðari," svaraði frændi, ,,að því leyti, að þið hafið heyrt framburðinn gegn föngunum, og eruð sannfærðiir um, að þeir séu sekir.“ „Ef þetta er allt og sumt, þá skal þér ekki synjað. Héf hefur verið svo mikill gripaþfóínaður upp á síðkastið, að þeir, sem búa við landamærin, hafa nú loks bundizt samtökum um að stöðva hvern griparekstur upp í fjöllin, nema einhver fylgi honum, sem þeir þekkja og vita að ekkert er athugavert við. í dag eftir há- degi sagðist einn af mönnum mínum hafa mætt smáhópi geld- neyta, svona um hundrað eða svo, og ég stöðvaði hann. Þessir tveir menn ráku nautin. Eg spurði, hvort þeir ættu nautin, en þeir sögðust hafa verið fengnir til að reka þau inn í Maryland. Eg þekkti ekki mennina, en af því að þeir svöruðu spurningum mín- um með blóti og formælingum, þá tortryggði ég þá. Eg krafðist að fá að vita nafn eigandans, sem hafði leigt þá til að reka nautin. En þeir sögðu, að mér kæmi það andskotans c<,:crt við og heldu áfram. Eg sa.naði þá mönnum. Við náðum í þá, slepptum naut- unum á beit, og komum hingað með þá, unz við gætum komizt að, hver ætti þau. Á leiðinni hitt- um við BoWers. Hann sneri sér við og benti á mann, sem var að sýsla eitthvað við kaðal. Eg þekkti manninn. Hann var nautreki, þó nokkuð skuldugur, cn gat samt keypt og selt _og einhvern veginn tókst honum að halda í sér lífinu- Hann sagði okkur sannleik- ann. I "ærkvöldi hafði hann far- O ið til þess að líta á nautahjörð Daniels Coopmans. Hann hafði heyrt, að einhver nautamaður úr þinni sveit, Abner, væri á leið- inni þangað til þess að kaupa hópinn fyrir bændur. Hann vildi verða fyrri til en sveitungi þinn, svo að hann fór að' heiman urn kvöldið og kom til Coopmans um sólarlag. Hann fór skemmstu leið á fæti yfir hæðina, og þegar hann kom á sléttuna, þá sá hann mann á rindanum hinum mesjin ríða burtu. Maðurinn virtist hafa set- ið á hestbaki og horft niður í litla dalinn, þar sem hús Coopmans stendur. BoWer fór niður til húss- ins, en Coopman var þar ekki. Dyriiar voru opnar og BoWer seg- ir, að húsið hafi litið út eins 02; Coopman hefði skroppið út og gæti komið aftur hvenær sem væri. Það var enginn á ferli, því að'Ícona Coopmans hafði farið að heimsækja dóttur sína hinum megin fjallanna og gamli maður- inn var einn heima. BoWers hélt, að Coopman væri einhvers staðar úti við að sýna nautin manninum, sem hann hafði rétt í þessu séð ríða burtu. Svo að hann fór út í haga að leita að honum. Hann gat ekki fundið hann, og hann gat ekki heldur fundið nautin. Hann fór aftur til hússins og beið þar eftir Coop- man. Hann settist á girðinguna. Og meðan hann sat þar, tók hann eftir því, að girðingin hafði verið þvegin og var ennþá blaut. Þegar hann gætti betur að, sá hann, að girðingin hafði verið þvegin að- eins á einum stað fyrir framan dyrnar. Þetta virtist honum nokk uð undarlegt, og hann var að furða sig á, hvers vegna Coop- man hefði þvegið girðinguna að- eins á einum stað. Hann stóð upp, og er hann fór til dyranna, sá hann, að dyrastafurinn var rifinn miðja vega upp. Hann athugaði brotna staðinn og sá þá brátt, að þetta var hola eftir kúlu. Þetta vakti honum ótta, og hann fór út í garðinn. Þá sá hann för eftir vagnhjól, er vissu frá húsinu til vegarins. 1 grasinu fann hann úr Coopmans. Hann tók það upp og stakk því í vasa sinn. Þetta var stórt siifur-úr 02; var nafn Coopmans á því og við það fest hjartarskinnsræma. — Hann fylgdi vagnförunum út að hliðinu, þar sem vegurinn byrj- aði. Hann sá þá, að nautin höfðu líka farið um hliðið. Það var nú komið kvöld. BoWers sneri við, tók reiðhest Coopmans úr hest- húsinu, reið honum heim og elti svo nautaslóðina í morgun, en sá ckkert til hjarðarinnar fyrr en við mætturn honum.“ „Hvað sögðu þeir Shifflet og Twiggs við þessari sögu?“ spurði Abner. „Þeir heyrðu hana ekki,“ svar- aði Ward. „BoWers sagði hana ekki í þeirra návist. Hann reið afsíðis með okkur, þegar við hitt- um hann.“ „Þekktu þeir Shifflet og Twigg, BoWers?“ spurði Abner. „Eg veit það ekki,“ sagði Ward. „Munnshöfnuður þeirra var svo hroðalegur, þegar við stöðvúðum reksturihn, að við urð um að binda fyrir munninn á þeim.