Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 03.04.1950, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 03.04.1950, Blaðsíða 8
ÍTr heimi leiklistarinnar Framhald af 2. síðu. lána leiktjöld á milli leikfé- iaga, engu siður en búhinga, sökum þess að stærð leiksvið- anna væri hin saraa. Eins og nú er ástatt, koma lán leik- tjalda ekki til greina, sökum bess handahófs, sem ríkt hef- ur í byggingu leiksviða í 'hin- nm ýmsu samkomuhúsum. — Ösjaldan hef ég séð leik- svið í samkomuhúsum, sem svo hefur verið illa fyrir kom- ið, að næstum ókleift er að sýna nokkurt leikrit á þeim; einungis vegna þess, að þeir, sem byggingunum réðu, kynntu sér ekki þær sérstöku lágmarkskröfur, sem gera verður til byggingar leik- sviða. Nú getur þess orðið all- langt að bíða, að hægt verði að samræma þannig leiksviðs- byggingar um land allt, og er því rétt að snúa sér aftur að því, hvað hægt er að gera til umbóta í þessum efnum nú þegar. Það, sem leikfélögin skort- 5r tilfinnanlegast (að undan- skilinni tilsögn í leiklist), eru leiktjöld eða flekasamstæður, sem hægt væri að nota hvað eftir annað með litlum breyt- ingum við ýmsar mismuhandi leiksýningar. Það fyrirkomu- lag, sem nú tíðkast, að smíða ný leiktjöld fyrir hverja sýn- ingu og jaf nvel hvern þátt, er alltof dýrt og óhentugt. 1 Bandaríkjunum hafa fé- lög áhugamanna leyst vand- ann með því að afla sér eða smíða slíkar flekasamstæður, og hefur það gefizt ákaflega vel. Flekarnir eru svo hagan- lega gerðir, að ótrúlega mikl- ar breytingar má gera á leik- sviðinu með því einu, að raða flekunum með ýmsum hætti, allt eftir því, sem leiksýning- in krefst hverju sinni. Kostn- aður við smíði slíkrar fleka- samstæðu yrði að vísu nokk- uð mikill, en það myndi fljót- lega marg-borga sig. — Það myndi spara tíma, vinnu og peninga. Og það, sem jafnvel enn meira máli skiptir, það myndi gera litlum leikflokki kleift að ráðast í leiksýning- ar, sem ella væru algjör frá- gangssök vegna leiktjalda- kostnaðar. Tjöld, sem sett eru saman með þessum hætti, eru einföld og hrein í iínum. Beinar Hnur flekanna gera auðvelt að setja þá saman með hverjum þeim hætti sem þurfa þykir hverju sinni. Þeir flekar, sem mestu máli skipta í samstæðunni eru auðvitað þeir, sem bera dyr, glugga o. þ. h. Þegar leiksvið- ið er búið út, eru þessir flekar fyrst settir upp, þar sem bezt þykir henta að hafa dyr og glugga o. s. frv., og bilin mill'i þeirra síðan fyllt með milli flekunum með því fyrirkomu lagi, sem leikritið krefst hverju sinni. Leiksviðið sjálft, að baki Ölmusufólk eftir Kathe Kollwifz flekanna, er bezt að tjalda svörtum tjöldum. Víðast í sveitum hafa ung- mennafélögin staðið fyrir byggingu samkomuhúsanna, þar sem leiksýningar fara fram, og eru þau auðvitað notuð til hvers konar skemmt anahalds, svo sem samsöngs karlakóra, einsöngs, upp- lestra og fundahalda. — Þá kemur í ljós enn einn kostur slíkrar flekasamstæðu-, því að .auðvitað má nota fleka úr henni til að mynda hvers kon- ar faileg baksvið fyrir skemmtikraftana á leiksvið- inu. Undanfarin ár hefur verið mikið rætt um flótta unga fólksins úr sveitum landsins og ekki að ófyrirsynju. Fá- breytilegt skemmtanalíf dreif býlisins fölnar t. d. í saman- burði við það, sem höfuðborg- in getur