Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 11.04.1950, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 11.04.1950, Blaðsíða 4
MÁNUDAGSBUtíMÐ Þriðjudagur 11. apríl 1950. BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS „ OG ÞJÓÐYINAFÉLAGSINS Saga fslendinga Sjöunda bindi þessa ritverks, Upplýsingaröldin, er nú komin út, samið af Þorkeli Jóhannessyni prófessor. Þetta nýja bindi fjallar um árin 1770—1830. Tímabil þetta er að ýmsu leyti mjög athyglisvert. Saga þess er saga dag- renningarinnar í lífi þjóð- arinnar. Húu skýrir frá margvíslegum framförum og miklu umróti. Sem dæmi skal nefna, að æðsti valdsmaður landsins, stift amtmaðurinn, fær nú að- setur innanlands. Alþingi er lagt niður og landsyfir- réttur stofnaður. Þjóðin fær sín fyrstu póstlög,' vegalög og jarðræktarlög. Einokuninni lýkur. Hinir fornu skólar biskupsstól- anna eru lagðir niður og nýir skólar taka til starfa á Hólavelli og Bessastöð- um. — 1 bók þessari -egir frá mörgum ágætismönn- um, eins og t.d. Jóni Ein- ríkssyni, Eggerti Ólafs- — Bindi þetta er 575 bls. I því eru 62 myndir, m. a. margar, sem ekki hafa verið prentaðar áður, af ýmsum þekktum mönnum íslendinga- sögunnar. Saga íslendinga er ritverk, sem enginn bókamaður vill án vera. Ráðlegt er því, að fresta ekki að eignast þau bindi, sem þegar eru komin út. — Þeir, sem eiga fyrri bindi n(4., 5. og 6.), eru sérstaklega beðnir að vitja sem fyrst þessa nýja bindis til afgreiðslu útgáfunnar eða næsta umboðsmanns. Þeir, sem eru að gerast nú félags- menn, fá 10 kr. afslátt af verði bókarinnar, sem fæst bæði innbundin og heft. Búvélar og ræktun eftir Áma G. Eylands stjórnarráðsfulltrúa er komin út. Þetta er myndarleg og falleg handbók, sem allir bænd- ur og áhugamenn um ræktunarmál þurfa að eignast. -Kaupstaðabúar! Gleymið ekki þessari bók, ef þér viljið velja vinum yðar í sveitinni hagnýta og kærkonma gjöf. * Vitjið félagsbékaima. Félagsbækurnar 1949 (Þjóðvinafélagsalmanakið 1950 Andvari, Úrvalsljóð, Lönd og lýður I (Noregur) og Brezkar úrvalssögur) komu út fyrir áramótin. Allar bækurnar kosta aðeins kr.. 30, en 3 hinna síðamefndu fást í bandi gegn aukagjaldi. TVÖ MEBK BITVEBK. Bréf og ritgerðir Stephans G., heiidarútgáfa á ritum skáldsins í óbundriu máli, 4 bindi, alls tæpar 1500 bls. Aðeins örfá eintök eftir í skinnbandi. — Kviður Hómers I.—II., heimsins frægustu hetju- og söguljóð í snilldar- þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar. t« syni og Magnúsi Stephensen. HIFIÐ ÞER NGTAÐ ÞESSI KÖSTAKJÖl? Nýir félagsmenn geta enn fengið ailmikið af eldri fé- lagsbókum útgáfunnar, alls um 40 bækur fyrir 160 kr. Meðal þessara bóka eru úrvalsljóð íslenzkra skálda, al- manök Þjóðvinafélagsins, Njáls saga, Egils caga, Heims kringla, erlend úrvalsskáldrit og fleiri ágætar bajkur. Af sumum þessara bóka eru aðeins örfá eintök>eftir. Afgreiðsla í Reykjavík að Hverfisgötu 21. Símar 80282 og 3652. — Pósthólf 1043. Sendum bækur gegn póstkröfu. UmboSsmenn um land alit. Einhver sú aumkunarverðasta manncegund, sem fyrir finnst í einu þjóðfélagi, eru drykkju- mennirnir, þessir líka vesalings piiagrímar, sem flestir virðast með því marki brenndir að temja sér þá ófögru venju, að ganga ljúgandi manna á milli með til- finningaKf sitt utan á sér, sér til framdráttar. Menn af þessari tegund manna, sem ábyrgðarstöðum gegna eða eru cil þess settir að ráða yfír Öðr- um, þurfa alltaf að bafa einhvern til þess að kenna um sín axar- JÍwft. Það gotur' yerið stórhættu- légc, ef *tenn þeir, sem hafðir eru þannig sem skálkaskjól, skyldu taka upp á því að lenda út fyrir þann hring, sem ugakano, að liggja þessara vesaiinga. lesenda Venjulega fer þanríig fyrir drykkjumönnunum, að mórall þeirra fer smáþverrandi eftir því sem meira er drukkið, án þess að þeir séu sér þess meðvitandi. — Drykkjumaður kannast aldrei við það, að hann drekki svo nokkru nemi. — Þetta eru menn, sem alls ekki eiga að vera innan um annað fólk. Fyrir svona menn á að stofna nokkurs konar nýlendu í hverju landi, og safna þar sam- an þessum aumingjum og láta þá vinna að jarðarbótum eða ein- hverri annarri hollri útivinnu. Hér í okkar fámenna þjóðfé- lagi er stétt manna þessara alltof fjölmenn, og því miður