“ „Er þetta allt og sumt?“ spurði Abner. Ward krossbölvaði. ,,Nei!“ sagði hann. „Held- urðu, að við mundum hengja mann fyrir þetta eitt? Af því sem BoWers sagði okkur, héldum við að Shifflet og Twiggs hefðu myrt Daniel Coopman og rekið burt nautahjörð hans. En við vildum vita vissu okkar í þessu, svo að við fórum af stað til þess að kom- ast að því, hvað þeir hefðu gert við lík Coopmans og vagninn. Við fylgdum nautaslóðinni niður að Valley-ánni. Enginn vagn hafði farið'yfir hana, en hinum megin sáum við, að vagn og nautahjörð hafði snúið af leið- inni og farið upp með ánni um mílu veo-ar gegnum skóginn. Oq; þar, í krók nokkrum, fundum við staðinn, þar sem þessir djöflar höfðu náttað sig. Það hafði verið kveikt stórt viðarbál hjá ánni, en ekkert sást af öskunni. Frá hringsviði, sem var um tólf fet að þvermáli, hafði öskunni vandlega verið mokað burt, en skófluförin voru greini- leg, og við jaðra hringsins voru öskuleifar og jörðin svört. Við gerðum okkur fleka og drógum eftir ánni. Við fundum mest af vagnjárn- unum; öll voru þau með bruna- merkjum. Svo festum við dós á skaft og fengum í hana tölur, spennur og bein.“ Ward þagnaði. „Þetta gerði út um málið, og við snerum hingað aftur til að hengja þessa mannafjanda." Frændi hafði hlustað gaum- gæfilega, og nú sagði hann: „Hvað greiddi maðurinn Twiggs og Shifflet?“ spurði Abn er. „Sögðu þeir frá því, jaegar þið stöðvuðuð nautahjörðina?“ „Að því er það snertir,“ svar- aði Ward, „þá er það enn ein fell- andi sönnun gegn Jieim. Þegar við leituðum á þeim, fundum við vasabók á Shifflet með 115 döl- um og nokkrum smáskildingum í. Þett avar vasabók Daniels Coopmans, því að það var í henni kvittun, sem farið hafði niður milli leðursins og fóðursins. Við spurðum Shifflet, hvar hann hefði fengið vasabókina, og hann sagðist eiga 15 dalina sjálf- ur, en hundraðið hefði sá greitt honum, sem hefði leigt þá til að reka nautin. Hann sagði, að á vasabókinni stæði þannig, að mað urinn, sem átti peningana í henni hefði sagt, að þeir mættu hirða hana, þegar hann greiddi þeim.“ „Hver var jressi maður?“ spurði Abner. „Þeir neita að segja hver hann <c er. „Því neita þeir þessu?“ „Já, hvers vegna,“ sagði Ward. „Afþ ví Jrað var enginn þess hátt- ar maður. Sagan er lýgin einber og ekkert annað. Þessir manna- fjandar eru sekir upp fyrir haus. Allar sannanir eru á móti þeim.“ „Jæja,“ sagði Abner. „Það, sem líkurnar sanna, er mjög undir því komið, hvernig þið hefjið málið. Þetta er hálf hættuleg braut til sannleikans, því að öll- um merkjaborðunum hafa þeir þann skrítna sið að snúa í þá átt, sem Júð fóruð. Þetta skilur eng- inn nema hann snúi aftur. Þá sér hann sér til undrunar, að merkja- borðunum hefur líka vcrið snúið. En meðan skoðun manns er fast beint í einhyerja vissa átt, er ekki til neins að tala við hann, hann hlustar ekki á ykkur, og ef þú heldur hina leiðina, kallar hann þig flón.“ „Það er aðeins ein fær leið í þessu máli,“ sagði Ward. „Það eru alltaf tvær hliðar á hverju máli,“ svaraði Abner, ,,að grunaður maður sé annað hvort sekur eða saklaus. Þið bytjið á því að Shifflet og Twiggs séu sekir. Gerum ráð fyrir, að þið hefðuð byrjað á hinn veginn. — Hvað þá?“ ,,Já,“ sagði Ward. „Hvað þá?“ „Þetta,“ sagði Abner. „Þið stöðvið Shifflet og Twiggs á leið- inni með naut Coopmans, og þeir segja þér, að maður hafi leigt þá til þess að reka hópinn inn í Maryland. Þið trúið því, og farið að leita mannsins. Þið finnið BoWers! “ BoWers náíölnaði. „I guðs bænum, Abner,“ sagði hann. En frændi var miskunnarlaus, og hamraði á þessari ályktun. „Hvað þá?“ Engu var svarað, en mennirnir í kringum frænda minn litu á BoWers, sem með skjálfandi hönd um fitlaði við kaðalinn, sem hann var að laga fyrir annan mann. „En það, sem við fundum, Abner?“ sagði Ward. „Hvað sannar það?“ sagði frændi mínnJ,,því nú þegar er búið að snúa merkispjöldunum. Að einhver drap Coopman og rak burtu nautin hans, eyðilagði

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.