Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 11.04.1950, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 11.04.1950, Blaðsíða 5
s Þriðjudagur 11., apríl 1950. MÁNUDAGSBLAÐH> Það er af sem áður var ... Allir vita hve mörgu sem komið er nokkuð til ára sinna veitist erfitt að viður- kenna það, að aldurinn sé að færast yfir það. Þetta er auð- vitað afar mannlegt, — þó stundum geti það verkað hálf • hlægilega á þá, sem yngri eru.) En er ekki sagt, að enginn sé eldri en honum sjálfum finnst hann vera ? Nýlega rakst ég á smágrein í Readers Digest um þetta mál- efni. Greinin er eftir Corey Ford, og þar eð mér fannst hún sniðug og skemmtileg ætla ég að þýða hana lauslega hér. Greinarkomið talar sínu máli sjálf, -— og hljóðar svona: Mér finnst þeir vera farnir að byggja stigana brattari nú en áður var. Þrepin eru hærri, eða þau eru fleiri eða eitthvað. Að minnsta kosti er það alltaf að verða erfiðara að hlaupa upp tvö þrep í einu. Nú orðið hef ég fullt í fangi með að ganga upp eitt þrep í einu. Og þá er það annað sem ég einnig hef tekið eftir, og það er hve femátt prentletur þeir eru farnir að nota nú á dcgum. Dagblöðin eru alltaf af færast fjær og fjær, þegar ég held á þeim, og ég verð að loka öðru auganu til þess að geta lesið letrið. Um daginn þurfti ég næstum að fara út úr símklefanum til þess að geta lesið, hvað stóð á bókinni. Það er hlægilegt að halda því fram að maður á mínum aldri þurfi að nota gleraugu, en eina leið- in önnur fyrir mig til þess að geta fylgzt með því, sem er að gerast, er að láta ein- hvem lesa hátt fyrir mig, — en það er heldur ekki 'gott, því að fólk talar svo lágt nú á dögum að ég á erfitt með að heyra, hvað það segir. Allar vegalengdir em lengri en áður var. Nú er helmingi lengra frá .húsinu mínu að járnbrautarstöðinni en áður var, og á leiðina eru þeir bún- ir að bæta vænnivbrekku, sem ég aldrei varð var við áður. Járnbrautimar fara líka fyrr af stað, Eg er hættur að hlaupa til þess að ná í þær, því að þær flýta sér bara enn meira af stað, þegar ég er að reyna að ná í þær.... Þeir nota heldur ekki sömu fataefnin nú og áður fyrr. Öll mín föt „hlaupa“, sérstaklega yfir um mittið og bakhlutann, og það er miklu erfiðara að ná í reimarnar, sem þeir setja í skóna nú á dögum en áður var. Jafnvel veðrið er að breytast. Það ér að verða kaldara á veturna og heitara á sumrin en áður var. Eg mundi flytja burt ef það væri ekki svona langt. Snjórinn er þyngri, þegar ég reyni að rnoka hann. Drag- súgurinn er líka meiri. Það hlýtur að stafa af því, hvern- ig þeir smíð? gluggana nú á dögum. Fólkið er yngra en það var, þegar ég var á þeirra aldri. Nýltga fór ég á bekkjamót í háskólanum, sem ég útskrifað- ist úr 1923 og ég var stór- hneykslaður af því að sjá hvílíkum pelaböriium þeir leyfa inngöngu í skólann nú á dög- um. Stúdentarnir virðast samt kurteisari en þeir voru í minni tíð; margir þeirra kölluðu mig „Herra minn“, og einn þeirra spurði mig hvort hann ætti að hjálpa mér yfir götuna. Á hinn bóginn er fólk á mín- um aldri svo miklu eldra en ég. Eg geng þess ekki dulinn, að mín kynslóð nálgast það að verða miðaldra (hér um bil á tímabilinu milli 21 árs og 110 ára), en það er engin afsökun fyrir bekkjarbræður mína til þess að haga sér eins og hrum- ir karlfauskar. Eg hitti her- bergisfélaga minn á bar fyrir nokkru, og hann hafði breytzt svo mikið, að ég þekkti hann ekki. „Þú hefur fitnað tals- vert, Georg“, sagði ég. „Það er þessum nýtízku mat að kenna“, sagði Georg. „Hann virðist meira fitandi en áður var“. „Það er orðið langt síðan ég sá þig, Georg“, sagði ég. „Það hljóta að vera nokkur ár síð- an“. „Eg held að við höfum ekki sézt síðan rétt eftir kosning- ar“, sagði Georg. „Hvaða kosningar ?“ Georg hugsaði sig um dá- litla stund. „Þegar Coolidge var kosinn forseti“, sagði hann. Eg pantaði tvo kokkteila í viðbót. „Hefurðu tekið eftir því, að þessir kokkteilar eru miklu þynnri en þeir voru í fyrri daga?