er ekki hægt að neita því, að sumir þess- ara manna hafa alltof ábyrgðar- miklum störfum að gegna. — Ég þarf að fá ost, sagði nýgift kona við kaupmanninn. — Já, frú, hér er mjög góð- ur ostur, sagði kaupmaðurinn. — Já, en ég vil hann ekki. Ég keypti pund af honum fyrir viku og hann var svo maurað- ur, að hann skreið strax úr, þar náði hundurinn okkar í hann og varð svo dauðveikur, að sækja varð lækni. a Bókhaldarinn segir við skrif- stofudrenginn, þegar eigandinn hafði kreist upp úr' sér ósköp ófyndna fyndni: — Hví hlærðu ekki líka? Skrifstofudrengurinn: — Ég þarf þess ekki, því að ég fer héðan á morgun. Búðarþjónninn: — Nei, við getum ekki tekið grammófón aftur, sem búið er að nota í heilt ár. Er nokkuð að honum ? Skotinn: — Já, nálin er brot- in. a Gömul kona, mesta skraf- skjóða, var að karpa við búð- armanninn og sagðist ekki geta borðað kanínu, sem skotin hefði verið eða veidd í gildru. Búðarmaðurinn skildi ekki hvað kerla vildi, varð illur og sagði: — Hérna frú, takið þessa; hún dó af hræðslu. ósönn, upplogin og þar að auki vantar í hana. Það er ekkert í henni, sem maður getur sagt við konuna þegar maður kem- ur heim til sín tveim stundum eftir miðnætti. Leynlögregluþjónn var stadd- ur í búð nokkurri þegar kona kom þar inn. — Veiztu, sagði leynilögregluþjónninn, — að þessi kona þjáist af stelsýki. — Hamingjan góða! Því fær hún ekki eitthvað við henni? — Hún fær það innan stund- ar, saggði leynilögregluþjfinn- inn. Viðskiptakona: — Hafið þér nokkur ósýnleg hárnet? Afgreiðslustúlkan: — Já. Viðskiptakonan: —Viljið þér gjöra svo vel að lofa mér að sjá þau? — Jón, sagði kaupmaðurinn í höstum róm. — í gær tókstu þér frí af því að þú varst veik- ur. Þó sá ég þig á veðreiðum, og þá leiztu alls ekki út eins og þú værir veikur. — Já, sagði Jón, — en þú hefðir átt að. sjá mig eftir klukkan hálf fjögúr, þá leit ég vissulega út eins og ég væri sárþjóður. ÞaS er undravert, hve drykkju- maðurinn er séður í því að ná sér í áfengi, og því alveg tilgíngs- laust að hafa nýlendu drykkju- manna nærri fjölmenninu. Hér á íslandi væri það athug- andi, hvort ekki væri hægt að stofna drykkjumannahæli t. d. t Drangey og láta varðmenn standa þar vörð alvopnaða bæði dag og nótt, svo engin tök væru á því fyrir þessa vesalinga að reyna til að synda í land eftir áfengi. Að taka drykkjumenn hér í Reykjavík að kveldi og setja þá I kjallarann gerir aðeins illt verra. Að vísu þurfa þessir aumingjar einhvers staðar að vera yfir nótt- ina, en að taka þessa menn að kveldi og sleppa þeim svo út úr kjallaranum að morgni, kemur skapstórum drykkjumönnum til þess að lifa í nokkurs konar ósátt við þjóðfélagið. Það getur verið þannig, þótt þá sé mikið sagt, að ef hreinsa ætti burtu illgresið úr einu þjóð- félagi, þá væri það alls ekki ó- mögulegt, að rotnunin væri sve mikil, að fyrst og fremst fyndist enginn til þess að vinna verkið, og í öðru lagi, ef einhver fyndist til þess, þá yrði enginn eftir, þeg- ar þessi eini væri búinn að lú akur inn. ★ Sunnudagskvöldið þann 19. þ. m. las kunnvn- íslendingur upp úr einni af bókum Hitlers (Mein Kampf) í útvarpið. — Val bókar þessarar fyrir þjóð ina, mun geta leikið vafi á rnn, hvort hafi verið svo heppilegt sem skyldi eins og á stóð. Það er ekki nema sjálfsagt, að fegra málið eins og hægt er, enda mun þjóðin hafa fyrirmyndimar, þar sem hennar kjörnu fulltrúar eru með sínar eldhúsumræður, þá þær fara fram í útvarpinu. — Það má ekki gleyma því, að þeir menn, sem mótfallnir voru stefnu Hitlers og sáu fyrir hrun þýzka ríkisins, voni annað hvort afmáðir eða urðu að taka upp skóggang og jafnvel að flýja land. — Vonandi er það ekki eitthvað þessu líkt, sem þeir menn geta átt í vændum, er ekki geta fellt sig við þær ráðstafanir, sem gerðar kunnu að verða af hálfu hins opinbera. Hermann. • Fisksali (var að láta utanum laxbita fyrir konuj : —Fallegur á litinn frú, finnst yður ekki? — Já, Codd. Ég hugsa bara að hann roðni gvona út af verð- inu, sem þú setur upp. • Ég vil skila bókinni, sem ég •keypti hjá yður í gær „Sögur við öll tækifæri", sagði kaup- andinn. fokvondur. — Hvað er að bókinn ? spurði bóksalinn. — Hvað er að henni, faún er

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.