boðið í þeim efnum. Unga fólkið gerir miklar kröfur til lífsins, og það er því nauðsynjamál að gera líf- ið í sveitinni bærilegt fyrir það. Og „þar er allur sem un- ir," segir máltækið. Leiklist- arstörf eru einn þátturinn í því að veita eðliíegri fram- takssemi og áhuga æsku- mannsins í hollan farveg, auk þess sem árangurinn af slíkri starf semi er öllum héraðsbú- um til ánægju og yndisauka. Efling þessarar merkilegu menningarviðleitni hefur því meira þjóðfélagslegt gildi en virðast kann í fljótu bragði. Það er sannf æring mín, að sé framangreindum tillögum gaumur gef inn, geti þær orðið til eflingar fyrir leiklistina úti um landið, geíið henni nýtt líf, opnað möguleika til meiri þekkingar á þessari merkilegu listgrein og gert leikfélögun- um fært að ráðast í stærri og merkilegri viðfangsefni. jrC^~&%&&-> ¦'**» IJm þessar mundir stendur yfir sýning í sýningarskála Ás tnundar Sveinssonar við Freyjugötu. Til sýnis eru listaverk jþýzku listakoKunnar Kathe Kollwitz, sem lézt 1945. Myndir hennar hafa vakið mikla athygli og verið til sýnis víða um heim. Verkefnin sótti hún aðallega í líf öreiganna, og þykja mörg þeirra frábær. Á þessari sýningu eru 79 grafiskar myndir og 7 höggmyndir. Allar þessar myndir eru originalar og í eign þýzka ríkissafnsins í Berlín. Vafalaust verður sýn- ing þessi mikið sótt. Fiugfélag íslands sýnir nýja kvikmynd Flugfélag íslands hefur lát- ið gera forkunnarfagra kvik- mynd um flugferð með Gull- faxa frá Reykjavík til Lon- don, með viðkomu í Prest- wick. Myndin hefst á því, að farþegar fara um borð í vél- ina, en síðar er sýnt útsýnið yfir suð-austur landið í heið- skíru og fögru veðri. — Er einkar tignarlegt að sjá strandlengjuna og sveitirnar, þar sem árnar liðast eftir sveitunum til sjávar, en í bak- sýn hinn fagra f jallahring. Síðan er sýndur flugvöllur- inn í Prestwick, sem mörgum Islendingum er kunnur, og að lokum lendir Gullf axi á North olt flugvellinum hjá London, og farþegar tínast út. Þegar til London kemur, er áhorf andinn tekinn ismáf erða lag á Thamesánni og svip- imýndir m. a. fra ToWer of London,- Aábeit Memorial MANUDAGSBLADIB Hljómieikar Hörpu-kórsíns Undir stjórn Jan Moravek söng Hörpu-kórinn í Gamla Bíó s. 1. fimmtudag. Kórinn telur 47 meðlimi (ekki eins og í einu blaði stóð 74 meðlimi). Eins og gefur að skilja, þá er þetta söngfólk aðeins náttúru radda fólk, sem ekki hefur haft tíma né tækifæri til að afla sér söngmenntunar, þó hér haf i verið söngkennarar í s. 1. 20 til 30 ár. Það er ekki hægt að segja, að í þessum blandaða kór séu —- frekar en í öðrum kórum hér — fyrsta. flokks náttúru- raddir, og eru sópranarnir í þessum kór mikið of veikir til þess að geta vegið upp á móti hinum sterku bassaröddum. Altarnir mega heita sæmileg- ir, og tenórarnir, já, eru í þess um kór, eins og í öðrum blönd- uðum kórum hér, lokaðir, klemmdir, eða þá gal-opnir. Textaframburður kórsins var hvorki betri né verri en hjá öðrum blönduðum kórum hér heima, og er það eitt af því, sem anhars þyrfti mjög að gagnrýna, hvað allir söng- stjórar hér eru kærulausir um það, að söngf ólkið syngi skýr- an texta. Getur einnig komið af því, að hér eru útlendir söngstjórar, sem enga hug- mynd haf a um íslenzkan f ram burð, en láta nægja að