“ „Ekkert er eins og í þá góðu gömlu daga“, sagði Georg. „Manstu, þegar við stundum fórum niður í knæpuna, fengum okkur nokkra stífa og náðum okkur kannske í einhverjar sæt ar stelpur? Þá var nú líf í tuskunum“. „Þú varst alltaf mesta kvennagull, Georg“, sagði ég. „Dansarðu ennþá Charleston?“ „Eg hef fitnað of mikið“, sagði Georg. „Maturinn nú á dögum virðist vera meira fit- andi en áður var“. „Eg veit það“, sagði ég, þunglega. „Þú minntist á það fyrir augnabliki síðan“. „Gerði ég það?“ sagði Ge- org. „Má bjóða þér annan kokk- teil ?“ sagði ég. „Hefurðu tek- ið eftir því, að kokkteilamir eru ekki eins sterkir nú og héma áður fyrr?“ „Ojá“, sagði Georg þunglega. „Þú sagðir þetta* áðan“. „Ó, sagði ég það?“ Eg fór að hugsa um veslings Georg gamla í morgun, þegar ég var að raka mig. Eg hætti augnabiik og horfði fast á mig í speglinum. Þeir viriast ekki nota samskonar gler í spegla nú á dögum og þeir gerðu hér áður fyrr.... Herratízkan? Nýlega var haldin sýning í New York sem nefndist „Adam og spegillinn“. Þarna var sýnd- ur allskonar klæðnaður karl- manna, allt frá hringabrynjum þrettándu aldarinnar til fram- tíðarklæðnaðar karla á tuttug- ustu öldmni. Fólkið hló að silkihúfunum, sem karlmenn notuðu heima við fyrir tveim öldum og að útsaumuðu skyrt- unum, og teprulegu kvenlegu búningunum. En þegar tekið var að sýna framtíðarklæðnað karlmannanna okkar, eins og tízkufrömuðirnir Hatte Carn- egie, Lilly Dache, Sally Victor og Brooke Cadwallader spá að hann verði, þá hló það enn hærra. Árið 1960 munu karlmenn verða í skyrtum með afar víð- um ermum og hálsbindi úr sama efni; þeir munu ganga með tvílita hatta og þeir munu spankúlera um í stuttbuxum úr köflóttu silki. Það var ekki fyrr en um aldamótin 1800 að karlmenn- irnir ákváðu að hylja fótleggi sína í síðum buxnaskálmum. En nú segir tízkuteiknarinn Tina Leser að ekki verði langt að bíða þess að karlmenn fari að ganga í pilsum! Já, strákar mínir! það þykir þegar „smart“ að karlmenn séu í knésíðum silkipiplsum á baðstöðum! Einnig gat að líta þarna blá- ar sportbuxur, mjög þröngar, og fylgdi þeim stuttur jakki úr sama efni og áfast við hann var ljósgrænt skyrtubrjóst! Frk. Cadwallader spáir mis- litum kvöldklæðnaði karla. Hún spáir því að „mörgæsar-bún- ingurinn“, (þ. e. kjóll og hvítt) verði mjög bráðlega úreltur. Og svo hámark vitleysunnar: Það verður ekki lengi móðins fyrir karlmenn að sofa í nátt- fötum, segja þær. Karlmenn framtíðarinr.ar munu aðeins sofa í ermum! 1 ermum og einu fíkjublaði, segja sum- ar dömumar! Skór karlmanna á þessari sýningu voru aðallega band- skór úr nylon, í öllum mögu- legum litum. Einnig sáust þama opnir skór með hælum sem holir eru að innan og ku þeir sérlega léttir að ganga á. Auðvitað mun flest sæmilega Trilit vordragt. Vortízban er með margt nýtt á prjónunum, en áherzla er enn lögð á kven- legar línur. óheimskt fólk líta á þessa sýn- ingu sem skrípasýningu, og vonandi verða karlmenn aldrei svo vitlausir að láta þessar tízkudömur hafa sig að fíflum, og skipa sér að klasðast eins og fávitar.. Og þó? Hver veit nema þeir verði svo vitlausir að láta tæla sig til þess að ganga í knésíðum silkipilsum í fram- tíðinni ? ? ? Enginn veit! —v— Trúgirni Huldulæknir hitti Max vin sinn á götunni og spurði hann tíðinda. „Slæmar fréttir“, sagði Max aumingjalega. „Bróðir minn er svo afskaplega veikur“. „Bróðir þinn er ekkert veik- ur“, sagði huldulæknirinn, „hann heldur aðeins að hann sé veikur. Mimdu það: hann heldur aðeins að hann sé veik- ur“. Tveim mánuðum seinna hitt- ast þeir aftur og huldulækn- irinn spurði Max: „Hvemig líður honum bróður þínum núna ? „Miklu. ver“, stundi Max. „Hann heldur að hann sé dauður“. Oft

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.