kenna söngf ólkinu lögin taktrétt, án tillits til þéss, 'hvort söngfólk- ið syngur sálma eða buslu- bænir. Það er gott og enda sjálfsagt að láta söngfólkið syngja „piano" og „forti" eins og Hörpu-kórinn gerði, og oft mjög fallega, en maður verður að heyra, hvort suhg- ið er um „vormorgun", sem „Mandast lof söng lævirkjans" eða um „fossinn" með „fimbul tónum bergs um stall". Þá er alveg eins gott að söngstjórarnir láti söngfólk sitt syngja „hi hi og hó hó". Það sparar þeim að láta prenta textana. En þessi menningarsnauði textaframburður söngfólks hér yfirleitt, á rót sína að rekja til barnaskólasöng- og Kew-Gardens eru sýndar. Einnig sést Trooping of Colo- urs, en það er hátíðarskrúð- ganga í sambandi við af mælis dag brezka konungsins. Að lokum eru nokkrar myndir teknar að kvöldlagi á Picca- dilly Circus, og sýna þær hina miklu ljósadýrð í hjarta brezku höfuðborgarinnar. - Myndin er tón- og talmynd, sérkennilega fögur og hríf- andi. Kjartan Ó. Bjapnason annaðist kvikmyndun. Mynd þessi verður sýnd bráðlega hér. kennslunnar. I barnaskólun- um er börnunum bókstaflega engin kennsla veitt í söng- framburði, og þeir söngkenn- arar, sem álpazt hafa að því starfi að kenna söng í barna- skólunum, hafa sjálfir enga hugmynd um sönglegan f ram- burð; hóa börnunum saman í skólunum, ef til vill einu sinni í viku, og láta svo þessi litlu, blessuð börn, einhvern veginn raula úr „Fjárlögunum". — „Það sem ungur nemur, gam- all temur," er satt máltæki, því ef söngkennarar barna- skólanna væru svo menntir, að þeir gætu kennt skólabörn- unum að nota rétt hljóðstafi og samKljóðendur í sambandi söngsins, þá væri einnig létt- ara fyrir söngstjórana að láta söngfólkið bera skýrt fram textana. Það er oft hryggi- legt að heyra í útvarpinu, hvað börnin í barnatímanum oft geta sungið frámunalega flátt og óáheyrilega, og þó virðast þau mörg 'hafa gull- fallegar raddir, sem gera mætti með réttri söngþjálfun að engilfögrum röddum. — „Hver á sér fegra föðurland", eftir Emil Thoroddsen, var fyrsta lagið á söngskrá Hörpu kórsins. Lagið er létt og fal- lega samið, eins og kvæðið bendir til, en var alltof þung- lamalega sungið; og verð ég að kenna söngstjóranum um það, að nokferu leyti, því hann virtist vanta þann eld, sem átti að kveikja í söngfólkinu, og gefa því tækifæri til að syngja með hrifningu, af hjarta og sál. Prýðilega voru þessi lög sungin: Vormorgunn eftir Schubert, Litla tartara- tjtúlkan, eftir söngstjórann, Moravek, og Ave Maria, eftir Schubert, sem var hvað bezt sungið, og söng þar sóló frú Svanhvít Egilsdóttir. Söngur Miriam, eftir Schubert, er yndislega fagurt og mikil- fenglegt kórverk, sem var á pörtum sæmilega útfært, en var bæði kór og sólista of- viða. Þó var þetta verk Schu- berts hvað hreinast sungið, og má það þakka okkar afbragðs pianista, hr. Weishappel, sem með sinni styrku pianóhönd hélt söngfólkinu í réttri tón- hæð. Hr. Jan Moravek er vafa- laust sérstaklega vel músik- menntur maður og afbragðs hljóðfæraleikari, og náð hef- ur 'hr. Moravek þeim tökum á pianissimo-söng kórsins, sem maður hefur ekki heyrt betri hér heima enn sem kom- ið er, og þess vegna mun Hörpu-körinn eiga framtíð. Sig. Skagf ield.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.